Morgunblaðið - 07.12.1982, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 07.12.1982, Qupperneq 32
17 DAGAR' TIL JÓLA, <&u\l & íé>ilfur Laugavegi 35 jmpiiiiljrfafrft ___kuglýsinga- síminn er 2 24 80 I’RIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1982 „Fyrsta, annad og þridja . . . “ Á laugardag og í gær var haldið opinbert uppboð í verzlun, sem lýst hafði verið gjaldþrota á Egilsstöðum og stóðu þeir Þráinn Jónsson hreppstjóri Fellahrepps og Sveinbjörn Sveinbjörnsson fulltrúi sýslumanns i Norður- Múlasýslu fyrir uppboðinu. Þar voru boðnar upp hinar margvíslegustu vörutegundir. Að sögn fréttaritara Mbl. ríkti kátína á uppboðinu og virtust margir gera góð kaup. Ljósm.: MorKunbiaðiö/óiafur Guömundsson. Viðræður Alusuisse og iðnaðarráðherra: Staða mála enn óbreytt „Morgundagurinn verður að leiða niður- stöður í Ijós“ sagði iðnaðarráðherra í gær „MÁLIÐ er á viðkvæmu stigi, þannig að ég gef engar yfirlýsingar," sagði dr. Paul Miiller, cr hann gekk af viðræðufundi með iðnaðarráðherra og fulitrúum hans í fundarsal fjármálaráðuneytisins í Borgartúni um kl. 17.30 í dag. „Ekkert að segja um stöðu mála eins og komið er. Morgundagurinn verður að leiða það í ljós,“ sagði Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra aðspurður um hvort niðurstöður hefðu fengist í viðræðunum, er hann gekk út rúmum hálftíma síðar ásamt ráðgjöfum sínum. Viðræðufundum verður framhaldið í dag. Samkvæmt ummælum iðnað- arráðherra og heimildum Mbl. ræðst væntanlega á fundum í dag hvort samkomulag næst milli Alusuisse og íslenzkra stjórn- valda vegna álversins í Straums- vík, eða hvort upp úr slitnar á ný. Alusuissemenn lögðu fram bréf á fundinum í gærmorgun þar sem ítrekaðar eru og nánar útskýrðar fyrri yfirlýsingar um vilja til að ágreiningsmál verði lögð í ein- faldan gerðardóm og að síðan verði setzt að samningaborði um hækkun raforkuverðs og fleiri atriði. Iðnaðarráðherra mun þar á móti hafa ítrekað sínar skoðanir um að jafnhliða því að ákvörðun verði tekin um hvernig leysa skuli ágreiningsmálin frá fyrri tíð sé samið um önnur atriði, svo sem hækkun raforkuverðs o.fl. Málin voru rædd fram og aftur, en engar niðurstöður fengust. Heimildarmenn þeir er Mbl. ræddi við í gær voru þeirrar skoðunar, að væntanlega myndi ráðast á fundunum í dag hvort samkomulag næðist, eða hvort „áfram yrði allt járn í járn“, eins og einn viðmælenda blaðsins orðaði það. I gærkvöldi fundaði álviðræðu- nefnd ríkisstjórnarinnar og er Mbl. kunnugt um að stjórn ÍSALs var boðuð til fundar eftir hádegi í dag. Útflutningur hefiir dreg- izt saman um 11,5% í ár — Verömætaaukningin milli ára er aðeins 28,5% Heildarútflutningur landsmanna dróst saman um tæplega 11,5% fyrstu tiu mánuði ársins í magni tal- ið, en alls voru flutt út 443.597,3 tonn borið saman við 501.030,5 tonn Getraunir: „Potturinn“ Vz milljón kr. TVEIR unnu stærsta „pott“ frá upp- hafi Getrauna um helgina, Reykvík- ingur og Hornfirðingur. Hvor um sig fengu liðlega 174 þúsund krónur en potturinn nam hálfri milljón króna, sem er 10% hækkun frá síðustu helgi. Alls komu fram 75 raðir með 11 rétta og er vinningsupphæð fyrir hverja röð 1.992 krónur. , fyrstu tíu mánuðina í fyrra. Verð- mætaaukningin milli ára er aðeins tæplega 28,5%, en verðmæti útflutn- ings fyrstu tíu mánuðina í ár er lið- lega 6.320,7 milljónir króna, en var á sama tíma í fyrra liðlega 4.920,5 milljónir króna. Almennar verð- breytingar í landinu eru um 55% á þessu tímabili. Heildarútflutningur iðnaðar- vara dróst hins vegar saman um 4,5%, en alls voru flutt út 131.262,0 tonn fyrstu tíu mánuðina í ár, en á sama tíma í fyrra voru flutt út 137.518,1 tonn. Verðmæta- aukningin í iðnaðarvöruútflutn- ingnum milli ára er liðlega 41,5%, en verðmætið í ár er liðlega 1.465 milljónir króna, borið saman við liðlega 1.035 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Útflutningur á áli og álmelmi dróst saman um 9% á fyrstu tíu mánuðum ársins, en alls voru flutt út 49.022,5 tonn í ár, borið saman við 53.810,0 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukningin í út- flutningi á áli og álmelmi er að- eins 21% á umræddu tímabili, en verðmæti útflutningsins í ár er 639,2 milljónir króna, en var á sama tíma í fyrra liðlega 529,8 milljónir króna. Steingrímur Hcrmannsson, sjáv- arútvegsráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins, hélt utan sl. laug- Útflutningur á kísiljárni jókst um liðlega 33% fyrstu tíu mánuð- ina í ár, en alls voru flutt úr 34.458,6 tonn í ár, borið saman við 25.990,0 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára er um 98%, en útflutningsverðmætið í ár er liðlega 196,2 milljónir króna á móti liðlega 99,2 milljón- um króna á sama tíma í fyrra. ardag og var för hans heitið til Jamaica, en þar fer fram undirritun hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóð- anna í vikunni. Að sögn Jóns Arn- Undirritun hafréttarsáttmálans: Steingrímur og Hans G. undirrita báðir — Blaðafulltrúum ókunnugt um fdr Steingríms Ný vísitöluviðmiðun: Vísitölunefnd ríkisstjórn- arinnar klofnaði um málið — Djúpstæður ágreiningur í ríkisstjórn um afgreiðslu þess VÍSITÖLUNEFNI) ríkisstjórnarinn- ar klofnaði í gær í afgreiðslu sinni á skýrslu til ríkisstjórnarinnar. Þröst- ur Olafsson fulltrúi Alþýðubanda- lagsins skilaði séráliti, en Halldór Ásgrímsson þingmaður Framsóknar- flokksins og Þóröur Friðjónsson hagfræðiráöunautur forsætisráð- hcrra skiluðu sameiginlegri skýrslu, sem samkvæmt heimildum Mbl. er samhljóða þeirri skýrslu, sem nefnd- in hafði komiö sér saman um sl. haust. Ríkisstjórnin fjallar um málið á fundi sínum i dag, en samkvæmt hcimildum Mbl. er djúpstæður ágreiningur um afgreiðslu þess. Eins og komið hefur fram í fréttum er breytingin á vísitölu- grundvellinum og ný vísitöluvið- miðun einn af þeim þáttum sem samkomulag varð um að fylgja ættu bráðabirgðalögum ríkis- stjórnarinnar þegar þau voru samþykkt í ágústmánuði sl. Vísi- tölunefndin fyrrgreinda hefur unnið að máli þessu svo mánuðum skiptir og hafði nefndin náð sam- komulagi um flest atriði um það leyti sem bráðabirgðalögin voru samþykkt, en nú virðast alþýðu- bandalagsmenn hafa dregið til baka ýmsar fyrri samþykktir. Samkvæmt því sem Mbl. kemst næst hefur Þröstur Ólafsson lagt fram kröfur um að nýtt útreikn- ingstímabil verði fyrsta kastið óbreytt, það er þrír mánuðir í stað fjögurra eða jafnvel fimm, eins og áður hafði verið rætt um. Þá er og ágreiningur um ýmsa aðra þætti þessa máls. alds, ráðuneytisstjóra í sjávarút- vegsráðuneytinu, mun Steingrímur undirrita hafréttarsáttmálann ásamt Hans G. Andersen ambassador í Washington, en áður hefur birst opinberlega tilkynning frá utanrík- isráðuneytinu þess efnis að Hans myndi undirrita samninginn fyrir hönd íslands. Er Mbl. leitaði upplýsinga hjá Tómasi Karlssyni, sendiráðunaut í utanríkisrðuneytinu, í gær hafði hann ekki aðrar upplýsingar en þær, að Hans G. Andersen myndi undirrita hafréttarsáttmálann af Islands hálfu, en einnig yrði Guð- mundur Eiríksson, þjóðréttar- fræðingur utanríkisráðuneytisins, viðstaddur. Tómasi var ekki kunn- ugt um að Steingrímur væri á för- um til Jamaica í sömu erinda- gjörðum og Hans G. Andersen. Magnúsi Torfa Ólafssyni, blaða- fulltrúa ríkisstjórnarinnar, var einnig ókunnugt um erindi Stein- gríms til Jamaica er Mbl. ræddi við hann um miðjan dag í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.