Morgunblaðið - 17.11.1982, Side 35

Morgunblaðið - 17.11.1982, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 35 Ungbarnaeftirlit eftir Halldór Hansen yfirlækni Sunnudaginn 7. nóvember birt- ist við mig viðtal í „Tímanum". Ýmsir virðast hafa átt erfitt með að gera greinarmun á skoðunum mínum og ályktunum blaða- mannsins. Því vil ég skýra mál mitt nokkrum orðum: 1) Ung- og smábarnaeftirlit er þjónusta við almenning, sem nær til sérhvers barns, sem fæðist. Hún er greidd af skattpeningum almennings og fólk á því kröfu á, að sú þjónusta, sem heilbrigðisyf- irvöld bjóða á þessu sviði, sé nokk- urn veginn sambærileg án tillits til búsetu. í Reykjavík og ná- grenni hefur þetta tekizt að mestu fram til þessa. 2) A seinni árum hefur, fram- kvæmd ung- og smábarnaeftirlits verið að dreifast um Reykjavík- urborg en verið miðstýrt frá Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Þessi dreifing hefur flutt ung- og smábarnaeftirlit nær búsetu barnanna og gert flestum foreldr- um hægara um vik að koma með þau til eftirlits. Hverfisstöðvar varpa og betra Ijósi á einstök svæði og auðvelda yfirlit yfir einstök hverfi. Hins vegar torveldast heildaryf- irsýn yfir allt Reykjavíkursvæðið. Fólk flytur mikið á milli hverfa og það er erfiðara að fylgjast með, hvort eitthvert ákveðið barn hefur komið fram einhvers staðar, þegar unnið er á mjög mörgum stöðum samtímis. Hættan á því að einstök börn týnist eða gleymist í kerfinu eykst með öðrum orðum. Hættan á því að ruglingur komist á, t.d. skráningu ónæmisaðgerða, eykst einnig að skapa skapi. Starfsað- staða verður sjaldnast nákvæm- lega hin sama á einstökum hverf- isstöðvum og aðstöðumunurinn hefur óhjákvæmileg áhrif á starfshætti. Ef ekki er vel að gætt, getur samræming á þjónustu látið undan síga og þar með jafnrétti yngstu borgaranna. 3) Skoðanamunur er á því, hvaða aðilum heilbrigðisyfirvöld ættu að fela ung- og smábarnaeft- irlit í framtíðinni. Eftir yfir tuttugu ára starfs- reynslu og átök við vandamál ung- og smábarnaeftirlits á Reykjavík- ursvæðinu, er það persónuleg sannfæring mín, að sérmenntaðir barnalæknar og sérmenntaðir hjúkrunarfræðingar ættu að vera fyrsti valkostur heilbrigðisyfir- valda. Þetta eru þeir starfskraft- ar, sem bezt geta haldið velli í þessu starfi, hvað sem á dynur. Sé þeirra ekki völ, verða heilbrigðis- yfirvöld að sjálfsögðu að leita til annarra. Þeir læknar, sem stunda heimil- islækningar nú, mynda stóran en allsundurleitan hóp hvað varðar menntun og starfsreynslu á sviði Halldór Hansen barnalækninga. Ekki svo að skilja, að í þeim hópi sé ekki að finna fólk með mikinn áhuga fyrir börnum og málefnum þeirra og staðgóða þekkingu í barnalæknisfræði. En aðrir vilja sem minnst af börnum vita og í því sambandi má minna á, að það er ekki langt síðan farið var að kenna barnalæknisfræði sem sérstaka grein við læknadeild Háskóla íslands. En þetta misræmi í afstöðu og menntun mundi að mínu mati úti- loka, að hægt væri að samræma ung- og smábarnaeftirlit í Reykja- víkurborg á sama hátt og áður, ef það væri tekið úr höndum barna- lækna, þar sem það hefur verið frá byrjun, og fengið í hendur heimil- is- og heilsugæslulæknum. Starfsvið og áhugasvið breið- menntaðri lækna er og það víð- tækt, að það yrði óhjákvæmilega mun erfiðara fyrir þá en barna- lækna að einbeita sér að málefn- um barna. Aðrir málaflokkar mundu óhjákvæmilega og rétt- mætlega gera kröfur til starfs- þreks þeirra og tíma. 4) Hins vegar finnast mér það sjálfsögð mannréttindi, að ein- stakir foreldrar geti falið heimil- islækni sínum eða heilsugæslu- lækni sínum eftirlit barna sinna, ef þeim svo sýnist og það er val foreldranna sjálfra. Mér finnst einungis, að það ætti ekki að vera valkostur heilbrigðis- yfirvalda. Halldór Hansen, yfirlæknir barnadeildar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. eftir Asgerði Jónsdóttur „Hún leit á hann með þeirri upp- gjöf, sem veröur hjá manni komnum um langa leiö og þá verður fyrir hon- um sjálfur Fúlilækur." Kldur í Kaupinhafn 113 bls. Þessi tilvitnaða tilkenning er ærið áleitin við unnendur klass- ískrar tónlistar um þessar mund- ir, þegar þeir opna útvarpið af þörf fyrir góða tónlist en fyrir- hitta þá miklu oftar en ekki ein- hverskonar „jíbbý“-músik í bland og emjan um ástina. Ekki ber svo að skilja að klassísk tónlist sé horfin úr dagskrá útvarpsins. Því fer fjarri. En eftir breytinguna við hvörf vetrar — og sumardagskrár hefur hlutur hennar rýrnað mjög og sess hennar í dagskránni breytzt til óhagræðis og leiðinda fyrir þá, sem vilja njóta hennar. Stundin milli 17.00 og 18.00 var þeim einna kærust stunda, sem þeir gátu gengið að með tilhlökk- un. Sennilegur staðgengill þessa þáttar er aðeins 40 mínútna lang- ur eða frá 15.00 til 15.40. Þá er flest útivinnandi fólk enn á vinnu- stað. Síðkvöldsþættir með klass- ískri tónlist eru ekki sýnilegir á dagskránni (a.m.k. ekki enn) nema kammermúsikþáttur Leifs Þórar- inssonar, en aðrir þættir af öðrum toga eru komnir þar í staðinn. Þó að klassísk tónlist prýði enn dagskrána í talsverðum mæli, þá er hún samt eins og hornreka þar og er holað niður hér og þar í dagskránni eins og niðursetningur ætti í hlut. Þetta er óháttvísi gagnvart henni og hlustendum hennar og útvarpinu ekki til upp- hefðar.Ég veit ekki hvað ráðið hef- ur gerðum varðandi nefnda dag- skrárbreytingu. En hafi það verið áhrif manna á borð við aum- ustu bréfritara í Velvakanda þá stefnir útvarpið yfirlýstu og við- urkenndu menningarhlutverki sínu á vegleysu. Ég vænti þess, að dagskrárgerð- armenn skilji, að það kemur illa við okkur, sem átt höfum ríkisút- varpið að vin frá fyrstu tíð þess, þegar farið er að hrekja þá mennt- unar- og menningarstefnu, sem helstu listamenn þjóðarinnar hafa lagt þar í tímans rás. Sem betur fer höfum við enn opið og vökult ríkisútvarp til þess að tala um það sem okkur þykir miður og ég treysti því til þess að leysa hlustendakíf svo, að allir megi sæmilega við una. Þar sem það var nú meint aðför að klassískri tónlist, sem hratt af stað þessu greinarkorni, langar mig til þess að minnast á furðu- legt framtak sumra útvarpsþula, einkum kvenna: Að vera sífellt að segja okkur hlustendum hvaða tónlist sé létt og hver sé þung, við hvaða tónlist sé gott að vakna og búa sig undir störf. I þessari að- greiningu virðist það vera algild regla, að klassísk tónlist skuli vera þung og dægurtónlist létt. Ég get ekki stillt mig um að nefna dæmi. Tónleikaþættinum þáverandi milli kl. 17 og 18 var að ljúka með svíf- andi léttu tónverki eftir Mozart. Þá voru eftir þrjár mínútur til kl. 18 og þulurinn (kona) kvaðst mundu koma með eitthvað léttara þessar þrjár mínútur. Og síðan heyrðust hásir hrjúfir tónar ásamt dimmum þungum gítar- slögum eins og komið væri í járn- smiðju. Ég virði vilja og viðleitni okkar ágæta útvarpsfólks til þess að hressa og gleðja okkur hlustendur á morgnana, eins þó að við séum ekkert mjög óhressir. Og þar kem- ur að gagni fleiri háttar tónlist en dægurlög. Fyrir allmörgum haust- um kom ég oft í Háskóla íslands í fylgd með fólki, sem var að ganga undir próf. Prófessor Steingrímur Þorsteinsson var jafnan próf- stjóri. Hann var mikill tónlistar- unnandi og fagurkeri og var sýnt um að láta aðra njóta þess. A hverjum morgni mætti okkur í Ásgerður Jónsdóttir anddyri háskólans dynjandi tón- list létt og fögur, klassísk tónlist. Við þessar móttökur glaðnaði yfir mönnum og streitan og þreytan í andlitunum hjaðnaði eða hvarf. Má þetta ekki teljast góður undir- búningur undir próf eða störf? Að lokum þetta: Þó áð ég hafi leyft mér að gagnrýna hér lítillega einn dagskrárþátt útvarpsins þá breytir það ekki því, að ég lít enn og ætíð á ríkisútvarpið okkar sem mesta hollvin og sameiningarþátt þjóðarinnar, og verndara alhliða menningar- og skoðanaskipta. Ég virði það umfram aðrar stofnanir og treysti því til heiðarleika og vandvirkni öðrum stofnunum fremur. (Ég gleymi því ekki að stofnun er og verður í samræmi við það hvernig einstaklingar standa að henni hvort sem þeir eru fleiri eða færri.) Það er því meiri raun en orð fá lýst hversu fast og ómaklega er höggvið að tilveru þess um þessar mundir og, að á höggið leggst sá er helst hlífa skyldi. A ég þar bæði við útvarpsráð en þó öllum öðrum fremur menntamálaráðherra. Ég hef ekki fleiri orð um það að sinni. Fréttapistill frá Djúpi Bæjum, 25. október. ANNÁLL þess sumars, sem nú er nýliðið, er enganveginn sá, að hagstæður hafi búandfólki hér við Djúp í allan máta ver- ið. Fyrsti júnídagurinn byrj- aði með hvassviðri og slyddu. Settum inn allt fé, og vorum að basla í því frammá nótt. Annar júnídagur með háa- norðan roki — úrhelli með kvöldinu og 2 st. hiti. 3. júní- dagur með norðan kalda og slyddu, 1 st. hiti um kvöldið og svona mætti halda áfram með marga norðan garra- og kuldadaga í júní. Júlí þurr og oftast kaldur, og aðeins tvisv- ar vætti hér nokkuð jörð í þeim mánuði öllum, 22. og 28. júní. Grasspretta með hörmung- um léleg framundir mánaða- mót júlí ág., en tók þó nokkuð við sér síðustu viku júlí en þó frekar fyrstu viku ág. Hey- skapur byrjaði um mánaða- mótin júlí ág. og var lokið í lok ágúst, enda ekki þornað af strái eftir það vegna kulda og bleytu, en þar að auki vikuúr- tök í ágúst vegna óþurrka, og má því segja, að heyskapur stæði í aðeins 3 vikur. Hey- skapur misjafn, víða léleg spretta, og sumstaðar slæm, en á nokkrum bæjum góð eða í meðallagi. Búið er að flytja hingað í Snæfjallahr. í haust um 60—70 tonn af heyi, og nokkra bíla í Nauteyrarhrepp. En ekki grænn túskildingur fæst ennþá í flutningastyrk fyrir allt það mikla hey sem hingað var flutt í fyrrahaust og vor, og því síður nú í haust. Það er því engin sólarglans á afkomu þeirra sem í slíku þurfa að standa ár eftir ár. Þriðja júlí í sumar var hér í Dalbæ, húsi Átthagafélags Snæfjallahr., 85 ára afmælis- og niðjamót Guðrúnar Ólafs- dóttur fyrrum húsmóður í Un- aðsdal. Var þar á annaðhundr- að manns samankomið, börn hennar, barnabörn og vensla- fólk — hin veglegasta sam- koma og skemmtileg. Fluttist Guðrún með manni sínum Helga Guðmundssyni í Un- aðsdal um það bil árið 1925, ef ég man rétt. Búnaðist þar með ágætum vel með 16 börnum sínum er þar öll að borin voru, allt myndar- og dugnaðarfólk, enda dugnaður þeirra hjóna með ólíkindum. Maður hennar Helgi lést fyrir mörgum árum, en þá tók Kjartan sonur þeirra þar við búi, og býr þar enn af miklum dugnaði stór- búi. Kona hans er Stefanía Ingólfsdóttir, frá Vopnafirði ættuð, bæði þau hjón miklir dugnaðar búforkar. Nokkuð var unnið að vegabótum hér í Kaldalóni í sumar. Vegurinn byggður nokkuð upp á Ár- múlamelum, þar sem áður fór undir snjóa fljótlega að hausta tók. Breið vatnsrás gerð með veginum Ármúla- megin, og yfirborin þar með góðum ofaníburði, en þá er komið var innfyrir svokallaða Skógargötu, og mesta snjóa- lautin byrjar, og lokast fyrst, voru aurarnir búnir og aðeins hæðarstikur eftir skildar til sýnis um þau verkefni sem við blasa á væntanlega stóru kosningaári, en smár þykir mörgum skammturinn sem til okkar rennur til umbótanna þeirra arna. Þá er ekki síst lofsvert í gerð vega þessara, að frágang- ur allur er til hreinnar fyrir- myndar, og stórbetur frá um- hverfi gengið en oft að áður var, sáð í upprót landsins og vegkantar heflaðir og fágaðir í besta máta, svo augnayndi má frekar telja en landspjöll og ruslugang. Ekki skal því gleymt, að nýr jarðsími var lagður hér um hreppinn í sumar. Plægður niður með jarðýtu, sem bæði að gekk fljótt og vel, og er það mikið öryggi, þar fá ár hafa svo komið, að ekki hafi meira og minna niður dottið, þótt steininn tæki þar úr í sept- emberhretinu í fyrrahaust, þar allt fór þá í hönk. En nú á haustdögum hresst- ist heldur hagur strympu í veðurafkomu allri. Vel gengið smalamennska öll, og aldrei veður hamlað að flytja féð með Djúpbátnum til Isafjarð- ar, en með Djúpbátnum búið að flytja 7.000 fjár. Slátrað rúmum 500 fjár á dag hjá Kaupfélagi ísfirðinga, en í allt er búið að slátra þar um 10.500 fjár, og um 130 nautgripum. Karl Guðmundsson er þar sláturhússtjóri, og hefur slátrun gengið mjög vel. Féð heldur vænna en í fyrra eða rétt 17 kg meðaltal en í fyrra 16,4 kg. Vænsta dilkinn átti Páll í Bæjum, 29 kg. I Bolungarvík var slátrað 2.920 fjár, sem er um 40% fleira en í fyrra. Kjötþungi þar aðeins lakari en í fyrra, heildarmeðaltal 15,85 kg móti 15,91 í fyrra. Segja má að allt framundir 17. október hafi verið hér nokkur sumarauki, einmuna- góð tíð, en skifti þá um veður- far, eða síðan verið rysjutíð, slydda, kalsarigning og snjó- komur til skiftis. Að svo mæltu bið ég lands- mönnum öllum góðs og gæfu- sams vetrar. Jens í Kaldalóni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.