Morgunblaðið - 16.12.1982, Blaðsíða 34
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1982
Svlþjóð:
Um 18% útflutn-
ingsverðmæta-
aukning 1982
Spá um 10%
verðmætaaukn-
ingu á næsta ári
Bráðabirgöatölur gera ráö fyrir
því, að útflutningur Svía á þessu
ári verði að verðmæti í námunda
við 171 milljarð sænskra króna,
sem er um 18% aukning frá fyrra
ári. Ennfremur sýna þessar tölur
um 2% aukningu umfram það sem
áætlanir í september gerðu ráð
fyrir.
Á fyrri helmingi þessa árs var
útflutningsverðmæti Svía um 83
milljarðar sænskra króna, sem
var um 19% aukning miðað við
sama tímabil á árinu 1981. Hins
vegar benda tölur nú til, að út-
flutningsverðmæti á seinni
helmingi ársins verði um 88
milljarðar króna, sem er um
18% aukning frá sama tíma í
fyrra.
Sænskir efnahagssérfræð-
ingar hafa gert spá um útflutn-
ing landsmanna á næsta ári og
samkv'semt henni verður út-
flutningsverðmætið í kringum
188 milljarðar sænskra króna,
sem er um 10% aukning frá yf-
irstandandi ári. Hins vegar ger-
ir spáin ráð fyrir heldur minni
verðmætaaukningu í útflutningi
iðnaðarvara, eða um 9%.
Mikill vöxtur í vöru-
flutningum Arnarflugs
Skattheimtan um 10 milljarðar í ár:
FRAKT er vaxandi þáttur í rekstri
Arnarflugs, bæði í innalands- og
millilandaflugi, segir í nýjasta
fréttablaði Arnarflugs, en þar
ketnur ennfremur fram, að aukn-
ingin á fraktflugi í innanlandsflug-
inu sé um 16% frá fyrra ári.
Ekki er óalgengt, að farið sé
sérstakt leiguflug vítt og breytt
um landið með vörur. I milli-
landafluginu hefur ennfremur
orðið mikil aukning. Það eru
ekki eingöngu vörur frá Hol-
landi og nágrannalöndum þess,
heldur ennfremur frá Banda-
ríkjunum, Kanada og Austur-
löndum.
í fréttablaðinu segir, að
Amsterdam sé góður tengistað-
ur fyrir vörur frá fjarlægum
stöðum og Arnarflug taki við
frakt frá fimmtán flugfélögum,
sem þar lenda og flytji til ís-
lands. „Það er áberandi í hve
miklum mæli íslenzkir aðilar
eru farnir að nota hraðsend-
ingarþjónustu ef þarf að fá
varning eins og varahluti, lyf,
MIKIL aukning hefur orðið á
starfsemi upplýsingaskrifstofu
ávexti eða aðra viðkvæma
hluti."
í fréttablaðinu segir að síð-
ustu, að útflutningur fari enn-
fremur vaxandi með vélum fé-
lagsins, aðallega sé flogið með
ullarvörur og matvæli.
Verzlunarráðs tslands undanfarið.
Krlendar fyrirspurnir fyrstu tíu
mánuði ársins voru orðnar fleiri,
en á öllu síðasta ári, sem var met-
ár. Þessar upplýsingar koma fram
í nýjasta fréttabréfí verzlunarráðs-
Veruleg aukning er
á starfsemi upplýs-
ingaskrifstofu VI
ins.
Stefnir nú í 20% aukningu á
þessu ári og er búizt við að þær
verði um 3.000 að sögn Gríms
Jósafatssonar, forstöðumanns
upplýsingaskrifstofunnar. ís-
lenzk fyrirtæki bregðast yfir-
leitt fljótt og vel við þegar er
leitað upplýsinga um starfsem-
ina, enda farið með þær sem
trúnaðarmál og þær aðeins
gefnar öðrum til að greiða fyrir
viðskiptum og efla viðskipta-
traust.
Nýr formaður
Alþjóða Verzl-
unarráðsins
FRANCOIS Geyrac frá Frakklandi
hefur verið kosinn formaður Alþjóða
verzlunarráðsins fyrir árið 1983 og
tekur hann við af Austurríkismann-
inum Philipp von Schoeller.
Geyrac hefur verið varaformað-
ur Alþjóða verzlunarráðsins á
þessu ári. Hann er kunnur fyrir
áhuga sinn á þjóðfélagsmálum og
hefur mikið látið til sín taka í
þeim efnum innan Alþjóða verzl-
unarráðsins. Geyrac var einnig
nýlega kosinn formaður efnahags-
og þjóðfélagsmálanefndar Efna-
hagsbandalags Evrópu, EBE. Höf-
uðstöðvar Alþjóða verzlunarráðs-
ins eru í París í Frakklandi.
Meira hugsað um hækkun skatta
en öryggi og eðli
þeirra skattstofna, sem fyrir eru
sagði Olafur Nilsson á fundi fram-
kvæmdastjórnar Verzlunarráðsins
ÓLAFUR Nilsson, endurskoðandi,
ræddi um skattamál og undanbrögð
frá skattheimtu á fundi stjórnar
Verzlunarráðs íslands á dögunum.
Ólafur sagði í upphafí, að meira
hefði verið hugsað um það á undan-
fornum árum að hækka skatta, en
gæta að öryggi og eðli þeirra skatt-
stofna, sem fyrir eru og hvernig
mætti nýta þá með einfaldari hætti,
að því er segir í nýjasta fréttabréfi
Verzlunarráðs íslands.
Það kom fram hjá Ólafi, að
skattheimta ríkis og sveitarfélaga
yrði um 10 milljarðar króna á
þessu ári og 80% af heildartekjun-
um kæmu frá þremur skattstofn-
um, 24% af sköttum á tekjur, 20%
af gjöldum á innflutning og 36%
af söluskatti.
Hann ræddi síðan um kosti og
galla hvers tekjustofnsr Vaxandi
erfiðleikar eru á því í flestum
löndum, að koma fram álagningu
á tekjuskatt með eðlilegum hætti.
Þetta skapar óánægju og tor-
tryggni og aðgerða er krafizt án
þess að grunnurinn væri nægilega
skoðaður. Virðisaukaskattur hefur
víða komið í stað söluskatts vegna
uppsöfnunar og áhrifa hans á
framleiðslukostnað.
Þá sagði Ólafur, að aðstöðu-
gjaldið á atvinnurekstur hefði
einnig uppsöfnunaráhrif, þó því
væri minni gaumur gefinn, auk
þess væri velta fyrirtækja í alla
staði óraunhæf sem skattstofn.
Ólafur ræddi nokkuð um virðis-
aukaskatt, en fjármálaráðherra
hefur lýst því yfir, að frumvarp
um hann verði lagt fram á þessu
þingi.
Ólafur sagði, að undanbrögð frá
skattheimtu sköpuðu mismunun í
þjóðfélaginu, en enginn vissi hvert
raunverulegt umfang slíkra und-
anbragða væri. Á því hefðu engar
rannsóknir farið fram. Á hinn
bóginn hélt hann því fram, að
undanbrögð væru mest á tekju-
skatti, en ekki á söluskatti, eins og
margir virtust halda.
Ólafur benti á, að margir væru
Ólafur Nilsson
tilbúnir að draga undan skatti, en
undanbrögðin færu eftir aðstöðu
manna. Aðstaðan væri bezt þegar
2 smáir semji um viðskipti sín á
milii eða þegar um tilfallandi
tekjur fyrirtækja og einstaklinga
væri að ræða. Þá væri það vaxandi
vandamál, að stærri hluti launa
væri greiddur í hlunnindum, en
áður, bílastyrkir, fæði og fleira.
Erfitt væri að meta slíkt til pen-
inga, þannig að það skapaði ekki
mismunun.
Að lokum fjallaði Ólafur Nils-
son nokkuð um úrbætur í skatta-
málum og nefndi m.a., að meiri
formfestu vantaði varðandi
smærri atvinnurekstur og skrán-
ingar fyrirtækja. Efla þyrfti
starfshæfni skattstofa og taka þar
upp jákvæðari vinnubrögð gagn-
vart skattborgurunum og efla
gagnkvæmt traust. Einnig mætti
draga úr undanbrgöðum með því
að samræma lög því sem væri
framkvæmanlegt. Skatthlutfall
tekjuskatts, 65%, í efstu þrepum
væri alltof hátt, þannig að veru-
lega myndi draga úr undanbrögð-
um ef það væri lækkað. Þá þyrfti
að efla raunhæft eftirlit með
sköttum og skattstofnum, því ekki
væri gætt að veikleikum skatt-
stofnanna þegar skattar væru
hækkaðir og kæmi það í veg fyrir
virkt eftirlit.
I
AVIIVI'