Morgunblaðið - 17.11.1982, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982
29
Krumminn á skjánum
Eftir Jón A.
Gissurarson
Þrír af sex þáttum Hrafns
Gunnlaugssonar hafa birst á skjá
íslenska sjónvarpsins. Þáttur
Guðnýjar Halldórsdóttur var góð
hugmynd og Borgar Garðarsson
bjargaði honum vel fyrir horn. I
öðrum þætti var subbuhátturinn
engum sæmandi nema Hrafni
sjálfum, enda sór handritahöfund-
ur, Jónas Guðmundsson, af sér
alla ábyrgð á veigamiklu atriði
hans, sagði það stangast á við
handrit sem fyrir lægi. Formenn
leikritahöfunda á Islandi og is-
lenskra leikara hafa lýst því ský-
laust yfir að slík textabreyting að
höfundi forspurðum væri ótvírætt
lagabrot. Látum það liggja milli
hluta þótt alþingi verði að semja
lög og samþykkja til verndar þjóð-
söng íslendinga. „Endurbætur"
Hrafns á þjóðsöngnum virðast
ekki stangast á við lög.
Agnar Þórðarson er höfundur
þriðja þáttar. Ekki hefur heyrst
hvort texta hans er fylgt. Með öllu
er þó líklegt að mígsenan utan í
félagsheimilið sé honum að skapi.
(Hrafni er sérstök unun að sýna
fólk vera að losa iíkama sinn við
úrgangsefni á hinn fjölbreyttasta
hátt. I þáttum hans hefur kona
sést spýja, karl míga. Hver skyldi
svo dríta?.)
Sjónvarpið auglýsti á sínum
tíma eftir sjónvarpsþáttum sem
heita skyldu Félagsheimilið. Sex
þættir voru valdir, einn frá hverj-
Jón Á. Gissurarson
um höfundi. Nú hefði verið við
hæfi að fela jafnmörgum kvik-
myndagerðarmönnum þá til
vinnslu, enn þátt hverjum. Enginn
skortur er á slíkum kunnáttu-
mönnum hér á landi. Sumir hafa
þegar sýnt hæfni sína á því sviði
svo að ekki verður dregið í efa.
Hrafn Gunnlaugsson er engan
veginn einn um þá hitu. Fánýtt er
hjal Hrafns að vegna heildarsvips
hefði einn og sami maður orðið að
vinna alla þættina. Með nafngift-
inni var efninu skorður settar.
Umgerð gat því verið óbreytt. Að-
alleikarar hefðu átt að vera þeir
sömu í öllum þáttum. Þá hefði
fengist réttlátur samanburður.
Ætla má að annað af tvennu
hafi ráðið því að þessir þættir
voru gerðir: Sýna raunsæja mynd
af störfum í félagsheimilum, líkt
og í sjónvarpsþáttum Ómars
Ragnarssonar. Um heimildagildi
þáttanna geta skoðanir varla orðið
á marga vegu. Hitt er þó sennilega
að gera skyldi skoplega þætti sem
menn gætu brosað að, helst hlegið,
áþekka breskum þáttum í þeim
dúr sem hér sjást öðru hverju,
þannig þó að ekki yllu leiða þeim
sem hlut ættu að máli. Skyldi
nokkrum hafa stokkið bros nema
þá Hrafni sjálfum?
Gef mér bita af borði þínu,
bóndi minn, segir krumminn á
skjánum. Hrafn hrifsar bitana
sjálfur og biður engan leyfis, enda
hæg heimatökin. Hrafn er leik-
ritaráðunautur sjónvarps, dómari
um listrænt gildi þess sem sýna
skal. Að sjálfsögðu ræður hann
miklu um það hverjum eru fengin
verk að vinna. Hann valdi sjálfan
sig í þættina sex. Ekki er allt með
feldi í Danaveldi. Nú munu seinni
þættirnir þrír bíða sýningar full-
gerðir. Er þar kominn hálfur
skaði, hinn yrðu þeir sýndir. Betri
er hálfur skaði en allur. Urræði
teldi ég að taka þætti þess af
dagskrá og efna til skoðanakönn-
unar meðal almennings hvort
sýna skyldi þá eða ekki, og hlíta
þeim dómi.
Auðvitað kostaði slík könnun
nokkurt fé, þó tæplega miklu
meira en aukakostnaður útvarps-
ins að sækja dómara frá Hafnar-
firði til Akureyrar til þess að
dæma það rétt fyrir norðan að
annað nafn á sleikjufingri sé vísi-
fingur.
Frá ráðstefnunni um rafeindaiðnað.
Ljósm.: KÖE.
Norrænt samvinnuverk-
efni í rafeindaiðnaði
NÝLEGA var haldin í Reykjavík
ráðstefna á vegum samnorræna
rannsóknaráðsins, Nordforsk, um
norræna samvinnu í uppbyggingu
rafeindaiðnaðar. Ráðstefna þessi
var haldin að frumkvæði Undirbún-
ingsfélags rafeindaiðnaðarins, sem
er félag íslenskra rafeindafyrir-
tækja, en þau eru núna að vinna að
gerð iðnþróunaráætlunar um raf-
eindaiðnað á íslandi.
Borgarstjórinn í Reykjavík,
Davíð Oddsson, setti ráðstefnuna
og lýsti yfir áhuga Reykjavíkur-
borgar. á þessum áhugaverða iðn-
aði.
Kennarasamband íslands — Hið íslenzka kennarafélag:
Veit menntamálaráðherra ekki um námsgagna-
skort, sem nemendur grunnskólans búa við?
Ráðstefnuna sátu um fjörutíu
íslenskir aðilar frá rafeindafyrir-
tækjum, Iðntæknistofnun, Há-
skóla Islands, Tækniskólanum,
Rannsóknaráði, Reykjavíkurborg,
Iðnaðarráðuneytinu, Félagi ísl.
iðnrekenda og Útflutningsmiðstöð
iðnaðarins. Þá voru sextán nor-
rænir sérfræðingar frá helstu
rannsóknarstofnunum á sviði raf-
eindaiðnaðar á Norðurlöndum, en
einnig frá Oulu í Finnlandi, Luleá
í Svíþjóð, Bergen í Noregi og Fær-
eyjum.
Flutt voru tuttugu erindi um
hin ýmsu málefni rafeindaiðnað-
arins. Ræddir voru möguleikar á
norrænni samvinnu um uppbygg-
ingu rafeindaiðnaðar í nokkrum
vinnuhópum.
Samþykkt var á ráðstefnunni að
halda þessu samvinnuverkefni
áfram og að ný ráðstefna verði
haldin í Luleá í Svíþjóð í júní á
næsta ári.
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi frá Kennarasambandi
Islands og Hinu islenska kennarafé-
lagi:
„Kennarasamband Islands og
Hið íslenska kennarafélag fagna
því að málefni Námsgagnastofn-
unar skuli hafa borið á góma á
Alþingi mánudaginn 9. þ.m. Því
miður kom sú umræða ekki til af
góðu en engu að síður ber að
þakka þeim þingmönnum sem áttu
frumkvæði að henni. Því fremur
ber að harma viðbrögð mennta-
málaráðherra, Ingvars Gíslason-
ar, er lét ónotað gullið tækifæri til
að vekja enn frekar athygli á því
neyðarástandi sem ríkir í útgáfu-
málum Námsgagnastofnunar og
leggja stjórn stofnunarinnar lið.
I máli sínu hélt ráðherrann því
fram að Námsgagnastofnun væri
ný af nálinni, byggð á lögum frá
1979. Allir sem eitthvað þekkja til
skólamála ættu að vita að með
lögum um Námsgagnastofnun frá
1979 voru sameinaðar tvær stofn-
anir sem slitið höfðu barnsskón-
um fyrir mörgum áratugum og
ættu því ekki að þurfa svo langan
þróunartíma sem ráðherra vill
vera láta enda liggja fyrir handrit
að ýmsu nýju námsefni og ákvarð-
anir um endurútgáfu eldra efnis.
Ráðherra sagðist ekki hafa
fengið umkvartanir frá fræðslu-
stjórum í þá veru að skortur á
námsgögnum hefði háð skóla-
haldi. Því verður vart trúað að
menntamálaráðherra sé ekki
kunnugt um að námsgagnaskortur
háir skólastarfi og eðlilegri þróun
þess og að vegna fjárskorts
Námsgagnastofnunar fá grunn-
skólanemendur jafnvel ekki nauð-
synlegustu bækur í sumum grein-
um. Kennarar hafa jafnan reynt
að leysa slíkan vanda með náms-
efnis- og verkefnagerð í skólunum
til þess að bjarga því sem bjargað
verður. Langlundargeð kennara er
nú á þrotum og verði ekki úr bætt
hlýtur að því að koma að þeir neiti
kennslu í námsgreinum þegar
námsefni fæst ekki frá Náms-
gagnastofnun.
I umræðunni á Alþingi var eink-
um rætt um fjárskort og skulda-
söfnun vegna bókaútgáfu Náms-
gagnastofnunar. Þess ber þó að
geta að stofnuninni er ætlað að
sinna fjölmörgum öðrum mikil-
vægum verkefnum sem setið hafa
á hakanum af fyrrgreindum ást-
æðum og vegna þess að ráðherra
hefur ekki markað stefnu um
Afhentu trúnadarbréf
NÝSKIPAÐUR sendiherra Austurríkis hr. Hans Georg Rudofsky og nýskipaður sendiherra Kúbu dr. Fernando
Florez Ibarra afhcntu forseta íslands trúnaðarbréf sín í dag að viðstöddum Ólafi Jóhannessyni utanríkisráð-
herra.
Síðdegis þágu sendiherrarnir boð forseta íslands að Bessastöðum ásamt fleiri gestum.
Sendiherra Austurrikis hefur aðsetur í Kaupmannahöfn en sendiherra Kúbu hefur aðsetur í Stokkhólmi.
framkvæmd þeirra. Þá ber að hafa
í huga að breyttir kennsluhættir
og þróun í skólamálum krefjast
annars konar kennslugagna en
talin voru duga þegar hæstvirtur
menntamálaráðherra sat á skóla-
bekk.
Samkvæmt lögum á Náms-
gagnastofnun að sjá nemendum
grunnskólans fyrir viðunandi
námsefni. Það er því einlæg von
kennarasamtakanna að fjárveit-
ingavaldið sjái sér fært að gera
sem best við Námsgagnastofnun á
fjárlögum næsta árs þótt ráðherra
menntamála hafi ekki knúið þar á
sem skyldi."
"neýta muskett, t
SNJÓLOUG BMGAOÓTTK
„Njóttu mín“
HÖRPUÚTGÁFAN á Akranesi hefur
sent frá sér nýja skáldsögu eftir ensku
skáldkonuna Nettu Muskett í þýðingu
Snjólaugar Bragadóttur.
Netta Muskett hefur skrifað
margar skáldsögur og hafa þrjár
þeirra komið út á íslenzku. Nýja
bókin heitir „Njóttu mín“, er 160
blaðsíður, prentuð og tfundin í
Prentverki Ákraness hf.
Sagan fjallar um unga stúlku og
móður hennar, Debóru, sem er ofur-
seld ástríðum sínum. í bókarkynn-
ingu segir, að Debóra svífi á milli
alsællar ástar og hyldjúprar örvænt-
ingar.
Ba rnaeyjan / 1 / i
Mál og menning:
Gefur út
„Barnaeyjuna44
eftir Jersild
HJÁ Máli og menningu er komin út i
íslenzkri þýðingu skáldsagan „Barna
eyjan“ (Barnens Ö) eftir sænska rit
höfundinn P.C. Jersild. Hann er talinn
meðal fremstu rithöfunda á Norður-
löndum, segir í bókarkynningu og hef-
ur sent frá sér á annan tug bóka.
þeirra þekktastar eru „Bahels Hus“,
„Liivande sjál“ og loks „Floden", sem
kom út í Svíþjóð i haust og hefur þegar
orðið mjög vinsæl.
Barnaeyjan hefur nokkra sérstöðu
meðal verka Jersild, því hún er skrif-
uð jafnt fyrir unglinga sem full-
orðna. Hér segir frá þ.ví þegar Hlyn-
ur Sveinsson, 11 ára, ákveður að
spjara sig upp á eigin spýtur sumar-
langt í stað þess að fara í sumarbúð-
irnar þar sem mamma hans hefur
komið honum fyrir. Hann er stað-
ráðinn í að nota sumarið til að
kanna heiminn og fá botn í tilveruna
áður en það er um seinan. Brátt mun
nefnilega kynþroskaaldurinn hellast
yfir hann og eftir það kemst ekki
heil hugsun að í kollinum ...
Kvikmynd sent gerð var eftir bók-
inni var sýnd hér á kvikntyndahátíð
í fyrra.
Barnaeyjan er 299 bls. að stærð,
prentuð hjá Prentstofu G. Bene-
diktssonar og bundin í Bókfelli hf.
Robert Guillemette gerði kápuna.