Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 39
. MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 39 Ljósmyndir Mbl. EmilU. SéA yfir ráðstefnusalinn. Salóme Þorkelsdóttir I ræðustól. Yfir 200 manns sækja ráðstefnu um yinnuvernd Vinnueftirlit ríkisins í sam- vinnu við aðila vinnumarkað- arins stóð fyrir ráðstefnu um vinnuvernd að Hótel Loft- leiðum dagana 11. og 12. nóvember. Yfir 200 manns sóttu ráðstefnuna víðsvegar af landinu og voru þar mætt- ir fulltrúar margra ólíkra starfsgreina. Ráðstefnan skiptist í þrjá hluta. Fyrsti hlutinn fjallaði um við- fangsefni vinnuverndar og var fjallað um þann þátt mestallan fyrri dag ráðstefnunnar. Af því efni, sem þar var tekið fyrir, má nefna: vinnuslys, hávaða og heyrnarskerðingu, atvinnusjúk- dóma, varhugaverð efni í starfs- umhverfi, hönnun vinnustaða, tækniþróun og vinnuvernd o.fl. Annar þáttur ráðstefnunnar fjallaði um framkvæmd vinnu- verndarstarfs. Var þar kynnt löggjöf um vinnuvernd og saga hennar, fjallað um skipulag og starfsemi vinnueftirlits og um áhættuþætti í starfsumhverfi. Þá var síðari dag ráðstefnunnar fjall- að um gildi fræðslu- og upplýs- ingastarfs fyrir vinnuvernd og fyrirbyggjandi heilsuvernd starfsmanna. Að því loknu voru umræður. Þriðji og síðasti hluti ráðstefn- unnar fjallaði um þjóðfélagslegt gildi vinnuverndar. Ræddi þar Eyjólfur Sæmundsson forstjóri Vinnueftirlits ríkisins um vinnu- vernd og efnahag, Leif Rasmus- sen, framkvæmdastjóri danska vinnuveitendasambandsins fjall- aði um viðhorf og starfsemi þess að vinnuverndarmálum og Jergen Elikofer fjallaði um þetta efni frá sjónarmiði danska alþýðusam- bandsins. Þá reifuðu aðilar vinnu- markaðarins sín viðhorf í þessum efnum og að síðustu ávörpuðu full- trúar þingflokkanna þingið og kynntu stefnu flokka sinna í þess- um efnum. í tengslum við ráðstefnuna var haldin sýning á öryggis- og vinnu- vcrndarbúnaði. Þar var kynntur ýmis öryggis- og vinnuverndar- búnaður. Jafnframt var Vinnueft- irlit ríkisins með sérstakan bás og sjúkraþjálfarar með kynningu á því hvernig menn geta skaðað sig með röngum vinnubrögðum og um hættur sem af því geta stafað. Leiftur frá liðnum árum - annað bindi HÖRPUÚTGÁFAN á Akranesi sendir nú frá sér nýja bók undir nafninu Leiftur frá liðnum árum, en fyrsta bókin kom út á sl. ári og hlaut mjög góðar viðtökur. Sagnir frá fyrri tímum eru vinsælt lesefni íslendinga. Séra Jón Kr. ísfeld hefur sáfnað efninu á löngu árabili. í bókinni eru fjölbreyttar frá- sagnir. Sagt er frá margháttuð- um þjóðlegum fróðleik, reim- leikum, dulrænum atburðum, skyggnu fólki, skipsströndum, skaðaveðrum, sérstæðum hjúskaparmálum o.fl. Nöfn eft- irtalinna þátta gefa hugmynd um efni bókarinnar: Þegar frönsku skipin strönd- uðu í Fáskrúðsfirði — Jól á tog- ara 1914 — Reimleikar í Hlaðsbót — Ofviðrið mikla í Suðursveit — Stofnað til hjú- skapar á síðustu öld — Ingunn skyggna — Sagnir af Þorleifi á Bíldudal — Hann varð úti á Gagnheiði — Sagnir úr Dölum — Giftusamleg björgun — Hleypt upp á Akranes. Séra Jón Kr. ísfeld er höfundur Leifturs frá liðnum árum. Bókin er 215 bls. Prentuð og bundin í Prentverki Akraness hf. Káputeikningu gerði Prisma, Björn H. Jónsson. „Ást og ný bók Guðbjargar Hermannsdóttur ÚT ER komin hjá Skjaldborg hf. á Akureyri bókin „Afbrot og ást- ir“ og er þetta fimmta skáldsaga höfundar, Guðbjargar Her- mannsdóttur. Sagan fjallar um ungt fólk, ástir þess og örlög. Þetta er nútímasaga, sem lýsir ýmsum þeim vandamálum, sem margt fólk á við að stríða á ís- landi í dag. Fyrri bækur Guðbjargar heita „Allir þrá að elska“, „Krókaleiðir ástarinnar", „Víða liggja leiðir", og „Ást og dagur". afbrotu Afbrot og ástir heitir ný skáldsaga eftir Guðbjörgu Hermannsdóttur. „Englarn- ir hennar Marion“ — ný bók fyrir börn og unglinga HJÁ Máli og menningu er komin út ný bók fyrir börn og unglinga eftir höfund Patrick-bókanna, K.M. Peyton, og heitir hún Engl- arnir hennar Marion. í frétt frá félaginu segir m.a.: „Marion á stóreflis kirkju alveg út af fyrir sig, mörg hundruð ára gamla, með útskornum englum í loftinu sem eru einstæð listaverk. Marion kynnist Patrick Penning- ton, unga píanóleikaranum sem sagt er frá í Patrick-bókunum og hann ætlar að hjálpa til við að safna fé til viðhalds kirkjunni. En kirkjan þarf meira fé en Patrick og Marion ráða við að safna. Þess vegna biður Marion guð um ríkan Ameríkana og bæn hennar er upp- fyllt. Marion kemst þó að því að slík kraftaverk eru ekki einfalt mál og vísast að þau setji allt á annan endann." Það er Silja Aðalsteinsdóttir sem þýðir þessa bók eins og aðrar bækur Peyton. Englarnir hennar Marion er 153 bls., prentuð í Hólum. Sofendadans - ný ljóða- bók Hjartar Pálssonar HJÖRTUR Pálsson hefur sent frá sér nýja ljóðahók, Sofendadans, og er það þriðja ljóðabók skáldsins. Útgefandi er Almenna bókafélag- ið. I bókinni eru 42 ljóð um margs konar efni ýmist í rímuðu eða órímuðu formi. Sofendadans er 78 bls. að stærð og unnin í Prentsmiðju Hafnar- fjarðar. Hellir með mannvistar- leifum finnst við Svartsengi í SÍÐUSTU viku fannst fyrir hreina tilviljun hellir við Svarts- engi með menjum um einhverjar mannvistir. Var verið að jafna út jarðveginn og undirbúa borun holu þegar ýta féll skyndilega niður um helíisþakið. Guðmundur Ólafsson, safn- vörður, fór og skoðaði hellinn á fimmtudaginn, og sagði hann að þar væru tveir hlaðnir grjótvegg- ir, 2—3 metra langir og tæpur metri á hæð. „En fleira gæti leynst þarna af mannvistarleifum, því mikið grjót féll niður í hellinn þegar þakið hrundi. Eitthvað gæti komið í ljós þegar grjóthrúgan verður fjarlægð." Hellirinn mun vera um 30 metra langur og allt upp í 6—8 metra breiður. „En það er ekki. hægt að ganga í honum upp- réttur," sagði Guðmundur, „því hann er ekki meira en l'A metri á hæð þar sem hann er hæstur." Sagði Guðmundur að á hell- inum værú tvö op. „Annars vegar er megininngangur, ef svo má segja, rétt við þann stað sem ýtan féll niður. Það hefur verið lokað fyrir þann inngang og gengið þannig frá honum að illmögulegt er að finna hann. Það bendir til að einhver hafi viljað dyljast þarna. Hins vegar er önnur leið inn í hellinn inn í rangala, svona 25 metra langan, sem hægt er að skríða eftir inn í hellinn." En síðan hvenær eru þessar menjar og hverjir gætu hafa haft þarna bústað? Guðmundur taldi að þetta væru talsvert gamlar menjar, sem þarna fundust, jafnvel nokkurra alda gamlar. Hins vegar vildi hann ekki vera með neinar getsakir um það hverjir kynnu að hafa hafst þarna við. „En það lítur út fyrir að þetta hafi verið skammtímabústað- ur.“ Gísli Sigurðsson, fyrrverandi lögregluþjónn í Hafnarfirði, er fróður um þjóðleg efni, og blaðamaður Mbl. innti hann eftir því hvort nokkuð væri hægt að segja um hver eða hverjir hefðu dvalist þarna. „Það er ómögulegt að segja með nokkurri vissu. En það hafa fundist menjar um mannvistir í Eldvarpinu þarna skammt frá, og einnig í Grindavíkurhrauni. Manni dettur helst í hug að þegar Tyrkir voru hér — sem voru reyndar alls ekki Tyrkir heldur Alsírbúar — þá hafi fólk flúið þarna uppeftir og haft þarna einhverja dvöl. Þessi byrgi sem hafa fundist eru talin vera frá þeim tíma. Meira get ég nú ekki sagt þér, nema þá kannski að það er til saga um þrjá stráklinga sem struku úr sveit einhvern tíma á 16. öld og voru á þvælingi þarna í stuttan tírna." Björn Þorsteinssori, prófess- or í sagnfræði, taldi tilgátu Gísla sennilega. Björn var spurður að því hvort þetta gæti ekki verið útilegumannabúst- aður. „Það er til í dæminu kannski. Það hefur verið eitthvað um útilegumenn þarna. Árið 1703 voru teknir útilegumenn í Henglinum, tveir eða þrír, að mig minnir. Þeir höfðu reynd- ar kerlingu með sér til að elda oní sig sauðina, og gekk víst seinlega að ná henni. Mennirn- ir voru drepnir, en kerlingin var sett á.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.