Morgunblaðið - 26.11.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.11.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1982 Tónskáldasjóður íslands: Blómlegt menningarlíf — innihaldsríkara mannlíf Stofna skal TónskáldasjóA fs- lands. Stofnfé sjóðsins skal vera tí- föld meðalárslaun menntaskóla- kennara og greiðast úr ríkissjóði. Fjárveiting skal veitt i fvrsta sinn á fjárlögum 1983. Tilgangur sjóðsins er að hvetja tónskáld til starfa og stuðla að útbreiðslu íslenzkrar tón- listar. Veita skal úr sjóðnum til tónsmíða, útgáfu tónlistar og kynn- ingar á íslenzkri tónlist. Mennta- málaráðherra skipi stjórn stjóðsins og setji honum reglugerð. Skal for- maður skipaður án tilnefningar en hinir fjórir skv. tilnefningu Tón- skáldafélags íslands, STEFS, ís- lenzkrar tónverkamiðstöðvar og Fé- lags íslenzkra hljómlistarmanna. Þetta eru efnisatriði úr endur- fluttu frumvarpi Halldórs Blöndal (S), Ingólfs Guðnasonar (F), Vil- mundar Gylfasonar (utan flokka), Guðrúnar Helgadóttur (Abl.), Ólafs G. Einarssonar (S) og Ólafs Þ. Þórðarsonar (F). í greinargerð segir m.a. að frumvarpið sé sniðið eftir lögum um Launasjóð rithöfunda. „Það er skoðun flutningsmanna að frum- kvæði og sjálfstæði í menning- armálum sé ekki síður mikilvægt en efnaleg velgengni, enda styður þar hvort annað. Nauðsynlegt sé að hvetja til skapandi starfs á sviði allra listgreina ... Blómlegt menningarlíf gerir mannlífið auð- ugra og innihaldsríkara." SVIPMYND FRÁ ALÞINGI: Það var stuttur fundur í Sameinuðu þingi í gær, enda árleg heimsókn þingliðs til forseta íslands að Bessastöðum síðdegis. Hér má líta nokkra háttvirta þingmenn fyrir utan þinghúsið: Stefán Guðmundsson (F), Davíð Aðalsteinsson (F), Þórarin Sigurjónsson (F), Jósef H. Þorgeirsson (S), Guðmund J. Guðmunds- son (Abi.) og Ólaf Ragnar Grímsson (Abl.). Albert Guðmundsson: Hefur þingmaðurinn sakir á þingkjörna bankaráðsmenn? Albert Guðmundsson hann taldi VG hafa haldið fram, að alþingismenn sitji í bankaráðum og ákveði vexti. Ég hefi setið í banka- ráði IJtvegsbanka íslands í tvö ár en aldrei haft neitt með vaxtaákvörðun að gera, sagði Albert. Viimundur segir að þingmenn eigi að skammast sín fyrir að sitja í bankaráðum. Hvers vegna? Al- þingi hefur kjörið mig sem trún- aðarmann sinn í bankaráð Út- vegsbanka íslands. Er eitthvað sem háttvirtur þingmaður Vil- mundur Gylfason veit um sem ég eða aðrir bankaráðsmenn, kjörnir af Alþingi, eiga að skammast sín fyrir? Þá verð ég beinlínis að óska eftir því við forseta þessarar hv. þingdeildar, að ummæli fjórða þingmanns Reykvíkinga verði könnuð. Eg fullyrði og að ég hefi aldrei sem bankaráðsmaður fjallað um eitt einasta útlán í bankanum. Bankaráð fjalla ekki um einstök útlán. Þingmaðurinn talar af al- gerri vanþekkingu um þetta efni. Ég hlustaði á þingmanninn flytja útvarps- og sjónvarpsræðu í gær. Þar var orðum snoturlega raðað niður og skörulegur flutn- ingur. En mér fannst hann tala eins og útlagi á flótta frá ein- hverju valdakerfi, sem setti hann í spennitreyju. Þetta er furðulegur málflutningur í einu frjálsasta lýðveldi veraldar. Ég tel þingmál það, sem VG tal- ar hér fyrir, á ýmsan hátt gott, og það á að fá vandlega athugun, en hann má gæta þess að skemma ekki fyrir annars góðum málum með varhugaverðum málflutningi. „Vilmundur Gylfason talar um aó þingsköp Alþingis í fyrradag, „en á lög séu brotin af valdhöfum," sagði skortir aó benda á, hvaöa lög séu Halldór Blöndal Albert Guómundsson í umrjeðu um brotin." Albert mótmælti því, sem Endurreisn Reykholtsstaóar: Mannvirki í niðurníðslu vegna skorts á fjármagni Þingmenn Vesturlands, Alexander Stefánsson, Friójón Þórðarson, Davíð Aðalsteinsson, Skúli Alexandersson og Jósef H. Þorgeirsson, flytja tillögu til þingsályktunar um endurreisn og upp- byggingu Reykholtsstaðar í Borgar- firði. Alexander Stefánsson (F) mælti fyrir tillögunni fyrir skemmstu, en hún felur í sér að ríkisstjórnin skuli láta undirbúa nú þegar samræmdar frámkvæmdir við endurreisn og upp- byggingu Reykholtsstaðar í Borgar- firði í samræmi við tillögur stjórn- skipaðrar nefndar 1980. Verulegt fjármagn verði veitt til þessa verk- efnis á fjárlögum 1983 til uppbygg- ingar skólans og til annarra fram- kvæmda á staðnum. Alexander sagði Reykholt vera helgan stað í hugum fólks, jafnt Is- lendinga sem annarra þjóða, vegna þeirra andans stórvirkja, sem þar vóru unninn. Staða Reykholts í for- Alexander Stefánsson tíð og samtíð krefjist þess, að upp- bygging og svipur staðarins í fram- tið verði sú héraðsprýði sem einum sögufrægasta stað Norðurlanda ber, en mannvirki í Reykholti hafi um margra ára skeið verið í níðurníðslu vegna skorts á fjármagni til við- halds. Þingmenn kjördæmisins fylgdu máli Alexanders eftir í framhalds- umræðu, en Ingólfur Guðnason (F) og Tryggvi Gunnarsson (S) töldu spurningu, hvort taka ætti einn hér- aðsskóla af mörgum fram yfir aðra í sérstakri þingsályktunartillögu. Tryggvi taldi heimaaðila eiga að hafa frumkvæði um uppbyggingu mannvirkja heima í héraði, en ekki einvörðungu að banka upp á hjá rík- inu. Ingólfur sagði Reykholtsstað góðs maklegan. Menntasetrið þar ætti sama rétt og önnur, hvorki meiri né minni, — þó einn mesti andans maður Islandssögunnar hafi þar verið veginn. r Þjóðsöngur Islendinga: Ekki hægt að lögskorða list eða smekk — sögðu gagnrýnendur stjórnarfrumvarps Gunnar Thoroddsen, forsælis- ráðherra, mælti fyrir frumvarpi um þjóðsöng íslendinga í efri deild Al- þingis í gær. Fyrsta grein kveður á um að þjóðsöngur íslendinga skuli vera „O Guð vors lands", ljóð Matthías- ar Jochumssonar og lag Svein- bjarnar Sveinbjörnssonar. Önnur grein segir þjóðsönginn eign ís- lendinga og að forsætisráðuneytið skuli fara með umráð og útgáfu- rétt á honum. Um þessar frum- varpsgreinar var ekki ágreiningur í umræðu. Þriðja grein segir að „þjóðsöng- inn skuli ekki flytja eða birta í annarri mynd en hinni upphaflegu gerð höfunda hanh. Á það jafnt við um ljóð, laggerð, hljómsetningu og hljóðfall þjóðsöngsins". Sú fjórða kveður á um að „ekki er heimilt að nota þjóðsönginn á nokkurn hátt í viðskipta- eða auglýsingaskyni". Þessar tvær greinar fengu ekki samdóma undirtektir í umræðu. Fimmta grein fjallar um ágreining, úrskurðarrétt forsætis- ráðherra og hugsanlegar undan- þágur frá 3. grein. Sjötta grein um nánari ákvæði í forsetaúrskurði og sjöunda um sektir og varðhald, ef ákvæði eru brotin. • Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) vitnaði til ákvæða, sem um þessi efni giltu í lögum um höf- undarrétt. Hann lét að því liggja að æskilegra væri að hafa ákvæði 3ju greinar rýmri en án undan- tekninga. • Stefán Jónsson (Abl.) sagði rétt kunna að vera að setja sérstök lög um þetta efni. Ekki er þó endilega nauðsynlegt að þennan lofsöng, sem við ræðum, þurfi endilega að flytja á sama hátt sem þjóðsöng og sálm. Ég hef heyrt þjóðsönginn fluttan í jazzútsetningu, sem snart mína annars hrjúfu músíksál jafnvel meira en í hefðbundinni túlkun. Þar vóru hvorki á ferð siðaspjöll né óvirðing við þjóð- sönginn. Ég er heldur ekki sáttur við að þjóðhollir landar megi ekki syngja þjóðsönginn, hver með sínu nefi, hér eftir sem hingað til, þó ekki sé í sömu laggerð, hljómsetn- ingu eða hljóðfalli, án þess að vera stimplaðir lögbrjótar. • Eiður Guðnason (A) taldi nóg að lögfesta ákvæði 1., 2. og 4. greinar. Erfitt væri að binda í lög efnis- atriði 3ju greinar. Það er ekki hægt að lögfesta atriði er varða list eða smekk fólks. • Davíð Aðalsteinsson (F) sagði sér oft hafa fundizt þjóðsöngurinn erfiður í flutningi. Hann sagði rétt að lögfesta fyrstu tvær greinarn- ar. Þriðja og fjórða grein væru vafasamari. Það væri erfitt að setja mörk um flutning þjóðsöngs- ins þann veg, að hvergi kæmi nærri „viðskipta- eða auglýsinga- vettvangi". Málið gekk til þingnefndar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.