Morgunblaðið - 26.11.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.11.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1982 + Móðir mín, tengdamóöir og amma, BÓTHILDUR FRIDRIKSDÓTTIR, Ránargötu 51, Rsykjavík, andaölst í Landakotsspítala, fimmtudaginn 25. nóvember. Magnús Friöriksson, Margrót Þorkelsdóttir og börn. MARINÓ ARASON, Lindargötu 21, andaöist í Landakotsspítala, 24. nóvember. Guórún Guómundsdóttir. Systir mín og móöursystir okkar, JÓHANNA MARGRÉT GUDJÓNSDÓTTIR, Furugeröi 1, er látin. Tómas Gíslason, Edda Skúladóttir, Sigrún Skúladóttir. + Útför móöur okkar og tengdamóður, STEFANÍU ÓLAFSDÓTTUR, trá Jörfa, Þórólfsgötu 5, Borgarnesi, fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 27. nóvember kl. 14.00. Bílferð veröur frá Umferöarmiöstööinni kl. 9.30 sama dag. Börn og tengdabörn. + Viö þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför HJARTAR HELGASONAR, Borgarnesi. Dagny Helgason, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóöur, ömmu og systur, HÓLMFRÍDAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Þórhallur Björnsson, Anna Laufey Þórhallsdóttir, Lúóvík Lúóvíksson, Fríóa Sjöfn Lúðvíksdóttir, Hanna Þóra Lúóvíksdóttir, Margrét Halla Lúóvíksdóttir, Anna Guómundsdóttir, Jóhanna Guðmundsdóttir, Guórún Guömundsdóttir, Birna Guömundsdóttir, Helga Guómundsdóttir. + Þökkum auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför SÆMUNDAR E. KRISTJÁNSSONAR, vélstjóra, Reynimel 88, Reykjavík. Benedikta Þorsteínsdóttir, Kristjén Sæmundsson, Hafsteínn Sæmundsson, Vigdis Aðalsteinsdóttir, Ágústa Gisladóttir, Sverrir Sæmundsson, Jóhanna Sæmundsdóttir, Erna Vilbergsdóttir, Árni Guðmundsson Sigríður D. Sæmundsdóttirvog barnabörn. Jón Örn Marinósson, Víktor Sméri Sæmundsson, Ingibjörg Hafstaö. + Þökkum auösýnda samúö, tryggö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, GÍSLÍNU GUÐNÝJAR SIGURDARDÓTTUR. Siguróur Sigurósson, Borgar Benediktsson, Andrea Gunnarsdóttir, Ólafur Benediktsson, Móeióur Jónsdóttir, Benedikt Benediktsson, Vilborg Þórmundsdóttir, Sigriður Benediktsdóttir, Guðmundur Tyrfingsson, Guðrún Benediktsdóttir, Siguróur S. Matthíasson, Ragnhiidur Benediktsdóttirjfelgi Finnlaugsson, Kristín Benediktsdóttir, Gunnar J. Óskarsson og barnabörn. Minning: Villemo Kaijser f. Lindeberg Fæddur 23. febrúar 1916 Dáinn 17. nóvember 1982 Nýlátin er í Svíþjóð frú Villemo Kaijser, kona Olof Kaijsers, fyrr- um sendiherra Svía á Islandi. Andlát hennar var ekki óvænt, en hún hafði á þessu ári átt við þung- an sjúkdóm að stríða. Þau hjón störfuðu hér á Islandi í sex ár, eða frá 1972—’78, en áður hafði Olof Kaijser verið sendiherra í Zambíu og á Nýja-Sjálandi og starfað í utanríkisþjónustu lands síns í fjölmörgum öðrum löndum. Hér á Islandi eignuðust þau hjón marga vini, og þau gerðu sér far um að varðveita böndin við þessa vini og við ísland eftir að þau höfðu aftur sest að í heimalandinu. Frú Villemo Kaijser var um margt óvenjuleg kona. Faðir hennar, sem var listrænn maður, hafði valið henni nafn úr litlu, fögru kvæði skáldsins Ágústs Strindbergs, en nafnið mun vera gælunafn, er Strindberg gaf fyrstu eiginkonu sinni: Villemo, Villemo, vi gick du, gick du? Min vilja, min tro, den fick du, fick du. Engin kona mun áður hafa bor- ið þetta nafn, og fyrir litla stúlku og unga konu hefur það sjálfsagt ekki verið létt byrði, en fagurt var nafnið og hún bar það ætíð með sóma. Frú Villemo var greind kona, vel menntuð og tíguleg í fasi. Þó skipti það mestu máli, að hún hafði til að bera innileik og- hjartahlýju, sem þeir, sem henni kynntust, gleyma ekki. Þegar hún kom hingað til Islands var hún fullþroskuð kona, sem hafði séð mikið af veröldinni og verið full- trúi þjóðar sinnar í mörgum lönd- um. Fyrstu kynni hennar af landi og þjóð voru mikil viðbrigði frá því, sem hún hafði áður átt að venjast. Hraunið grátt og úfið, gróðursnautt land umlukið þung- um sjó og þéttum skýjum, íbúarn- ir fjarlægir og tunga þeirra óskilj- anleg. Þannig segir hún sjálf frá komu sinni til Islands í september 1972. En það má vera okkur ís- lendingum ánægjuefni, að hvergi á löngum starfsferli munu þau hjón hafa unað sér betur en hér, hvergi eignast betri vini og hvergi fundið sig verða eigin þjóð og þeirri þjóð, er þau gistu, að meira gagni en einmitt hér. Á þeim árum, sem Villemo og Olof Kaijser dvöldu hér á landi, færðust samskipti Islendinga og Svía mjög í vöxt. Islendingar kynntust Svíþjóð, ekki sízt vegna þess fjölda íslendinga, sem þang- að sóttu nám og starf um lengri eða skemmri tíma. Jafnframt upp- götvuðu Svíar ísland á nýjan leik, meðal annars vegna þeirrar miklu athygli og samúðar, sem eldgosið í Vestmannaeyjum vakti. Frú Vill- emo gekk að starfi sínu af lífi og sál. Hún sinnti húsmóðurskyldum í sendiráðinu af reisn og gestrisni og tók mikinn þátt í félagsstörfum sendiráðskvenna. Hún lærði ís- lenzku af atorku og árangri og beitti sér fyrir því, að aðrar er- lendar konur hér á landi gerðu slíkt hið sama. í heilan vetur hitt- ust þær öðru hvoru, hún og Guð- rún kona mín, og töluðu og lásu saman til skiptis á íslenzku og sænsku, báðum til gagns og ánægju. Ekki skipti það minna máli, hversu dugnaður þeirra hjóna var mikill í ferðalögum og útivist. Þau fóru tvisvar sinnum í kringum landið, oftsinnis í ferðir um hálendið, og gengu bæði á Heklu og Snæfellsjökul. Á skíða- stöðum Reykvíkinga voru þau tíð- ir gestir. Við brottförina frá íslandi var komið að lokum starfstíma Olof Kaijsers. Eftir eins árs starf í utanríkisráðuneytinu í Stokk- hólmi, gátu þau hjón setzt að í Malexander í Austur-Gautlandi, nálægt æskustöðvum frú Villemo. Þar urðu kærkomnir endurfundir Minning: Jóhannes Gíslason múrarameistari Jóhannes Gíslason, múrara- meistari, sem í dag er til moldar borinn var húsvörður að Austur- brún 4 sl. 10 ár. Langar mig til að minnast hans hér nokkrum orðum því að ég á þessum dagfarsprúða öðlingi margt gott upp að unna frá þessum tíma. Hann kom til starfa sem húsvörður í júnímánuði árið 1972 og flutti þá inn í húsvarðar- íbúðina á neðstu hæð háhýsisins á Laugarásnum. Það hefur ekki verið aúðvelt fyrir Jóhannes að taka við af fyrri húsverði, sem hafði staðið sig með mikilli prýði og áunnið sér traust og vináttu hinna fjölmörgu og ólíku íbúa stórhýsisins. En sá hinn sami skildi vel við er hann mælti með Jóhannesi í starfið og mun enda hafa borið óskorað traust til hans því að þeir voru vinir og kona hans og Jóhannes systkinabörn. Öll húsvarsla Jóhannesar Gísla- sonar þann áratug, er hann starf- aði bar svip hins grandvara, hreinlynda manns er setti sig af alefli inn í hin mörgu erilsömu störf húsvarðar. Húsverðir njóta yfirleitt ómetanlegrar aðstoðar maka sinna en í þessu tilviki varð Jóhannes fljótlega að ganga í öll störf aleinn og að auki stunda konu sína í veikindum er stöðugt ágerðust og loks unnu fullan sigur er hún lést hinn 27. maí sl. ár. Um konu sína hugsaði Jóhannes svo vel, að til þess var tekið í húsinu. Mun það hafa verið honum þung- bært að sjá þessa glæsilegu mynd- arkonu, er staðið hafði við hlið hans í áratugi eða frá giftingu þeirra 16. maí 1931, hnigna smátt og smátt. Kristín María Sæ- mundsdóttir var af Bergsætt, fædd í Reykjavík hinn 15. sept- ember árið 1906, en ólst upp að Baugsstöðum við Stokkseyri. For- eldrar hennar voru þau hjónin Guðlaug Jóhannsdóttir og Sæ mundur Þórðarson. Kristín bar mjög sterkt svipmót Bergsættar svo sem ég þekki til, listræn vel og lék flest í höndum hennar. Varð þeim Jóhannesi þriggja barna auðið. Eg minnist Jóhannesar einkum vegna hinna mörgu heim- sókna hans upp til mín á vinnu- stofuna á þrettándu hæðinni. Hann fylgdist vel með störfum mínum á breiðum grundvelli eftir að hann kom í húsið, hafði og yndi af að skoða eldri og nýrri myndir ásamt því að fylgjast með vinnu- brögðum mínum. Við tókum oft tal saman nokkra stund um lands- ins gagn og nauðsynjar en þar var hann vel heima og að auki víðles- inn. Á stundum er ég var að vinna gekk hann um og skoðaði, — hafði svo hljótt um sig að ég varð hans varla var en þótti þó vænt um nærveru hans, — þá hvarf hann jafn hljóðlega og hann kom. Hann vissi hve mér þótti mikilsvert að hafa sem mestan tíma þarna uppi við ættlandið eftir langa útivist. En þrótturinn var enn óskertur og þau tóku sér í sameiningu það verkefni á hendur að rekja ferðir og ævi landa síns, Daniel Soland- ers, náttúrufræðings og landkönn- uðs, sem verið hafði lærisveinn Linné’s, setzt að á Bretlandi og orðið samverkamaður og ferðafé- lagi Sir Joseph Banks. Ásamt hon- um hafði hann tekið þátt í hinni víðfrægu könnunarferð James Cooks umhverfis Nýja-Sjáland. Til íslands lá leiðin nokkru síðar, 1772, er leiðangur Sir Joseph Banks heimsótti landið, hafði að- setur í Hafnarfirði, og leiðang- ursmenn gengu á Heklu, fyrstir manna á eftir þeim Eggert Olafs- syni og Bjarna Pálssyni. í löngu ferðalagi um Nýja-Sjáland árið 1980 heimsóttu þau alla viðkomu- staði Cook’s og félaga hans, en ís- land var þeim enn í fersku minni. Verkinu var lokið á þessu ári, áður en yfir þyrmdi. Þegar þeir Banks og Solander komu að ströndum íslands fyrir rúmum tvö hundruð árum, flýðu fiskimenn undan í bátum sínum af ótta við að ræningjaskip eða herskip væri á ferðinni. Áður en lauk urðu þeir félagar þó vinsælir jafnt af höfðingjum sem alþýðu manna. Það fór einnig svo, að landið, sem heilsaði þeim Villemo og Olof Kaijser svo kuldalega í september 1972, kvaddi þau með hlýju sex árum síðar. Þaðan koma nú aftur á sorgarstundu hugheilar kveðjur frá fjölmörgum vinum. Jónas H. Haralz og var aldrei ánægðari en þegar hann sá mig njóta mín í starfi og myndirnar hrannast upp. Svo alúðlegur var hann við mig, að á stundum er hann sá mig koma að húsinu þá hljóp hann úr íbúð sinni og beið mín við dyrnar inn í húsið og opnaði þær með virktum eins og til að bjóða mig velkominn til starfa í þessari út- ópíu minni. Það var í alla staði mikils virði að hafa slíkan mann í húsinu er hafði af ríkri háttvísi og lífsreynslu að miðla. Aldrei neit- aði hann neinni bón minni og jafn- an var hann reiðubúinn til að hlaupa upp til mín og jafnvel með hin lítilvægustu skilaboð. Slíkur reglumaður var Jóhannes, að þótt hann hefði mikla ánægju og gleði af að taka í glas má segja að hann hafi rétt gægst niður í það og aldr- ei urðu þau fleiri en eitt. En hann var þó enginn vandlætingamaður og hafði stórgaman af góðum sög- um. Sagði mér maður nokkur, að er honum var boðið í mat og fékk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.