Morgunblaðið - 26.11.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.11.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1982 15 Keppinaut- arnir sagðir hafa grafið undan Laker Lundúnum, 25. nóvember. Al*. SKIPTARÁÐANDI í þrotabúi Lak- er-flugfélagsins hefur lagt fram kæru þar sem hann sakar sam- keppnisaöila flugfélagsins um sam- særi gegn hinum lágu fargjöldum Lakers, sem á endanum hafí orðiö flugfélaginu að falli. Þau flugfélög og fyrirtæki sem um ræðir eru British Airways, British Caledonian, Pan Améric- an, TWA, Lufthansa, Swissair og f lugvélaverksmiðj urnar McDouglas-Donnell. Vinni Laker málið eru allar lík- ur á að skaðabæturnar verði nægi- legar til að greiða allar skuldir fyrirtækisins, en hætt er við að lokaúrskurður verði ekki kveðinn upp fyrr en eftir 3—4 ár. „Málið snýst um það, að flugfé- lögin og flugvélaverksmiðjurnar tóku höndum saman og aðgerðir þeirra leiddu til falls Lakers," seg- ir lögfræðingur fyrirtækisins. Talsmaður British Airways sagð- ist vita af þessum málaferlum, en taldi ákærurnar ekki eiga við nein rök að styðjast. Ætla 25 km í loft upp í loftbelg Lundúnum, 25. nóvember. Al*. TVEIR þaulvanir menn, sem hafa mikla reynslu í loftbelgjaflugi, sögöu í dag aö þeir ætluðu að setja nýtt hæðarmet á loftbelg. Kváöust þeir félagar ætla sér í 70—80.000 feta hæö (21,3—24,4 km hæö), en gætu reyndar farið enn hærra aö sögn annars þeirra, Mike Kendrick. „Ferðin ætti ekki að taka okkur meira en 2—4 klukkustundir, allt eftir því hvernig aðstæður verða, og við vonumst til að fara þvert yfir Bretland á þessum tíma og lenda á Ermarsundinu," sagði hinn ofurhuginn, Per Lindstrand frá Svíþjóð. Loftbelgurinn, sem þeir félagar ætla að nota til verksins, er 70 metra langur og með fullkomn- asta útbúnaði sem völ er á. Gera þeir sér vonir um að komast 1200 metra á hverri mínútu. Þeir Kendrick og Lindstrand verða báðir í einöngruðum búningum til að verja þá fyrir kulda og þrýst- ingsbreytingum. Þeir félagar hafa enn ekki ákveðið hvenær þeir leggja upp, en bíða betri skilyrða en hafa verið að undanförnu. Hæðarmetið í loftbelg á Bretinn Julian Nott. Hann komst í 16.805 metra hæð í Colorado í októbermánuði 1980. Nýir tímar, nýir menn S jálfstæðismenn hafa að undanfömu horft til fram- tíðarinnar og valið unga menn til ábyrgðarstarfa. Geir H. Haarde er 31 árs gamall hagfræðingur og formaður Sambands ungra sjálfstæöismanna. í því starfi og öðrum sem hann hefur gegnt hefur hann notið vinsælda og virðingar þeirra sem til þekkja, fyrir hæfni og dugnað. Geir hefur víðtæka þekkingu á þjóðmálum. Festa hans og lipurð munu koma að gagni á Alþingi. \ Styðjum Geir H. Haarde í prófkjörínu Veljum þingmenn framtíðarinnar 00“ Stuðningsmenn Metsöluplatan skemmtilega VIÐ DJÚKBOXIÐ Fyrsta lagiö á þessari plötu “Rabbarbara-Rúna“ hefur veriö vinsælasta lagiö í flestum óskalagaþátt- um útvarpsins sem og á diskótekum síöustu vikurnar. En þaö eru tíu önnur lög á plötunni sem eru alveg eins skemmtileg. Og söngurinn er ekki af verri endanum: Björgvin Halldórsson, Helga Möller, Ólafur Þórarinsson, Erna Gunnarsdóttir, Haraldur Sigurösson, Siguröur Dagbjartsson og Jóhann Helgason. Semsagt: Eldhress rokklagaplata þar sem söngur og hljóöfæraleikur er í hæsta gæðaflokki. SG-hljómplötur Heildsala — smásala, Ármúla 38, sími 84549.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.