Morgunblaðið - 16.12.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.12.1982, Blaðsíða 16
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1982 Verðfall á Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Baldur Oskarsson: HRINGHENDA. Ljóðhús 1982. Baldur Óskarsson er eitt þeirra fáu íslensku skálda sem enn yrkja innhverf Ijóð. Þetta gildir j)ó ekki um öll ljóð hans. Það eru til dæmis mun útleitnari ljóð í Hringhendu kenndum en í fljótu bragði virðist. Við kom- um að þeim. Fordæmi Steins Steinarrs í Tímanum og vatninu og ýmsum stökum ljóðum rifjast upp þegar Hringhenda er lesin. Ég er ekki að tala um bein áhrif, heldur skyld- leika og bæti við tveimur skáldum úr atómfjölskyldunni: Sigfúsi Daðasyni og Stefáni Herði Grímssyni. Hlutir, tákn hafa oft orðið Baldri Óskarssyni að yrkisefni. Svo er enn. En nú er eins og kald- Baldur Óskarsson hæðni sé að aukast, gáski í anda svarta húmorsins. Kannsi er þetta bölsýninni að þakka samanber „Hófleg bölsýni, hún sefar hjart- að“ eins og stendur í Þrem rifum. Aftur á móti er eftirfarandi úr sama ljóði óvanalegt hjá Baldri Óskarssyni: „Hófleg bölsýni minn- ir okkur á það að orð eru orð, en athafnir heimsvon." Nú gætir hjá Baldri í opnari ljóðum en áður gagnrýni á samtíð- ina, fræði sem eiga að kenna okkur nýtt starfróf eins og minnt er á í fyrsta ljóði bókarinnar: Steinaríki II. Og Tvíljóð hefur líka merkingu. Þar er skopast að „tölvukyni" sem á hugsanlega „að létta þrautina/ sem guð hefur fengið mönnunum að þreyta sig á“. Er það sem á að koma okkur til bjargar: „Vél með vit í brjósti, / mál og styrkleik"? Fyrsta erindið í Hið ókveðna er líka gagnrýnið: Fyrst er að skynja, svo ad nefna. ... ég ætlaði að ta*pa á einhverju og ekki láta hyggindin vísa mér veg, ae — nú er verðfall á kenndum! I Það sem fyrir mér vakir er enn borið fram vantraust á gildi orð- anna, að þeim takist í raun og veru að segja nokkuð sem máli skiptir: hegar ég segi — fyrir mér vakir, þá segi ég það til hægðarauka, hujjur nær ekki til. ... í þi*ssari veraldarboru ... Ilm hvað er þá að tala? Ileimur andstæðna — andstæða þín? Nei, ekki til hálfs! Er það sem byrgir mér sýn og það sem fyrir mér vakir eitt og hið sama? Kjj var að spyrja manninn. Hann leitar inn í óvissuna — ég tamasta orð tungunnar, drögum nú úr því alla merkingu. Hringhenda er alls ekki eintóna bók. Þar er til dæmis ljóð eins og Brúðan sem lifir, um brúðu sem lifir í hugskoti skáldsins og kann ekki að deyja. Brúðuljóðið er ólíkt þeim ljóðum sem hér hefur verið vitnað til. Sama er að segja um Haustnóttina og Morgunn. Svo eru nokkrar tilraunir í Hring- hendu: La bla, Hringhenda, Sléttubönd, Tvídropi. Ljóð eins og Fréttir tilkynningar og dagskrá, Intermezzo og Sigurður og Guð- mundur eru enn merki um vilja Baldurs Óskarssonar til að færa út landamæri ljóðsins, svipta það sjálfhverfri gleði sinni. Þótt hann vilji ef til vill fyrst og fremst sýna fram á „rás Hringhendunnar" og takist það betur en oft áður er bók hans ekki síst athyglisverð fyrir það hve hún er fjölbreytileg og til marks um að orð skáldsins er ekki „klaki". Jóhann Hjálmarsson Háskólafyr- irlestur ^ Páls S. Árdal PÁLL S. Árdal, prófessor í heim- speki við Queen’s University í Ontario í Kanada, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands, sunnudaginn 19. desember 1982 kl. 15:00, í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn nefnist „Að eiga illt eitt skilið" og fjallar um refs- ingar. Öllum er heimill aðgangur. Jólaglaðningur Nú geturöu virkilega látiö veröa af því aö fá þér skemmtilega stereo-samstæöu á hagstæöu veröi og fínum kjörum. HSILVER Þessi glæsilega samstæöa kostar aðeins 11.950,- án hátalara. Meö Dantax WHT 60 40 watta hátölurum kostar hún kr. 13.035.-. — Athugiö aö skápurinn fylgir meö. Viö bjóöum þér fín kjör til jóla. Útborgun kr. 4.000,- og eftirstööar til 5—6 mánaöa. Viö eigum geysilegt úrval samstæöa frá kr. 9.755.-- 45.200,- á úrvalskjörum. — Lítiö viö, þaö borgar sig. ___ EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Bergstaðastræti 10 A Sími 16995 TEGUND 2310 PRJÓNA VÉL Hefur alla þá kosti, sem prýtt geturprjórta- vél til heimilisnota. • Prjónar fínt og gróft garn, einnig lopa. • Hefur munsturhanka, sem stjórnar fjölbreyttu munsturprjóni, svo sem litaprjóni, tvöföldu mynsturprjóni, útprjóni eftir frjálsri teikningu, vefnaði og gata og garðaprjóni. • Prjónar sokka, heila í hœl og tá, hring- prjón og klukkuprjón. • Hefur tvö nálahorð, tvo bandleiðara og 360 nálar alls. • Fáanleg með rafmótor. Atta tíma kennsla og íslenskur leiðarvísir fylgir vélinni. Leitið nánari upplýsinga um hagstætt verð og góð greiðslukjör. . <& RAFBÚÐ SAMBANDSINS Ármula 3 ■ Simi 38900 SÝNIKENNSLA ÞRIÐJUDAGA OG FIMMTUDAGA KL.2-5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.