Morgunblaðið - 31.12.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.12.1982, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 Hrúturinn 21. marz—19. apríl í upphad ársins er hníturinn jákvæAur og fullur af starfsorku, enda gengur flest í haginn i starfi. Minna skeytir hann um að rækta tilfinn- ingamál, sem munu þó leita á hugann þegar á líður febrúar. Og hrútur- inn verður þá að taka afstöðu í nokkrum málum, en það gæti vafizt fyrir honum, vegna þess hversu viðkvæm þau eru honum. Með hækkandi sól og vorkomu bendir margt til þess að hrúturinn verði fyrir óvæntu happi í peningamálum. Fjölskyldulif hrútsins er heldur viðburðalitið og allt er slétt og fellt á yfirborðinu. Meðfædd þörf hrútsins fyrir viðurkenningu og aðdáun gæti leitt til þess að hann kinokaði sér ekki við að taka fáein hliðarspor í ástamálum og getur þá brugðið til beggja vona. Styrkur hrútsins er þolgæði og einbeitni og þessir eiginleikar koma honum að góðu gagni á árinu. Þvermóðskan keyrir stundum úr hófi og erfitt er að kappræða við hrút; þegar hann er i essinu sínu standast honum fáir snúning. Það er hins vegar veikur punktur hjá hrútnum að geta ekki viður- kennt mistök sín og eiga erfitt með að vera nægilega hreinskilinn og opinskár, þegar tilfinningamál eru annars vegar. Það getur valdið leið- indum og misskilningi sem verða hrútnum til sárrar mæðu — þó svo að hann treysti sér ekki til að sýna þann sveigjanleika sem kæmi í veg fyrir slíkan ágreining. Nokkrir borgarar fæddir í hrútsmerki eru m.a.: Ingvar Gíslason menntamálaráðherra, Sigurður S. Magnússon prófessor, Styrmir Gunn- arsson ritstjóri, Magnús Finnsson fréttastjóri, Björn Jóhannsson, full- trúi ritstjóra, Illugi Jökulsson blaðamaður, Geir Gunnarsson alþingis- maður, Fríða Pioppé blm., Sverrir Þórðarson blm., Gísli J. Ástþórsson blm. Nautið 20. apríl—20 maí Árið sem nú er að kveðja hefur verið erfitt ýmsum þeim, sem fæddir eru í nautsmerkinu. Sumir hafa átt í meiri og flíknari peningavandræð- um en áður, ástamálin hafa gengið út á skjön og almenn samskipti við fólk hafa ekki verið upp á það bezta. Nú fer að rofa til og ýms teikn eru á lofti um, að nautið muni verða lipurra í umgengni og þekkilegra gagnvart fólki á næsta ári. Breytt viðmót nautsins og betri trú á lífið getur orðið öllum til góðs. Dugnaður og þrautseigja hafa löngum verið aðal nautsins, það er sagt jarðbundið og þrjózkt. Ekkert af þessu er þó algilt. Fólk i þessu merki ætti að temja sér meiri skilning á öðrum, málin geta haft fleiri fleti en þá sem nautið rekur augun i og vill síðan ekki víkja frá. Árangur í starfi verður betri hjá mörgum i nautsmerkinu og það skapar svo aftur grundvöll fyrir jákvæðara viðhorfi. Sumir telja sig hafa verið hafðir fyrir rangri sök og sumir eru ofur sárir eftir vonbrigði í ástamálum. Það gerist að visu ekkert kraftaverk sem breytir lífinu í hliðu og fógnuð i einni svipan en með sjálfsgagnrýni, dugnaði og töluverðri heppni verður þetta ár ánægjulegt mörgum sem innan merkisins eru. Nokkrir borgarar í nautsmerki m.a.: Halldór Laxness rithöfundur, Magnús Torfi Olafsson blaðafulltrúi, Sighvatur Blöndahl blm., Ingólfur Jónsson fyrrv. alþm., Páll Pampichler Pálsson tónlistarm., Þórir Guð- bergsson rithöfundur, Snorri Hjartarson skáld. segia stjörnu Tvíburinn 21. maí—20. júní Árið sem í hönd fer býður upp á marga og skemmtilega möguleika fyrir fólk í tvíburamerkinu og þeir sem ógiftir eru gætu stofnað til sambanda, sem mörg hver yrðu varanleg. Þar með er ekki sagt, að giftir tvíburar gætu ekki einnig lent í þeim ævintýrum að deildar meiningar gætu komið upp á heimili viðkomandi um hversu heppileg þau séu. f starfi vegnar tvíburanum vel, vandvirkni hans fær þar útrás, sumir kalla þessa tviburalegu vandvirkni að vísu smámunasemi og má það til sanns vegar færa í sumum tilvikum. Innri ókyrrð plagar oft og einatt fólk í tvíburamerkinu og það verður stöðugt að hafa eitthvað fyrir starfi til að reyna að hemja sig. Svo virðist sem það gangi betur nú en stundum áður. Árið gæti á annan hátt einnig orðið afdrifaríkt, það gæti verið upphaf erfiðleikatíma varðandi heilsufar tvíburans, því að siðar á árinu 1983 færir Plútó sig inn í Sjötta sólarhús tvíburans. Það mun hafa verulegar afleiðingar í för með sér, svo sem áður er að vikið. En það gæti lika leitt til upphafs á lífsháttabreytingu hjá tvíburanum. Færi vel að svo yrði. Tvíburinn er að eðlisfari hreinskilinn og hreinskiptur og telur sér það mjög til kosta. Hann ætti engu að siður að ihuga það á þcssu ári, að oft má satt kyrrt liggja og gagnrýni hans ætti ekki sýknt og heilagt að beinast að öðrum. Honum er einnig hollt að lita i eigin barm. Nokkrir borgarar fæddir i tvíburamerkinu: Helgi Hallvarðsson skip- herra, Helgi Helgason fréttamaður, Nina Björk Árnadóttir rithöfundur, Eyjólfur K. Jónsson alþm., Ingibjörg Kafnar borgarfulltrúi, Kristbjörg Kjeld leikkona, Kagnhildur Helgadóttir fv. alþm., Lúðvik Jósepsson fv, alþm., Haraldur Sveinsson framkvæmdastjóri, Jónas Árnason rithöf- undur. Krabbinn 21. júní—22. júlí Það er kunnara en frá þurfi að segja — og krabbar vita manna bezt — að þeir hafa ósegjanlega þörf fyrir blíðu og hlýtt viðmót frá með- bræðrum sínum. Hranaleg framkoma annarra getur beinlínis vakið likamlega vanliðan hjá krabbafólki. Engu að siður gætir það þess ekki alltaf, að það dugar ekki að gera kröfur til annarra: krabbar verða að le88j* *nn * stundum og þeim finnst það óskiljanlegt og beinlínis ósanngjarnt. Hvað árið 1983 varðar bendir fátt til þess að það verði krabbanum árangursrikt og margt fer úrskeiðis. Sumum kröbbum verður það gleði- ár. Hjá flestum kröbbum þó hversdagslegt. Hvað varðar gleðina virðast einhver líkindi vera á því að tilfinningamál sem hafa verið óklár eða jafnvel í hálfgerðum hnút leysast farsællega svona oftast. Fyrri helm- ingur ársins verður væntanlega ívið skemmtilegri, ferðalög gætu orðið aukið krydd í tilveruna og er þá um að gera að fá sem mest út úr þeim. Þar sem Plúto mjakar sér ekki inn í Fimmta sólarhús krabbans fyrr en seint á árinu má vænta, að krabbinn verði að hafa nokkra biðlund — að minnsta kosti fyrir þá sem vilja að ævintýrin nánast detti ofan úr skýjunum, en hins vegar gætu málin farið að skýrast í upphafi 1984. í starfi miðar ekki alltof vel, en þá er að taka því. Nokkrir borgarar fæddir í krabbamerki: Benedikt Gröndal sendi- herra, Maria Markan söngkona, Steingrímur Hermannsson form. Framsóknarflokksins, Svavar Gestsson form. Alþýðubandalagsins, Guðmundur Kjærnested skipherra, Freysteinn Jóhannsson fréttastjóri, Emilía Björnsdóttir Ijósmyndari, Birgir ísl. Gunnarsson alþm., Kagnar Arnalds fjármálaráðherra, Karvel Pálmason alþm. Ljónið 23. júlí—22. ágúst Framganga þeirra sýnir svo að ekki verður um villzt, að þau telja sig sérstök i flestu tilliti. Og eru það sum. Ljón eru full af óþoli, eiginlega á allt að gerast i einu um leið og þeim dettur i hug. Þau ráðast i framkvæmdir án þess að skipuleggja þær nógu nákvæmlega og furða sig svo stórlega ef ekki gengur allt í haginn. En Ijón eru engir skýja- glópar, þrátt fyrir ákveðna fljótfærni, þau eru yfirleitt gædd sérstæðum gáfum, sem þau vita svo sem vel af, og eru alls ekki alltaf jafn ánægð með sig og ýmsir halda, sem ekki þekkja þau að ráði. Á árinu verða breytingar og þær allverulegar hjá mörgu fólki fæddu i þessu merki. Það getur hvort sem er verið i einkalifi/starfi — nema hvort tveggja sé. Sum Ijón eru í vafa um, hversu lánlegar þessar breytingar eru, þegar til lengri tíma er litið. Væntanlega stafa efasemdir þeirra af þvi, að þessum breytingum fylgja veruleg umskipti og hugsanlegt er að fjölskyldurnar séu ekki uppnæmar fyrir þeim. Svo fremi sem Ijónin trúa því statt og stöðugt, að þau geri rétt, mun þeim ekki verða aftrað. Fyrir utan deilur i fjölskyldunni af nefndum ástæðum, bendir flest til þess að fjölskyldu- málin verði í heldur góðu lagi. Ógift Ijón eru til alls vís og kynni þar margt að gerast og sumt hið ánægjulegasta. Nokkrir borgarar fæddir í Ijónsmerkinu: Matthias Á. Mathiesen alþm., Katrín Fjeldsted borgarfulltrúi, Ólafur Ketilsson bilstjóri, Árni Bergmann blaðam., Vilmundur Gylfason alþm., Kristján Davíðsson listmálari, Ingvi Hrafn Jónsson fréttamaður, Baldvin Jónsson auglýs- ingastjóri, Matthías Bjarnason alþm. Jómfrú 23. ágúst — 22. september Jómfrúr hafa ekki fengið orð fyrir að vera hlýjar að upplagi. Þær hafa oft verið gagnrýndar fyrir smámunasemi og mörgum finnst þær einum of kaldlyndar og lítið spennandi. Auðvitað er málið ekki svo einfalt og margar jómfrúr eru bæði skemmtilega gerðar og gefnar en þær eru ekki allra. Það er í raun og veru heldur kostur en hitt. Jómfrúr eru sagðar hafa heldur takmarkaðan húmor en menn skyldu ekki ruglast á þvi og svo hinu, að taka lífið — og sjálfan sig — dálítið hátiðlega. Margar jómfrúr geta verið hrókar alls fagnaðar. Og þær dylja oft á bak við mikið mal það sem mætti orða ögn hnitmiðaðra. Það er sennilegt að þær breytingar, sem var talað um að yrðu hjá mörgu Ijónsfólki nái til jómfrúa líka, einkum þeirra sem eru í fyrri helmingi merkisins. Þær breytingar eru ekki sársaukalausar, en dóm- greind jómfrúar er nægilega skörp til þess að hún sé fær um að taka ákvarðanir, sem myndu vefjast fyrir ýmsum — eða í fljótfærni fram- kvæmdar eins og hjá Ijóninu. Þessar breytingar verða ekki skyndilega og þær munu eiga sinn aðdraganda, er liklegt að þær leiði til góðs, þegar upp er staðið. Jómfrúr sem búa í misjafnlega lukkuðum hjóna- böndum munu væntanlega ekki hafa frumkvæði um að slita þeim. Auðveldara gæti verið að stofna til ástasambands sem leiddi til að ákvörðunin lenti á hinum aðilanum. Svo má deila um, hversu stór- mannlegt slikt sé. Nokkrir borgarar fæddir í jómfrúrmerki: Ómar Kagnarsson frétta- maður, Ásgeir Bjarnason fv. alþm., Sigfús Halldórsson tónskáld, Ólafur Kagnarsson bókaútg., Ilalldór Blöndal alþm., Sveinn Einarsson þjóð- leikhússtjóri, Guðrún Helgadóttir alþm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.