Morgunblaðið - 31.12.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.12.1982, Blaðsíða 7
GETRAUN 1982 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 39 Erlent í. Stærsti íþróttavidburðurinn erlendis var að flestra dómi lokakeppni HM í knattspyrnu sem fram fór á Spáni í sumar. Fyrstu spurningarnar í er- lendu íþróttafréttagetrauninni hljóta að tengjast HM. Byrjum svo. Úrslit einstakra leikja á HM komu mjög á óvart, einkum voru það „veiku“ þjóðirnar sem klekktu furðu oft á hinum sterku. Vestur-Þjóðverjar fóru ekki varhluta af þessu í riðla- keppninni, en þá ... a) töpuðu þeir 0—4 fyrir Fíla- beinsströndinni b) rétt mörðu þeir jafntefli, 1—1, gegn Bali c) töpuðu þeir hrikalega, 1—6, fyrir Trinidad/Tobago d) töpuðu þeir 1—2 fyrir Alsír e) töpuðu þeir 0—1 fyrir Afg- anistan. 2. Þjóðverjarnir tóku sig þó saman í andlitinu og komust í úrslit, en þó ekki fyrr en eftir æöisgenginn leik í undanúrslitunum gegn Frakklandi. Hvaö þurfti til að fá úrslit í leikn- um? a) skriðdrekaorrustu við E1 AI- amein b) atkvæðagreiðslu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna c) vítaspyrnukeppni d) úrskurð Páls páfa II e) nýjan leik. 3. Að margra dómi voru Brasilíumenn og Frakkar með skemmtilegustu lið- in í keppninni, einkum vakti snilld- arknattspyrna þeirra fyrrnefndu veröskuldaða athygli. Brasilíumenn töpuðu þó leiknum sem máli skipti. Hvaða þjóð var það sem sigraði Brasilíu? a) Vestur-Þýskaland b) Suður-Jemen c) Lesotho d) ísland e) Ítalía 4. Leiknum sem um ræðir í spurningu 3. töpuðu Brasiliumennirnir 2—3. Sami leikmaðurinn skoraði öll mörk mótherjanna og varð bæði marka- kóngur og leikmaður HM-keppninn- ar. Þessi lcikmaður heitir: a) Alfred E. Newman b) Paolo Rossi c) Karl-Heinz Rummenigge d) Jaruzelski e) Mohamed Ali Agca 5. Markvörður Vestur-Þjóðverja, Schumacher, vakti athygli í leik Þjóðverja og Frakka fyrir ... a) að klæðast köflóttum náttföt- um í markinu b) að standa nakinn í markinu c) að brjóta viðurstyggilega á Frakkanum Battiston d) að stilla upp vélbyssuhreiðri á marklínunni e) að fá á sig þýsk mörk 6. Sú þjóð sem síðan varð heimsmeist- ari, kom verulega á óvart, því hún stóð sig siður en svo vel í riðlakeppn- inni og komst í milliriðil fyrir hálf- gerða heppni. Þessi þjóð mætti Vestur-Þýskalandi í úrslitum og sigr- aði verðskuldað. Hvaða þjóð var þetta og hverjar urðu lokatölur leiksins? a) Liechtenstein sigraði 1—0 b) Túrkestan sigraði 2—1 c) Ítalía sigraði 3—1 d) Argentína sigraði 2—0 e) Pólland hafði betur, 1—0 7. Margir hjuggust við því að Argentínumenn myndu verja titil sinn, ekki síst vegna þess að ... a) í liðinu var að flestra mati snjallasti knattspyrhumaður heims, Diego Maradona b) í liðinu voru í raun 11 ofur- vélmenni c) leikmenn liðsins mættu vopn- aðir frumskógasveðjum og lögðu á báða bóga d) í liðinu var að flestra mati snjallasti knattspyrnumaður heims, Pele e) liðið fékk eitt liða leyfi til að tefla fram 25 leikmönnum í einu. 8. Þjóðverjinn Uli Stielike var gramur eftir úrslitaleikinn, hann kenndi Karl-Heinz Rummenigge að miklu leyti um hvernig fór. Hvers vegna? a) Rummenigge lék með 50 stiga hita og gulu b) Rummenigge lék þrátt fyrir slæma tognun í læri c) Rummenigge var á 12. glasi er leikurinn hófst d) Rummenigge skoraði aðeins 4 mörk í leiknum e) Rummenigge lék ekki með. 9. Um heim allan horfðu sjónvarps- áhorfendur á úrslitaleikinn samtím- is þvi að hann fór fram. í fyrsta skipti voru íslendingar með í gleð- inni. Frónbúar fengu þó ekki að berja leikinn augum í öðrum litum en sauðalitunum. Það var vegna þess að ... a) hann var hvergi sendur út í lit b) íslendingar fengu afnot af sendingu sem ætluð var fyrir önnur stjarnkerfi c) litasjónvarp er ekki til á Is- landi d) það var þoka í Madrid er leik- urinn fór fram e) um einhverja sérstaka franska útsendingu var að ræða. 10 Strax að keppninni lokinni var farið að spá í hvar næsta lokakeppni færi fram. Það var Ijóst lengi fram eftir árinu, en nú mun það vera dálítiö loðið. Hvaða land ætlar sér stórvirk- ið? a) E1 Salvador b) Guatemala c) Jan Mayen d) Grímsey e) Kólombía 11 Og svo síöasta HM-spurningin. Ein- hver stærsti HM-sigur frá upphafi vannst á Spáni í sumar. Hvaða sigur var það? a) Danir sigruðu Islendinga 14—2 b) Ungverjar sigruðu Chile 11—1 c) Pólverjar sigruðu Perú 10—0 d) Frakkar sigruðu England 18—5 e) Tékkar sigruðu Kuwait 9—2. 12. Heimsbikarkeppnin á skíöum var spennandi og er henni lauk siðla vetrar hafði nýr maður skráð nafn sitt í sögu keppninnar sem sigurveg- ari. Það var ... a) Bandaríkjamaðurinn Steve Mahre b) Bandaríkjamaðurinn Phil Mahre c) Bandaríkjamaðurinn Maurice Marblespoon Mahre d) Tyrkinn Abdul Kemal e) Svíinn Steve Strand 13. Svíinn snjalli Ingimar Stenmark átti ekki möguleika á því að vinna stiga- keppni heimsbikarkeppninnar þrátt fyrir stórgóða frammistöðu. Það var vegna þess að ... a) hann var staðinn að því að taka inn ólögleg slævandi lyf b) hann keppti ekki í bruni c) hann keppti ekki í stökki d) hann keppti ekki í stórsvigi e) keppti ekki. Punktur. 14. Enska knattspyrnan nýtur ekki síður vinsælda utan Bretlandseyja. Það væri ekki úr vegi að rifja upp eitt- hvað í sambandi við hana. Það er ekki að því að spyrja, að Liverpool sigraði í 1. deild á síðasta keppnis- tímabili, miklu nær er að spyrja, hvaða liö hafnaði í 2. sæti? a) FC Nurnberg b) Nottingham Forest c) Everton d) Manchester Utd. e) Torpedo Universitate Fleet- wood 15. Tvö lið undir stjórn gamalla Liv- erpool-jálka stóðu sig feikna vel í ensku knattspyrnunni á síðasta tímabili, annað í 1. deild, hitt í 2. deild. Þessi lið heita Swansea og Kotherham, en þeim stjórna: a) John Toshack og Emlyn Hugh- es b) Chris Lawler og Tommy Smith c) Kevin Keegan og Basil Rath- bone d) Margaret Thatcher og Ronnie Corbett e) Baldur og Konni Lausn á íþróttafréttagetraun er á bls. 50.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.