Morgunblaðið - 17.11.1982, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982
33
Æ, ekki einu sinni enn
eftir Lilju
Ólafsdóttur
Grein þessi fjallar um frumvarp
til laga um breytingu á lögum nr.
25 frá 22. maí 1975, um ráðgjöf og
fræðslu varðandi kynlíf og barn-
eignir og um fóstureyðingar og
ófrjósemisaðgerðir. Frumvarpið
var Iagt fram á yfirstandandi
þingi, sem er 105. löggjafarþing og
er 41. mál á þinginu.
Enn einu sinni hefur Þorvaldur
Garðar Kristjánsson, nú að vísu
ásamt fleirum, lagt fram frum-
varp á Alþingi um þrengingu á
fóstureyðingalöggjöfinni.
Aðalinntak frumvarpsins er að
fella skuli niður 1. tölulið 9. grein-
ar laganna, sem er heimild til
fóstureyðingar af félagslegum
ástæðum.
Vonandi fær þetta frumvarp
ekki meiri meðbyr en þau sem áð-
ur hafa verið flutt sama eðlis.
En með flutningi þess hefur um-
ræðan um bágar félagslegar að-
stæður sem forsendu fyrir fóstur-
eyðingum vaknað til lífsins á ný
eftir nokkurt hlé.
Þrátt fyrir miklar umræður um
málið er lítið um að sú grein lag-
anna sem títtnefnt frumvarp á að
breyta birtist í fjölmiðlum. Hún er
svohljóðandi:
9. gr.
Fóstureyðing er heimil:
1. Félagslegar ástæður:
Þegar ætla má, að þungun og
tilkoma barns verði konunni og
hennar nánustu óbærileg vegna
óviðráðanlegra félagslegra
ástæðna. Við slíkar aðstæður skal
tekið tillit til eftirfarandi:
a) Hafi konan alið mörg börn með
stuttu millibili og skammt er
liðið frá síðasta barnsburði.
b) Eigi konan við að búa bágar
heimilisástæður vegna ómegð-
ar, fátæktar eða alvarlegs
heilsuleysis annarra á heimil-
inu.
c) Þegar konan getur ekki vegna
æsku og þroskaleysis annast
barnið á fullnægjandi hátt.
d) Annarra ástæðna, séu þær
fyllilega sambærilegar við
ofangreindar aðstæður.
2. Iæknisfræðilegar ástæður:
a) Þegar ætla má að heilsu konu,
líkamlegri eða andlegri, sé
hætta búin af áframhaldandi
meðgöngu og fæðingu.
b) Þegar ætla má að barn, sem
kona gengur með, eigi á hættu
að fæðast vanskapað eða haldið
alvarlegum sjúkdómi vegna
erfða eða sköddunar í fóstur-
lífi.
c) Þegar sjúkdómur, líkamlegur
eða geðrænn, dregur alvarlega
úr getu konu eða manns til að
annast og ala upp barn.
3. Ef konu hefur verið nauðgað
eða hún orðið þunguð sem afleið-
ing af öðru refsiverðu atferli.
Rök þeirra sem þrengja vilja
löggjöfina eru aðallega eftirtalin:
1. Kristileg siðfræði leyfir ekki
eyðingu lífs.
2. Félagslegar aðstæður ætti að
tryggja, þannig að þær gætu
ekki staðið í vegi fyrir framtíð
verðandi móður og barns.
3. íslendingum þarf að fjölga.
Lítum á þessi atriði og veltum
þeim fyrir okkur.
1. Kristileg siðfræði.
Sérhvert mannslíf er heilagt.
Boðskapur trúarinnar er sá að
enginn geti tekið sér það vald að
tortíma lifi annars einstaklings.
Þetta er einföld kenning. En
þegar til á að taka virðast boðber-
ar hennar ekki sjá ástæðu til að
aðhyllast hana nema í sumum til-
vikum. Læknisfræðilegar ástæðui
fyrir fóstureyðingum láta þeir
óátaldar. Þó er enginn greinar-
munur á þessu tvennu. Annars
vegar geta 2 læknar tekið ákvörð-
un um að fóstureyðing sé heimil,
ef þeir telja að líf móðurinnar eða
líkamleg heilsa geti verið í hættu,
svo og ef líkur eru á að fóstrið
verði mjög fatlaður einstaklingur.
Hins vegar geta læknir og félags-
ráðgefi heimilað fóstureyðingu,
telji þeir að félagslegar aðstæður
móðurinnar séu eða verði það
ótryggar með tilkomu barns að
framtíð beggja geti verið að veði.
Yfirleitt er ekki fullvíst hvernig
fara muni, heldur byggt á líkum í
báðum tilvikum.
Væntanlega er hið heilbrigða
fóstur, sem getið var með ofbeldi,
gegn vilja móðurinnar líklegt til
að verða eins góður þjóðfélags-
þegn og hver annar?
Það er eins og að örli á refsi-
gleði yfir þeirri konu, sem hefur af
fúsum vilja notið kynlífs. Henni
skal engin leið opin ef þær getnað-
arvarnir sem notaðar voru hafa
ekki dugað.
Erfitt er að skilja hvernig
mönnum tekst að láta eitt atriði
óátalið en fordæma annað með
skírskotun til kristinnar trúar og
lífsskoðunar.
Af hverju eru menn þá ekki sjálf-
um sér samkvæmir og mótmæla
Lilja Olafsdóttir
„Það er eins og það örli
á refsigleði yfir þeirri
konu, sem hefur af fús-
um vilja notið kynlífs.
Henni skal engin leið
opin, ef þær getnaðar-
varnir sem notaðar voru
hafa ekki dugað. — Erf-
itt er að skilja hvernig
mönnum tekst að láta
eitt atriði óátalið en for-
dæma annað með skír-
skotun til kristinnar trú-
ar og lífsskoðunar.“
allri íhlutun um kviknandi líf. Ég
ber fulla virðingu fyrir rökum
þeirra sem þannig hugsa, þótt
sjálf sé ég þeirrar skoðunar að
sjálfsákvörðunarréttur konunnar
sé það eina rétta. Er það ekki
hroki að taka sér dómsvald um
hvenær skuli farið eftir kenning-
um trúarinnar og hvenær þeim
skuli gleymt?
Ef litið er til annarra landa
virðist andstaðan gegn fóstureyð-
ingum af félagslegum ástæðum
vera meiri í þeim löndum þar sem
kirkjan er valdamikil og á sömu
stöðum tíðkast dauðarefsingar yf-
irleitt.
2. Félagslegar úrbætur
Að afnema félagslegar ástæður
sem grundvöll fyrir fóstureyðing-
um hafa talsmenn frumvarpsins
slegið upp á þann veg að þeir séu
með því að koma á félagslegum
umbótum. Þetta er barnalega
órökrétt. Þetta er í þriðja sinn
sem Þ.G.K. flytur svona frumvarp.
I fyrri skiptin var honum marg-
sinnis bent á að byrja á því að
gera ráðstafanir til að tryggja fé-
lagslegt öryggi mæðra og barna,
þá hyrfu þessar ástæður fyrir
fóstureyðingum af sjálfu sér. (Það
virðist reyndar ekki liggja í aug-
um uppi hvernig hægt væri að
koma í veg fyrir þær allar, sjá til-
vitnun í lögin.)
En að bera það á borð fyrir heil-
vita fólk að með því að loka þess-
ari útgönguleið úr félagslegum
ógöngum sé verið að koma í veg
fyrir að þær skapist, er álíka gáfu-
legt og að segja okkur að með því
að setja lögbann á notkun bílbelta
yrði komið í veg fyrir að menn
lentu út um framrúðuna við
árekstur.
3. Fjölgunarþörfin
í fýrsta lagi má spyrja hvort
það að þvinga fram barneignir
fólks, sem af félagslegum ástæð-
um telur sig eiga mjög erfitt með
uppeldi þeirra sé rétta leiðin til að
auka fólksfjölda í landinu.
í öðru lagi bendir ekkert til þess
að rýmkun fóstureyðingalaganna
1975 hafi dregið úr barnsfæðing-
um eða fólksfjölgun.
í þriðja lagi liggur það ekki í
augum uppi að þörf sé á því að
stórfjölga þjóðinni, a.m.k. ekki al-
veg um þessar mundir. Að vísu er
ekki atvinnuleysi á íslandi eins og
er, en efnahagskreppan í heimin-
um er að byrja að hafa sín áhrif
hér einnig.
En sé raunverulega þörf á að
snöggfjölga þjóðinni er einfald-
asta ráðið fyrir það fólk, sem ekki
getur fætt eins mörg börn og það
vill og getur séð fyrir, að taka
fósturbörn frá þeim heimshlutum
þar sem milljónir barna fæðast til
þess eins að svelta í hel. Kærleikur
og kristin siðfræði býður okkur að
gera svo.
Sigurður A. Magnússon
í svids-
ljósinu
Safn leikdóma eftir
Sigurð A. Magnússon
MÁL og menning hefur gefið út
safn leikdóma eftir Sigurð A.
Magnússon og nefnist það í
sviðsljósinu. Þetta er úrval úr
leikdómum Sigurðar frá árunum
1962—1973 og birtust þeir vel
flestir í Morgunblaðinu og Al-
þýðublaðinu á þessu árabili.
Þorleifur Hauksson valdi efnið.
Um þetta tímabil segir Sig-
urður A. Magnússon í formála:
„Um það verður tæplega
deilt að sjöundi áratugur ald-
arinnar hafi á margan hátt
verið afar merkilegur í ís-
lenskri leiklistarsögu. Þá voru
ekki einungis endursýnd helstu
sígild verk íslenskra leik-
bókmennta, heldur komu líka
fram nokkrir þeir höfundar
sem sterkastan svip hafa sett á
leikritun æ síðan. Þeir nýir
höfundar sem fram komu á
þessu skeiði voru Jökull
Jakobsson, Oddur Björnsson,
Guðmundur Steinsson, Erling-
ur E. Halldórsson, Matthías
Johannessen, Svava Jakobs-
dóttir, Nína Björk Árnadóttir,
Birgir Sigurðsson og Birgir
Engilberts. Dómarnir um er-
lendu verkin eru valdir bæði
með hliðsjón af gæðum sýn-
inganna, sem um er fjallað, og
vægi verkanna í leikbókmennt-
unum. Er hér fjallað um mörg
merkilegustu verkin sem svið-
sett voru á nefndu tímabili...
Ómagar og utangarðsfólk
Ný bók um sögu Reykjavíkur
Á NÆSTIINNI kemur út á vegum
Sögufélagsins og Reykjavíkurborgar
fimmta bindið í ritröðinni Safn til
sögu Reykjavíkur. Heitir ritið Omag-
ar og utangarðsfólk, en undirtitillinn
er Fátækramál Reykjavíkur 1786;—
1907. Höfundur verksins er Gísli Ág-
úst Gunnlaugsson, cand. mag.
Blaðamaður Mbl. hitti Gísla að
máli og bað hann að gera grein
fyrir efni bókarinnar í grófum
dráttum.
„Það má í stuttu máli segja að
þarna sé reynt að rekja sögu fá-
tækramála í Reykjavík á þessu
tímabili, sérstaklega með tilliti til
þróunar í atvinnumálum, og fólks-
fjöldaþróunar. Þá er um leið reynt
að lýsa högum og kjörum fátækra
alþýðumanna í Reykjavík.
Þetta verk er að því leyti til
frábrugðið þeirri sagnfræði sem
við erum vön, að ekki er verið að
fjalla um einstakar persónur,
ráðamenn t.d., heldur ákveðinn
hóp manna, stóran hluta þjóðar-
innar sem ekki á sér skráða sögu."
— Var mikið um ómaga á þessu
tímabili?
„Þetta er náttúrlega langt tíma-
bil sem þarna er tekið til umfjöll-
unar. En það rokkar svona til á
bilinu 5—15% íbúanna sem þiggja
opinbera styrki frá sveitarfélög-
unum.“
— Hvers konar fólk var þetta?
„Stærsti hluti þurfamanna voru
annars vegar gamalmenni og hins
vegar börn undir 16 ára aldri.
Jafnframt var töluvert um fjöl-
skyldufólk með þung heimili, oft
fólk sem orðið hafði fyrir barðinu
á veikindum, eða ekkjur með stóra
barnahópa. Og auk þess var auð-
vitað einhver hluti þurfamanna,
óreiðufólk, en þó einungis lítið
brot af heildartölunni."
— Hver voru viðhorfin til þessa
fólks á þessum tíma?
Gísli Ágúst Gunnlaugsson
„Þau koma fram ennþá í sjón-
armiðum eldra fólks í dag. T.d.
það að eiga fyrir útförinni og
skulda engum neitt. Og við skulum
gera okkur grein fyrir því að fram
til 1935 höfðu sveitastyrksþegar
ekki kosningarétt.
Þetta fólk var algerlega varn-
arlaust og háð vilja sveitar-
stjórna, sem víluðu ekki fyrir sér
að leysa upp heimili ef því var að
skipta.“
— Hvað vakti áhuga þinn á
þessu efni?
„Ég hafði áður skrifað ritgerð
um fátækramál á landinu á tíma-
bilinu 1870—1901; sú ritgerð birt-
ist í tímaritinu Sögu 1978. Það má
segja að sú rannsókn hafi vakið
áhuga minn á að kanna sérstöðu
Reykjavíkur í þessum efnum. Og
ég reyni einmitt í bókinni að bera
saman fátækramál í Reykjavík og
úti á landsbyggðinni.“
— Og hvað kemur út úr þeim
samanburði?
„í grófum dráttum það, að fjöldi
þurfamanna í Reykjavík var
oftast heldur minni en meðaltal á
landinu. Auk þess hafa yfirleitt
ríkt mannúðlegri sjónarmið í garð
þurfamanna í Reykjavík en í
dreifbýlinu.
Það er líka eftirtektarvert, og
segir sína sögu um það hvað at-
vinnulíf í Reykjavík var sterkt
með tilkomu skútualdar, að frá ár-
inu 1880 til ársins 1910 fjölgar
Reykvíkingum úr 2567 í 11600, án
þess að fjöldi þurfamanna aukist í
hlutfalli við það. Þetta er þeim
mun merkilegra þegar haft er í
huga að til bæjarins flytur mest
efnalítið fólk úr dreifbýlinu."
— Hvaða heimildir hefurðu
notað?
„Heimildirnar eru að mestu
leyti sóttar í borgarskjalasafn
Reykjavíkur. Þar er að finna bréf
og skjöl fátækranefndar og fund-
argerðarbækur. En jafnframt hef
ég leitað fanga á Þjóðskjalasafni,
á skjalasafni alþingis, auk þess
sem ég hef stuðst við prentuð
heimildarit."
Það má geta þess í lokin að þær
bækur sem þegar eru komnar út í
ritröðinni Safn til sögu Reykjavík-
ur eru þessar:
Kaupstaður í hálfa öld,
1786—1836 (kom út '68).
Bæjarstiórn i mótun,
1836—1872 (kom út 71).
Reykjavík í 1100 ár
(kom út 74).
Reykjavík, mióstöó þjóölíts
(kom út 77—78).
Fyrrnefndu ritin tvö eru heim-
ildir, en hitt eru ritgerðasöfn.