Morgunblaðið - 26.11.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.11.1982, Blaðsíða 32
^^^skriftar- síminn er 83033 FOSTUDAGUR 26. NOVEMBER 1982 ^/Vuglýsinga- síminn er 2 24 80 Frá slysstað. Þyrlan er mikið skemmd eins og sést i myndinni, en i benni eru menn fri Loftferðaeftirlitinu að kanna flakið. Neðst til vinstri má sjá skrúfublöðin, bogin og snúin. Ljósmynd rax. Ráðist á konu og hún rænd RÁÐIST var i fullorðna konu í íbúð hennar í Hitúni 10, húsi Öryrkja- bandalagsin.s, í gærkvöldi og hún rænd. Arásarmaðurinn komst und- an. Vlannsins var ákaft leitað í gærkvöldi en ekki hafði tekist að hafa hendur í hári hans þegar Mbl. fór i prentun. Kétt um klukkan 20 var knúið dyra á íbúð konunnar. Maður ruddist inn þegar konan opnaði og sló hana í andlitið svo hún féll í gólfið. Maðurinn hrifsaði veski konunnar í íbúðunni og komst undan. Konan var flutt í slysa- deild Borgarspítalans þar sem gert var að sárum hennar, en meiðsli hennar munu ekki alvar- leg. Þetta er sjötta sinn sem ráðist er á fullorðna konu á rúmum mán- uði. Sjá viðtöl á bls. 3 við tvær full- orðnar konur, sem að undan- fórnu hafa orðið fyrir irás mis- indismanna. Arnarflug sækir um leyfi til kaupa á Boeing 727-200 Þyrla brotlenti við Laugaveg í gær: „Hrikalegasta augna- blikið þegar við vor- um fastir í vélinni“ ÞRIGGJA manna þyrla brotlenti á auða svæðinu á milli Hekluhússins og sjónvarpshússins við Laugaveg i gær. Enginn slasaðist, en í vélinni voru auk flugmanns myndatökumað- ur og upptökustjóri frá sjónvarpinu. Þyrlan er mikið skemmd, en hún er af gerðinni Hughes 300 og ber ein- kennisstafina TF-ATH, en eigandi hennar er Albína Thordarson. Flug- maður var Bogi Agnarsson. Að sögn þeirra Arnar Sveinsson- ar og Valdimars Leifssonar, sjón- varpsmannanna í vélinni, voru þeir að taka mynd fyrir barnatimann og í þeim tilgangi var flogið niður eft- ir Suðurlandsbraut og Laugavegi og endað við sjónvarpshúsið. Þegar flogið var á milli sjónvarpshússins og Tónabíós, flaug þyrlan á loftnetsvír, sem var á milli hús- anna, og kom þá hnykkur á vélina sem síðan hrapaði til jarðar. „Vélin lækkaði flugið skyndilega og næsta mínútan var eins og ídukkutimi, þegar vélin var á leið niður. En mér fannst hrikalegasta augnablikið þegar við vorum lentir og fastir i véiinni," sagði Valdimar. „Við gát- um losað okkur fljótlega og komist Vöruskiptajöfnuð- ur óhagstæður um 2,8 milljarða króna Vöruskiptajöfnuðurinn fyrstu 10 mánuði þessa árs er óhagstæður um 2,8 milljarða króna eða rúmum tveimur milljörðum óhagstæðari en mánuðina janúar—október í fyrra. Við samanburð verður að hafa í huga að meðalgengi erlends gjald- eyris þessa 10 mánuði er talið vera 54,9% hærra en það var sömu mán- uði 1981. Sé tekið tillit til þess var vöruskiptajöfnuðurinn í fyrra óhagstæður um 1,2 milljarða og er því 1,6 milljörðum króna óhagstæð- ari nú en þá. út og sem betur fer kviknaði ekki í vélinni. En það sem bjargaði okkur var það að flugmaðurinn gat komið vélinni niður, það var fyrir snar- ræði hans að við héldum lífi. Vélin lenti skammt frá kletti sem á svæðinu er, en farið hefði verr hefði hún lent á honum. Þegar þyrlan skall í jörðinni lenti hún fyrst á púðunum sem eru undir henni, en steyptist síðan yfir sig,“ sagði Valdimar. „Ég fékk högg þegar vélin kom niður og lenti undir í flakinu," sagði Örn Sveinsson kvikmynda- tökumaður. „Ég meiddist ekkert og þakka það því að ég var mjög vel búinn, í hlífðarfötum utan yfir, en þau hafa dregið úr högginu sem ég li Orr fékk,“ sagði Örn. Sjá bls. 2. ARNARFLUG hefur sótt um leyfi til kaupa á farþegaþotu af gerðinni Boeing 727-200 frá Singapore Airlines og jafnframt eru viðræður um sölu Electra-vélar félagsins á lokastigi, að sögn Gunnars Þorvaldssonar for- stjóra Arnarflugs. „Ennþá eru fleiri möguleikar á lofti og meðan endanleg niðurstaða liggur ekki fyrir og greiðslur ókomnar i banka, lit ég svo á að hvorki sala né kaup hafi átt sér stað. Það hefur ekki verið gengið frá öllum endum ennþá,“ sagði Gunnar. Gunnar sagði að Arnarflugi hefði verið boðin til kaups lítt notuð og vel tækjum búin Boeing 727-200- þota, árgerð 1979, á 9,6 milljónir dollara. Hann sagði að sótt hefði verið um leyfi til viðskiptaráðu- neytisins um kaup á þessari þotu en engin svör fengist ennþá. Að sögn Gunnars hafa viðræður um sölu Electra-vélarinnar til bandarískra aðila staðið yfir og eru á lokastigi, en hið sama gilti um það mál að enn hefði ekki verið frá öllum endum gengið. Rannsóknir Þóris Helga- sonar vekja mikla athygli: Sunday Times var- ar við neyzlu reyktrar fæðu „HJÓN sem hyggja á barn- eign, ættu að forðast neyslu á reyktu kjöti, fiski eða beikoni. Hætta er á, að barnið fái syk- ursýki ef það er getið eftir að foreldrar hafa reglulega neytt reyktra fæðutegunda," segir í grein hins kunna brezka blaðs The Sunday Times síðastlið- inn sunnudag. The Sunday Times fjallar um Smoked £ood warning COLPLK.S planninu lo ha>e • hah\ should a»oid ealmn smoked meat or Ovh. or rannsóknir Þóris Helgasonar, yfirlæknis á göngudeild sykur- sjúkra á Landspítalanum, og kenningu hans þess eðlis, að N-nítró-sósambönd, sem mynd- ast við reykingu hangikjöts kunni að valda sykursýki. Blaðið segir að Þórir hafi leitað til þriggja sérfræðinga í Aberdeen varðandi hugmyndir sínar: John Stowers, prófessors, sem er heimsþekktur á sviði sykursýki, og tveggja meinafræðinga, dr. Stanley Ewans og dr. Ian Ross. Blaðið segir að Skotarnir hafi verið fullir efasemda í byrjun en gildi kenninga Þóris hafi styrkzt eftir því sem á rannsóknirnar hafi liðið. „Með ítarlegum rannsóknum í Aberdeen í samvinnu við dr. James Pollack frá Reading tókst að einangra efnasambandið í hangikjöti sem veldur sykursýki. Það er nitrósamín — flokkur efnasambanda — en mörg þeirra eru þekkt sem krabbameinsvald- ar í dýrum og valda stökkbreyt- Þórir Helgi ingum í frumum. Nítrósamín, það sem um ræðir, myndast einkum þegar nítrat eða nítrít eru notuð við söltun og kjötið síðan reykt. Svo virðist sem nítrósamín geti valdið stökkbreytingum í eggjum eða sæði. Stökkbreyt- ingarnar koma fram sem gallar í þeim frumum brissins, sem framleiða insúlín og valda þann- ig sykursýki. Stundum skemm- ast frumurnar einungis að hluta og kemur sjúkdómurinn þá ekki fram fyrr en á unglingsárunum," segir m.a. i grein The Sunday Times. Niðurstöður rannsókna Þóris Helgasonar og samstarfsmanna hans í Aberdeen voru birtar í hinu virta brezka læknatímariti The Lancet í byrjun mánaðarins og hafa þær vakið mikla athygli. Þær staðfesta niðurstöður sem Þórir Helgason og Stanley Ew- ing kynntu' á ráðstefnu nor- rænna lyflækna í Reykjavík í júní í sumar — það er að dýra- rannsóknir í Aberdeen hafa leitt í ljós að hangikjötsneyzla veldur sykursýki í músum, eins og þá var skýrt frá í Mbl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.