Morgunblaðið - 26.11.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.11.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1982 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar I Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 130 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 10 kr. eintakið. Svartsýn ræða Ekki verður annað sagt en ræða Kristjáns Ragnars- sonar, formanns Landssam- bands íslenskra útvegsmanna, við setningu þings LÍÚ hafi verið svartsýn. Lýsingar Kristjáns á samskiptum út- gerðarmanna við stjórnvöld og þá helst Steingrím Her- mannsson, sjávarútvegsráð- herra, staðfesta það ráðleysi sem einkennir alla lands- stjórnina. Menn geta huggað sig við það, að þar sé um stundarfyrirbrigði að ræða og mjög styttist sá tími sem hin duglausa stjórn mun sitja, þar sem allar líkur benda til að kjósendum gefist í apríl færi á að kveða upp dóm sinn yfir stjórnarherrunum í þingkosn- ingum. Því miður leysist ekki allur vandi útgerðarinnar og atvinnulífsins alls með jafn einföldum hætti og þeim að fella réttlátan dóm í kosning- um, aðrar orsakir koma einnig til og eru hinar veigamestu þeirra heimatilbúnar. Það er ekki einleikin sú óheppni sem eltir fiskfram- leiðendur, að erlendir kaup- endur neita að taka við vör- unni eða heimta afslætti og bætur vegna þess að hún sé gölluð. I þessu efni er ekki við neina aðra að sakast en okkur sjálfa. Vöruvöndun og traust gæðaeftirlit innlendra aðila verða að tryggja, að útflutn- ingur á gölluðum fiski, jafnvel úldnum, spilli ekki almennt áliti íslenskra afurða í útlönd- um. Flýgur fiskisagan, erlend- ir kaupendur fylgjast náið með þeim umræðum, sem fram fara um gæði íslenskra sjávarafurða um þessar mund- ir og ekki er að efa, að keppi- nautar íslenskra fiskseljenda á erlendum vettvangi muni halda því á loft sem þeim þyk- ir sér koma vel í samkeppn- inni. Staðreynd er, að yfirverð hefur fengist fyrir íslenskan fisk vegna umframgæða — þetta forskot tapast fljótt fer svo fram sem horfir. Kristján Ragnarsson sagði löngu tíma- bært að setja Framleiðslueft- irliti sjávarafurða stjórn, þar sem útgerðin og fiskvinnslan hefðu yfirstjórn á framkvæmd ferskfiskmats og sölusamtökin á útflutningsmati. Benti hann á, að gæðamat sölusamtaka á frystum fiski hefði reynst vel og væri til fyrirmyndar. Um lélega vöruvöndun og gæðaeft- irlit gildir hið sama og um lé- lega stjórnmálamenn, að vilji er allt sem þarf til að breyta þar til. Öðru máli gegnir um mat og spár fiskifræðinga, þótt mannlegi þátturinn skipti auðvitað verulegu máli um niðurstöður þeirra, verður að líta til hins, sem ekki er minna virði, að fiskifræðin minnir dálítið á veðurfræðina, það er að segja menn geta ekki byggt spár sínar á öruggum forsend- um heldur verða að lúta duttl- ungum náttúrunnar. Kristján Ragnarsson vakti máls á þess- ari staðreynd og sagði, að spár íslenskra fiskifræðinga og ráðleggingar beri þess merki, að vitneskja um stofnstærð sé af mjög skornum skammti og vísindaleg þekking til ráðgjaf- ar takmörkuð. Kristján rakti ýmsar tölur máli sínu til stuðnings og var niðurstaða hans að ýmsu leyti hin sama og áður hefur verið vakið máls á hér á þessum vettvangi, að þetta talnaflóð um leyfilegan hámarksafla á þorski, sem síð- an er lagt til grundvallar við spár um þjóðarhag og afkomu sé næsta ruglingslegt og ótraustvekjandi, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Hinn 25. október 1982 lagði forsætis- ráðherra fram á alþingi þjóðhagsáætlun fyrir árið 1983, sem samin er af Þjóð- hagsstofnun. Forsenda þessar- ar áætlunar er meðal annars sú, að þorskafli á næsta ári aukist nokkuð frá þeim 385 þúsund lestum, sem Þjóð- hagsstofnun miðar við á þessu ári. Kristján Ragnarsson sagði í ræðu sinni, að þorskaflinn í ár myndi ekki verða nema 370 þúsund lestir og á næsta ári vill Hafrannsóknastofnun að- eins láta veiða 350 þúsund lestir af þorski í stað 450 þús- und lesta hámarksafla í ár. Fleiri geta spurt eins og Kristján Ragnarsson: „Hvaða vísindi eru þetta?" Augljóst er að samræma verður mat manna á skynsamlegum og leyfilegum hámarksafla á þorski — sú tala er ein af lyk- iltölunum í umræðum um af- komu þjóðarbúsins. Undir lok ræðu sinnar sagði Kristján Ragnarsson: „Svo virðist, sem ábyrgð og ráðdeild fari þverrandi, samfara auk- inni verðbólgu, sem er nú meiri en nokkru sinni fyrr.“ Undir þessi orð er tekið um leið og því er slegið föstu, að ræður formanns LÍÚ muni halda áfram að vera svartsýn- ar, á meðan ekki verður sú hugarfarsbreyting sem er nauðsynleg til að sigrast á verðbólgunni og stuðla að að- haldi og ábyrgð á öllum svið- um. Úrslit prófkjörs styrkur Sjálf- stæðisflokksins eftir Auði Auðuns í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um næstu helgi verftur aö verulegu leyti ráðin skipan framboðslista flokksins í Reykjavík í næstu al- þingiskosningum. Mörg okkar bera einstaka frambjóðendur á prófkjörslistanum fyrir brjósti, og vitaskuld er úrslitanna beftift með allmikilli eftirvæntingu. En eitt verðum við sjálfstæð- ismenn að gera okkur ljóst, sem er nauðsyn þess, að úrslitin sýni sterkan flokk, sem fylkir sér að baki formanni sínum. Slíkt er hreinlega flokksleg nauðsyn. Það eru fleiri en sjálfstæðismenn, sem bíða úrslitanna með eftir- væntingu. Andstæðingar okkar eiga þá ósk heitasta, að kosning Geirs Hallgrímssonar í prófkjör- inu verði ekki flokksformannin- um samboðin. Enginn sjálfstæð- ismaður má gefa andstæðingum okkar tækifæri til að hælast um yfir veikleikamerki í Sjálfstæð- isflokknum. Við myndun þessarar ríkis- stjórnar, sem nú þjakar íslensku þjóðina, voru aðfarir nokkurra sjálfstæðismanna, sem þar léðu lið sitt, slíkar, að hlutu að vekja réttmæta gremju fjölmargra flokksmanna og ýmsir kröfðust þess, að við yrði brugðist af hörku. Varla þarf að efa það, að formanni flokksins, sem Öðrum fremur var vegið að með þessum aðförum, hafi líka runnið í skap, Geir Hallgrímsson en af varfærni og skynsamlegri yfirvegun kaus hann að beita sér fyrir því, að farin yrði sú leið sem nú sýnir sig að hafa orðið Sjálfstæðisflokknum affarasælli en uppgjör, sem, eins og á stóð, hefði að líkindum valdið flokkn- um verulegu tjóni. Nú stefnir allt að því, að inn- anflokkserfiðleikar séu að baki. Glæsilegur landsfundur, og í kjölfar hans fylgdi stórsigur í sveitarstjórnarkosningunum víðsvegar um landið, þar sem hæst bar endurheimt meirihlut- ans í borgarstjórn Reykjavíkur. Auöur Auðuns Það er baráttuhugur í sjálfstæð- ismönnum sem nú snúa bökum saman í upphafi kosningabar- áttu fyrir þingkosningar, sem framundan eru. Prófkjörið er fyrsti áfanginn í þeirri baráttu. Drengskap og heiðarleika Geirs Hallgrímssonar í sam- skiptum, hvort heldur við sam- herja eða andstæðinga, þekkjum við vel. En ekki get ég lokið svo þessum línum, að ég ekki þakki honum sérstaklega fyrir þá drengilegu hvatningu hans til flokksmanna, að veita konum bráutargengi í prófkjörinu. Fimmta þing Bandalags háskólamanna sett í dag í DAG föstudaginn 26. nóv- ember, hefst fimmta þing Bandalags háskólamanna og stendur það fram á laugar- dag. Þingið verður sett kl. 13.15, en að setningu lokinni flytur Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra, ávarp. Þingstaður er í Borgartúni 6. Fyrri dag þingsins verður fjallað um atvinnumál há- skólamanna á íslandi. Fram- söguerindi flytja þeir Halldór Guðjónsson, kennslustjóri Háskóla íslands, og Sig- mundur Stefánsson, skrif- stofustjóri BHM. Halldór fjallar í framsögu sinni um framtíðarhorfur í mennta- málum, en Sigmundur gerir m.a. grein fyrir könnun, sem Hvert er hlntverk heilsugæslustöðva fyrir þroskahefta LANDSSAMTÖKIN Þroskahjálp efna til ráðstefnu hinn 27. nóvember um hlutverk heilsugæzlustöðva í þjónustu fyrir þroskahefta. Ráð- stefnan veröur á Hótel Loftleiðum og hefst klukkan 10 og er áætlað að henni Ijúki klukkan 16.30. í frétta- tilkynningu frá Þroskahjálp segir að allt áhugafólk sé velkomið á ráð- stefnuna. Þá segir í áðurnefndri tilkynn- ingu, að flutt verði 6 erindi á ráðstefnunni. Ingimar Sigurðsson flytur erindi um almenna upp- byggingu landshlutaþjónustu; Jó- hann Ag. Sigurðsson, heilsugæzlu- læknir í Hafnarfirði, ræðir um hlutverk og ábyrgð heilsugæzlust- öðva við greiningu og meðferð þroskaheftra og tilkynninga- skyldu svæðisstjórna; Hörður Bergsteinsson barnalæknir talar um hlutverk nýburadeildar, göngudeildarþjónustu og tengsl eða samskipti við heilsugæzlu- stöðvar og tilkynningaskyldu til svæðisstjórna; fulltrúi frá Kjarvalshúsi og fulltrúi frá Kópa- vogshæli fjalla um starfsemi sinna stofnana í samvinnu við heilsugæzlustöðvar og loks flytur Sævar Berg Guðbergsson félags- ráðgjafi erindi um samvinnu svæðisstjórna og heilsugæzlu- stöðva — heilbrigðisþjónustu. gerð hefur verið innan aðild- arfélaga BHM. í könnuninni er leitað svara við þeirri spurningu hvort hætta sé á atvinnuleysi háskólamanna hérlendis. Þá verður fylgt úr hlaði lagabreytingum fyrir Banda- lag háskólamanna, sem hafa í för með sér breytingar á skipulagi bandalagsins. Síð- degis á föstudegi starfa nefndir. A laugardag verður flutt skýrsla BHM og reikningar afgreiddir. Þá skila nefndir áliti. Síðdegis verða laga- breytingar, starfs- og fjár- hagsáætlun og ályktanir af- greiddar. Síðast á dagskrá fimmta þings Bandalags háskóla- manna verður kjör nýrrar stjórnar. Að þessu sinni verð- ur kjörinn nýr formaður BHM. Fráfarandi formaður er Vaidimar K. Jónsson, prófess- or, en samkvæmt lögum bandalagsins getur formaður ekki setið lengur en tvö kjörtímabil. I tilefni af fimmta þingi BHM var fréttabréf banda- lagsins stækkað og útlit þess og nafni breytt um leið. Það heitir nú BHM-blaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.