Morgunblaðið - 31.12.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.12.1982, Blaðsíða 5
FRÉTT AGETRAUN MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 37 25. Guðmundur J. Guðmundsson, al- þingismaður og formaður Verka- mannasambands íslands, kom í hasti heim til íslands síðla sumars, en hann var þá staddur í leyfi er- lendis. I>essarar skyndilegu og óvæntu heimkomu Guðmundar var ekki tekið með fognudi í herbúðum flokksmanna hans i Alþýðubanda- laginu og var Ólafur Ragnar Gríms- son borinn þeim sökum að hafa sagt Morgunblaðinu símanúmer Guð- mundar ytra. Ástæða heimkomunn- ar var: a) Stórfelld kjaraskerðing „menntamannaklíkunnar" í Al- þýðubandalaginu b) Reka átti herinn úr landi í 100. skipti c) Svavar Gestsson ætlaði að heimsækja vini sína í Moskvu d) Ásmundi Stefánssyni, forseta ASÍ, fannst kjaraskerðingin ekki nógu mikil 26. Ung kona lagði fram allsérstæða kæru á hendur yngri manni, en orsök kærunnar var ástarleikur sem þau hjúin höfðu skemmt sér við þá fyrr um nóttina. Ástæða kærunnar var: a) Maðurinn var ekki kærasti konunnar eins og henni sýndist í myrkrinu b) Konan vildi hætta leiknum þá hæst hann stóð, en það vildi maðurinn ekki og fór hann sínu fram c) Konan gat ómögulega komið leikfélaga sínum til d) Maðurinn krafðist gjalds fyrir veitta aðstoð, sem konan taldi alls ekki fullnægjandi 27. Setning i embætti fræðslustjóra í Reykjavík i haust olli talsveröu fjaðrafoki, því menntamálaráðherra fór ekki að vilja meirihluta borgar- stjórnar í málinu. Sá sem fékk stöð- una var: a) Sigurjón Fjeldsted b) Sigurjón Pétursson c) Áslaug Brynjólfsdóttir d) Sæmundur fróði 28. Guðmundur J. Guðmundsson var ákaflega svekktur eftir að honum hafði verið sópað út úr hafnarstjórn Reykjavíkur af eigin flokks- mönnum, en Guðmundur Þ. Jóns- son, borgarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins, var settur þar í staðinn. Guðmundur J. lét hafa eftir sér eftir- farandi um nafna sinn Guðmund Þ.: a) Hann væri skemmtilegasti maður sem hann hefði kynnst b) Hann væri allsendis óhæfur til að taka sæti sitt í hafnarstjórn c) Hann væri nógu greindur til þess að rata um hafnarsvæðið eftir kortinu í símaskránni d) Að ekki væri nóg að heita Guð- mundur til þess að geta staðið sig í hafnarstjórn 29. Bílaleiga íslendinga er umtalsverð, miðað við höfðatöluregluna góð- kunnu. Miðað við þá reglu eru fs- lendingar: a) í efsta sæti þjóða heims b) í öðru sæti á eftir Bandaríkja- mönnum c) í fimmta sæti, næstir á undan Sovétmönnum d) í þriðja sæti, á eftir Tékkum og Rúmenum 30. Úrslit borgarstjórnarkosninganna sl. vor þóttu tiðindum sæta. Nú er skipting borgarfulltrúa þessi: a) Sjálfstæðisflokkur 7, Alþýðu- bandalag 5, Alþýðuflokkur 2 og Framsóknarflokkur 1 b) Kvennaframboð 3, Sjálfstæðis- flokkur 11, Alþýðubandalag 4, Framsóknarflokkur 1 og Al- þýðuflokkur 1 c) Sjálfstæðisflokkur 12, Fram- sóknarflokkur 2, Alþýðubanda- lag 4, Kvennaframboð 2 og Al- þýðuflokkur 1 d) Sjálfstæðisflokkur 9, Alþýðu- bandalag 3, Framsóknarflokk- ur 1, Alþýðuflokkur og Kvennaframboð 1V4 31. Samband ísl. samvinnufélaga, SÍS, fékk ekki leyfi til að dreifa stunda- skrá frá fyrirtækinu i skóla í borg- inni. Ástæðan var: a) I stundaskránni var almennur áróður fyrir Samvinnuhreyf- inguna meginefnið b) Stundaskráin var aðeins fyrir eldri árgangana c) Símanúmer SÍS var á hverri blaðsíðu d) Mynd af Jónasi frá Hriflu var bæði á forsíðu og baksíðu stundaskrárinnar 32. Samkvæmt rannsóknum visinda- manna áttu að verða talsverðar breytingar á rjúpnastofninum í ár. Þessar breytingar eru: a) Fjölgun um 100% b) Fækkun um 50% c) Fjölgun um 50% d) Fyrirsjáanleg útrýming, Wgna ofveiði undanfarinna ára 33. Talið er að bilun, sem varð í bíi rallkappanna Ómars og Jóns Ragnarssona í haust, hafi verið skemmdarverk. Bilunin varð í: a) Vél og talið að einhver hafi pissað á bensíngeyminn b) Stimpli, sem potað hafði verið í með skrúfjárni og skrúfa sett í c) Stýrisbúnaði, en sagað hafði verið í hann d) Dekki, sem nagli hafði verið rekinn í 34. Friðrik Ólafsson tapaði kosningunni um forsetastöðu Alþjóðaskáksam- bandsins, en Filippseyingurinn ('ampomanes sigraði. Talið var að hann hafi „beitt brögðum" í kosn- ingabaráttunni, sem voru einkum: a) „Keypt“ atkvæði með mútufé b) Gert samkomulag við Rússa um að senda Kortsnoj heim áftur c) Rak lítið gleðihús i Luzern, þannig að sumir komust ekki á kjörstað d) Sagðist vera betri í skák en Friðrik 43. Selurinn á myndinni komst í frétt- irnar vegna: ) Var fluttur hingað með Arnar- flugi flugleiðis frá Hollandi b) Beit formann hringormanefnd- ar c) Varð ekki um sel þegar hann frétti af seladrápinu d) Stakk af úr Sædýrasafninu 35. Hjörleifur Guttormsson iðnaðar- ráðherra hefur staðið í „heilögu stríði" við svissneska fyrirtækið Alu- suis.se. Helsta baráttumál ráðherr- ans er að: a) ÍSAL verði flutt til Langaness b) Raforkuverð verði hækkað verulega c) Ragnar Halldórsson forstjóri ÍSAL verði rekinn, en hann sjálfur taki við forstjórastöð- unni d) Að álverið verði stækkað um helming 36. Kunnur maður spurði eftirfarandi spurningar á flokksþingi Alþýðu- flokksins: „Getur verið að Alþýðu- flokkurinn fljóti í pólitísku tóma- rúmi?“ Sá sem kastaði fram spurn- ingunni var: a) Árni Gunnarsson alþingismað- ur b) Vilmundur Gylfason alþingis- maður c) Sigurður E. Guðmundsson borgarfulltrúi d) Benny Goodman 37. Reglugerð um stúdentspróf var breytt á árinu. Breytingin fólst í því að: a) Sá sem fær yfir 5,0 í meðal- einkunn er ekki fallinn b) Sá sem fær undir 3,0 i tveim greinum er fallinn c) Sá sem fær 0,0 í einhverri grein er fallinn d) Sá sem ekki skrifar með blek- penna lækkar um 0,5 38. Nýi borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík ætlar að gera kleift að hægt verði að úthluta góðum slatta af íbúðarlóðum á næsta ári. Hvað eru lóðirnar margar? a) 1716 b) 1617 c) 352 d) 2000 39. Allsérkennileg yfirlýsing var gefin á flokksþingi Framsóknarflokksins á árinu, sem laut að því að blíðka Tímamenn, sem áður höfðu verið gagnrýndir. Því var lýst yfir að: a.) Tíminn væri skemmtilegasta blað norðan Alpafjalla b) Þórarinn Þórarinsson væri besti leiðarahöfundur á land- inu c) Tíminn væri grundvallarrit um nytsemi og fegurð sauðkindar- innar d) Timamenn væru bara svolítið kindarlegir 40. Togarinn Ögri RE fékk óvenjulegan afla á árinu. Hann var: a) Tvíhöfða hákarl b) Tundurdufl úr Falklandseyja- stríðinu c) Troll sem togarinn tapaði mán- uði áður d) Hafmeyja sem var til í tuskið 45. íslendingum fjölgaði um 23 á einu bretti í maímánuði sl. þegar þota Flugleiöa lenti á Keflavíkurflugvelli. Hvað fólk var þarna á ferðinni? a) Pólskir flóttamenn b) 23 knattspyrnumenn frá Belgíu, sem sóttu um hæli sem pólitískir flóttamenn. c) Sovézkir flóttamenn d) Bandarískir kommúnistar, sem reknir voru úr landi og fengið höfðu landvistarleyfi hér. Lausn á innlendri fréttagetraun er á bls. 50.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.