Morgunblaðið - 16.12.1982, Blaðsíða 40
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1982
+ HÓLMFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, fyrrverandi kennari, Meöalholti 17, andaöist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, 13. desember sl. Jaröarförin auglýst síðar. Aöstandendur.
Systir okkar, ELÍNBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Búrfelli, Miöfiröi, lést 8. desember. Útför hennar fer fram frá Melstaöarkirkju laug- ardaginn 18. desember og hefst athöfnin kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna Helga Jónsdóttir, Margrét Jónsdóttir.
+ Móöurbróðir okkar, JENS JÓN JÓHANNESSON, frá Ytri-Húsum, Dýrafiröi, andaöist aö heimili sínu, Grenilundi 8, 15. desember. Marta Jónsdóttír, Guömundur Jónsson.
t Hjartkær eiginmaöur minn og faðir okkar, KARL HINRIKSSON frá Eskifiröi, Borgarhlíö 4A, Akureyri, lést 11. desember. Jarðarförin fer fram laugardaginn 18. desember kl. 13.30 frá Akureyrarkirkju. Fyrir hönd vandamanna Gunnlaug Heiðdal og börn.
+ Móðir okkar, tengdamóöir og amma, LAUFEY GÍSLADÓTTIR, Heiöargeröi 25, sem lést 9. desember, veröur jarösungin í Dómkirkjunni föstudag- inn 17. desember klukkan 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á minningarsjóö nýrna- vélar Landspítalans. Börn, tengdabörn og barnabörn.
+ Útför eiginkonu minnar og fósturmööur, GUOLAUGAR KATRÍNAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Reynihvammi 13, Kópavogi, fer fram frá Kópavogskirkju, föstudaginn 17. desember kl. 3. Fyrir hönd vandamanna, Stefén Gíslason, Helga Jóhannsdóttir.
+ Útför eiginmanns míns, MAGNÚSAR BJÓRNSSONAR, skipstjóra, Sólvallagötu 6, fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 17. desember kl. 15. Þeim, sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á líknarstofnanir. • Fyrir hönd aöstandenda, Guórún Markúsdóttir.
+ Útför fööur okkar og tengdafööur, JÓHANNS KR. BJÓRNSSONAR, Sléttahrauni 29, Hafnarfirói, J, (éður Linnetstlg 9A), sem lézt 8. desember, verður gerö kl. 10.30 árdegis föstudaginn 17. desember frá Fríkirkjunni í Hafnarfiröi. Björn Jóhannsson, Guörún Egilson, Ólafur Jóhannsson, Arnbjörg Sveinsdóttir, Sjöfn Jóhannsdóttir, Arnbjörn Leifsson, og barnabörn.
+ Eiginkona mín, dóttir, móöir okkar, tengdamóðir og amma, HULDA SIGRÚN PÉTURSDÓTTIR, Hringbraut 5, Hafnarfirói, veröur jarösungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfiröi, föstudaginn 17. desember kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á aö láta Krabba- meinsfélag Islands njóta þess. Geir Gestsson, Elínborg Elísdóttir, Bjarni Hafsteinn Geirsson, Helga Garðarsdóttir, Svavar Geirsson, Ingibjörg Kristinsdóttír, og barnabörn.
Minning:
Arni Sigurðsson
útvarpsvirkjameistari
Fæddur 1. nóvember 1917
Dáinn 11. desember 1982
Þegar ég frétti andlát Arna
frænda míns, þá settist ég niöur
og ýmsar myndir og endurminn-
ingar streymdu fram. Þrátt fyrir
38 ára aldursmun fannst mér við
Árni alltaf vera jafnaldrar. Hann
hafði lag á því að skilja og tileinka
sér hugsanagang þeirra sem yngri
voru.
Árni var fæddur 1. nóvember
1917 cg því nýorðinn 65 ára gamall
er hann andaðist. Foreldrar hans
voru hjónin Sigurður Árnason,
kaupmaður og íshússtjóri í Nor-
dalsíshúsi, og kona hans, Ágústa
Hildibrandsdóttir. Árni var elstur
fjögurra barna þeirra hjóna.
Árni varð snemma mikill
áhugamaður um fjarskipti og
útvarpstækni. Mér hefir verið sagt
að hann hafi lagt óskiljanlega víra
um allt húsið, æskuheimili sitt,
Lindargötu 15, þegar hann var
smástrákur. Og smástrákur var
hann alltaf meðan ég var slíkur.
Alltaf gat hann farið í bílaleik og
aðra þá leiki sem ég falaðist eftir.
Enn man ég hann flatmagandi á
gólfinu, rennandi bílum eftir tepp-
inu og flautandi fyrir horn á bók-
um, sem táknuðu hús. Ég sé hann
enn fyrir mér sem leiðbeinanda,
þegar hann kenndi mér að þekkja
hanann í hænsnahópi. Og ógleym-
anlegir eru bíltúrarnir. Alltaf var
Árni sá glaðasti í barnahópnum
sem laðaðist að honum.
Fyrri kona Árna er Margrét
Þorsteinsdóttir og eignuðust þau
fjórar dætur. Þær eru Ágústa,
Anna Þóra, Sigrún og Margrét.
Árni og Margrét slitu samvistum.
Seinni kona Árna er Sigríður
Svava Guðmundsdóttir. Hún
skapaði Árna yndislegt heimili að
Huldulandi 5 hér í borg.
Löngu eftir að ég var kominn til
vits og ára, að eigin mati, varð
mér ljóst að Árni barðist við
sjúkdóm þann, sem AA-samtökin
hafa vígbúist gegn. Samt er það
Ólafur Bœrings-
son - Kveðjuorð
Ólafur Bæringsson lést af slys-
förum þann 20. nóvember sl. Þessi
dánartilkynning míns besta vinar,
frá unglingsárum og allt til þessa
dags, kom mér úr jafnvægi svo ég
sat og beið þess að tilkynningin
væri endurtekin með von um að
þetta væfi misheyrn, en svo
reyndist ekki vera. Slys hafði orð-
ið og Óli var dáinn. Undarleg
ráðstöfun örlaganna. Hann bjarg-
aðist úr sjóskaða fyrir um það bil
ári og ferst síðan í bílslysi ári
seinna í Portúgal. Eins og örskot
runnu minningar upp í huga mín-
um frá liðnum árum. Hver mynd-
in birtist af annarri frá því við
fyrst kynntumst, þá 14 og 15 ára
unglingar með bjartar vonir og
mikla athafnaþrá. Fullir orku og
lífsgleði. Margt var brallað þau ár
sem á eftir fóru, fram undir tví-
tugsaldurinn. Það voru ár gáska-
fullra samverustunda, þegar frí-
tími gafst frá mikilli vinnu og
hörku sjósókn á vetrarvertíðum
frá ísafirði. Óli fór suður, en minn
starfsvettvangur varð áfram frá
ísafirði. Við hittumst þó alltaf af
og til, ýmist á Isafirði eða í
Reykjavík og áttum saman glað-
væra endurfundi sem bundu okkur
enn tryggari vinaböndum. Árið
1975 keyptum við okkur bát sam-
an, sem við gerðum út á hand-
færaveiðar en seldum síðan árið
eftir.
Óli var góður vinnufélagi og
samstarfsmaður og drengur góð-
ur. Ég sakna hans sárt og sætti
mig illa við þessa ráðstöfum æðri
máttarvalda, að taka burtu góðan
dreng, eiginmann og föður, í
blóma lífsins. Sjálfur varð ég að
sætta mig við að hafa ekki getað
fylgt vini mínum til grafar, en
horfði dapur á stormana blása um
fjörðinn, þar sem við höfðum mest
saman að sælda.
Elsku Adda, við Björg vottum
þér, sonum ykkar, öldruðum for-
eldrum og öðrum ættingjum inni-
lega samúð og biðjum guð að varð-
veita ykkur og styrkja í þessari
miklu sorg.
Ég þakka Ólafi vini mínum fyrir
liðnar stundir.
Gudjón Arnar Kristjánsson,
ísafirði.
t
Móöir okkar, tengdamóöir og amma,
ÞÓRA NIKULÁSDÓTTIR,
Þóramörk 3, Hverageröi,
veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju, föstudaginn 17. desember
kl. 15.00.
Ingvar Christiansen, Gíslina Björnsdóltir,
Ragnar Christiansen, Ásta Jóhannsdóttir,
Hans Christiansen, Dóra Snorradóttir,
og barnabörn.
t
Þökkum innileaa auösýnda samúö viö andlát og iaröarför,
JÓHÓNNU MARGRÉTAR GUDJÓNSDÓTTUR.
Tómas Gíslason, Edda Skúladóttir,
Gerður Magnúsdóttir, Þórir Tryggvaaon,
Sigríöur Guöjónsdóttir Begh, Sigrún Skúladóttir,
Ssavar Halldórsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vínarhug viö andiát og
útför
HRÓLFS ÁSVALDSSONAR,
viöskiptafræóings, Holtagerói 42,
Guörún Sveinsdóttir,
Sigríöur Jónsdóttir, Hildur Björg Hrólfsdóttir,
4Esa Hrólfsdóttir, Sveínbjörg Hrólfsdóttir,
Börkur Hrólfsson, örn Hrólfsson.
svo að aldrei sá ég frænda minn
öðruvísi en hinn síglaða smástrák,
sem ætíð gladdist með okkur yngri
fjölskyldumeðlimunum og kyn-
slóðabil var ekki til.
Ég vona að eftirlifandi eigin-
kona, Sigríður Svava, geti í sorg
sinni fundið huggun í endurminn-
ingum um gleðistundir, sem án efa
hafa verið margar í samvistum við
jafn glaðværan og gamansaman
mann og Árni frændi var. Blessuð
sé minning hans.
Diddi frændi
Þjóðfélagsfræði-
nemar við HÍ:
Framtíð Há-
skólans
stefnt í voða
ALMENNUR félagsfundur Samfé-
lagsins, félags þjóðfélagsfræðincma
við Iláskóla íslands, haldinn 13.
des. 1982, vill benda á eftirfarandi:
Undanfarin ár hafa fjárveit-
ingar til Háskóla íslands verið
langt frá því að vera nægar og
niðurskurður hefur átt sér stað
bæði utan skólans og innan. Nú er
svo komið að skólanum er vart
lengur fært að halda uppi hefð-
bundinni starfsemi sinni og þaðan
af síður að auka hana og bæta. Á
sama tíma fjölgar stúdentum við
skólann gífurlega ár frá ári eða
um 1.000 á síðustu fjórum árum.
Því hljóta að vakna spurningar
um stefnu yfirvalda í málefnum
skólans. Á að gera honum kleift að
standa undir nafni, sem vísindaleg.
fræðslu- og rannsóknarstofnun?
Við teljum þetta ástand alger-
lega óviðunandi og álítum að nú sé
framtíð skólans stefnt í voða.
Fundurinn skorar á mennta-
málaráðherra, fjármálaráðherra
og aðra alþingismenn að taka við
endanlega afgreiðslu fjárlaga
fyrir árið 1983, fullt tillit til fjár-
beiðni Háskóla íslands.