Morgunblaðið - 16.12.1982, Blaðsíða 28
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1982
r A
TVEIR
góöir, sterkir
og stílhreinir
Stálstóllinn TiflG
Vadina fellistóll
úr völdu
beykí
Verö kr. 773,-
Hannaöur af Marcel Breu-
er 1927. „Bauhaus“. Fjaö-
urmagnaöur, stílhreinn.
Fáanlegur í beyki, hnotu og
svartlakkaöur.
Verö kr. 273.-
Hvítlakkaöur kr. 307.-
Stóll fyrir heimili, skóla,
samkomuhús, sumarbú-
staöi, svalir, garöa og
vinnustaöi.
Nýborg^
BYGGINGAVÖRUR O
Ármúla 23, húsgagnadeild, sími 86755.
Eftir fall er risið
upp í alvöru
B
nninra
Hljóm
Finnbogi Marinósson
Madness.
Rise and Fall.
STIFF STEEZ 46/ Steinar.
26. október 1979 var útgáfu-
dagur á fyrstu plötu Madness,
„One Step Beyond". Platan varð
feikn vinsæl og í kjöfarið fylgdi
svokallað „Madness“-æði. við á
Islandi stóðum nokkuð utan við
það en Englendingar og þá sér-
staklega Lundúnarbúar fóru
ekki varhluta af vitleysunni.
Tónlistin sem þessir sjö ungu
sveinar spiluðu heltók alla sem á
hlýddu og fyrr en varði var
hlustandinn farinn að dilla sér
eftir takti laganna. Slíkt var
fjörið og lífsgleðin í tónlist pilt-
anna. Næsta plata olli nokkrum
vonbrigðum. Hún var ekki eins
fjörug og grípandi og sumum
þótti sem hljómsveitin væri
komin inn í blindgötu. „Abso-
lutely" hét hún, en þrátt fyrir
einhver vonbrigði seldist hún vel
og Madness virtist ekki vera að
fatast flugið hvað vinsældirnar
snerti. Þriðja platan, „7“ var
beint framhald „Absolutely" og
fannst þá mörgum borið í bakka-
fuilan lækinn. „One Step Be-
yond“ var frábær breiðskífa, ör-
ugglega einhver líflegasta og
best heppnaða dans- og
skemmtiplata seinni ára. Hinar
tvær, „Absolutely" og „7“ eru
þyngri. Ekki er eins mikið glens
í tónlistinni enda hefði þeim
ekki enst stíll fyrstu plötunnar
lengi.
Fyrir stuttu kynnti Madness
svo sína fjórðu plötu sem þeir
kalla „Rise and Fall“. Á plötunni
eru 13 lög og í heildina er platan
gjörólík því sem búast mátti við.
Eg var eiginlega meira hissa en
vonsvikinn þegar ég hlustaði
fyrst á „Rise and Fall“. Lögin
eru öll miklu rólegri og yfirveg-
aðri nú en áður. „Skaið" er engu
að síður á sínum stað en ekki
eins áberandi og nú eru þeir far-
nir að sækja sköpunarform sitt
til fyrri afreka. Þá um leið
minnkaði áhuginn á plötunni til
muna. Það lá beint við að sætta
sig við þá staðreynd, sem virtist
blasa við, að Madness væri búin
að renna sitt skeið á enda.
En fátt er svo með öllu illt að
ekki boði nokkuð gott. Þegar far-
ið er að skoða umslag plötunnar
þá finnst lykillinn að gátunni
um horfna Madness-gamanið. Á
fyrstu plötunni hét söngvarinn á
umslagi plötunnar Suggs og
trommarinn Woody Woods
Woodgate. Sniðug nöfn og hluti
af öllu ruglinu. En hvað gerist?
Á „Rise and Fall“ er söngurinn
skráður á einhvern virðulegan
G. McPherson og trommuleikur-
inn er í höndum D.M. Woodgat-
es. Jú, hljómsveitin er að reyna
að fá fólk til að taka sig og tón-
listarsköpun sina alvarlega.
Gamanið er að mestu búið og al-
varan tekin við. Með þessa vís-
bendingu í höndunum jókst
áhuginn og eftirvæntingin aftur
til muna.
Við meiri hlustun vann platan
stöðugt að og þegar öllu er á
botninn hvolft er hún hreint af-
bragðs góð. Þeim piltum hefur
tekist snilldarlega að klifra ofar
í þróunarstiganum án þess þó að
segja alveg skilið við gamla
sjarmann. Allt er miklu hæv-
erskara en enn býr mikill húmor
og ádeila í textum piltanna. Eig-
inlega ætti ekkert meira að segja
um þessa plötu heldur að láta
hvern og einn um að upplifa hið
nýja viðhorf. Eini gallinn við
plötuna er að ekkert texta-blað
fylgir henni.
„Rise and Fall“ er plata fyrir
alla sem hafa gaman af góðri
tónlist og eitt er víst að með
henni hefur Madness eignast
nýtt gildi í mínum augum og ég
er örugglega ekki einn um þá
skoðun.
FM/AM.
r-p jí
Glæsilegur
jólamarkaðu
í KJALLARA KJORGARÐS
ilS,
Wi
r
ATH.:
Nýjar vörur bætast við daglega
GERIÐ SVO VEL AÐ LÍTA INN
Gífurlegt úrval af leikföngum.
Mikiö úrval af styttum.
Skartgripir á hlægilegu veröi.
Sængurfatnaður — vefnaöarvörur.
Fatnaöur og skór á alla fjölskylduna
og margt margt fleira.
JOLAMARKAÐURINN
I KJALLARA KJORGARÐS