Morgunblaðið - 17.11.1982, Side 31

Morgunblaðið - 17.11.1982, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 31 Aðalfundur Hvatar: Bessí Jóhannsdótt ir einróma endur- kjörin formaður Grundvallarsjón- armið Verzlunar ráðs Islands í stjórn arskrármálinu AÐALFUNDUR Hvatar var haldinn i Valhöll sl. fimmtudag. Formadur félágsins lagði fram skýrslu stjórnar fyrir sl. starfsár. Starf félagsins á árinu tók einkum mið af: 1. Borgarstjórnarkosningunum í maí 1982. 2. Útgáfu afmælisritsins Frjáls hugsun — Frelsi þjóðar. 3. Hátíðarmóttöku 23. október 1982 þar sem lagt var fram af- mælisrit félagsins og Auði Auð- uns var veitt heiðursskjal í til- efni af því að stjórn félagsins kaus hana heiðursfélaga. Framundan er mikið átak hjá sjálfstæðismönnum í Reykjavík. Bæta þarf stöðu flokksins í kom- andi alþingiskosningum og má í því sambandi nefna, að á þessum aðalfundi var í fyrsta sinn í sögu félagsins samþykkt sérstök stjórnmálaályktun. Stjórnarkosning fór fram með hefðbundnum hætti, og var Bessí Jóhannsdóttir einróma endurkjör- inn formaður félagsins. Aðrar í stjórn eru Ásdís J. Rafnar, Birna Hrólfsdóttir, Brynhildur K. And- ersen, Dögg Pálsdóttir, Elín Pálmadóttir, Erna Hauksdóttir, Sigríður Ragna Sigurðardóttir og Unnur Jónasdóttir. Stjórnmála- ályktun Hvatar Aðalfundur Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, haldinn í Valhöll hinn 11. nóvem- ber 1982, ályktar, eins og nú er komið málum við stjórn landsins, að þjóðarnauðsyn sé að stórauka styrk Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn, sem taka hönd- um saman um að beita öllu afli flokks síns að sameiginlegu þjóð- málaverkefni, geta veitt þjóðinni von um að losna við þá óstjórn, er hún býr nú við. Þá fyrst skapast skilyrði fyrir því að Sjálfstæðis- flokkurinn geti með sameiginlegu átaki snúið stjórnarháttum í landi okkar til betri vegar, skref fyrir skref. Því miður hafa stefna og störf ríkisstjórnarinnar leitt til meiri skaða í íslenskum efnahagsmálum en bætt verði úr með einföldum hætti. Áhrif kommúnista í hinu opinbera kerfi hafa farið sívax- andi fyrir atbeina ríkisstjórnar- innar; þeir hafa með neitunarvaldi tafið flugstöðvarframkvæmdir, sem í senn varða miklu öryggis- mál landsins og tengsl Islands við umheiminn. Stefna í orku- og iðn- aðarmálum hefur einkennst af miklu tali margra manna, vafa- sömum ákvörðunum, hæpnum fjárfestingum og röngum hug- myndum um ráðstöfun skattpen- inga almennings. Erlendar skuldir fara sívaxandi og eru komnar langt fram úr því sem eðlilegt get- ur talist. Hagur einstaklinga þrengist að sjálfsögðu við þessar aðstæður og skattur hefur hlaðist á skatt ofan. íslendingum er það knýjandi nauðsyn, að undið verði ofan af þessari þróun. Eini flokkurinn, sem hefur von um að valda því verki, er Sjálfstæðisflokkurinn. Það getur hann með sameiginlegu átaki og auknum styrk, í anda at- hafnafrelsis, einstaklingsfrelsis og samstarfs allra stétta. Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, leggur áherslu á hina lýðræðislegu nauðsyn þess að stórauka þátt kvenna í ákvörðun- um hins opinbera á Alþingi, í sveitarstjórnum og stjórnsýsl- unni. í þingliði sjálfstæðismanna í Reykjavík er nú engin kona. Og í öllum þingflokki sjálfstæðis- manna, stærsta flokknum á Al- þingi, er aðeins ein kona. Á Al- þingi eru aðeins þrjár konur af sextíu þingmönnum. Sjá allir, að nú á dögum er þetta hlutfall frá- leitt. I kjördæmi okkar, Reykjavík, fer fram prófkjör dagana 28. og 29. nóvember nk. vegna röðunar á framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins við næstu Alþingiskosningar. Félagið hvetur sjálfstæðismenn til að nota þau tækifæri sem gef- ast í prófkjörum til að rétta hlut flokksins að þessu leyti svo um munar. I stjórnmálanefnd voru: Ragn- hildur Helgadóttir formaður, Auður Auðuns, Ólöf Benedikts- dóttir og formaður Hvatar, Bessí Jóhannsdóttir. HÉR fer á eftir í heild greinargerd Verzlunarráðs fslands, sem fylgdi ályktun þess um stjórnarskrármál og birtist i Mbl. fyrir nokkru: Stjórnarskrá hvers lands er hornsteinn stjórnskipunar þess. Slíkir hornsteinar eiga að vera traustir og standa lengi án þess að taka tíðum breytingum. Heildar- endurskoðun á stjórnarskránni krefst því ítarlegrar umræðu og kynningar og má alra sist vera einkamál þingmanna. Stjórnarskrár vestrænna þjóða sækja uppruna sinn í það viðhorf, að stjórnvöld fari með vald sitt í umboði borgaranna og það sé því þeirra, að veita stjórnvöldum slíkt umboð með stjórnarskrá, sem til- tekur stjórnskipan, embættis- takmörk og almenn réttindi borg- aranna, sem stjórnvöld geti ekki skert. Eðlilegast er því, að þjóð- fundur semji stjórnarskrá lands- ins, sem síðan sé borin undir kjós- endur í þjóðaratkvæðagreiðslu. í upphafi áttu stjórnarskrár að veita borgurunum vernd gegn yf- irgangssömu konungsvaldi. Reynslan hefur sýnt, að ríkisvaldi borgaranna sjálfra þarf að setja engu minni skorður. Þessi nauð- syn á vernd er ótvírætt til staðar. Fulla nauðsyn ber til að takmarka ríkisvaldið, treysta sjálfstæði dómstóla, tryggja lýðræði og veita mannréttindum nauðsynlega vernd. Aukið umfang ríkisins og vaxandi afskipti þess á ýmsum sviðum hefur berlega leitt í ljós þessa nauðsyn. Stjórnarskránni er ætlað að til- taka þær skorður, sem Alþingi og ríkisstjórn eru settar í störfum sínum af hálfu borgaranna. Verzl- unarráð íslands telur það því ótvírætt, að þjóðfundur, sem starfar fyrir opnum tjöldum, sé rétti vettvangurinn til að semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Alls ekki er verjandi að ráðast í umfangsmiklar stjórnarskrár- breytingar, hvorki nú né framveg- is, án þess að um það sé sérstak- lega kosið í þjóðaratkvæða- greiðslu. Til þjóðfundar ætti að stofna með því, að Alþingi setji lög um framkvæmd almennra kosninga til þjóðfundar og starfshætti hans. Þjóðfundurinn hefði það hlutverk að semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Það frumvarp á síðan að bera undir kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu, en frum- varpið fengi síðan afgreiðslu Al- þingis. Hugmynd Verzlunarráðs ís- lands er, að allir þeir, sem njóti kosningaréttar og kjörgengis til Alþingis, eigi að vera kjörgengir til þjóðfundar. Til hans ætti að velja fulltrúa, sem væru valdir persónubundnu kjöri úr öllum kjördæmum landsins. Fjöldi full- trúa úr hverjum landshluta ætti að ákvarðast af fjölda kjósenda í landshlutanum, þannig að lands- menn allir hafi jafnan og sama rétt til áhrifa á gerð stjórnar- skrárinnar. Tvær Breiðafjarð- arferjur hafa verið boðnar út Eins og kunnugt er af fréttum voru tvær gerðir af ferjum boðnar út, til að taka við hlutverki flóa- bátsins Baldurs á Breiðafirði, en nefnd sem skipuð var til að gera tillögur um málið klofnaði í af- stöðu sinni til þess hvor fcrjan hentaði betur. Muninum á hinum tveim til- lögum uni ferjur, veldur einkum, að því er virðist, mismunandi áhersla á ólíka þætti samgöngu- mála Breiðafjarðar. Tillaga I, sem meirihluti nefndarinnar stendur að, gerir ráð fyrir minni ferju en tillaga II. Er í tillögu I meira tillit tekið til ferðamanna- flutninga og útsýnisferða um eyjarnar, því hluti aðalþilfars þeirrar ferju er lagður undir út- sýnissal fyrir farþega, þar sem aftur á móti á stærri ferjunni er allt aðalþilfarið hugsað fyrir bíla, enda virðist tillagan um ferju II leggja meiri áherslu á samgöngur við Vestfirði, milli Stykkishólms og Brjánslækjar, í líkingu við flutninga Herjólfs og Akraborgar. Þar er hins vegar gert ráð fyrir að allir farþegar séu undir aðalþilfari. Samanburður á ferjunum leið- ir eftirfarandi í ljós: Tillaga I Tillaga II I>engd: 31,10 31,70 Breidd: 7,2 8,3 Dýpt: 3,4 4,0 Rúmlestir: 140 180 Farþegafjöldi: 60 132 Fj. fólksbíla: 10 15 Gert er ráð fyrir að báðar ferj- urnar geti flutt einn stóran bíl. Ferja samkvæmt tillögu I getur tekið 60 farþega bíl, og 2 litla bíla. Ferja samkvæmt tillögu II getur tekið 40—45 farþega bíl, en mun færri fólksbíla, eða 8. Eftirfarandi tilboð bárust í verkin, upphæðir í milljónum króna: í tillögu I: Bátalón 26.750, Stálvík 28.700, Stál 29.470, Skipavík 29.750, Skipasmíðastöð Marsellíusar Bernharðssonar 44.850. I tillögu II: Skipasmíðastöð Njarðvíkur og Stál 26.652, Stál- vík 27.597.135, Bátalón 28.751.691, Skipavík (eftir véla- gerðum), 34,550, 36.327, 37.620 og skipasmíðastöð Marsellíusar Bernharðssonar 39.342.500. Það skal tekið fram að tilboðin eru ekki alveg sambærileg, þar sem þar er gert ráð fyrir mis- munandi vélagerðum og hefur Siglingamálastofnun verið falið að kanna tilboðin með tilliti til þess. Athygli vekur að tilboðin eru svipuð í báðar ferjurnar, þrátt fyrir stærðarmunin á þeim, en að sögn Hjálmars R. Bárðarson- ar siglingamálastjóra, hefur komið fram að um undirboð geti verið að ræða í stærri ferjuna, vegna verkefnaskorts skipa- smíðastöðva hér á landi, enda stærri ferjan boðin síðar út. Að sögn siglingamálastjóra, en Siglingamálastofnun hefur haft ferjurnar og tilboðin í þær til umsagnar, ríður á að hags- munaaðilar við Breiðafjörð komi sér saman um þær forsendur, sem á að leggja til grundvallar um gerð ferju á Breiðafirði. Á að byKgja minni ferju, með áherslu á farþegaflutninga og útsýnis- Minni ferjan ferðir um eyjarnar, sem þó geti einnig flutt bíla milli Stykkis- hólms og Brjánslækjar, eða stærri ferju, þar sem samgöng- urnar við Vestfirði eru megin- atriðið. Þriðji möguleikinn er svo sá, að hafa eina stóra ferju í ferðum milli Stykkishólms og Brjánslækjar og aðra litla til að þjóna eyjunum og útsýnisferðum um Breiðafjörð, en sá kostur yrði eðlilega sá dýrasti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.