Morgunblaðið - 26.11.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.11.1982, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR 265. tbl. 69. árg. FOSTUDAGUR 26. NOVEMBER 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins _ w Eiga Iranir sök á dauða Benyahia? Stokkhólmi, 25. nóvember. AP. ÍRANSKUR flugvélstjóri, sem flýði land fyrir tveimur vikum, sagði í dag, að írönsk yfirvöld hefðu „myrt“ utanríkisráðherra Alsírs i maí á þessu ári með því að beina flugvél hans inn yfír svæði, sem varið var með ratsjárstýrðum loftvarnaflaugum. Iraninn, Rassul Nezhad, lét sig hverfa í Tókýó fyrir hálfum mán- uði en hefur nú beðist hælis í Sví- þjóð. Hann sagði við fréttamenn AP-fréttastofunnar, að írönsk yf- irvöld hefðu þagað yfir því við flugstjóra alsírsku þotunnar, að hann var að fljúga inn í dauða- gildru. „Þegar flugvélin kom á ratsjá loftvarnaflauganna fóru þær sjálfkrafa af stað,“ sagði Nezhad. „Þetta var hreint morð.“ Auk alsírska utanríkisráðherrans, Mohammad Benyahia, fórust átta háttsettir embættismenn með flugvélinni, fjögurra manna áhöfn og einn blaðamaður. Alsírski utanríkisráðherrann átti á sinum tíma mestan þátt í að gísladeilan leystist og var að fara til Teheran til að reyna að miðla málum í Persaflóastyrjöldinni þegar flugvél hans var skotin niður. Nezhad sagði einnig, að Iranir væru búnir að missa 300 orrustu- þotur í stríðinu við írak og ættu nú aðeins 50 eftir. Margar þeirra væru þó ónothæfar vegna vara- hlutaskorts og vegna þess, að rúm- ur þriðjungur flugmanna, flugvél- stjóra og flugvirkja væri flúinn land. Irsku þingkosningarnar: Stefndi í ósigur fyrir Haughey Dyflinni, 25. nóvember. AP. SAMKVÆMT fyrstu tölum úr írsku þingkosningunum virtust líkur á að stjórif' Charles Haugheys forsætisráðherra myndi falla þótt flokkur hans, Fianna Fail, verði eftir sem áður stærstur á þingi. Þingkosningar nú eru þær þriðju á aðeins 17 mánuðum. Ivanov Antonov, 35 ára gamall Búlgari og starfsmaður búlgarska ríkis- fíugfélagsins í Róm, var ( gær handtekinn fyrir aðild að banatilræðinu við Pál páfa í maí í fyrra. Myndin var tekin þegar hann var fluttur í fangelsi eftir að hafa verið yfirheyrður í aðalstöðvum lögreglunnar. AP Frakkland: Atvinnu- leysisbætur skertar Parí.s, 25. nóvember. AP. RÍKISSTJÓRN Mitterrands, Frakklandsforseta, ákvað í dag, að atvinnuleysisbætur skyldu lækkaðar verulega til að koma í veg fyrir, að atvinnuleysistryggingarnar yrðu endanlega gjaldþrota. í tilkynningu frá stjórninni, sem birt var í dag, segir, að ákveð- ið hafi verið að lækka atvinnuleys- isbætur á næsta ári um 10,5 millj- arða franka en gert hafði verið ráð fýrir, að þær yrðu um 94 milljarð- ar. Er þetta gert til að forða at- vinnuleysistryggingasjóðnum frá gjaldþroti en nú horfir í 27 millj- arða franka halla á honum á næsta ári. Samningar milli verka- lýðsfélaga og vinnuveitenda um framlög til sjóðsins hafa farið út um þúfur og ætla atvinnurekend- ur að hætta aðild að honum þegar núverandi samningur rennur út, 31. janúar nk. Setja þeir það skil- yrði fyrir frekara samstarfi, að starfsemi sjóðsins verði endur- skipulögð. A það hafa verkalýðs- félögin ekki viljað fallast enn sem komið er. Eftir þennan niðurskurð munu launþegar fá 80% af fyrri launum í bætur fyrst eftir að þeir missa vinnuna en fengu 90% áður. Haughey kvaðst í dag gera ráð fyrir, að stjórnarandstöðuflokk- arnir, Fine Gael og Verkamanna- flokkurinn, muni frá hreinan meirihluta á Dail, írska þinginu, en þegar ljóst var með 67 þingsæti af 166 hafði Fianna Fail fengið 31, Fine Gael 29 og Verkamanna- flokkurinn þrjú. Ríkisútvarpið írska spáir því, að Fianna Fail fái alls 75 þingsæti, Fine Gael 70 og Verkamannaflokkurinn 15. Stjórn Haugheys féll þegar vantrauststillaga á hana var sam- þykkt 4. nóvember sl. en þá höfðu nokkrir þingmenn úr flokki hans snúist gegn honum vegna hneyksl- ismála sem upp höfðu komið. Charles Haughey og helsti keppi- nautur hans, Garret Fitzgerald, formaður Fine Gael, voru báðir endurkjörnir í kjördæmum sínum í Dyflinni. Væntanleg stjórn mun fá að glíma við mesta efnahags- vanda, sem að Irum hefur steðjað í rúmlega sex áratuga langri sögu þeirra sem sjálfstæðrar þjóðar. Mubarak og Mitterrand: Skora á leiðtoga PLO að viðurkenna ísrael hairó. Hcirút, 25. nóvembor. AP. HOSNI Mubarak, Egyptalandsfor- seti, skoraði í dag á leiðtoga PLO að viðurkenna Ísraelsríki einhliða til aö hægt sé að hefja viðræður um frið í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Habib, sendimaður Bandaríkjafor- seta í Miðausturlöndum, hefur lagt til, að Sýrlendingar og ísraelar hörfi Ítalía: Búlgari handtekinn vegna banatilræðisins við páfa NBC-sjónvarpsstöðin segir búlgörsku leyniþjónustuna og KGB hafa skipulagt tilræðið Róm, 25. nóvember. AP. ÍTALSKA lögreglan handtók í dag háttsettan starfsmann á skrifstofu búlgarska ríkisflugfélagsins í Róm og er hann sakaður um að vera viðriðinn banatilræðið við Jóhann- es Pál páfa II í fyrravor. Talsmaður lögreglunnar sagði, að Búlgarinn, Ivanov Sergia Antonov, hefði verið handtekinn árla í morgun á ferðaskrifstofu, sem flugfélagið rekur, og gefið að sök að hafa verið í vitorði með Mehmet Ali Agca, tyrkneskum manni, sem 13. maí í fyrra reyndi að ráða páfa af dögum. Antonov hefur búið í Róm í fjög- ur ár ásamt konu sinni. Hann er nú yfirheyrður af ítölskum lög- reglumönnum. Talsmaður lögreglunnar skýrði ekki frá þætti Antonovs í tilræðinu við páfa en haft er eft- Þessi mynd var tekin daginn eftir tilræðið við páfa og er hér verið að flytja tilræðismanninn, Ali Agca, til yfírbeyralu. Eins og siá má var hans vel gætt. AP ir heimildum innan lögreglunn- ar, að hann sé „mjög mikiir. Antonov er yfirmaður flugfé- lagsskrifstofunnar á flugvellin- um og gat farið þar um að vild án nokkurs eftirlits. Hingað til hefur það einkum vafist fyrir lögreglunni að skilja hvernig Agca gat komist inn í landið með Browning-skammbyssuna, sem hann notaði í banatilræðinu. Samkvæmt frásögn NBC- sjónvarpsstöðvarinnar banda- rísku hafa komið fram verulegar vísbendingar um að búlgarska leyniþjónustan hafi skipulagt banatilræðið við páfa og notið við það aðstoðar KGB, rússnesku öryggislögreglunnar. Var getum að því leitt, að ástæðan fyrir samsærinu væri bréf, sem páfi er sagður hafa sent til Kremlar. í því mun hann hafa varað Rússa við og sagst mundu hverfa aftur til Póllands ef þeir hygðust ráðast inn í landið. Þrír menn aðrir eru grunaðir um aðild að samsærinu gegn páfa, allt Tyrkir. Þeir eru nú all- ir á bak við lás og slá, einn á Italíu, annar í Vestur-Þýska- landi og sá þriðji í Tyrklandi. með heri sína um 15 km og verði þaö fyrsti liðurinn í brottflutningi þeirra frá Líbanon. Á fréttamannafundi sem Mu- barak, Egyptalandsforseti, hélt í dag ásamt Mitterrand, Frakk- landsforseta, sem nú er gestur hans, hvatti hann leiðtoga PLO til að viðurkenna tilverurétt ísraels- ríkis og ryðja með því úr vegi öll- um hindrunum fyrir viðræðum um frið. Hann sagði einnig, að Palestínumenn ættu ekki að setja það fyrir sig þótt sjálfsögð viður- kenning ísraela á PLO fylgdi ekki í kjölfarið. Mitterrand tók í sama streng og Mubarak og það kom fram í máli þeirra beggja, að til- lögur Reagans, Bandaríkjaforseta, væru þær skynsamlegustu sem enn hefðu komið fram um lausn deilumálanna í Miðausturlöndum. Áskorun Mubaraks kemur sam- tímis því að leiðtogar PLO setjast á rökstóla í Damaskus á Sýrlandi til að ræða þar um stefnumótun samtakanna. Búist er við, að Yass- er Arafat og hófsöm stefna hans muni eiga undir högg að sækja á fundinum, einkum vegna við- ræðna hans við ráðamenn í Jórd- aníu og Egyptalandi og frétta um, að hann hafi reynt að hafa sam- band við menn úr Verkamanna- flokknum ísraelska. Ekki er þó talið, að staða hans sé í hættu. Sendimenn Reagans í Miðaust- urlöndum, Philip C. Habib og Morris Draper, hafa setið á fund- um með fulltrúum Sýrlendinga og ísraela og lagt þar til, að þeir hörfi um 15 km með heri sína og að það verði fyrsti áfanginn í alls- herjarbrottflutningi erlendra herja frá Líbanon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.