Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 (Ljósm. Mbl. ÓLK.M.) Frá umræðu um málefni landbúnaðar Frá umræðum um afurðalán landbúnaðarins á Alþingi í gær: Vilmundur Gylfason (A), Karvel Pálmason (A), Eyjólfur Konráð Jónsson (S), Jón Kristjánsson (F) og Guðmundur J. Guðmundsson (Abl.). Sitjandi: Helgi Seljan (Abl.). Eyjólfur Konráð Jónsson: SÍS tekur lán fjölmargra afurðasölufyrirtækja Er rétt að halda fjármunum bænda í 60—70% verðbólgu? Hversvegna hunzar fram- kvæmdavaldið þingvilja? Eyjólfur Konráð Jónsson (S) bar fram eftirfarandi spurningar til Tómasar Arnasonar, viðskiptaráð- herra: • 1. Hvaða reglur hafa verið settar um rekstrar- og af- urðalán landbúnaðarins, sem tryggja að bændur fái fjármuni sína í hendur um leið og lánin eru veitt, í sam- ræmi við ályktun Alþingis frá 22. maí 1979? • 2. Er lokið undirbúningi þess, að ályktun Alþingis frá 22. maí 1979 komi til fram- kvæmda við veitingu afurða- lána í nóvember nk.? • 3. Hve mikil voru rekstrar- og afurðalán landbúnaðarins á sl. ári og hve mikil verða þau í ár? • 4. Hvaða vexti greiða afurða- sölufyrirtæki af lánunum og hvaða vexti taka kaupfélögin af bændum? Eyjólfur lagði áherzlu á að 3'/2 ár væru liðin frá því Alþingi gaf framkvæmdavaldinu þau fyrir- mæli, sem í framangreindri þings- ályktun felast, án þess að það hafi hrundið ályktuninni í fram- kvæmd. Eyjólfur minnti og á það, að ráðherra hefði sagt í þingræðu 5. maí 1981: „Ég vil aðeins endur- taka það, sem ég sagði áður, að ég vinn að því og mun áfram vinna að því að framkvæma þessa þings- ályktun þannig að tryggja mcgi að tilgangi hennar verði náð. Það vil ég endurtaka og undirstrika." „Nánast óframkvæmanleg“ Hvernig hefur svo ráð- herra framfylgt þessum sínum eigin fyrirheitum? Tómas Árnason, viðskiptaráð- herra, sagði m.a. í svari sínu, að nefnd, sem landbúnaðarráðherra hefði skipað til að gera tillögur um beinar greiðslur til bænda í sam- ræmi við nefnda þingsályktun, hafi talið hana „nánast ófram- kvæmanlega“. Sama væri raunar að segja um forsjármenn við- skiptabanka. Þá hefði Stéttarsam- band bænda lýst sig andvígt greiðslu rekstrar- og afurðalána til bænda, án milligöngu sölufé- lags, enda sú leið flókin í fram- kvæmd og kostnaðarsöm. Ráðherra sagði fleiri og fleiri kaupfélög hafa tekið þá stefnu, að greiða rekstrarlán ótilkvödd inn á reikning bænda um leið og lánin eru veitt. Raunar væri eðlilegt, sagði ráðherra, að „kaupfélög fengju að þróa þetta fyrirkomulag í friði“. En ég hefi ritað banka- stjórn Seðlahanka bréf, þar sem ég óska þess, að Seðlabankinn breyti reglum um greiðslu rekstr- arlána á þann hátt, að framleið- endur, sem þess óska, fái lánin greidd út hjá sláturleyfishöfum eða lögð inn á reikning sinn. Slát- urleyfishafar verða þó eftir sem áður lántakendur. Samkvæmt upplýsingum Seðla- banka námu endurkeypt rekstrar- og afurðalán 431 m. kr. í nóvember 1981. Viðbótarlán viðskipta- bankanna námu 369 m. kr. Þetta gerir samtals um 800 m. kr. í ár má gera ráð fyrir að lánin verði 60% hærri. Afurðasölufyrirtæki greiða 29% ársvexti af endurkeyptum lánum, en 39% vexti af viðbótarlánum frá viðskiptabönkum. Síðasti hluti spurningarinnar, um vexti er kaupfélög taka af bændum, „er óljós, því ekki kemur fram við hvaða vexti er átt“, sagði ráð- herra. Með forskrift frá einokunartíma Sverrir Hermannsson (S) sagðist hafa undir höndum bréf frá við- komandi kaupfélagi til bænda í Vopnafirði, hvar þeim hafi verið tilkynnt, að kaupfélagið, sem þeir lögðu afurðir sínar inn hjá, hefði enga peninga til greiðslu, vöru- úttektin ein stæði þeim til boða. Ráðherra talar um að kaupfélögin „fái að þróa í friði“ viðskiptaregl- ur sínar, en í þessu tilfelli minnir þróunin á verzlunarhætti frá ein- okunartímanum. Eyjólfur Konráð Jónsson (S) sagði merg málsins þann, að fram- kvæmdavaldið framkvæmdi ekki þingsályktun og vilja Alþingis, en allir vissu, hvern veg færi fyrir fjármunum, sem haldið væri fyrir réttum eigendum í 60—70% verð- bólgu. Upplýst var hér á þingi á dögunum, að SÍS tæki afurðalán fjölmargra afurðasölufyrirtækja. Svar ráðherra nú kemur ekki heim og saman við fyrri orð hans í þingræðu 1981, að hann inni að og myndi áfram vinna að fram- kvæmd þessarar þingsályktunar. Hver og einn gæti sagt sér sjálf- ur, hvað héngi á spítunni, ef SÍS eða kaupfélög héldu hluta afurða- lána með 29% vöxtum, en tæki síðan stórum hærri vexti af bænd- uní, sem í raun ættu þetta fjár- magn en teldust skulda þessum fyrirtækjum. Hann minnti og á, að ýmsar búgreinar, t.d. loðdýra- bændur, tækju sjálfir og beint af- urðalán sín. Olafur Þ. Þórðarson (F) taldi óhóflegan sláturkostnað eiga að hluta til rót að rekja til krafna heilbrigðisyfirvalda. Árni Gunnarsson (A) taldi þings- ályktun, sem hér væri rædd, ekki tæknilega framkvæmanlega. Ætl- ast fyrirspyrjandi til, spurði hann, að Seðlabankinn leggi til andvirði allra sláturafurða í landinu, sem síðan þarf að geyma langtímum saman? Jón Kristjánsson (F) taldi Vopnafjarðardæmi Sverris sýna að rekstrarlánin til kaupfélag- anna væru alls ekki nógu há. Egill Jónsson (S) sagði það rangt, sem hér væri látið að liggja, að viðskipti bænda t.d. á Austfjörð- um væru með þeim hætti, að kaupfélögin hefðu erfiðari fjár- hagsstöðu þeirra vegna. Hér væri ómaklega að bændum vegið. Pálmi Jónsson, landbúnaðarráð- herra, sagði afurðalán 70—75% vöruandvirðis, en sláturleyfishaf- ar greiddu rúmlega 80% andvirð- is. Hann tók fram að rekstrarlán landbúnaðarins hefðu hækkað um 96,2% milli ára. Sverrir Hermannsson (S) sagði m.a. að bændastéttin væri ekki gerð fjár síns ráðandi, ef greiðslur til hennar væru miðaðar við vöru- úttekt hjá tilteknu kaupfélagi, sem hugsanlega tæki síðan af- urðalán út á framleiðslu þeirra. Egill Jónsson (S) bar fram þau tilmæli til landbúnaðarráðherra að viðbótarlánsfjármagn, sem hann ræddi um, væri nýtt hjá áburðarverksmjðju, í stað dollara- lána, en áburðarverð hefði hækk- að 16% umfram afurðaverð. Hann deildi og á kjarnfóðurkjör bænda. Eyjólfur Konráð Jónsson (S) benti m^a. á, að útgerðarmenn, sem búið hefðu við hliðstætt fyrir- komulag afurðalána, hefðu knúið fram breytingu í þá veru, sem nú væri rætt um til handa bænda- stéttinni. Hann minnti á að nokkrir sláturleyfishafar greiddu þegar að hausti fullt afurðaverð. Halldór Blöndal (S) taldi að út- flutningsmálum búvöru væri ekki nægjanlega sinnt, þau væru í ólestri. Hann kvað ekki koma sér á óvart að eina röddin, sem væri ánægð með lánamál bændastétt- arinnar, kæmi úr Alþýðuflokkn- um. Karvel Pálmason (A) spurði m.a., hversu lengi ætlar Alþingi að sætta sig við þau vinnubrögð, að framkvæmdavaldið hunzi yfirlýst- an þingvilja? Bréfið til bændanna í Vopnafirði, sem hér var vitnað til, sýnir, að sumir bændur eru álíka settir á klafa kaupfélaganna og verkafólk og sjómenn vóru fyrir upphaf verkalýðssamtak- anna; en mismunur vel settra og snauðra er hvergi meiri innbyrðis í einni starfsstétt en hjá bændum. Fleiri tóku til máls, þó ekki verði frekar rakið. Alþýðuflokkur: Vantraust á ríkisstjórn í GÆR vóru lögð fram á Alþingi tvö þingmál Alþýðuflokks. Fyrra málið er tillaga til þings- ályktunar um vantraust á ríkis- stjórnina: „Alþingi ályktar að lýsa vantrausti á ríkisstjórnina — ríkis- stjórn sjálfstæðismanna, Framsókn- arflokksins og Alþýöubandalags- ins.“ Síðara málið er tillaga til þings- ályktunar, sem felur það í sér, ef samþykkt verður, „að ísland beiti áhrifum sínum, hvarvetna þar sem þess gefst kostur á alþjóða- vettvangi, til þess að stuðla að friðsamlegri lausn deilumála í E1 Salvador, jafnframt að beita sér fyrir því gagnvart Bandaríkja- stjórn, að hún láti af hernaðar- stuðningi við þá ógnarstjórn, sem fer með völd í E1 Salvador." Kvikmyndasjóður íslands: Frumvarpsdrögin gölluð, bæði að efni og orðfæri — sagði menntamálaráðherra Ingvar Gíslason, menntamála- raðherra, sagði efnislega á Alþingi í gær, að frumvarp till laga um kvikmyndasjóö og kvikmyndasafn, sem þingkjörin nefnd samdi, hafi verið það gallað, bæði að efni og orðfæri, að þurft hafi mikillar endurskoðunar og endurbóta við í menntamálaráðuneytinu. Þess væri þó að vænta að frumvarpiö, nokkuð breytt, verði lagt fram á Alþingi næstu daga. Guðrún Helgadóttir (Abl) bar fram þá spurningu til ráðherra, hvenær vænta mætti að frum- varp til laga um Kvikmyndasjóð íslands yrði lagt fram á Alþingi. í máli hennar kom m.a. fram, að þingkjörin nefnd, undir forsæti Indriða G. Þorsteinssonar, rit- höfundar, hefði skilað drögum að slíku frumvarpi til mennta- málaráðuneytis fyrir 14 mánuð- um síðan. Þetta mál hafi hins- vegar ekki verið á lögum lista yfir rúmlega 100 mál sem for- sætisráðherra hefði lagt fyrir stjórnarandstöðu og spanna hefði átt öll þau mál er ríkis- stjórnin óskaði eftir að fá fram á þessu þingi. Hún sagði frumvarpið hafa legið í salti í ráðuneytinu lengi, raunar allar götur unz hún hafi borið fram fyrirspurn sína. Það hafi raunar verið fjármálaráð- herra en ekki menntamálaráð- herra sem ýtt hafi á eftir því að hreyfing kæmist á málið. Þetta er ekki boðlegt andsvar, af stjórnvalda hálfu, við þeim já- kvæðu hræringum í kvikmynda- gerðarlist, sem sagt hafa til sín í þjóðfélaginu. Ingvar Gíslason, menntamála- ráðherra, sagði rétt vera, að kvikmyndagerðarlist væri góðs makleg. Frumvarp þetta hefði hinsvegar „ekki verið ógallað" og raunar þann veg, bæði að efni og orðfæri, að þurft hefði mikillar vinnu við, bæði í endurskoðun og endurbótum? Sú Væri skýringin á þeim drætti sem orðið hefði á að leggja það fram. Þessi endur- skoðun væri nú á lokastigi og þess að vænta, að frumvarpið yrði lagt fram næstu daga. Guðrún Helgadóttir (Abl) sagði ómaklegt að menntamálaráð- herra varpaði sök á sinnuleysi ráðuneytisins yfir á Indriða G. Þorsteinsson, rithöfund og for- mann hinnar þingkjörnu nefnd- ar, en hann væri höfundur þeirra draga sem nefndin hafi sent frá sér. Meðal þingmanna sem til máls tóku vóru Halldór Blöndal (S) og Vilmundur Gylfa- son (A) sem báðir vóru í hinni þingkjörnu nefnd, og Pétur Sig- urðsson (S). Sá síðasttaldi gagn- rýnndi þá hugmynd að leggja nýjan viðbótarskatt á kvik- myndahús, sem nú væru rekin með bullandi tapi, og sum hver rekin í ágóðaskyni fyrir hin þörfustu verkefni. Ingvar Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.