Morgunblaðið - 16.12.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.12.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1982 e/wvm verkalýófisönKvar og ættjaróammtjvar StjórnHndí Sigurwwinn Magnúswm Þú getur fengið að reyna hana heima í stofu Kraftmikil og lipur Sænsk gæðavara. Hag- stætt verð — Vildarkjör. Sigmund með sínu lagi Myndlist Besta heimílíshjálpin fullkomin uppþvottavél frá Bauknecht og teiknara Sigmund, en auðvitað er það að bera í bakkafullan læk- inn að kynna þann snilling fyrir lesendum Mogga. Ef ég man rétt, hef ég ritað um flestar ef ekki allar bækur Sigmund hér í blað- ið, og allt, sem ég hef sagt um hann á prenti áður, stendur í sambandi við fjórðu bók hans. Það, sem breytzt hefur í þessu efni, er atburðarásin á því tíma- bili sem bókin spannar. Stjórn- mál og ýmsar uppákomur í þjóð- félaginu fara jafnan eftir að- stæðum hverju sinni. Það er allt- af eitthvað nýtt að finna í mynd- um Sigmund, og hann er manna vísastur til að hitta naglann á höfuðið. Sigmund hefur afar frjóa kímnigáfu, sem honum tekst vel að koma til skila í teikningum sínum. Hann hefur fyrir löngu þróað með sér sérstæðan stíl, sem tekur litlum breytingum, þótt Sigmund sé síungur í við- fangsefnum sínum og grípi hlut- ina ótrúlega fljótt í dagsins önn. Ekki veit ég, hvað margar mynd- ir hann birtir í Morgunblaðinu á ári, en þær hljóta að vera yfir 300. Að halda sliku gangandi ár eftir ár er í mínum augum kraftaverk, og það má bæta því við, að lítil endurtekning á sér stað í þessum verkum. Hvernig honum tekst að halda lummun- um heitum, ef þannig má að orði komast, er allt að því óskiljan- legt. Fyrir utan þetta starf hefur Sigmund verið afkastamikill og heppinn uppfinningamaður, og mun nú unnið að því að bæta öryggi íslenzkra sjómanna með einni merkilegustu uppfinningu hans. Geri aðrir betur. Fjórða bók Sigmund er afar lík í sniði og fyrri bækur hans, enda sömu útgefendur. Þessi nýja bók er svo hlaðin skopi, að ég held, að segja megi, að Sig- mund hafi aldrei verið hressari. Þetta er nú ef til vill nokkuð mikið sagt, því að fáir hafa verið hans jafnokar í hressilegheitum á undanförnum árum. Sumar myndanna í bókinni man maður frá síðum Mogga, en þær verða aftur ljóslifandi. Ég hafði mikla ánægju af að fletta þessu riti í fyrsta sinni, og ég hafði engu minni ánægju af að fara yfir myndirnar aftur. Gömul og ný andlit gægjast þar af síðum, og gera manni gott gaman. I þess- ari nýjustu bók Sigmund eru u.þ.b. eitt hundrað og fimmtíu myndir, og hver þeirra með sínu lagi. Valtýr Pétursson (B«ukn«cht 5 þvottakerfi þvær eftir 12manna boróhald Úr ryöfríu stáli aó innan Hæó 85,0 cm breidd 59,5 cm dýpt 60,0 cm Greiósluskil málar eóa staógreióslu- afsláttur KOMIÐ HRINGIÐ SKRIFIÐ vió veitum allar nánari upplýsingar. yéladeild i Sambandsins Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900 EINÁR FARESTVEIT í, CO. HF 8CBGSTADASTRA.T) I0A - SIMI I6«*5 Valtýr Pétursson Þá er komin fjórða bókin frá hinum frábæra hugmyndasmið VZterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.