Morgunblaðið - 17.11.1982, Síða 43

Morgunblaðið - 17.11.1982, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 43 Horfið verði frá ríkj- andi núllafkomustefnu Selveiðar verði áfram verðlaunaðar — selormur kostar fiskvinnsl- una um 60 milljónir króna árlega SAMÞYKKT fiskiþings um starfs- skilyröi sjávarútvegsins: 41. fiskiþing leggur áherzlu á, að undirstaða framfara og góðra lífskjara er öflugt atvinnulíf. Af- koma atvinnuveganna mótast hinsvegar að verulegu leyti af þeim skilyrðum, sem þeim eru bú- in á hverjum tíma. Sá þáttur, sem einna mestu ræður um afkomu sjávarútvegsins er gengið, þar sem það er megin- þátturinn í tekjumynduninni. Sjávarútvegurinn selur alla sína framleiðslu á erlendum mörkuð- um í samkeppni við aðrar þjóðir og fær litlu sem engu ráðið um það verð, sem ríkir á markaðnum. Framleiðslukostnaður ræðst hinsvegar af launa- og verðlags- þróun hérlendis. Á undanförnum árum hafa kostnaðarhækkanir hér verið þrisvar til fjórum sinnum meiri en í helstu viðskiptalöndum okkar. Þessum mismun hefur ekki verið hægt að mæta með hækkuðu markaðsverði. Fyrirtæki í sjávar- útvegi hafa því aðeins átt einn valkost, að auka framleiðni til að vinna upp kostnaðaráhrifin. Þessa leið hafa fyrirtækin farið í vax- andi mæli. En þar sem ríkt hefur jafn þrálátt verðbólguástand og hér á landi, hefur það ekki dugað til. Því hafa stjórnvöld orðið að grípa til tíðra gengisfellinga og gengissigs til að forða fyrirtækj- unum frá stöðvun og koma í veg fyrir almennt atvinnuleysi í land- inu. Þessar gengisbreytingar hafa ávallt komið eftirá, til að leiðrétta það, sem þegar hefur gerst, en ekki megnað að skapa fyrirtækj- unum rekstrargrundvöll til fram- búðar. Fiskiþing lítur á það sem meg- inmarkmið að horfið verði frá ríkjandi núllafkomustefnu, og við það miðað, að vel rekin fyrirtæki í sjávarútvegi skili eðlilegum hagn- aði og geti staðið sjálf undir veru- legum hluta af endurnýjun og uppbyggingu. Þessu markmiði verður ekki náð nema gengi krón- unnar verði á hverjum tíma rétt skráð. Jafnframt verði hætt öllum baktryggingum ríkisvaldsins og fyrirtækjum gert að axla fulla ábyrgð á sínum gerðum. Þá samþykkti þingið eftirfar- andi vegna fjárhagsstöðu Fisk- veiðasjóðs: „Fyrirsjáanlegt er að Fiskveiðasjóður hefur nær ekkert fjármagn til útána á þessu ári til framkvæmda í fiskiðnaði. Fiski- þing telur brýnt, að sjóðurinn fái það lágmarksfjármagn tii umráða svo tryggð sé nauðsynleg og eðli- leg framþróun og hagræðing í fiskvinnslu." Þá beindi þingið þeim eindregnu tilmælum til ríkisvaldsins, að viðskiptabönkum sjávarútvegsins verði tryggður aðgangur að nægi- legu fé til að unnt sé að aðlaga rekstur sjávarútvegsins að gjör- breyttum markaðsaðstæðum og aflatakmörkunum. Aðlögunartími að þessum breyttu aðstæðum verði minnst tvö ár. Á FISKIÞINGI var mikil eining meöal þingfulltrúa um það, að áfram veröi haldið verölaunaveitingu fyrir veiddan sel. Selormur kostar fisk- vinnslu landsmanna árlega um 60 milljónir króna og getur valdiö ómælanlegu tjóni á erlendum mörk- uðum, segir meöal annars í ályktun þingsins. Fer hún hér á eftir: 41. fiskiþing þakkar störf sel- ormanefndar, og telur áframhald- andi starf hennar nauðsynlegt. Til þess að halda selastofninum í skefjum, er brýnt að áfram verði haldið verðlaunaveitingum fyrir hvern veiddan sel. Fiskiþing legg- ur áherslu á, að með lagafrum- varpi því, sem nú er í undirbún- ingi um selveiðar, verði gert kleift að vinna að fækkun sela við strendur landsins. GÆÐAMÁL voru mikið til umræðu á fiskiþingi, sem lauk í gær. í álykt- un þingsins um þau mál segir meðal annars: „Þingið leggur þunga áherzlu á, aö mál þessi veröi tekin fóstum tökum og markvisst unniö að auknum gæöum á fiskafla og fiskaf- urðum, svo íslendingar verði áfram í fremstu röö, hvað gæði fiskafurða snertir.“ Til þess að svo mætti verða var meðal annars lagt til, að við hverja verðlagningu á fiski verði þess ávallt gætt, að bezti fiskurinn sé verðlagður það hátt umfram fisk í lægri gæðaflokkum, að það hvetji til góðrar meðferðar og öfl- Greinargerð: a) Fiskiþing hvetur til þess, að á hverjum tíma verði reynt eftir föngum, að nýta selafurðir t.d. til refafóðurs o.fl. Slátur- og frysti- hús verði hvött til þess, að auð- velda veiðimönnum nýtingu selaf- urðanna. b) Fiskiþing telur brýnt, að veiði- mönnum sé gert skylt að ganga tryggilega frá þeim selskrokkum, sem ekki er unnt að flytja til vinnslu. c) Fram hefir komið, að selormur kostar fiskvinnslu landsmanna árlega um 1 milljón vinnustunda, eða um 60 millj. kr. á núgildandi verðlagi. d) Ormar í útfluttum fiskafurðum geta valdið ómælanlegu tjóni á erlendum mörkuðum. unar á úrvals hráefni. Til þess að auka samræmingu í mati á fersk- um fiski, verði þeirri skipan komið á fót, að tvisvar til þrisvar sinnum á ári verði ferskfiskmatsmenn í hverjum landsfjórðungi kallaðir saman og látnir hver í sínu lagi meta sama fiskinn, sem til staðar er. Tryggt verði, að þar sem mats- stöðvar eru starfandi, séu fersk- fiskmatsmenn ekki jafnframt rekstraraðilar stöðvanna. Stuðlað verði að því, að aðilar, sem sann- anlega skara fram úr um meðferð fisks og umhirðu fiskafurða og framleiðslutækja, hvort sem um er að ræða til sjós eða lands, hljóti viðurkenningu fyrir störf sín. Markvisst verði unnið að auknum gæðum fiskafurða Hin nýja vistlega kafnstofa Vinnslustöðvarinnar. Vistleg kaffistofa í Vinnslustöðinni 1 Eyjum NÝ KAFFISTOFA var tekin í notkun fyrir skömmu í Vinnslustöð- inni í Vestmannaeyjum fyrir heimafólk, sem kemur með nesti með sér að heiman, en á öðrum stað í stöðinni er matsalur fyrir þá sem kaupa fæði þar eða kaffi. Salurinn, sem er hinn vistlegasti, var tekinn í notkun með viðhöfn, skreyttum tertum, kertaljósum og þægindum. Ljósmyndir Mbl. Sigurgeir. Starfsfólk bragðar á tertunum við opnun kaffistofunnar. Bókin um Einar á Einarsstöð- um gefin út I annað sinn SKJALDBORG hf. á Akureyri hefur endurútgefiö bókina „Miðiíshendur Einars á Einarsstöðum“. Erlingur Davíðsson skráði meginhluta bókar- innar og bjó hana tií prentunar, en séra Sigurður Haukur Guðjónsson ritar grein um Einar og störf hans. í bókinni segja um þrjátíu manns frá reynslu sinni af því að leita sjúkir til miðilsins Einars á Einarsstöðum og eru allar frá- sagnirnar staðfestar með eigin- handar undirskrift. Þá eru í bók- inni myndir af öllu því fólki er segir frá í bókinni og einnig nokkrar myndir teknar á Einars- stöðum. Þúsundir manna leita ár hvert til Einars og hefur svo verið í um tvo áratugi. Einar helgar sig mið- ilsstörfunum endurgjaldslaust og reynir að láta engan synjandi frá sér fara. Einar Einarsson á Einarsstöðum „Lífsmörk í spori“ — Minningar Torfa Þorsteinssonar í Haga SKJALDBORG hf. á Akureyri hefur gefið út bókina „Lífsmörk i spori“, minninga- og fróðleiksþætti Torfa Þorsteinssonar í llaga. Nöfn þátt- anna í bókinni gefa nokkra hug- mynd um efni bókarinnar, þau eru: „Enginn kenndi mér eins og þú“, „Móðurminning”, „Afi minn á Ekru“, „Bernskuár við Berufjörð", „Eitt sumar á slóðum Mýramanna", „Vinur minn Mósi“, „Síðasti sókn- arpresturinn að Stafafelli i Lóni“, „Heimur handan sjónmáls”, „Ég á kærustu", Þáttur af Guðmundi Ber- fjörð“, „Laxárbrú í Nesjum“ og „Þá var hringvegurinn ókominn’*. í formála að bókinni segir Torfi m.a. svo: „Þættir þeir, sem hér koma út á prenti, eiga að varð- veita endurminningu manna og kvenna, sem ýmist voru samferða- fólk mitt eða ég hafði um greini- legar heimildir. Allt var þetta fólk elju og starfs í sól og regni. gætt raunsæjum lífsviðhorfum. Á með- al þessa fólks voru heiðurshjónin foreldrar mínir. Oft var lífsönn þeirra ströng og eftirtekjan naum, svo að stundum nálgaðist skort. Móðir mín vakti hvarvetna athygli fyrir óvenju hlýja og haga hönd. Einnig var hún jafnan hafsjór af ævintýrum og þjóðsögum, sem hún þuldi áheyrendum af þeirri íþrótt, sem verið hefur uppspretta þjóðlegrar listar. Faðir minn helg- aði sig slætti á engi og áratogum á sjó. Ljárinn hans var brýndur til bits, líkt og honum væri brugðið í vatn, þegar hann sneið grasið frá sverðinum. Þegar tómstundir gáf- ust, miðluðu foreldrar mínir okk- ur börnum sínum ást sinni og um- hyggju. Móðir mín sagði okkur ævintýri, en faðir minn tók okkur á kné sér og söng okkur yndisfög- ur ljóð aldamótaskáldanna, því að hann hafði hreina og skæra tenór- rödd, sem eflaust hefði vel kunnað að njóta sín í veglegri söngleika- höllum en lítilli baðstofukytru. Þessum heiðurshjónum skulda ég uppeldi mitt, sem þau veittu mér af óeigingjarnri umhyggju. Minningu þeirra vil ég því tileinka þessa bók með virðingu og þökk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.