Morgunblaðið - 26.11.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.11.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1982 29 Friðrik Hansen Hannes Pétursson raðar ljóðum Friðriks Hansens eftir aldri, að svo miklu leyti sem vitað er um aldur þeirra. Þetta gullfallega er- indi er frá árinu 1916: Vid NÍtjum hljóð ojí erum ein á audri jörd viö lítinn stein. fcg er nóttin þögla þín, og þú ert eina stjarnan mín. Þetta kann nú að koma ein- hverjum kunnuglega fyrir sjónir, enda hefur það birst — afbakað — í vasasöngbókum og víðar, eignað allt öðrum manni. En svona var þetta upphaflega; og svona er það best. Sama ár orti Friðrik alllangt kvæði sem heitir Lindin. Auk þess að búa yfir ljúfri náttúrustemmn- ingu er hugsanlegt að skáldið sé þar að yrkja um þá tæru skáld- skaparuppsprettu sem hann lang- aði í æsku að una við en grunaði að aðstæðurnar mundu siðar bægja sér frá. Og sú varð líka raunin, Friðrik Hansen gafst hvorki tóm né tækifæri til að sinna skáldskap í þeim mæli sem hæfileikar hans stóðu til. Eða er skáldið ekki meðal annars að gefa það til kynna, óbeinum orðum, í eftirfarandi stöku; sem er nú raunar óársett: l»ó aó vísan þyki góð, þjóti um víóan bláinn, alltaf veróur óort Ijóó innsta hjartans þráin. Hannes Pétursson getur þess í inngangsritgerðinni að ekki hafi verið tekið upp í þessa aðra útgáfu allt sem prentað var í fyrstu út- gáfu eða yfirhöfuð það sem skáld- ið lét eftir sig. Það var bæði rétt og sjálfsagt, Friðrik orti um ævina hitt og annað sem hæfði einungis stund og stað en miðaðist alls ekki við útgáfu. Sumt kann þó að vera smekksatriði og álitamál, t.d. sakna ég þessa erindis: Aldrei kveldar, ekkert húm, eilíf sýn til Stranda, enffinn tími, ekkert rúm — allar klukkur standa. Heyrt hef ég að þetta hafi verið ort sem tækifærisvísa, skáldið hafi verið statt á Hvammstanga á björtu vorkvöldi og hafi ætlað að taka sér far með skipi yfir Húna- flóann og þótt vera nokkur asi á skipstjóra að halda af stað og þá kastað fram þessari vísu. A yfir- borðinu er þetta einber náttúru- stemmning. Þegar horft er norð- vestur yfir Húnaflóann eru Strandafjöllin að sjá — blá í fjar- lægðinni — með því fegursta sem fyrir augu getur borið. En hér má skáldið hafa talað í líkingum. Felst ekki einnig í þessum ljóðlín- um trú og bjartsýni skáidkynslóð- ar Friðriks Hansens sem horfði gjarnan til fjarlægra markmiða og skoðaði yrkisefnin í bláma og hiliingum, jafnt í tíma og rúmi? Friðrik Hansen var svo vel heima í fornritunum að í þeim greinum stóðu honum fáir á sporði. En áhrifa frá þeim gætir meira óbeint í skáldskap hans en hann taki gagngerð mið af þeim. Með tímanum lagaði hann kveð- skap sinn að umhverfi og ævi- starfi, undi við skáldskapinn sem tilbreytingu í erfiðri lífsbaráttu. Ég nefni sem dæmi kvæðið Vega- vinnumcnn. Það var ort til að flytja í hófi með vinnuflokki sem Friðrik stórnaði; markvisst og vel ort. En töfra þess margræða lík- ingamáls sem skáldið hafði á valdi sínu sem kornungur maður er þar ekki að finna — hefði naumast heldur átt við. Þó Friðrik Hansen lifði ekki að senda frá sér neina bókina vissu ljóðlistarunnendur hver hann var, eða eins og Hannes Pétursson seg- ir: »Skáldhæfileikar Friðriks Han- sens voru mikils virtir af öllum sem til þeirra þekktu gerst.« Guðbergur Bergsson úr og hrópar: „Nei, þetta er sko það vitlausasta sem ég hef lent í á ævinni." Síðan rétti hún honum löðrung en var strax orðin ófrísk. Ein fyndnasta lýsingin í Hjart- að býr enn í helli sínum er frásögn um það þegar maðurinn situr fyrir konunni og dætrunum á Hlemmi. Þær eru að éta ís að vanda og maðurinn telur sig geta náð sam- bandi við þær með því að gefa stelpunum meiri ís. Þetta mistekst náttúrlega hjá honum, en tilraun hans er með því spaugilegasta sem ég hef lesið í skáldsögu og er þó margt spaugilegt í sögu Guðbergs. Sálfræðingurinn er algerlega á valdi kvenna. Eftir skilnaðinn er hann á sífelldum flótta undan konum sem hann leigir hjá her- bergi, alltaf verður eitthvað til þess að þessum „unga, rólega manni" er sagt upp leigunni og vísað á dyr. Hann á vini sem eru í meira lagi sérkennilegir og hefur nokkur samskipti við þá í eirðar- lausri leit sinni að konu og börn- um sem vilja ekkert með hann hafa. Eins og í sögum af því tagi sem Guðbergur segir er um mikla ein- földun á mannfólki að ræða. Mað- urinnn, táknmyndin, er slíkt rek- ald að með fádæmum er. Konurn- ar eru hver annarri verri, nornir sem níðast á ístöðulausum mönnum. Þar örlar ekki á samúð með þessum bölvöldum samfélags- ins og ekki eru heldur ljósir punktar í karlmönnum. Börnin og unglingarnir eru líka grimm. í ör- væntingu sinni fer maðurinn á fund móður sinnar, konu sem virð- ist hafa lifað lífinu í herstöðvum og flugvélum, og fær frá henni huggunarrík orð um lífið og vanda þess. Að hennar dómi er „best að vera varnarlaus og eiga hvergi rætur. Rótleysi í lífinu er hollt veganesti fyrir þann sem heldur út í síðustu og mestu óvissu lífs- ins. Hann saknar þá einskis, að lokum er frá engu að hverfa nema andartakinu." Hefur Guðbergi Bergssyni tek- ist með þessari skáldsögu að gera hinar svokölluðu kvennabók- menntir hlægilegar, gera karl- manninn að hinu eiginlega fórn- ardýri samfélagsins? Því skal lát- ið ósvarað. í ýktum stíl bókarinn- ar eru margir eftirminnilegir staðir fyrir þá sem á annað borð hafa gaman af illkvittnislegum sögum. Það er ekki heil brú í fólki nú til dags að mati höfundar. Vandamál þess eru bara til að hæðast að. Reykjavík er nöturlegt pláss samkvæmt þessari sögu. Mest er um vert að í Hjartað býr enn í helli sínum kemur hinn ritglaði höfundur til skila sögu sem er vel sögð; innan sinna eigin takmarka er þetta óvenju heil- steypt saga frá hendi Guðbergs. Ég á einkum við stílinn. En ganske almindelig kvinde Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Elisabeth er geðlæknir að menntun, á fimmtugsaldri, býr í hjónabandi, sem er farið að trosna á saumunum. Hún og Philip, mað- ur hennar, eiga táningatvíbura. Hún er hrifin af starfsbróður sín- um Uffe og bókin spannar dagbók Elisabethar yfir tíu mánuði. Sam- band hennar og Uffe hefur verið á plantónsku plani lengi, en það eru einhverjir straumar milli þeirra og bæði ala með sér óskir um að þau geti sagt skilið við maka sína og tekið upp sambúð. Uffe og Elisabeth fara saman í nokkrar smáferðir og ástin þrífst og dafn- ar. Philip veit allt um það, manni sýnist sem það fari dálítið í taug- arnar á honum, en hann æsir sig svo sem ekkert að ráði. Kona Uff- es, Betty, er erfiðari viðfangs, Elisabeth kemst að því að hún er tilfinningalega mjög háð manni sínum, þó svo að hjónabandið hafi kannski ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir um langa hríð. eftir Ester Bock Elisabeth ákveður að fórna sér — manni skilst að það sé alltaf hlut- verk konunnar — því að hún er svo væn og göfug að hún vill ekki bera ábyrgð á að kona Uffes fari í rusl. Philip er boðið starf í Ástr- alíu, en Elisabeth ákveður að fara hvergi þó svo að sambandinu við Uffe sé lokið. Bókin endar á því að Philip færir eina meiri háttar fórn; hann ákveður að vera um kyrrt. Elisabeth hitnar svo um hjartaræturnar vegna þessa að hún ætiar að „bæta ráð sitt“ og verða góð eiginkona. Skárra væri líka annað, eftir þessa göfug- mennsku Philips. Framan af dagbókinni víkur El- isabeth dálítið að samskiptum við sjúklinga, en síðan hverfa þeir af sviðinu, starfið, sem er henni að sögn höfundar afskaplega mikils virði, verður ákaflega doðalegt í bókinni en það hefði sannarlega verið þess vert að lesa um ýmsa sem tiplað er á í byrjun sögunnar. Mér fannst einhver undarleg fjar- ræna einkenna þessa sögu; frá- sögnin er svo ópersónuleg og laus við sannfærandi tilfinningu að skaði er að. Þó vill höfundur greinilega koma til skila mismun á stöðu konunnar og karlsins í nú- tímaþjóðfélaginu. Og ólíkri af- stöðu til „fórna" sem kynin færa. Efnið er ekki nýstárlegt en á svo sem alveg fullan rétt á sér. Það er að segja ef höfundurinn væri dá- lítið nálægari persónum sínum. Höfundur bókarinnar, Ester Bock, hefur skrifað nokkrar barnabækur, en þetta er frumraun hennar við skáldsagnagerð. Jafn eðlilega og bítlalag Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Pétur Gunnarsson: PERSÓNUR OG LEIKENDUR Skáldsaga. Punktar 1982. Með Punktur punktur komma strik (1976) og Ég um mig frá mér til mín (1978) kvaddi Pétur Gunn- arsson sér eftirminnilega hljóðs sem skáldsagnahöfundur. Áður hafði k^mið út eftir hann ljóða- bókin Splunkunýr dagur (1973). Það sem einkennir Pétur Gunn- arsson er hnitmiðaður stíll, ein- staklega fyndinn og skemmtilegur á köflum. Hann bregður upp myndum úr samtíð sinni, greini- lega eru þær byggðar á eigin reynslu; hann er málsvari kyn- slóðar sinnar og gagnrýnandi um leið. Undir niðri er alvara, en um- fram allt má ekki vera of hátíðleg- ur í frásögn, allt verður að skoðast í ljósi þess að skáldsögur leysa ekki lífsgátuna og fyrir hálfkær- inginn fær maður ekki mínus. Þó er kannski mest um vert að höf- undurinn er manneskjulegur, sér ekki heiminn einungis í hvítu og svörtu. í Persónum og leikendum er áfram rakin þroskasaga Andra Haraldssonar. Nú er Andri kom- inn í menntaskóla, tekinn að fást við skáldskap og orðinn ástfang- inn af Bylgju. Eftir stúdentspróf liggja leiðir beggja út í heim. Andri er ekki með svo lítið í far- angrinum: Laxness og Hemingway og fleiri höfunda. Hann heldur til móts við „veislu" Parísar, en er í lok sögunnar staddur í miðri stúd- entauppreisn og hver veit hvernig það fer. Persónur og leikendur leitast við að spegla andrúmsloft sjöunda áratugar, ýmsa viðburði þjóðlífs- ins, en þó er einkum um að ræða játningu rithöfundarefnis. Fyrir- myndin er Halldór Laxness og meira að segja eru flestar erlendu fyrirmyndirnar úr bókum sem Laxness hefur þýtt. Að mínu mati er Laxness of heimtufrekur í text- anum. Það er sífellt vitnað til hans beint og óbeint. Allt er þetta smekklega gert, en orkar tvímæl- is. Um þverbak keyrir í tilvitnun- um þegar Landsýn Steins Steinars er teygð yfir rúmlega þrjár síður með því að prenta aðeins eitt orð kvæðisins í línu. Minna þekktir höfundar eins og Sigurður Guð- mundsson (bergmál gamalla hugmynda) og Björn Bragi (Hvítu mávar) fá líka sitt rúm. Betur skil ég aðferð höfundarins þegar birt er tilraun til skáldskapar eftir söguhetjuna sjálfa: „hrynja á hrimhvítt lauf/höfug tár“. Þegar Andri er að velta fyrir sér framtíðinni og kemst að þeirri niðurstöðu að hann vilji hvorki verða þjóðleikhússtjóri, sjón- varpsstjóri eða enskukennari, sem á pípur og þýðir reyfara, gerir Bylgja eftirfarandi athugasemd: „Mikið geta strákar tekið sig al- varlega,“ sagði Bylgja. „Það þyrfti að vera alveg sérstakur bás í starfskynningu merktur „Mikil- menni". Ætli strákafansinn myndi ekki ná út á götu?“ Þegar Andri segist ætla að skrifa skáldsögu eru viðbrögð Bylgju ekki tilhlýðileg, hún er ekki sú Diljá, sem tignaði Stein Elliða. En skáldsögu Andra lýsir hann sjálfur á þessa leið: „Aðeins skáldskapurinn getur forðað okkur frá því að deilast í æ minni menn,“ byrjaði Andri. „Þörfin hefur aldrei verið jafn brýn að tengja saman þessi litlu brot sem veruleikinn hefur sundr- ast í og með því að lesa bókina rennur upp fyrir lesandanum samhengið. Við verðum að taka inn í skáldskap það sem við miss- um í veruleikaamstrinu." Viðleitni sinni lýsir Andri/Pét- ur þegar hann talar um það sem einu vonu bókmenntanna að finna bylgju „sem ennþá er fersk og óbrjáluð" og hægt er að senda út á bókmenntaverk Jafn eðlilega og bitlalag“. ^ Persónur og * leikendur er skáldsaga sem er upptekin af Andra Haraldssyni og bók- menntadraumum hans (sjálfupp- tekin). Aðrar persónur, þ.e.a.s. aukapersónur, eru veigalitlar og í fjarlægð nema Bylgja. Skuggar annarra persóna, ofurmenna (Laxness, Hemingway), eru gríð- arstórir og breytast stundum í leikmyndir sem sviðið rúmar ekki. Engum ætti samt að leiðast skýrsla Péturs Gunnarssonar um bókmenntaáhuga ungs manns. Stíllinn er samur við sig: mark- viss, lifandi. Sveiflan stendur fyrir sínu Hljóm- plotur Árni Johnsen Það eru hvorki meira né minna en 100 sýnishorn úr vin- sælum syrpulögum á vettvangi sveiflu-tónlistarinnar á plötunni Switched on Swing, sem Steinar hafa gefið út, og þar sem Swing-tímabilið nær yfir langt skeið er við því að búast að fiðr- ingur fari um æðar margra sem ef til vill eru farnir að minnka við sig fótmenntina á þessum síðustu og verstu tímum. Það er því auðvelt að benda fólki á að þessi eldfjöruga swing-plata er líkleg til þess að hressa upp á sálartetrið og það er að minnsta kosti ekki hægt að kvarta yfir tónlistinni hjá The Kings of Swing Orchestra. Plötunni er skipt niður í marga kafla, kafla þar sem um er að ræða swing-tónlist sem til dæmis varð þekkt í höndum Frank Sinatra, Bing Crosby og fleiri stráka af þeirri tegund, ástar-swing eins og í lögunum Serenade in Blues, As Time Goes By, Blue Moon, Misty, Senti- mental Journey og You Made Me Love You. Þá er kafli með swing-tónlist úr söngleikjum og má þar nefna Hello Dolly, Lullabay of Broad- way og I Feel Pretty. I stuttu máli er Switched on Swing vel unnin plata með urm- ul af lagstúfum sem láta kunn- uglega og ljúflega í eyrum þess fólks sem lifði með sveiflunni og hrærðist með þeim hátíðlegu til- þrifum sem þá voru uppi í tón- listarlífinu með skartklæðnaði og snyrtimennsku í sígildum stíl og ekki má gleyma píanósveifl- unni sem fær sinn skammt á þessari plötu sem er án söngs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.