Morgunblaðið - 17.11.1982, Page 40

Morgunblaðið - 17.11.1982, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIK’ DAGUR 17. NÓVEMBER 1982 Vestmannaeyjar: Á línu með Grími á Felli Á þeim tíma sem enginn grundvöllur né verkefni eru til þess að reka helming þess bátaflota, sem stundaði loðnu- veiðarnar, verða sjómenn að finna sér eitthvað að starfa. Nokkrir sjómenn í Eyjum hafa farið í land, aðrir komið sér á önnur fley, t.d. fengið sér trillu til að róa á. I haust hefur veðurfar verið þannig að óvenju mikið næði hefur verið til sjósóknar á svo litlum bátum sem trillurnar eru. Flestir af minni bátunum hér og trillurnar hafa róið með línu að undanförnu og oft aflað dável. Um það bil helm- ingur aflans hefur reyndar Þ*ð er kúnst að fást við línuna svo vel sé, eins og sjá má í svipnum. verið keila, en hitt er góður fiskur, eins og sagt er, ýsa, þorskur og lúða. Það eru mörg góð trillumið við Vestmannaeyjar og gamlir Eyjasjómenn og skipstjórar eins og t.d. Þorsteinn heitinn í Laufási, hafa skráð mikinn fjölda af landmiðum allt í kring um Eyjar. Meðfylgjandi myndir feng- um við frá Sigurgeir í Eyjum, en hann brá sér í veiðiferð með trillukörlum á Lubbu, undir skipsstjórn Gríms Magnússonar frá Felli, og það er auðséð á myndunum að ríf- andi trillustemmning hefur verið um borð. — á.j. Óli í Laufási í beitningunni snemma morguns áður en hann fer til starfa á skrifstofunni hjá bæjarfógeta. Óli er í hlutverki landformannsins. Sérprentun laga um með- ferð einkamála í héraði ÚI.FIJOTI'R, tímarit laganema, hefur nýlega gefið út sérprentun af lögum um meðferð einkamála í héraði nr. 85/1936 með síðari breytingum og safn greinargerða við þau lög. Kr þar um að ræða greinargerðir við eftirtalin breytingalög: Lög nr. 52/1937, 32/1948, 100/1950, 33/1963, 7/1965, 59/1975, 14/1976, 80/1976 og 28/1981. Bókinni er fyrst og fremst ætlað að koma laganemum og lögfræðing- um að gagni við nám og störf. Um- sjón með útgáfunni höfðu Jón Finn- björnsson stud. jur. og Jón Hösk- uldsson stud. jur. Lög um meðferð einkamála í hér- aði og safn greinargerða er seld í Lögbergi, húsi lagadeildar Háskóla Islands, og Bóksölu stúdenta v/Hringbraut. Hún er 139 blaðsíður að stærð og er unnin í Ríkis- prentsmiðjunni Gutenberg. Bíóbær frumsýnir gam anmyndina Einvígið RÍOBÆR hefur tekið til sýningar gamanmyndina Einvígið (Harry’s War). í aðalhlutverkum eru Edward Herrmann (ur The Great Waldo Pepper með Robert Redford) og Geraldina Page og fleiri. Handrit og leikstjórn er í höndum Kieth Merril. Myndin er með íslenskum texta. Myndin er í stíl hinnar vinsælu M-A-S-H er sýnd var um árið í Nýja Bíói við miklar vinsældir. Þarna eru samankomnir Sigurður Jónsson, formaður Trausta (annar frá hægri), varaformaður Trausta Sigmar B. Ákason (lengst til hægri), Björgvin Helgason ráðgjafi (annar frá vinstri) og Erling Erlingsson hjá auglýsingastofunni Formhönnun sf., sem sér um alla kynningu á niðurstöðum könnunarinnar. Margborgar sig fyrir fyrirtæki að nýta sér þjónustu sendibílastöðva — segir Sigurður Jónsson, formaður Trausta TRAUSTI, félag sendibifreiðastjóra, boðaði fyrir skömmu til fundar með blaðamönnum til að vekja athygli á niðurstöðum könnunar sem félagið gekkst fyrir í því skyni að athuga hagkvæmni sendibíla af stöð. Var reiknað út, miðað við ákveðnar for- sendur, hver rekstrarkostnaður sendibíla í eigu fyrirtækja væri, og borið sarnan við verðtaxta sendibíla af stöð. „Niðurstaðan er sláandi," sagði Sigurður Jónsson, formaður Trausta, „það liggur fyrir að hver klukkustund í akstri er 64% dýr- ari hjá einkaaðilum og fyrirtækj- um með eigin bíl, en ef notaður væri bíll af sendibílastöð." En hvernig skyldi standa á þessum mikla mun? „Það eru þrjár orsakir fyrst og fremst. I fyrsta lagi er nýting á bílunum talsvert betri hjá stöðun- um en hjá einkaaðilum og fyrir- tækjum. í öðru lagi er viðhalds- kostnaður lægri á stöðunum. Það er búið að koma upp ágætri að- stöðu til viðgerða á sendibílastöð- unum, þar sem bílstjórarnir geta sjálfir gert við bíla sína. Og við skulum athuga það að bílstjóri á sendibílastöð á þann bíl sem hann notar og sér um viðhald á honum sjálfur. Og í þriðja lagi munar nokkuð um þá niðurfellingu sem sendibíl- stjórar fá á aðflutningsgjöldum víð kaup á bílum. Annars höfum við látið gera bækling þar sem þessir útreikn- ingar eru skýrðir í smáatriðum. Það má segja að við séum núna að fara af stað með auglýsingaher- ferð þar sem fyrirtæki verða hvött til að nýta sér í meira mæli þjón- ustu sendibílastöðvanna, enda er það augljóslega hagkvæmt." í Trausta eru fjórar sendibíla- stöðvar: Nýja sendibílastöðin, Sendibílastöðin hf., Sendibílastöð- in Þröstur og Sendibílastöð Kópa- vogs. Alls er þarna um að ræða 294 bíla, en á landinu öllu munu ekki vera fleiri en 325—330 sendi- bíiar í gangi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.