Morgunblaðið - 31.12.1982, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.12.1982, Blaðsíða 6
IÞROTT AFRETT A 38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 Innlent í. Best að hyrja þessa innlendu íþrótta- fréttagetraun á nokkrum spurning- um úr því hjartansáhugamáli margra íslendinga, knattspyrnunni. ís- landsmeistarinn í knattspyrnu 1982 var sama lið og hreppti hnossið 1981, hvaða félag vann það afrek að verja titil sinn? a) Víkingur b) Fram c) ÍA d) Haugasund e) UMF Æðarfuglinn Flatey 2. Fyrst við erum að ræða um knatt- spyrnuna þá reka menn kannski minni til að í 2. deild féll gamalfrægt Reykjavíkurfélag sem jafnan hefur barist við topp deildarinnar, en ekki á botninum. Hvaða félag var það???? a) Víkingur b) Fram c) Armann d) Bræður e) UMF Drengur 3. Framherji nokkur hjá Val skoraði nokkur mörk á keppnistímabilinu svo sem endranær, eitt þeirra var að því leyti til merkilegt, að með því jafnaði hann markamet í 1. deild. Hver var þessi markvissi Vals- ari????? a) Pétur Ormslev b) Hinrik Þórhallsson c) Valur Valsson d) Valdimar Örnólfsson e) Ingi Björn Albertsson 4. íslensk landsliðskona í knattspyrnu, Rósa Valdemarsdóttir úr Kópavogi fékk athyglisvert tilboð er keppnis- tímabilinu var nýlokið. f hverju fólst tilboðið? a) Að dansa í sundfötum á næt- urklúbbi í Islamabad b) Að líta á aðstæður hjá norsku knattspyrnufélagi c) Að gerast eiginkona Hosni Mu- baraks Egyptalandsforseta d) Að leika atvinnuknattspyrnu með hollensku knattspyrnu- stórveldi e) Að gerast sprengjusérfræðing- ur hjá norska hernum. 5. Valsmenn töpuðu dýrmætum stigum á íslandsmótinu í knattspyrnu vegna kærumáls sem upp kom vegna Al- berts Guðmundssonar. Tvö lið kærðu tilvist Alberts í liði Vals og unnu kærurnar. Liðin tvö sögðu Al- bert vera ... a) Launson Geirs Hallgrímssonar b) Samningsbundinn bandarísku hornaboltaliði c) Tékkneskan ríkisborgara d) Samningsbundinn bandarísku knattspyrnuliði e) Samningsbundinn Ungmenna- félagi Súgandafjarðar 6. Nýliðar ÍBÍ í 1. deild höfðu þá sér- stöðu á mótinu, aö ... a) Skora flest mörk í 1. deild b) Leika eitt liða í skíðagöllum c) Leika eitt liða með 15 tommu rakvélablöð undir skónum í stað takka d) Fá á sig fæst mörkin í 1. deild e) Að eiga markakóng 1. deildar 7. íslenskir handknattleiksmenn hafa löngum gert garðinn frægan í Vest- ur-Þýskalandi. En hróður landans jókst enn þar eystra, er ... a) Meistaraflokkur UMFA keppti í Búndeslígunni sem gestur og sigraði með fullu húsi stiga. b) Jóhann Ingi Gunnarsson fyrr- um landsliðsþjálfara tókst að þjálfa Kiel með góðum árangri. c) 15 íslenskir handknattleiks- menn stofnuðu félag í þýska handknattleiknum og urðu Evrópumeistarar fyrir hönd V-Þýskalands. d) Friðrik Guðmundsson hjá HSÍ var skipaður landsliðsþjálfari Þjóðverja, eftirmaður hins fræga Vlado Stenzel. 8. Guðrún Ingólfsdóttir íþróttakona gerði góða hluti á árinu, hún ... a) Setti hvert kúluvarpsmetið af öðru b) Skoraði 59 mörk í 1. deildar- keppninni í knattspyrnu c) Felldi hvað eftir annað 2,30 í stangarstökki d) Opnaði hamborgarasölukeðju undir nafninu Barónsborgarar e) Keppti á 5 mótum á dag, í 4 greinum 9. Á yfirstandandi íslandsmóti i hand- knattleik hefur einn hlutur öðrum fremur vakið athygli ... a) Aðeins hafa verið skoruð fleiri mörk en 10 í þremur leikjum b) Framarar hafa ekki fengið á sig minna en 55 mörk í hverjum leik. c) Alls hafa 4—8 dómarar dæmt hvern leik d) Nýliðar 1. deildar, Stjarnan, hafa verið í hópi bestu liðanna e) Mótanefnd HSÍ hefur gefið út 500 síðna litprentaða mótaskrá. 10. fslandsmeistarar Víkings hófu ekki handknattleiksvertíðina gæfu- lega ... a ) Þ e i r töpuðu fyrsta leiknum með tíu marka mun b) Fengu rangar upplýsingar og mættu hálfum mánuði of seint í fyrsta leikinn c) Fengu allir garnaflækju af stressi og fengu fyrsta leikn- um frestað vegna þessa d) Þeir ætluðu í rútu til Hafnar- fjarðar, en það sprakk 12 sinnum á leiðinni suður eftir e) Þeir töpuðu með 6 marka mun fyrir Þrótti 11. Snörum okkur í körfuknattleikinn. Á íslandsmótinu nú gerðist það, að ÍR tapaði öllum fyrstu leikjum sín- um, en síðan vænkaðist hagur liðs- ins þar sem ... a) Rauði krossinn gekkst fyrir fjársöfnun til handa liðinu b) Jólatréssala liðsins gekk von- um framar c) John þjálfari Dooley dró fram skóna g reyndist yfirburða- maður d) Kristinn og Jón stráðu laxa- flugum i skó andstæðinganna með þeim afleiðingum að ÍR vann nokkra leiki e) Pétur Guðmundsson gekk til liðs við félagið 12. Úrslit á síðasta úrvalsdeildarmóti, sem lauk síðasta vor, urðu þau, að ... a) Njarðvík varði titil sinn b) Valur varði titil sinn c) Þór Vestmannaeyjum varð meistari í fyrsta skipti d) Öll liðin sex urðu jöfn að stig- um og aukakeppni hefur enn ekki farið fram e) Úrslit fengust ekki, þar sem veðurfar hamlaði því að mótinu lyki 13. Rikharður Hrafnkelsson körfubolta- maður úr Val var heiðraður af Mbl. snemma á árinu fyrir afrek á ís- landsmótinu þar á undan. Ríkharð- ur ... a ) B æ ð i skoraði flest stig og var kjörinn maður mótsins b) Skoraði flest stig, hirti flest fráköst, barði flesta dómara og sleit flestum skóm allra leikmanna c) Braut flesta körfuhringi d) Var með bestu vítanýtinguna e) Lék 88 landsleiki fyrir 12 þjóðir á árinu 14. John Dooley, hinn bandaríski körfu- þjálfari ÍR vissi vart hvaðan á sig stóð veðrið skömmu eftir að hann kom til landsins er ... a) Skattalöggan gerði eiginkonu hans upptæka sem fyrir- framgreiðslu b) KKÍ bauð honum landsliðs- þjálfarastöðu c) Öll hin úrvalsdeildarfélögin reyndu að tæla hann til sín með peningatilboðum d) Einar Bollason vildi fá hann til liðs við FH, gera hann að fyrir- liða e) Landsliðsnefnd KKI valdi hann í landsliðið 15. Vippum okkur aftur i handknattleik- inn. Útkoma KR-inga í Evrópu- keppninni var vægast sagt einkenni- leg, en félagið mætti júgóslavnesku stórliði og — a) Vann fyrst með fimm mörkum og tapaði svo með sjö mörkum b) Tapaði fyrst með fimm mörk- um, svo með 23 mörkum c) Leikmenn júgóslavneska liðs- ins voru allir með diplómata- passa, þannig að ekki mátti svo mikið sem anda á þá d) Vann báða leikina með núlli e) Gaf báða leikina þar sem þjálf- ari liðsins fékk blóðeitrun rétt fyrir leikinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.