Morgunblaðið - 26.11.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.11.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1982 23 Utanríkisráðherra svarar Sam- tökum herstöðvaandstæðinga HINN 26. október sl. barst utanríkisráðuneytinu fyrirspurnalisti til Olafs Jóhannessonar, utanrikisráðherra, frá Samtökum herstöðvaandstæðinga. Þennan fyrirspurnalista afhentu samtökin fjölmiðlum og óskuðu jafnframt eftir að sami háttur yrði á hafður við svörin. Morgunblaðið birti spurningar samtakanna á sinum tíma, en hér fara á eftir svör utanríkisráðherra, Ólafs Jóhannessonar: „Frá Samtökum herstöðva- andstæðinga hefur mér nýlega borist fyrirspurnalisti um fram- kvæmdir á vegum varnarliðsins og mál þeim tengd. Þann lista hafa samtökin látið birta í fjölmiðlum og er því ástæðulaust að taka hann upp hér. Jafnframt var sú ósk sett fram að ég birti svör mín opinberlega. Þau málefni, sem vikið er að á spurningalistanum hafa flest ver- ið til umræðu í fjölmiðlum um lengri eða skemmri tíma og að mínum dómi fullnægjandi grein fyrir þeim gerð. En þótt spurn- ingar þær, sem samtökin bera upp á lista sínum séu flestar óneitan- lega hvort tveggja í senn villandi og að ýmsu leyti reistar á röngum forsendum, tel ég rétt að fara um þær nokkrum orðum. Endurnýjun og viðhald á sér stað í flestum greinum án þess að slíkt þyki verulegum tíðindum sæta. Reyndar hafa tæknifram- farir orðið hvað örastar á sviði flugmála og er því ekki óeðlilegt að aðstaða til eftirlits, viðhalds og hagnýtingar tækninýjunga sé bætt á Keflavíkurflugvelli. Bygg- ing þriggja nýrra flugskýla úr hertri steinsteypu er þáttur í slík- um endurbótum auk þess sem slíkt tryggir betur öryggi þeirra flug- véla, sem taka eiga þátt í vörnum landsins. Hvers konar fjarskipti fara nú meira og meira um gervihnetti og jarðstöðvar 1 stað jarðstrengja og sæstrengja. íslendingar hafa not- fært sér þessar tækninýjungar eins og aðrir og nægir að minna á, að nú fer verulegur hluti símtala og telex-þjónustu til og frá íslandi um gervihnetti og jarðstöðina „Faðir minn skólastjórinn“ Auðunn Bragi Sveinsson ritstýrði ÚT ER komin hjá Skuggsjá bókin Faðir minn — Skólastjórinn, sem Auðunn Bragi Sveinsson skóla- stjóri hefur safnað efni í. „Er um að ræða fimmtán þætti um þjóð- kunna og mikilsvirta skólamenn, sem hafa haft ómetanleg áhrif í uppeldis- og fræðslumálum þjóðar- innar,“ segir í frétt frá útgefanda. Þættirnir eru skráðir af börnum þeirra og er þessa þætti að finna í bókinni: Stefán Hannesson eftir Gunn- ar Stefánsson, Benedikt Björns- son eftir Guðmund Benedikts- son, Þorsteinn M. Jónsson eftir Halldór Þorsteinsson, Hannes Hannesson eftir Sigurlínu Hannesdóttur, Friðrik Hjartar eftir Ólaf F. Hjartar, Sveinn Gunnlaugsson eftir Baldur Sveinsson, Eiður Albertsson eft- ir Kristmann Eiðsson, Jón Stef- ánsson eftir Hólmfríði Jónsdótt- ur, Steingrímur Davíðsson eftir Brynleif Steingrímsson, Páll Jónsson eftir Kristinn Pálsson, Gísli Gottskálksson eftir Sig- rúnu Gísladóttur, Guðmundur Gíslason eftir Guðlaugu Eddu Guðmundsdóttur, Sigurður Thorlacius eftir Örnólf Thor- lacius, Arngrímur Kristjánsson eftir Unni Arngrímsdóttur og Skúli Þorsteinsson eftir Þor- stein Skúlason. Skuggsjá hefur áður gefið út fjórar hliðstæðar bækur um lækna, bændur, skipstjóra og presta, sem allar hafa orðið vinsælar. Faðir minn — Skóla- stjórinn er 247 bls. að stærð auk myndaarkar, þar sem birtar eru myndir af öllum skólastjórun- um, sem um er ritað og börnum þeirra; höfundum ritgerðanna. Nýtt blað í Reykjaneskjördæmi: SV — Suðvesturhornið NÝTT blað leit dagsins Ijós í Reykjaneskjördæmi um síðustu helgi. Blaðið ber heitið SV — \Suð- vesturhornið og segir í leiðara fyrsta tölublaðs að því sé ætlað að flytja fréttir af því sem efst er á baugi í Reykjaneskjördæmi. í blaðhaus segir að upplag þess sé 20 þúsund eintök og að því sé dreift ókeypis inn á hvert heimili í kjördæminu. Blaðið er 19 blaðsíð- ur að stærð. Framkvæmdastjóri SV er Erlendur Guðmundsson, rit- stjórn skipa: Jón B. Pétursson sem einnig er ábyrgðarmaður, Ólafur Geirsson og Gi^sur Sigurðsson. Auglýsingastjóri er Kristín Gunnlaugsdóttir. Skyggni. Sama hátt má hafa á um sjónvarpssendingar milli landa og jafnvel er einstaklingum nú unnt að ná hér sjónvarpssendingum frá gervihnöttum. Ég fæ ekki séð nokkra skynsamlega ástæðu til að koma í veg fyrir að varnarliðið geti notfært sér slíkar tækni- framfarir, enda er til þess ætlast að það gegni hlutverki sínu sem best á hverjum tíma. Væntanlega er það flestum kunnugt, að Alþingi ályktaði 21. maí 1981 að fela utanríkisráð- herra að vinna að því að fram- kvæmdum til lausnar á vandamál- um, er skapast hafa fyrir byggð- arlögin Keflavík og Njarðvík vegna eldsneytisgeyma varnar- liðsins, skyldi hraðað svo sem kostur væri. Það sem síðan hefur verið unnið er í fullu samræmi við þessa viljayfirlýsingu Alþingis og á það bæði við um undirbúning löndunaraðstöðu og nýrra geyma í stað þeirra, er verða að hverfa. Að frumkvæði íslenskra stjórn- valda var árið 1974 gert um það samkomulag milli ríkisstjórna ís- lands og Bandaríkjanna að starf- semi tengd almennu farþegaflugi yrði á raunhæfan hátt aðskilin frá þeirri starfsemi, sem varnarliðið hefur með höndum á Keflavíkur- flugvelli samkvæmt varnarsamn- ingnum frá 1951. I samræmi við þetta hafa íslensk og bandarísk stjórnvöld unnið að flugstöðvar- málinu svokallaða og er því fjarri lagi að segja að áhugi á að hrinda í framkvæmd ákvæðum sam- komulagsins frá 1974 sé eitthvert bandarískt séráhugamál. Hlutverk flugsveitar banda- ríska flughersins á Keflavíkur- flugvelli er mjög mikilvægt í vörn- um landsins og varnarsamstarfi vestrænna ríkja. Það er því hags- munamál okkar sjálfra og banda- manna okkar að eðlileg endurnýj- un eigi sérstað á flugvélakostinum svo að hann sé ætíð hæfur til að gegna hlutverki sínu. Það sem nú er á dagskrá eru skipti á eldri flugvélum fyrir nýrri, sem m.a. hafa þann kost að vera hljóðlátari í flugtaki og hafa meira flugþol. Loks var í fyrirspurnalista Samtaka herstöðvaandstæðinga varpað fram spurningu um störf nokkurra íslenskra rikisstofnana að ýmsum þeirra þátta, sem hér að framan er vikið að. Henni skal svarað með því að undirstrika, að það er í fyllsta samræmi við stefnu núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra allt frá gerð varnarsamningsins, að fela ís- lenskum aðilum sem mest af þeigi - framkvæmdum og annarri Starf- semi á Keflavíkurflugvelli sem þeir geta tekið að sér og ekki telst hernaðarlegs eðlis. Ætti ekki að þurfa að rökræða þann þátt sér- staklega nema einhverjir telji í al- vöru æskilegra að fela þessi störf erlendum aðilum." Sýning Karls T. Sæmundssonar Myndlíst Valtýr Pétursson í Ásmundarsal við Freyjugötu stendur nú yfir sýning á verkum eftir mann, sem dreymt hefur um það alla sína tíð að verða málari og geta stundað þá list- grein eingöngu. En veruleiki er oft á annan veg en draumurinn og Karl T. Sæmundsson hefur verið iðnaðarmaður allt sitt líf. Alinn upp á kreppuárunum og því dæmdur til að helga sig brauðstritinu fyrst og fremst. Á þeim árum urðu menn að fram- fleyta sér og sínum á eigin spýt- ur og á fárra færi að láta listina sjá fyrir því. Þessu eiga eftir- stríðskynslóðir erfitt með að kyngja, en svona var nú veröldin í þann tíð, og þá voru tækifærin færri en nú. Karl hefur haldið einar þrjár sýningar á verkum sínum, og er þessi þeirra veigamest. Þegar ég tek þannig til orða, meina ég að vöxtum. Þarna eru olíumálverk, vatnslitamyndir, og olíukrítar- myndir. Karl fyllir bæði Ás- mundarsal og einnig litla hliðar- salinn, og af þessu má fullyrða, að Karl stundar nú málverkið af nokkrum krafti. Hann hefur átt lengi við að mála í frístundum sínum og hlotið litla tilsögn í listgrein sinni, enda verður þess vart, að hann virðist leggja meira upp úr fyrirmyndum sin- um en því að nota þær sem und- irstöðu málverks. Þarna gætir auðvitað nokkurs misskilnings, og afraksturinn verður eftir því. I sumum verkum sínum kemst Karl mjög nálægt fyrirmyndum sínum, og það má jafnvel telja einstaka strá í túni, en það fer ekki eins mikið fyrir listrænum átökum, þar sem fyrirmyndin er aðeins notuð sem útgangspunkt- ur, ef svo mætti segja. Þarna er landlægur misskilningur á ferð hjá ýmsum, sem verið hafa að fást við að mála myndir í frí- stundum sínum. í flestum lista- skólum samtíðarinnar er lögð fyrir nemendur einmitt þau verkefni að gera mynd, sem lifir eigin lífi í tengslum við fyrir- myndir, en ekki að herma ná- kvæmt eftir þeim. Það er einnig eitt undirstöðu- atriði myndlistarinnar að vinna svo saman liti málverksins, að annaðhvort verði úr því spenna sem byggist á andstæðum, eða samhljómur, sem styrkir verkið á þann hátt, að ekki verður um villst, hvað liggur skapara þess a hjarta. Því miður virðist mér þessa þætti vanta illilega í þau verk, er Karl sýnir að sinni. Það er alltaf ánægjulegt að vita til þess, að fólk getur unað við að klambra saman málverki. En það er ekki þar með sagt, að slík verk eigi erindi fyrir al- manna sjónir. ItlorjjvtnliTnbiíi Áskriftarsímim er 83033 PRÓFKJÖR SJALFSTÆÐISFLOKKS Við styðjum tilIÐMHHD H. tiAKDARSSOX vegna þess að liann hcfur £rá upphnfí vcríð í forystusveit talsmaima um frjálsan útvarpsrekstur. STUÐNINGSMENN SKRIFSTOFAN • STIGAHLÍÐ 87 • SÍMAR 30217 & 25966

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.