Morgunblaðið - 31.12.1982, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.12.1982, Blaðsíða 9
FRÉTTAGETRAUN MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 41 Franskir bændur kveiktu í járnbrauUrvtfgnum, sem voru a6 koma frá Spáni med innfluttar landbúnaðarafurðir. mánaðar. Nokkrir þingmenn voru þá sakaðir um: a) að reykja í laumi b) að flytja mál sín á hebresku c) að lesa Morgunblaðið í þingsöl- um d) að eiga kynferðissamband við unga þingsveina og neyta kóka- íns reglulega 22. Keagan Bandaríkjaforseti bauðst í sumar til að senda bandarískt frið- argæslulið. En hvert?: a) í Valhöll til að stilla til friðar með stríðandi öflum Sjálfstæð- isflokksins b) til Líbanon c) að Alta-virkjuninni í Norður- Noregi d) á heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu á Spáni 23. Manni nokkrum í Wisconsin-ríki i Bandarikjunum voru í sumar dæmd- ar sem svarar tveimur milljónum is- lenskra króna í skaðabætur fyrir: a) að neita að skúra skrifstofuna kauplaust í eftirvinnu b) að hafa misst bílinn sinn í bif- reiðageymslubruna c) kynferðislegar ofsóknir af hálfu fyrrverandi yfirmanns síns á tryggingastofnun ríkis- ins d) að hafa verið notaður við efna- fræðitilraunir þvert gegn eigin vilja 24. Frumburður Karls Bretaprins og Díönu prinses.su var vatni ausinn í byrjun ágústmánaöar og gefið nafn. Mann var skirður: a) Guðbjartur b) Vilhjálmur c) Högni Kristleifur d) Litli lávarðurinn 25. Hinn kunni bandaríski leikari Menry Fonda lést þann 12. ágúst. Mann varð: a) 59 ára b) 86 ára c) 74 ára d) 77 ára 26. Vísindamenn tilkynntu síðsumars, að þeir hefðu fundið nýtt getnaðar- varnalyf. Lyfíð á að nota á eftirfar- andi hátt: a) taka það inn með skeið b) úða því í nasir sér c) rjóða því í handarkrikana d) pensla það í hársvörðinn 27. „Ég er umkringdur sjúku fólki, fangelsisrimlum og fangavörðum.** Hver viðhafði þessi ummæli?: a) einn fanganna að Litla-Hrauni b) Sergei Batovrin, einn frum- kvöðla sovésku friðarhreyf- ingarinnar c) Menotti, þjálfari fyrrum heimsmeistara Argentínu, eftir HM í knattspyrnu í sumar d) Júrí Klikkonov í bréfi frá fangabúðunum í Síberíu 28. l’ann 14. september létust tvö þekkt stórmenni. Upphafsstafír beggja eru G. Þetta ágæta fólk var: a) Gabriel og Gisela b) Guðrún og Guðbjartur c) Gög og Gokke d) Grace furstafrú og Gemayel, kjörinn forseti Líbanon 29. Mikið öngþveiti greip um sig í Rómaborg þann 22. september. Astæðan var: a) sést hafði til fljúgandi furðu- hlutar b) dúfnaskari hamlaði allri um- ferð í borginni c) haglél skall á húsaþökum og olli ofsahræðslu d) fólk kom saman til að fagna heimsmeistaratign ítala í knattspyrnu 30. Maður nokkur, sem ákærður var fyrir stuld á pokaskjatta með brauðhleif og kjöti, slapp fvrir horn þegar í Ijós kom að: a) hann var haldinn ólæknandi stelsýki b) einn úr lögreglunni, hundurinn Busby, hafði étið sönnunar- gögnin c) brauðið var myglað og kjötið skemmt d) kjötið reyndist hangikjöt og því banvænn andskoti 31. Nýr kanslari var kjörinn í V-Þýska- landi þann 1. október sl. Helmuth Kohl heitir sá ágæti maður. Virðing hans, sem stjórnmálamanns, virðist þó ekki vera í samræmi við stöðu hans. Hann hefur iðulega hlotið upp- nefni og það sem lengst hefur loðað við hann er: a) dreifbýlisdraugurinn b) kálhöfuðið c) erkifíflið d) landsbyggðarviðrinið 32. Mikið moldviðri varð í Svíþjóð þegar hálf þjóðin hóf leit að óþekktum kafbáti innan sænska skerjagarðs- ins. Ekki tókst að neyða kafbátinn upp á yfírborðið þannig að þjóðerni hans varð aldrei sannað, en Svíar töldu sig hafa vissu fyrir því að þar væri á ferðinni kafbátur frá: a) Sovétríkjunum b) íslandi c) Kína d) Brasilíu 33. Starfsemi Samstöðu, óháðu pólsku verkalýðssamtakanna, var endan- lcga bönnuð í kjölfar atkvæða- Verkfall járnbrautarstarfsmanna í Bretlandi orsakaði meiri umferð á þjóðvegum landsins en venjulega var. Þessi mynd er tekin skammt frá Heathrow-flugvelli fyrsta morguninn eftir að verkfallið skall á og sýnir bilalest fólks á leið til vinnu. greiðslu á pólska þinginu um miðjan október. 460 þingmenn eiga sæti á pólska þinginu. Nokkrir þingmenn greiddu atkvæði gegn samþykktinni og nokkrir sátu hjá. Alls voru það: a) 3 þingmenn b) 33 þingmenn c) 34 þingmenn d) 19 þingmenn 34. Sænsk kona deildi friðarverðlaunum Nóbels með mexíkönskum diplómat, Alfonso Garcia Robles, í ár. Þessi kona hefur um árabil barist fyrir friði og jafnrétti kynjanna og hlotið ýmis konar verðlaun vegna friðar- baráttu sinnar. Kona þessi heitir: a) Rikka Mýrdal b) Jóhann Söderstrðm c) Gudlaug Haugen d) Alva Myrdal 35. Sérstakt dómsmál kom upp í Banda- ríkjunum i haust. Sjúklingur lést er læknismeðferð var hætt að hans eig- in ósk. Hann þjáðist af sykursýki, en var auk þess orðinn blindur og þjáð- ist af fjöldamörgum öðrum kvillum. Þrátt fyrir þetta töldu læknar að halda hefði mátt lifínu í honura í: a) a.m.k. 27 ár b) 3 vikur c) 2 klukkutíma d) 6 mánuöi 36. Sósialistaflokkurinn á Spáni vann yfírburðasigur í þingkosningunum, sem fram fóru i októberlok. Leiðtogi flokksins er: a) Juan Carlos Amoros b) Jose de la Mancha c) Felipe Gonzalez d) Salvador Dali 37. Upp komst um mikið njósnamál i Bretlandi um miðjan nóvember, þeg- ar flett var ofan af Geoffrey Prime, starfsmanni i fjarskiptastöðinni í Cheltenham. En hvað var það sem leiddi lögregluna á sporið: a) sú árátta Prime að gerast popptónlistarmaður b) hampræktun í stofuglugganum á heimili hans c) umfangsmikil alifuglarækt í bakgarðinum d) kynferðisafbrot gegn ungum stúlkum 38. Leonid I. Brezhnev, leiðtogi sovéska kommúnistaflokksins, féll frá eftir langvarandi veikindi um miðjan nóvember. Brezhnev hafði setið í valdastóli: a) svo lengi sem elstu menn muna b) allt of lengi c) 16 ár d) 18 ár 39. Geimfarar um borð í geimferjunni Kolumbíu uppgötvuðu merkisfund undir eyðimerkursandinum í SV-Egyptalandi. Innrauðar Ijós- myndir sýndu að undir sandinum leyndist: a) veitingastaður b) knattspyrnuvöllur með flóð- ljósum frá fyrri öldum c) djúpir dalir og árfarvegir d) íshella 40. Edward Kennedy lýsti því yfír seint á árinu, að hann hygðist ekki bjóða sig fram til forsetakjörs. Ástæðan var: a) ofboðsleg vatnshræðsla b) heimilisástæður c) ofdrykkja d) hrörnun í ræðutækni Stúlkan sem snýr bakinu i myndavélina á þeasari mynd greip til þess ráðs að sýna fót á götu einni í Lundúnum í sumar I því augnamiði að safna fjármun- um fyrir styrktarsjóð bágstaddra barna í Lundúnum. Stúlkan á myndinni og vinkona hennar sýndu um 60 misraunandi flíkur á aðeins 10 minútum og er hér að skipta um föt í miðjum klíðum. Uppátæki þetta færði sjóðnum 300 sterlingspund. Lausn á erlendri fréttagetraun er á bls. 50

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.