Morgunblaðið - 26.11.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.11.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1982 25 Biðskýlið við Ásgarð í nýtt húsnæði BIÐSKÝLIÐ viö Ásgaró í Garðabæ flutti fyrir skömmu í nýtt húsnæöi. Jafnframt var nafni þess breytt og heitir það nú Bitabær. I Bitabæ fást allar aigengar vörur, sem fást í söluturnum, auk þess sem seldar eru heitar og kaldar samlokur og hamborgarar. Þá er nú boðið upp á mjólkur- og niðursuðuvörur, en þær hafa ekki fengizt áður. Eigendur eru Sigurður Gunn- laugsson (t.h. á meðfylgjandi mynd) og Kristinn Sigurðsson. Gunnar Benediktsson rithöfundur. Séra Oddur V. Gíslason. Oddur frá Rósuhúsi Ævisaga séra Odds Gíslasonar eftir Gunnar Benediktsson ODDUR frá Rósuhúsi nefnist nýút- komin bók frá Sögufélaginu, eftir séra Gunnar heitinn Benediktsson rithöfund, en bókin er ævisaga séra Odds V. Gislasonar. Bókin er 162 blaðsiður að stærð, auk 16 mynda- siöna. I ritinu er greint frá viðburða- ríkum og ævintýralegum lífsferli sr. Odds V. Gíslasonar frá Rósu- húsi i Grjótaþorpi (1836—1911), sem lengi var prestur að Stað í Grindavík. Hann var landsfrægur fyrir forgöngu sína í slysavarna- málum sjómanna, flutti fyrir- lestra, stofnaði bjargráðanefndir og gaf út blað og bækiinga í þessu skyni. Sjálfur stundaði hann sjó- mennsku með prestskap og var formaður á bát sínum. Sr. Oddur varð þjóðsagnaper- sóna í landinu, þegar sú fregn barst út, að hann hefði „rænt“ brúði sinni frá Kirkjuvogi í Höfn- um. Nær sextugu fluttist sr. Oddur vestur um haf og stundaði þar prestskap. Hann lenti í harðri andstöðu við vestur-íslensk kirkjuyfirvöld, er hann tók að stunda svonefndar „huglækn- ingar". Oddur lauk læknaprófi þar vestra og varð félagi í læknafélagi í Bandaríkjunum. Gunnar Benediktsson, höfundur þessa rits, var þjóðkunnur rithðf- undur og prestur. Skömmu áður en hann lést, 1981, hafði hann lok- ið við að rita ævisögu Odds frá Rósuhúsi, þessa „heillandi ævin- týramanns" eins og hann nefnir Odd. Einar Laxness bjó ritið undir prentun. Vilja stóriðju á Suðurnesjum MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi ályktun frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum: „Aðalfundur Sambands sveitar- félaga á Suðurnesjum haldinn í Keflavík 30. október 1982, fagnar þeirri niðurstöðu, sem fram kem- ur í frumkönnun Staðarvalsnefnd- ar, að þrír staðir á Suðurnesjum, Helguvík, Vogarstapi og Vatns- leysuvík komi sterklega til greina fyrir næstu stóriðju á íslandi. Aðalfundurinn hvetur til þess að rannsóknum á svæðum þessum verði hraðað eftir mætti og mælist til að sveitarstjórnir á Suðurnesj- um veiti alla þá aðstoð og stuðn- ing, sem nauðsynlegur er og óskað verður eftir." Kirkjur á landsbyggðinni Messur á sunnudag Fyrsti sunnudagur í jólaföstu INGJALDSHÓLSKIRKJA: Messa kl. 14. — Organisti Kay Wiggs. Sóknarprestur. STYKKISHÓLMSKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Sókn- arprestur. BUÐARDALSKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Sr. Friörik Hjartar. HJARÐARHOLTSKIRKJA: Fjöl- skyldumessa kl. 14. Sr. Friðprik hjartar. PATREKSFJARÐARKIRKJA: Barnaguösþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Altarisganga. Sr. Þórarinn Þór. SUÐUREYRARKIRKJA: Messa kl. 14. — Altarisganga. Safnaö- arfundur aö lokinni messu. Sókn- arprestur. ÍSAFJARÐARKIRKJA: Kirkju- skóli á morgun, laugardag, kl. 11. Messa sunnudag kl. 14. Sr. Ölafur Jóhannsson skólaprestur þjónar fyrir altari. Organisti Sig- ríöur Norðkvist. Sr. Jakob Hjálm- arsson. BLÖNDUÓSSKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Guösþjónusta kl. 14. Organisti: Sólveig Sövik. Sóknarprestur. SAUÐÁRKRÓKSKIRKJA: Hátíö- armessa í tilefni af 90 ára afmæli Guðspjall dagsins: Matt. 21.: Innreiö Krists í Jerúsal- em. kirkjunnar, klukkan 14. Siguröur Guömundsson vígslubiskup á Grenjaöarstaö prédikar. Prest- arnir sr. Þórir Stephensen dóm- kirkjuprestur, sr. Tómas Sveins- son prestur Háteigskirkju og sr. Hjálmar Jónsson sóknarprestur þjóna fyrir altari. — Organisti Jón Björnsson. Afmælisins verö- ur minnst í félagsheimilinu Bif- röst meö samkomu. Ræöumenn sr. Þórir og sr. Tómas. — Friö- björn G. Jónsson syngur einsöng viö undirleik Ólafs Vignis Al- bertssonar. Sr. Hjálmar Jónsson. AKUREYRARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Sóknarprest- arnir þjóna báöir. Organisti Jak- ob Tryggvason. — Vænst er þátttöku fermingarbarna og fjöl- skyldna þeirra. Sóknarprestar. DVALARHEIMILIÐ HLIÐ: Messa kl. 15.15. Sr. Birgir Snæbjörns- son. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ: Messa kl. 17. Sr. Þórhallur Hösk- uldsson. HÚSAVÍKURKIRKJA: Aöventu- stund kl. 17 meö dagskrá og mun sr. Haukur Ágústsson skólastjóri flytja hugleiðingu. Sóknarnefnd. NORÐFJARDARKIRKJA: Fjöl- skyldumessa kl. 14. Börn úr barnastundinni aöstoöa. Organ- isti Ágúst Ármann Þorláksson. Sóknarprestur. VÍKURPRESTAKALL: Kirkju- skólinn í Vík kl. 11. — Reynis- kirkja. Fjölskyldumessa kl. 14. Sóknarprestur. LANDAKIRKJA VE: Sunnudaga- skóli kl. 11. Aöventuhátíö kl. 14. Sr. Gylfi Jónsson rektor Skál- holtsskóla prédikar. Organisti Guömundur H. Guðjónsson. Nk. miövikudagskvöld Biblíulestur kl. 20. Sóknarprestur. KIRK JUHVOLSPREST AK ALL: Sunnudagaskóli í Hábæjarkirkju kl. 10.30. Guösþjónusta í Kálf- holtskirkju kl. 14. Bókakynning aö messu lokinni. Sr. Auöur Eir Vilhjálmsdóttir sóknarprestur. STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Stefán Lárusson. BiírarmótTTC Endurútgáfu Ævintýrabókanna lokið hefst í dag ÞÓRIK Sæmundsson varö sigurveg ari á Haustmóti Taflfélags Kópa vogs, sem nýlokið er. Hann hlaut t vinninga af 7 mögulegum, gerði að eins tvö jafntefli. Þess má til gam ans geta, að Þórir hefur ekki tekif þátt í skákmóti síðan 1961, en þt tefldi hann í landsliðsflokki Skák þings íslands. Þórir hefur lagt stunc á bréfskák hin síðari ár. I öðru sæti á haustmótinu varf Sigurður Kristjánsson með 5VS vinning, en þeir Þröstur Einars- son og Haraldur Baldursson hlutu 3.-4. sæti, með 5 vinninga. í mótslok var síðan haldið hraðskákmót, og sigraði þar Þröstur Einarsson, með 10 vinn- inga af 12 mögulegum. Bikarmót Taflfélags Kópavogs hefst föstudaginn 26. nóvember, og er teflt í Hamraborg 1. Teflt verður á föstudags- og mánu- dagskvöldum, og falla menn út eftir 5 töp á mótinu, en jafntefli jafngildir Vi tapi. (Krétutilkynning.) IÐUNN hefur gefíð út í nýrri útgáfu tvær síðustu „Ævintýrabækur“ breska höfundarins Enid Blyton. Eru það Ævintýraskipið og Ævin- týrafljótið. Þetta eru sjöunda og átt- unda bókin í þessum flokki sem nú er allur kominn út að nýju. Bækur þessar birtust fyrst í ís- lenskri þýðingu á sjötta áratugn- um og urðu vinsaelar, jafnt af drengjum sem atúlkum. Söguhetj- ur í þeim eru krakkarnir fjórir, Jonni, Anna, Finnur og Dísa, ásamt páfagauknum Kíkí. I hverri bók lenda krakkarnir í miklum háska og eiga í höggi við .misind- ismenn, en vinur þeirrá, Villi leynilögreglumaður, kemur jafnan við sögu. Myndir í bækurnar gerði Stuart Tresilian. Sigríður Thorlacius þýddi sögurnar. Prisma prentaði. PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKS Við styðjum GIIÐMUIIID H. GARÐARSSON vegna þess að liann hefui* staðið í fylkingarbrjósti iyrir vestrænu varnarsamstarfi. STUÐNINGSMENN SKRIFST0FAN - STIGAHLÍÐ 87 - SÍMAR 30217 & 25966

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.