Morgunblaðið - 17.11.1982, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982
27
Hausthappdrætti
Krabbameinsfélagsins
hleypt af stokkunum
HIÐ árlega hausthappdrKtti
Krahhameinsfélagsins er aö hefjast
um þessar mundir. Er það óvenju
seint á feröinni og ekki nema rúmur
mánuður til stefnu því aö dregiö
veröur 24. desember, segir í frétta-
tilkynningu frá félaginu og þar segir
að ástæðan fyrir þessari seinkun sé
sú, aö ekki þótti fært að senda út
happdrættismiðana, fyrr en Lands-
ráö gegn krahbameini heföi lokið
hinni umfangsmiklu söfnun sinni,
hjóöarátaki gegn krabbameini.
í fréttatilkynningunni segir
ennfremur: „Hins vegar var ekki
unnt að fella happdrættið niður
nú fremur en endranær. Hlutverk
þess er að afla Krabbameinsfélagi
Islands og Krabbameinsfélagi
Reykjavíkur fjár til að halda uppi
margþættri starfsemi sinni, bæði
krabbameinsleit, krabbameins-
skráningu, fræðslustarfi og ýms-
um aðkallandi verkefnum öðrum.
Því mikla fé sem safnaðist á veg-
um Landsráðs á aftur á móti að
verja gagngert til byggingarfram-
kvæmda, svo sem alþjóð er kunn-
ugt.
Þess vegna verður enn sem fyrr
að treysta á sem almennasta
þátttöku í happdrættinu og það
þótt höfðað sé að miklu leyti til
sama fólksins og nýlega hefur lagt
svo rausnarlega af mörkum til
söfnunar Landsráðs gegn krabba-
meini. Vinningar í hausthapp-
drættinu eru tíu talsins. Aðalvinn-
ingarnir eru Opel Rekord Berlina,
árgerð 1983, Toyota Tercel GL, ár-
gerð 1983, og bifreið að eigin vali
fyrir 150.000 krónur. Að auki eru
sjö húsbúnaðarvinningar, hver að
upphæð 25.000 krónur. Heildar-
verðmæti vinninganna er um
810.000 krónur.
Að venju eru sendir tveir happ-
drættismiðar til hvers viðtakanda
en miðaverð er nú 30 krónur. Þeir,
sem fá ekki senda miða heim eða
vilja bæta við sig miðum geta snú-
ið sér til skrifstofu happdrættisins
í Suðurgötu 24 eða keypt miða í
sölubíl happdrættisins sem verður
væntanlega kominn á sinn stað í
Austurstræti í nóvemberlok."
Haraldur Böðvarsson og Co.:
Saltað í 6.000 tunn-
ur fyrir K. Jónsson
NÚ HEFUR veriö saltaö í rúmar
5.000 tunnur af síld hjá Haraldi
Böövarssyni og Co. á Akranesi. Alls
hefur veriö tekiö á móti um 1.000
lestum af síld hjá fyrirtækinu og fer
saltsíldin að mestu til niðursuöu-
verksmiöju K. Jónssonar og Co. á
Akureyri.
Að sögn Haralds Sturlaugsson-
ar, framkvæmdastjóra fyrirtækis-
ins, tekur fyrirtækið á móti síld af
þremur bátum, Óskari Halldórs-
syni RE, Rauðsey AK og Haraldi
AK. Búizt er við að alls verði tekið
á móti 1.600 lestum. Haraldur
Akureyrarblaöiö
Dagur:
Að líkindum
bætt við
blaðamanni
AÐ LÍKINDUM verður bætt við einum
hlaðamanni á Akureyrarblaðinu Degi,
samkvæmt upplýsingum sem Mbl.
fékk hjá Hermanni Sveinbjörnssyni
ritstjóra blaðsins.
Hins vegar sagði hann að ekki
hefði nein ákvörðun verið tekin um
fjölgun útgáfudaga blaðsins. Sagði
hann að þaö mál hefði verið rætt, en
engin ákvörðun verið tekin. Kanna
þyrfti rekstrargrundvöll blaðsins áð-
ur en tekin yrði ákvörðun um fjölgun
útgáfudaga. Ekki væri vitað hve
markaðurinn væri stór og óvíst um
hvort hann þyldi slíkt.
sagði, að samið hefði verið við K.
Jónsson og Co. um söltun á 6.000
tunnum og kæmi það sér mjög vel,
því erfitt væri að flytja síldina
austan að fyrr en í nóvember, þeg-
ar hún væri komin sunnar og betri
að gæðum. Þá væri venjulega allri
söltun upp í erlenda samninga lok-
ið og nú hefði til dæmis aðeins
verið saltað í 500 tunnur upp í
slíka samninga. Þá hefði nokkuð
af síld verið fryst. Undanfarin ár
hefði verið samið við K. Jónsson
og Co. og hefði það komið báðum
aðilum vel og Kristján hefði verið
ánægður með síldina, sem söltuð
hefði verið fyrir hann.
Aðalfundur Félags
hlunnindabænda
við Breiðafjörð
/EÐARVÉ, félag hlunnindabænda
viö Breiöafjörð, hélt aðalfund sinn 6.
nóvember í félagsheimilinu Voga-
landi í Geiradal.
A dagskrá fundarins var undir-
búningur að dúnhreinsunarstöð að
Reykhólum, rætt var um mark-
aðshorfur æðardúns, um eyðingu
minka og vargfugls í varplöndum
og loks hvernig unnt væri að
stemma stigu við ósæmilegu sela-
drápi sportveiðimanna.
Stjórn félagsins skipa þessir
menn: Eysteinn G. Gíslason bóndi,
Skáleyjum, Þórður Jónsson bóndi,
Arbæ, og Steinólfur Lárusson
bóndi, Ytri-Fagradal. Fréttaritari.
„Góða veizlu gjöra skar4
— Verður vonandi til þess að fólk segist ekki „bara“ vinna
í fiski, segir Sigfús Magnússon, fiskmatsmaður
Sölusamband íslenzkra fisk-
framleiöenda hefur nú látið gera
kvikmynd um vinnslu saltfisks,
sem hlotiö hefur nafnið „Góöa
veizlu gjöra skal“. Verður myndin
einnig sett á myndbönd og er ein-
göngu ætluð til sýninga í fisk-
vinnslustöðvum og til kennslu á
meöferð og vinnslu þessarar mik-
ilvægu útflutningsafurðar okkar.
Myndin er gerö af Lifandi mynd-
um og veröur endanlega tilbúin í
byrjun desember. Er þetta fyrsta
myndin, sem fjallar um meðferf
fisks til útflutnings.
Að sögn Friðriks Pálssonar
framkvæmdastjóra SÍF, var tek-
in ákvörðun um gerð myndar
innar í framhaldi þeirra skakka
falla, sem upp hafa komið
sumar á mörkuðum erlendis of
varla er þörf á að rekja hér
Hugmyndin fæddist fyrir rétt-
um 7 vikum og þá var þegar haf-
izt handa við samningu handrits
og samið við Lifandi myndir um
myndatöku. Síðar voru þeir
Ólafur Björnsson, útgerðarmað-
ur í Keflavík, og Sigfús Magnús-
son, guðfaðir matsmanna,
fengnir til verkstjórnar.
Að sögn þeirra félaga er í
myndinni farið yfir alla þætti
vinnslunnar, frá móttöku hrá-
efnis og þar til saltfiskurinn er
kominn á jólaborð erlendra
neytenda, en ekki er fjallað um
gæði hráefnis og gæðaflokkun
ekki skilgreind. I myndinni eru
rétt handbrögð við vinnsluna
sýnd og jafnframt varað við
röngum handbrögðum og sýndar
afleiðingar þeirra. Myndin er
fyrst og fremst ætluð fyrir þá,
sem ekkert vita um vinnsluna og
upprifjun fyrir hina, enda er
mikill fjöldi starfsfólks við salt-
fiskverkun óvanur henni í upp-
hafi vertíðar. Segja þeir félagar
að myndin sé meðal annars gerð
til þess að minna fiskverkendur
á, að í verkuninni eru þeir að
meðhöndla matvæli og ekki hafi
veitt af að gera samskonar átak
í meðhöndlun hráefnis. Sagði
Sigfús að myndin yrði vonandi
til þess, að menn segðust ekki
„bara“ vinna i fiski — ennþá.
Að sögn kvikmyndagerðar-
mannanna Sigurðar Sverris
Pálssonar, Erlends Sveinssonar
og Þórarins Guðnasonar, hefur
verið gaman að fást við þetta
verkefni, enda hefur vinnslu-
hraði myndarinnar verið með
ólíkindum. Rómuðu þeir mjög
hraða ákvarðanatöku SIF-
manna og sögðu þeir, að ánægju-
legt væri að sjá hve sterkur mið-
ill kvikmyndin reyndist í þessu
mikilvæga máli.
Friðrik Pálsson sagði meðal
annars, að þessi tilraun væri
vissulega mjög þörf og ekki hefði
verið seinna vænna að reyna
þetta. Tækist svo til, að ástand
þessara mála batnaði með til-
komu myndarinnar, væri mikil-
vægt skref fram á við stigið.
Höfundar myndarinnar „Góða veizlu gjöra skal“. Sitjandi frá vinstri: Þórarinn Guönason og Erlendur Sveins-
son. Standandi: Siguröur Sverrir Pálsson, Ólafur Björnsson, Sigfús Magnússon og Friðrik Pálsson.
Ljósmynd Mbl. Emilía
SIF gerir mynd um saltfiskvinnslu:
Fræðslufundur um
blæðingasjúkdóma
(hemophilia) eða Von Willebr-
andsjúkdómi, svo þeir sjúkdómar
sem mest er af og oftast valda
blæðingu séu nefndir, þarf iðulega
blóðvökva (plasma) eða efni unnin
úr honum til að stöðva blæðingar
eða fyrirbyggja þær hvort heldur í
dagtegu lífi eða vegna skurðað-
gerða sem gera þarf á þeim.
Lifrarbólga, sem veirur valda,
er sjúkdómur sem flust getur milli
manna með blóði eða blóðhlutum
t.d. storkuefnum, hafi blóðgjafinn
einhvern tíma sýkst af sjúkdómn-
um. Til þess að fyrirbyggja þetta
er allt blóð, sem tekið er til blóð-
gjafa eða vinnslu blóðhluta svo
sem storkuefna, rannsakað með
nákvæmum prófum fyrir veirum.
Eigi að síður sleppur einn og einn
blóðskammtur framhjá þessari
síu þar sem prófin eru ekki nógu
nákvæm til að greina þau tilfelli
sem lítið hafa af veirum en duga
þó til sýkingar.
Tiðni lifrarbólguveira í blóð-
gjöfum hér á landi er mjög lág, ef
ekki sú lægsta sem gerist í heim-
inum. Öðru máli gegnir víðs vegar
um heim. Segja má að þeim mun
verri sem lífskjör manna eru og
hreintæti minna því algengari er
sýkingin. Flest stóru fyrirtækin
víðs vegar um heim sem framleiða
blóðhluta afla blóðs með því að
greiða fyrir það. Oft vill því
bregða við að þeir sem minna bera
úr bítum noti blóðgjafir til fjáröfl-
unar.
I vinnslu er blóðinu blandað
saman og því getur einn sýktur
blóðskammtur mengað mikið
magn, með þeim afleiðingum að
margir sýkjast, enda sýnir reynsl-
an að margir blæðarar lenda í því
fyrr eða síðar að sýkjast af lifr-
arbólguveiru.
Á fundinum mun Einar
Oddsson læknir gera grein fyrir
sjúkdómnum og ennfremur verður
brugðið upp tölum um tíðni sýktra
sýna hér á landi, sem teknar eru
úr grein eftir Sigurð Guðmunds-
son og Ólaf Jensson, forstöðu-
mann Blóðbankans í læknablaðinu
frá árinu 1978."
FIMMTUDAGINN 18. nóvember
nk. veröur haldinn fræöslufundur í
Blæöingasjúkdómafélagi íslands.
Þar mun m.a. Einar Oddsson læknir
flytja erindi um lifrarbólgu. Fundur-
inn verður haldinn í Domus Medica
kl. 20.30.
í fréttatilkynningu um efni fund-
arins segir:
„Fólk sem haldið er blæðinga-
sjúkdómi svo sem dreyrasýki
Samtök sveitarfélaga
um bætta aðstöðu við
böðin í Svartsengi
(irindavik, 16. nóvcmber.
SVEITARFÉLÖGIN á Suðumesjum
hafa bundizt samtökum um að bæta
verulega þá aöstööu, sem fyrir er við
Svartsengi fyrir psoriasis-sjúklinga,
sem telja sig hafa fengiö bót meina
sinna viö böö í lóninu viö orkuverið.
Fyrirhugað mun að koma upp
heilsulindaraðstöðu með böðum
undir eftirliti lækna. Þykir
mönnum hér syðra sveitarfélögin
hafa sýnt með þessum samtökum
verulega framsýni, sem er bæjar-
félögunum til mikils sóma.
Guöfinnur.
Nú stendur yfir sýning á verkum Ragnars Lár í Gallerý Lækjartorgi. Myndin
sýnir listamanninn við eitt verka sinna.