Morgunblaðið - 16.12.1982, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.12.1982, Blaðsíða 47
ins. En við getum alveg eins sagt: Líf þjóð- arinnar á þessari eyju. Aldrei hefur verið nauðsynlegra að minna á það en nú. Ef við glötum hafinu, verður ólíft hér. Öll list á að efla manninn í baráttu hans, brýna hann til átaka. List er áróður. Stjórnmála- menn hafa ekkert einkaleyfi á honum. Ekkert getur aukið mönnum þroska eins og listin. Það er líka hlutverk hennar. Hún á að vekja, en ekki sefja. Ýta fólki út í baráttu, en láta það ekki daga uppi í and- legri vellystingu. Það er þess vegna sem einræðisstefnur vilja stjórna listinni: Þær vilja sefja. Ég hef alltaf verið á móti sefj- unarlist. Við eigum ekki bara að njóta feg- urðar, heldur taka þátt í að skapa hana. Fyrstu neistar manndóms og mannúðar i heiminum hafa hrokkið frá steðja skáld- skapar og lista. Líttu bara á sögu Frakka. Sjáðu Sovétríkin í dag, hverjir eru það sem halda uppi merkinu þar? Það eru skáldin og vesalingarnir sem eru að reyna að vekja stjórnmálamennina. Svo leysir óttinn mannúðina úr læðingi. En það kostar bar- áttu. Sem betur fer kunna pólitíkusar einnig að aka seglum eftir ótta. Sem betur fer.“ „Tónar hafsins, þetta er ákall?" „Kannski eru trúarbrögð í öllu. Þú mannst kannski að ég sagði þér frá því, þegar Rússarnir ruddust á mig og spurðu hvaða þjóð ég héldi mest upp á? Mér duttu Frakkar sem snöggvast í hug, því að ég græddi svo mikið á dvöl minni í París, kannski skipti hún sköpum fyrir mig. En ég hrópaði: „Auðvitað ísland! Ég trúi á ísland eins og þið trúið á Sovétríkin." Þá hlógu allir. Allir verða að hafa einhvern átrúnað. Eitthvað til að ákalla. Stundum dettur mér í hug, að listamenn trúi bara á verkið sem ásækir þá í það og það skipti. Listamaðurinn má aldrei glata þeirri trú, að hann eigi eftir að gera sitt bezta verk. Þá heldur hann áfram, reynir að tjá sig betur en áður. Er nokkur átrúnaður til betri en tjáningin?" Ég sagði: „Hérna eru Tónar hafsins, þarna Tröllið á fjöllunum, þar sem skessan fer með stefið Ólafur muður ... Sona- torrek og Helreiðin — allt monúmental verk. I þeim öllum er eitthvað sem bendir til himins, eitthvað sem hrópar." Ásmund- ur tókst allur á loft. „Mér þykir skemmtilegt, að þú skulir segja þetta. Sumir kalla þetta æði. Og það er æði. Fjallatindarnir kalla á eitthvað í manni, en það er ekkert ákall í Helreið- inni, heldur óhugnaður. Eitt sinn var verkamaður að vinna við gatnagerð hér fyrir utan girðinguna og var alltaf að skoða Tröllið á fjöllunum, eða Ólafur muð- ur ætlarðu suður, og stríða mér með myndinni. En þegar ég hafði lokið við að steypa hana upp, sagði hann: „Þetta er bara Island sem hrópar út í veröldina." Hann hafði eignazt nýja hugmynd, veröld, sem hafði búið með honum, án þess hann gæti tjáð hana. Það gladdi mig auðvitað. Fjöll ríma á móti tröll, einkennilegt. Mér líður illa, ef ég sé listamenn teikna natúr- alistisk tröll. Tröll minna mig alltaf á fjöll. Island á nóg af tröllum. Það hefur verið hið tröllslega í ólafur muður ætlarðu suð- ur, sem vakti verkamanninn til nýrrar óvæntrar skynjunar. Ég sigraði ekki hann, heldur hann mig. Natúralistisk tröll eru ekki til í mínum huga. En þetta segi ég bara við sjálfan mig. Aðrir verða að sjá sínar sýnir. Ég segi við nemendur mína: „Það er ekki ég sem á að skipa fyrir um hvernig þið gerið myndirnar ykkar, heldur eigið þið að sýna mér hvernig þið viljið hafa þær.“ Skólar eru hættulegir. Þeir drepa hugmyndaflugið. Ég er alltaf að vara kennara við þessari hættu. Vilmund- ur landlæknir sagði eitt sinn við mig í París: „Myndlistaskólarnir eru beztu skól- ar í heimi, þeir skerpa hugmyndaflugið hjá nemendunum.“ En sjáðu, góði, þarna er Helreiðin. Hún er úr öðrum heimi. Eitt sinn stóðu þrír hestar á beit þarna handan við girðinguna. Maður sem var í heimsókn sá þá bak við Helreiðina: „Þeir eru leik- föng samanborið við tröllið," sagði hann. Og einhver útlendingur þóttist hafa séð skyldleika milli Helreiðarinnar og glit- vefnaðar í teppi sem móðir mín óf á efri árum. Ég þarf ekkert að .taka tillit til sköpulags hestsins, þetta eru fílshófar. Þetta er draugurinn frá Hel, stríðsguðinn. Hann er auðvitað á hesti úr Hel. Þegar ég gerði fyrstu skissurnar að helreiðinni, hafði ég þjóðsöguna um djáknann á Myrká í huga. En svo fannst mér ég verða að sleppa konunni og þá varð úr þessu Hel- reiðin, sótt í Eddu: Hel á allt. Állt er vígt dauðanum, blóm, jörð, menn. Dauðinn verður að vera óhugnanlegur. Við erum brennimerkt honum. Hann flæðir yfir allt, þyrmir engu. Helreiðin er gerð á stríðsár- unum, þegar fólki var slátrað eins og skepnum. Þá tróðust margir undir trölls- legum hófum ófreskjunnar. Ég er farinn að eldast. Og mörg eru þau orðin tóbaks- kílóin sem farið hafa í nefið á mér. En ekki kvíði ég endalokunum. Ég beygi mig undir miskunnarlaust lögmál dauðans. Og ef eitthvað tekur við, langar mig ekki til ann- ars en halda áfram að forma i eitthvert efni. Ég er allur í því.“ IV. Leikur ad ljósi „Hvernig útskýrirðu myndlist? Hvað er hún?“ „Höggmyndalist? Að taka efni, forma það og láta ljósið leika við það. Hún er leikur að ljósi. Ljós og efni tala saman í höggmyndum. Línur og loftskurður mynda heild í tilbreytingunni eins og þú sérð þarna í Sonatorreki. Eitt sinn kom hingað fræg balletdansmær, sem þekkti eitthvað til Egils sögu. Ég sagði henni frá Sona- torreki og sögunni um Egil og hvernig dóttir hans bjargaði lífi karlsins. Hún vildi endilega gera ballett úr þessu. En ekki held ég að Egill yrði léttur á sér í þessum ballett." „Maður getur greint Þorgerði í mynd- inni, er hún ekki að rétta honum hörp- una?“ „Jú, segjum það. Þegar ég var aö steypa upp myndina, voru karlar í gatnagerð hérna fyrir neðan og voru auðvitað alltaf að gjóta augunum til verksins og gera at- hugasemdir við það og stríða mér. Og þeg- ar þeir sáu þetta stóra brjóst þarna, sögðu þeir: „Er þetta Mjólkurbú Flóamanna, sem þú ert að búa til?“ Og ég sagði: „Andskot- ans kjaftæði er þetta, sjáið þið ekki að það er Mjólkurbú Mýramanna?" Annars var það Sigurður Nordal, sem hvatti mig til að gera myndir út af þessum gömlu kvæðum. Þá gerði ég einnig Höfuðlausn. En ég sagði við hann: „Ég get ekki minnzt Egils nema láta efnið hamast." „Láttu þá efnið ham- ast,“ sagði hann. Sætleiki á ekki við þar sem Egill er. Hann sjálfur magnaður upp í efninu. En mér þótti skemmtilegt, þegar krakkarnir sáu landið og hafið í myndinni. Ég hef oft séð svona hella sem hafið holar í klappirnar. Við verðum einnig að ramma inn loftið. Það kann enginn betur en nátt- úran sjálf. Allar þessar myndir eru vaxnar úr hafinu og fjöllunum, og svo auðvitað Gylfaginningu. Hið forna í blóði okkar og eðli hefur varðveitzt, átrúnaðurinn á tröll- ið í fjöllunum. Svíar tala um tröll í skógum sínum, en það eru bara smátröll. Við höf- um alltaf litið á fjöllin sem einhvers konar verndara. Ég hef sagt þér einhverntíma áður, að það er fjall í Vatnsberanum. Ein- hvers konar verndari. Sumir tönnlast á því, að Vatnsberinn og Járnsmiðurinn séu svo gróf verk að ómögulegt sé að horfa á þau, en ég svara: „Ég man vel eftir þessu fólki frá því ég var barn. Ég man eftir hoknum vinnukonum sem ruku út í bylinn og komu aftur með kærkomið vatn í skjól- unum, sjálfar gaddaðar." Þetta fólk hefur aldrei yfirgefið mig. Það hefur lifað með mér, líf þess og barátta hefur verið mér innblástur. Það sneri sér við í gröfunum, ef ég gerði úr því einhverjar sætabrauðs- kerlingar eða bronskarla með merkissvip. Bæði Vatnsberinn og Járnsmiðurinn eru minning um gamalt fólk, sem barðist við tilveruna án nokkurrar tækni. Það er hetjuskapur og því má ekki gleyma. Tröllslegar hetjur, eða eigum við að segja: hetjuleg tröll. Og eins og fjöllin vöru verndarar, þannig hefur þetta fólk einnig verndað menningu okkar og sögu, fært okkur landið betra en það tók við því. Verndin er hluti þeirra trúarbragða, seni eru mér hugstæðust. Móðirin verndar börnin sín eins og kemur fram í sumum myndunum mínum. Helgimyndir, segja sumir. En verndin má ekki vera fólgin í því að frelsa fólk eins og stundum í trúar- brögðum. Þá slævist það og því hættir að fara fram, segir bara: „Ég er frelsaður! Listin á ekki sízt að vernda okkur frá þess konar frelsi. Stundum hefur mér jafnvel dottið í hug, að guð áé baráttan. Slagkraft- urinn. Og þroskinn sem fylgir átakinu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.