Morgunblaðið - 26.11.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.11.1982, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1982 Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Jónas Guðmundsson. TOGARAMAÐURINN GUÐ- MUNDIJR HALLDÓR. Útg. Bókaútg. Hildur 1982. Þessi bók mun hafa komið út árið 1962 og þá undir titlinum „60 ár á sjó“ og sýnist hafa verið fyrsta bók Jónasar. Nú hefur verið aukið við bókina með formála höf- undar, svo og frásögu sonar hans Guðmundar J. Guðmundssonar. Jónas Guömundsson betur settir en verkamennirnir. Þrátt fyrir að púlað sé og stritað og Vökulögin séu ekki komin í gildi um þessar mundir, eru þó tekjur togaramanna býsna sæmi- legar, miðað við marga aðra launamenn. Og afli togaramaður sér góðs orðstírs við sjómennsk- una, þarf hann ekki að búa við stöðugan ótta kreppuáranna að missa vinnu sína. Orðfæri Guðmundar Halldórs er afar fjölbreytilegt, ég skal raunar viðurkenna að ég skildi ekki mörg þeirra orða sem honum eru töm í munni og tilheyra sjó- mennsku. Hann er afar þrautseig- ur maður og heldur reisn sinni í hverju sem á dynur og það virðist raunar eiga meira og minna við um þetta fólk, sem lifir við kröpp kjör, fátæktinni tekst langt í frá Höggmynd af kynslóð Það er alkunna að Jónas Guð- mundsson hefur lagt hönd á sitt af hverju, hann málar myndir, skrif- ar leikrit, skáldsögur, yrkir ljóð og sýnist fara létt með þetta allt. En allfróðlegt er að bera saman frá- sagnarmáta hans í formála þess- arar bókar og þeirra skrifa sem ég hef lesið eftir hann síðari ár. Hann hefur með árunum tileinkað sér dálítið sérkennilega uppskrúf- aðan stíl, oft fyndinn og oft tiktúrukenndan sem gefur skrif- um hans á stundum nokkuð áber- andi tón. í kaflanum um Guðmund Halldór togaramann, sem birtur er að öllu leyti óbreyttur og er vit- anlega rúmfrekasti kafli bókar- innar, kveður við annan tón, hversdagslegri og hlédrægari og þar fer afskaplega lítið fyir skrá- setjara og lesandi hefur á tilfinn- ingunni að þar ráði öllu frásagn- arháttur togaramannsins Guð- mundar Halldórs sjálfs. Guðmundur Halldór hefur frá- sögn sína um eða upp úr 1930, þeg- ar Verkamannabústaðirnir eru að rísa og það fer að þykja tiltölulega eðlilegt að verkamenn og sjómenn búi í húsakynnum sem mættu kallast mannabústaðir, en ekki í vondum kjöllurum eða skúrum. Lífsbaráttan er þó engu að síður hörð og óvægin þessu fólki, en togaramennirnir að sumu leyti að svínbeygja þetta fólk, þó svo að auðvitað hljóti nútímaveru sem þykja þægindi svo sjálfsögð að við liggur að mannlífið fari úr skorð- um, ef uppþvottavélin bilar eitt kvöld eða svo. Guðmundur Halldór var á sjó fram á áttræðisaldurinn og því löngu eftir að púnkturinn var sett- ur aftan við „Sextíu ár á sjó“. Síð- an hóf hann daglaunavinnu og starfaði fram að níræðu og gaf sig hvergi. Bókarkafli sá þar sem Guð- mundur J. Guðmundsson segir frá föður sinum er fróðlegur, en bókin hefði án hans alveg staðið fyrir sínu. Myndir Jónasar eru til prýði. íslensk sumardýrð Bækur Björn Bjarnason F'erðir þýskumælandi manna og annarra meginlandsbúa í Evrópu hingað til lands hafa færst í vöxt undanfarin ár og má meðal annars rekja það til ferða Smyrils milli Islands og hafna við meginlandið. Er ekki að efa að enn fleiri ferðamenn frá þýskumælandi löndum leggi leið sína hingað á næsta sumri, þegar hin nýja ferja, Edda, sem Eimskip og Hafskip ætla að reka sameiginlega, hefur ferðir sínar 1. júní næstkomandi með viðkomu í Bremerhaven. Þeir útlendingar sem koma hingað til að kynnast náttúru landsins, hvort sem þeir gera það upp á eigin spýtur eða í skipulögðum hópum, eru eins og við er að bú- ast misjafnlega ánægðir þegar þeir snúa aftur til síns heima að ferð lokinni. Meðal þeirra, sem síður en svo hafa orðið fyrir vonbrigðum með land og þjóð, er Austurríkismaðurinn Matthias Koglbauer frá Graz. Nýlega barst Morgunblaðinu til um- sagnar glæný bók eftir hann, sem ber heitið Islandsommer — Islandssumar. Að því er segir á bókarkápu hefur Matthias Koglbauer verið leiðsögumaður í Alpafjallaferð- um í heimalandi sínu, en hann hefur einnig ferðast mikið hér á norðurslóðum. Frá því er skýrt, að hann hafi ritað bókina Grön- landwinter — Grænlandsvetur. I bókinni um ísland kemur fram, að hann hefur einnig dval- ist í Færeyjum og er gjörkunn- ugur þar. Hingað til lands hefur hann komið fjölmörg sumur með eiginkonu sinni, Helene. Hafa þau hjón ferðast um land- ið vítt og breitt og kynnst nátt- úru og mannlífi. I kynningu for- lagsins á störfum Koglbauers er einnig frá því skýrt, að hann flytji oft fyrirlestra með lit- skyggnum um Island í heima- landi sínu. Er ekki að efa, að það sé hin besta landkynning, því að bók sína ritar Koglbauer af vinsemd og hlýleika í garð lands og þjóðar. Bókin á í sjálfu sér ekki erindi til Islendinga nema sem tilvalin gjöf handa þýskumælandi vin- um og kunningjum. Hér er ekki um handbók fyrir ferðamenn í venjulegum skilningi að ræða, þar sem gefnar eru „praktískar" upplýsingar um hótel, ferðaleið- ir og verðlag — þeir sem taka sér fyrir hendur að greina frá síðasta þættinum eru jafnframt að gera verk sín úrelt um leið og þau birtast. Efnistökin eru þau að lýst er ýmsum þeim stöðum sem heillað hafa Koglbauer mest, og fyrir tilstilli fólks sem Koglbauer-hjónin hafa kynnst á ferðum sínum, er því lýst sem þeim finnst að eigi erindi til er- lendra lesenda. Til dæmis ræða þau við séra Robert Jack og konu hans um drauga og fleira í þeim dúr og við Lárus Sveinsson trompetleikara um hesta og hestamennsku — er lýsingin á því, þegar þau hittu Lárus fyrst með fimm til reiðar uppi á Kaldadal, vel skrifuð. Og al- mennt má segja, að bókin sé þannig úr garði gerð, að upplýs- ingum er komið á framfæri án þess að þeim sé þröngvað upp á lesandann. Ekki gat ég annað séð en frá öllu væri sagt af samviskusam- legri nákvæmni og hvergi þótti mér að mönnum og málefnum vikið með óviðurkvæmilegum hætti. Frásögnin af því hvernig það atvikaðist, að Geysir fór aft- ur að gjósa, er færð í þann bún- ing, að bóndasonur í nágrenni Geysis hafi ekki lengur getað unað því, að þessi höfðingi ís- lenskra goshvera léti ekki á sér bæra og hefði því gripið til þess ráðs að brjóta upp úr raufinni frá 1935. Hvergi er á það minnst að kveikjan að uppbrotinu, sem allir eru nú hæstánægðir með eins og vera ber, hafi verið gerð hinnar margræddu kvikmyndar Hrafns Gunnlaugssonar: Okkar á milli sagt í hita og þunga dagsins. Bókin er 176 blaðsíður. í henni eru 16 litmyndir. Eins og svo oft áður þegar myndir tekn- ar hér eru prentaðar og lit- greindar í útlöndum án íslenskr- ar aðstoðar, eru myndirnar í bókinni dálítið drungalegar, ef það er rétta orðið, það er að segja, hinir björtu og tæru litir njóta sín ekki nógu vel. Stafar þetta líklega af því að litgrein- ingarmenn og prentarar trúa því ekki, að litir geti verið jafn tærir og hér er unnt að festa á filmu. Að mínu mati hlýtur þessi bók að teljast hvalreki í kynn- ingarstarfi á íslandi. Hún ætti að vekja fögnuð hjá öllum nema þeim sem hafa af því áhyggjur að aukin ásókn erlendra ferða- manna sé hættuleg íslenskri náttúrufegurð og sumardýrð — varla letur bókin nokkurn ís- landsfarar. Utgefandi bókarinnar Island- sommer er Verlag Kremayr & Scheriau, Niederhofstrasse 37, 1121 Wien, og kostar hún 198 austurríska schillinga, eða 28 þýsk mörk. Hörpuómar Bókmenntir Erlendur Jónsson Friðrik Hansen: /ETTI ÉG HÖRPU. 80 bls. Hannes Pétursson annaðist útg. Iðunn. Reykjavík, 1982. Þetta er önnur útgáfa ljóða Friðriks Hansens, hin fyrri kom út 1957. Hannes Pétursson hefur séð um þessa aðra útgáfu og fylgir henni úr hlaði með ritgerð þar sem hann rekur helstu æviatriði Friðriks og gerir grein fyrir kveðskap hans. Auk þess hefur Hannes tekið sáman nokkur skýr- ingaratriði sem prentuð eru aftast í bókinni, ennfremur skrá yfir þau fjórtán ljóð Friðriks sem lög hafa verið saman við. Tónskáldin á þeim lista eru hvorki fleiri né færri en sex talsins. Friðrik Hansen fæddist 1891. Að aldri til stóð hann mitt á milli þeirra Stefáns frá Hvítadal og Davíðs Stefánssonar. Ljóðlistar- stefnur þær, sem voru efst á baugi frá aldamótum til loka fyrra stríðs, setja líka svip sinn á kveðskap Friðriks, symbólismi og nýrómantík. »Nýrómantískur skáldskapur féll vel að sinni og sál Friðriks Han- sens,« segir Hannes Pétursson. »Hann var reyndar öðrum þræði rökhyggjumaður, reikningsglögg- ur, skákmaður góður og las af hjartans lyst sagnamál þar sem staðreyndir, svonefndar, skipuðu fyrirrúm, en tilfinningalegt hrif- næmi, sveimhygli og dreymni var samt enn gildari þáttur í fari hans; ljóð hans — og þau voru uppgerðarlaus — bera því vitni.« Friðrik Hansen nam í Kennara- skólanum og »fyrstu ljóð hans sem birtust er að finna í handskrifuðu nemendablaði Kennaraskólans,* upplýsir Hannes Pétursson. Að námi loknu varð Friðrik kennari á Sauðárkróki og var heimili hans þar upp frá því. Á fyrstu árum hans þar var einnig búsettur á Sauðárkróki Pétur Sig- urðsson — tónskáld sem lést í blóma lífsins. Pétur samdi lög við nokkur ljóð Friðriks, þeirra á meðal Ætti ég hörpu sem þessi bók heitir eftir. »Svo vinsælt hefur orðið sönglag Péturs við ljóðið Ætti ég hörpu, að það er nær ávallt uppi haft þar sem skag- firzkir menn koma saman á gleði- fundum, jafnt heima sem að heiman,* segir Hannes Pétursson. Friðrik Hansen byrjaði korn- ungur að yrkja og orti svo vel strax í skóla að vinur hans einn kallaði hann »skáld« í dagbók sinni. Og skáld var stórt orð í þá daga, menn voru sparir á þá nafnbót, jafnvel til handa sínum bestu vinum. Skólavistin í Reykja- vík hefur áreiðanlega auðveldað Friðrik að kynnast því sem þá var nýjast í ljóðlistinni. Og ljóð hans frá þeim árum minna rækilega á margt hið besta sem ort var í Evr- ópu um aldamótin.Wafalaust hef- ur Friðrik þá ort miklu meira en það sem varðveist hefur. Hefði hann þá sent frá sér bók er vel hugsanlegt, eða jafnvel sennilegt, að hann hefði orðið afkastamikið ljóðskáld. En hann sendi ekki frá sér neina bókina, hvorki þá né síðar. Auk kennslustarfsins varð hann að axla margs konar ábyrgð heima í héraði, var t.d. lengi oddviti sem jafngilti sveitarstjóra- eða bæjar- stjórastarfi nú. Svo þjóðnýt sem þess konar störf hljóta að teljast verður ekki sagt að þau falli ákjcsanlega að nýrómantískum ljóðlistariðkunum þar sem skáld verður að hafa ærinn tíma til að vera einn með sjálfum sér. Slíkt er ekki vel séð þar sem háð er hörð lífsbarátta. Hressileg hagmælska er á hinn bóginn í hávegum höfð í þvílíku umhverfi. Er þá síst að furða að ýmislegt, sem Friðrik orti á efri árum, skyldi fremur vera tengt daglegu lífi og starfi, sem sagt: tækifæriskveðskapur. Margt orti hann þá vel, en varla betur en hitt sem hann orti á unga aldri. Jafnréttið og jafhvægið Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Guðbergur Bergsson: HJARTAÐ BÝR ENN f HELLI SÍN- UM Skáldsaga. Mál og menning 1982. Hjartað býr enn í helli sínum er ákaflega skýrt afmörkuð Reykja- víkurskáldsaga, gerist að mestu á Hlemmi og í næsta nágrenni við Hlemm. Segja má því að Hlemm- ur hafi eignast sinn skáldsagna- höfund. Tileinkunn bókarinnar vekur strax grunsemdir um að meira verði um skop en alvöru á síðun- um, en hún er einfaldlega á þessa leið: „Bók þessi er tileinkuð sjálf- um mér.“ Leitt að engum rithöf- undi skyldi detta þetta í hug að undan Guðbergi því að hér er eins og sjá má um mikla hugkvæmni að ræða. Hjartað býr enn í helli sínum fjallar um skilnað og með því móti einnig heilmikið um hjónaband. Maðurinn í sögunni er sálfræðing- ur, konan félagsráðgjafi. Þau eiga tvær dætur. Maðurinn sættir sig ekki við skilnaðinn sem á sér stað þegar fer að rofa til í lífsbarátt- unni hjá þeim hjónum. En það er ekki iengur pláss fyrir ástina og hefur reyndar aldrei verið. Mest hefur verið lagt upp úr jafnrétt- inu, einkum hvað varðar uppvask- ið. „Þau mældu vandlega hvert handarvik til að geta komið til móts við hvort annað, deildu sí- fellt um réttlæti og ranglæti uns þau fundu jafnréttið og jafnvægið sem þau stóðu um vörð dag og nótt, uns hvort tveggja raskaðist og öngþveitið blasti við þegar hann hafði soðið sér egg í ógáti og var að enda við að éta það þegar Dóru langaði líka í egg, en eggið sem hann át var síðasta eggið í ísskápnum. Þá trylltist Déra. í langan tíma hafði allt verið hár- rétt mælt, en nú varð eggið til að eyðileggja samræmið." Maðurinn á unaðslegar minn- ingar tengdar sjoppuferðum þeirra hjóna, einkum er honum ís- át hugleikið. Konan er snemma sjálfstæð, í staðinn fyrir ýmsar lystisemdir lífsins telur hún „manneskjulegra fyrir konur að sækja tíma í félagsfræði eða bókmenntum við Háskólann", ekki má láta fjölskyldu og hefðir bæla sig. Ýmsir kvenlegir eiginleikar konunnar, stíll hennar, gera manninn vitskertan. Meðal dul- arfullra viðbragða hennar nefnir maðurinn það þegar þau fóru í fyrsta sinn saman í rúmið og þeg- ar hæst stendur skellir konan upp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.