Morgunblaðið - 31.12.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.12.1982, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 Séra Ingiberg J. Hannesson, Hvoli, Saurbæ Nýliðið ár verður um margt minnisstætt, hvort sem horft er til málefna heima í héraði eða þjóð- arinnar allrar, að ekki sé nú talað um heimsmálin eins og þau blasa nú við. Það má segja, að árið hafi verið gott og gjöfult hér um slóðir, þegar á heildina er litið, tíðarfarið í betra lagi, veturinn síðasti alls ekki harður, sumarið að vísu stutt, en tiltölulega gott á meðan það var, og haustið með afbrigðum veðursælt, þannig að veturinn er rétt nýlega farinn að sýna sitt rétta andlit. I heimahéraði er margs að minnast frá liðnu ári, því þó sam- félagið sé ekki stórt — og nafli heimsviðburðanna sé langt í burtu — þá verða í lífi manna margvís- leg tímamót, sem jafnvel geta skipt sköpum um afkomu og lífs- heill hinna fámennari byggða. Mannlífið á sína sögu, inn til dala og út við strönd, þó ekki teljist hún alla jafna fréttnæm í fjöl- miðlum, þar sem hjarta samfé- lagsins slær sem hraðast og þau málefnin ráðast, sem mest áhrifin hafa. Oft er þetta baráttusaga í hinni daglegu lífsbaráttu, þó auð- veldari sé nú á tímum en áður var. En samt með öorum og fyrirhafn- armeiri hætti en tíðkast í þéttbýl- inu. Við áttum mikinn gleðidag, Saurbæingar, hinn 5. september sl., en þá tókum við að nýju í notk- un kirkjuna okkar, sem fauk í fár- viðrinu aðfaranótt 17. febrúar árið áður, og tókst þannig með sameig- inlegu og samstilltu átaki að gera að veruleika þá ósk, að gamla kirkjan okkar mætti um ókomna tíð þjóna því hlutverki, sem hún hafði þegar gert í rúm áttatíu ár. Hér var mikið og gott verk unnið, og við vonum, að hinum fámenna söfnuði takist að axla þær fjár- hagslegu byrðar, sem þessu voru samfara. Þá nefni égeinkar minn- isstætt verkefni ársins, en það er tilraun með laxarækt í stórum stíl — með hafbeit — í samvinnu við Fiskeldisstöðina í Laxalóni, og er því samfara mikil mannvirkjagerð hér við ósa Staðarhólsár og Hvols- ár, og vonum við að þetta geti orð- ið grundvöllur að arðvænlegri og skemmtilegri aukabúgrein, ef vel tekst til. Auðvitað eru mér, sem starf- andi sóknarpresti og prófasti, minnisstæðar margar ógleyman- legar stundir á þeim vettvangi, með góðu samstarfi við fjölda fólks og ágæt kynni við marga. Ein mesta lífsfyllingin í starfi prestsins er sú vitund, að hann hafi verið að bera fram — til ann- arra — þann fagnaðar- og gleði- boðskap Guðs, sem flytur blessun og líkn til allra þeirra sem veita honum viðtöku. Það er mikil ham- ingja að fá að flytja gleðifréttir og vissulega er það gott hlutskipti að fá að flytja boðskap lífsins, feg- urðarinnar og kærleikans á meðal mannanna. Málefni aldraðra hafa að vonum verið ofarlega á baugi með þjóð- inni, og ýmislegt verið gert til stuðnings þeim þjóðfélagsþegnum, sem lagt hafa landið og gæði þess í hendur afkomenda sinna, og er það vel, og mátti ekki seinna vera, að þjóðin vaknaði til meðvitundar um skyldur sínar við hina öldruðu, sem vel hafa ávaxtað sitt pund í lífinu. Við Dalamenn erum byrj- aðir að reisa íbúðir fyrir aldraða í Búðardal, og vonum við, að sú framkvæmd hafi góðan framgang. Það, sem e.t.v. verður minnis- stæðast á árinu, þegar horft er til þjóðarheildarinnar, er sú ískyggi- lega efnahagsþróun, sem átt hefur sér stað og þau miklu vonbrigði, sem margir hafa orðið fyrir, með stjórn efnahagsmála þjóðarinnar, þar sem gullnum tækifærum hef- ur verið glatað til þess að vinna traust manna, með nýjum gjald- miðli, til að treysta undirstöður þjóðarbúsins og berjast við verð- bólguófreskjuna. Ríkisstjórnin hefur margt vel gert, en tækifær- inu, sem hún fékk með nýjum gjaldmiðli til þess að umskapa og endurbæta efnahag þjóðarinnar með markvissum aðgerðum, hefur hún á þessu ári endanlega glatað og berst við það eitt að halda sæmilegum friði á stjórnarheimil- inu. Það er leitt að þurfa að játa þetta, og það því fremur sem þessi stjórn átti mikla tiltrú meðal þjóðarinnar og gat í krafti þess gert ráðstafanir, sem fólk hefði sætt sig við, meðan verið væri að ná tökum á vandanum. í stað þess geysist verðbólguófreskjan áfram og dafnar sem aldrei fyrr. Margt er fleira minnisstætt af vettvangi þjóðarinnar, við horfum með vax- andi ugg á aukna tíðni umferð- arslysa og dauðaslysa og spyrjum okkur sjálf hvað valdi og hvort hér sé ekki hægt að spyrna við fótum með bættri samstöðu. Þjóðin get- ur gert mikið með samstilltu átaki, það sýndi vel þjóðarátakið gegn krabbameini, sem skilaði myndarlegum sjóði til baráttunn- ar gegn þessum sjúkdómi, og vissulega verður minnst um ókom- in ár. Og þannig mætti áfram telja. Þeir eru nefnilega fleiri sjúkdómarnir sem valda óþarfa slysum og óáran í landinu. Þjóðin getur staðið vel saman, þegar á þarf að halda, og hún þarf að gera það betur og í auknum mæli til þess að treysta þjóðarhag og hætta að ala á sundrung og met- ingi um skiptingu þjóðartekna, en það er auðvitað háskaleg þróun á sama tíma og skuldasöfnun eykst og fjárhagur þjóðarinnar versnar stöðugt. En rétt er að snúa sér í lokin lítillega að heimsmálunum. Þar eru efst í huga friðarmálin. Hin nýafstaðna fæðingarhátið frelsar- ans hefur minnt okkur áþreifan- lega á þær skyldur, sem við berum hvert gegn öðru og miða að því að lifa í friði og sátt við alla menn. Sú friðarsókn, sem gert hefur vart við sig í auknum mæli á Vestur- löndum á árinu, er auðvitað upp runnin úr margvíslegum jarðvegi, og á sér e.t.v. fleiri en eitt mark- mið, — en meginþrá fólksins er þó áreiðaniega bænin um frið á jörðu, við stöndum í skugga kjarnorku- vopna og hrikalegs vígbúnaðar stórþjóðanna, og við fáum litlu um þokað hvert í sínu horni, en sam- einuð getum við — og verðum — að knýja heimsdrottnarana til þess að hætta framleiðslu kjarn- orkuvopna og eyðileggja þau, sem fyrir eru. Ég er hér að tala um nauðsyn samstöðu til friðarsóknar í heiminum, ekki samstöðu, sem horfir pólitískt á hlutina og metur friðinn eftir þvi, hvort hann er í samræmi við hgasmuni austurs eða vesturs — við þurfum að stuðla að einlægum friðarvilja, sem á rætur í friðarhugsjón kristindómsins og tekur mið af mannhelgi og frelsisrétti hvers einasta einstaklings. Málefni hinna hrjáðu stríðsþjóða eru ofarlega í huga, þegar atburða lið- ins árs er minnst, frelsisbarátta Pólverja er átakanleg og virðist vera máttlítil í baráttunni við grímuklætt hervald herraþjóðar- innar, og stríðandifylkingar Suð- ur-Ameríkuríkja eru tákn um misskiptingu veraldargæðanna og misrétti margs konar og virð- ingarleysi fyrir mannlegu lífi. Og sá órói, sem lengi hefur verið í Austurlöndum nær, er sízt kveð- inn niður og magnast öðru hvoru, — og hámark hörmunganna voru fjöldamorðin í Líbanon, er sak- laust fólk og varnarlaust féll fyrir morðingjahöndum. Heimurinn tók vel eftir þessu — og var það gott tákn um vakandi samvizku heims- ins. En hún er ekki alltaf jafn vel vakandi. Það er til að mynda und- arlegt í meira lagi, að ekki er saraa, hvar í heiminum slíkar hörmungar eiga sér stað. Það virð- ist ekki sama hvort glæpirnir eru framdir í Líbanon eða Afganistan, Víetnam eða Suður-Ameríku, svo dæmi séu tekin. Undarlegt siðgæði það. Við eflum ekki frið og sam- stöðu með slíku tvöföldu siðgæði — við hijótum að verða að líta á frelsi sérhvers einstaklings sem höfuðmarkmið í þessari baráttu og fordæma andlega kúgun og hrikalegt misrétti og svívirðilega glæpi, hvar sem slíkt viðgengst í heiminum. Þá fyrst stefnum við í friðarátt. Megi nýtt ár veita okkur skiln- ing á nauðsyn þess, að sameinast í raunverulegri friðarsókn í heimin- um, og Guð gefi, að árið veiti þjóð okkar — í borg og sveit — farsæld og batnandi hag og aukna sam- stöðu í þeim málefnum, sem brýn- ast er að leysa. Því þannig — og aðeins þannig — getum við horft björtum augum til farsællar framtíðar. Sveinn Jóh. Þórðarson, Innri-Múla, Barðaströnd EF RIFJA á upp atburði ársins, sem nú kveður, væri hægt að tína margt til. Það verður þó ekki gert hér, en aðeins stiklað á nokkrum atriðum. Það sem fyrst kemur mér í huga í lok þessa árs er að faðir minn hefur nú lifað 96 jól, móðir mín 87 og yngsta barn mitt er nú að lifa sín fyrstu jól. Jólin í Barða- strandarhreppi voru ánægjuleg, en snjór er hér meiri nú en mörg undanfarin ár. Af innlendum vettvangi nefni ég gott tíðarfar framan af árinu og staldra síðan ekki við fyrr en við sveitarstjórnarkosningar. Þær voru allsögulegar hér í Barða- strandarhreppi. Tveir listar voru í kjöri og hlutu þeir 50 og 51 at- kvæði. Fráfarandi oddviti og fleiri úr fyrri hreppsnefnd voru ekki í kjöri, en nýr oddviti var kosinn Einar Guðmundsson á Seftjörn. Lokið var við lagningu sjálf- virks síma hér í sveitinni í haust og er að því mikil bót. Óhætt er að segja, að stórhugur sé í mönnum hér um slóðir í ýmsum málum. Af erlendum vettvangi eru mér minnisstæðastir atburðirnir í Póllandi í kjölfar herlaganna, sem sett voru á afmælisdaginn, 13. desember, fyrir rúmu ári. Sachs kúpplingar og höggdeifar Leitiö upplýsinga Jóhann Olafsson & co 43 Sundaborg 13,104 Reykjavík Sími 82644. Árið 1982 hefur verið í viðburðaríkara lagi hjá mér sjálf- um og koma mér ýmsir persónu- legir atburðir fyrst í hug þegar ég er beðinn um að rifja upp minnis- verða atburði ársins. Okkur hjón- um fæddist sonur í ársbyrjun og þrátt fyrir að hann sé fjórða barn- ið á heimilinu telst fæðing hans til minnisstæðra atburða í lífi mínu. Fyrri hluta árs tók ég ákvörðun um að selja fyrirtæki, sem ég stofnaði fyrir sex árum og hafði rekið siðan. Slíkt er vitanlega stór ákvörðun í lífi manns og hafði í för með sér létti og feginleika, en einnig eftirsjá. Eftirsjá eftir sam- skiptum við margt ágætisfólk sem hafði treyst mér fyrir þýðingar- miklum og oft á tíðum viðkvæm- um verkefnum. Á þessari stundu er mér ofarlega í huga þakklæti til þessa fólks og annarra, sem ég átti samskipti við í sambandi við fyrir- tækið. Af almennum atburðum innan- lands koma mér fyrst í hug þau mörgu hörmulegu slys sem orðið hafa á árinu, slys á landi, sjó og í lofti. Mörg þessara slysa snertu mig djúpt eins og flesta íslendinga að ég hygg. Þar kemur sjálfsagt til hversu vel fólk gat fylgst með þessum atburðum í fjölmiðlum og hversu vel þeir ræktu hlutverk sitt á meðan og eftir að atburðirnir áttu sér stað. Ársins 1982 verður þó ekki helzt minnst af þessum hlutum, heldur af atburðum á stjórnmálasviðinu að mínu mati. Sigur Sjálfstæðis- flokksins í sveitarstjórnarkosn- ingunum í maí og „frelsun" Reykjavíkur verður í mínum huga skráð með feitu letri í minnisverð- um tíðindum ársins. Þá hygg ég að upphaf endaloka vinstri stjórnar Gunnars Thoroddsen, sem voru einhvern tíma á þessu ári, verði skráð á góðum stað í stjórnmála- sögunni. Óþurftarverk hennar og einstakra ráðherra er ekki hægt að tína hér til vegna plássleysis. En einn hlut tel ég mig ekki komast hjá að minnast á í þessu sambandi en það er meðsekt þing- manns Sjálfstæðisflokksins fyrir Vesturlandskjördæmi í þessum verkum. Hann situr sem fastast í ráðherrastóli ríkisstjórnar sem er í dauðateygjunum, stjórnar sem lítið hefur gert, minnst af viti, mest til óþurftar og gerir ekkert gagn úr þessu. Og það þrátt fyrir að hann hafi á fjölmennum fundi í Borgarnesi 20. marz sl. lýst því yf- ir að hann teldi að stjórnar- samstarfinu þyrfti að slíta fyrir kosningar svo að sjálfstæðismenn gætu gengið til kosninga í „einum flokki" og það, að fundur sjálf- stæðisfólks á Akranesi hafi skorað á hann að segja sig úr stjórninni af sömu ástæðum. Af erlendum vettvangi koma at- burðir í Afganistan, Falklandseyj- um, Líbanon og Póllandi fyrst upp í hugann. Það er líklega svo með fleiri, enda virðist alls ekkert þok- ast í friðarátt í heiminum í ár, enn eitt árið, nema síður sé, eins og nöfn áðurnefndra landa minna okkur á svo og áframhaldandi vígbúnaður stórveldanna. Mín heitasta ósk við þessi áramót er sú að einhver árangur fari nú að nást í friðarviðleitninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.