Morgunblaðið - 31.12.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.12.1982, Blaðsíða 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 A DROmNSWI UMSJÓN: Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir Gunnar Haukur Ingimundarson Séra Ólafur Jóhannsson Hefurdu svarið??? í árslok er viðeigandi að rifja upp fáeina atburði úr kirkju og kristnihaldi landsmanna á ár- inu. Spurt er einfaldrar spurn- ingar, og lesendum gefin fjögur svör — þeir eiga að velja það eina rétta. Góða skemmtun, og ef þið finnið ekki rétt svar, eru svörin gefin á bls. í blað- inu í dag. 1. í sumar var vígður nýr vígslu- biskup Hólastiftis. Hann er: a) Sr. Birgir Snæbjörnsson á Akureyri, b) Sr. Bjartmar Kristjánsson á Laugalandi, c) Sr. Ólafur Hallgrímsson á Bólstað í A.-Hún., d) Sr. Sigurður Guðmundsson á Grenjaðarstað í S.-þing. 2. A árinu kom út á íslensku bók- in „Með kveðju frá Kölska" e. C.S. Lewis, í þýðingu sr. Gunn- ars Björnssonar. Útgefandi er: a) Bókaútgáfan Salt, b) Bókaútgáfan Skálholt, c) Bókaútgáfan Vaka, d) Skollaútgáfan. 3. Nýr flokksstjóri tók við hjá Hjálpræðishernum í Reykja- vík á árinu: a) .Daníel Óskarsson, b) Einar Solli, c) Lise Strandberg, d) Mirjam Óskarsdóttir. 4. Á nýafstöðnu Kirkjuþingi var m.a.: a) mótmælt framkomnu frum- varpi á alþingi um þreng- ingu fóstureyðingalöggjafar, b) samþykkt að fá fram stofn- un embættis ellimála- fulltrúa kirkjunnar, c) samþykkt að fjölga biskup- um, og skal framboð ráða eftirspurn, d) samþykkt að ísland segi sig úr NATO til þess að stuðla að auknu valdajafnvægi og eflingu friðar í heiminum. 5. Á árinu voru vígðir kristniboð- ar til starfa í Afríku á vegum Sambands íslenskra kristni- boðsféiaga. Til Kenýa fara hjónin: a) Kjellrún og Skúli Svavars- son, b) Kristjana I. Svavarsdóttir og Jón V. Guðlaugsson, c) Sigríður Hrönn Sigurðar- dóttir og Ragnar Gunnars- son, d) Valdís Magnúsdóttir og Kjartan Jónsson, 6. Fjöldi fermingarbarna á ári er nú u.þ.b.: a) 2000, b) 3000, c) 4000, d) 6000. 7. Nýtt málgagn kirkjunnar fór áð koma út á árinu, gefið út af Skálholti: a) Bjarmi, b) De rerum natura, c) Fagnaðarboðinn, d) Víðförli. 8. Við Hallgrímskirkju í Rvík tók til starfa nýr organisti á árinu: a) Guðni Þ. Guðmundsson, b) Hörður Áskelsson, c) Ólafur W. Finnsson, d) Skarphéðinn Hjartarson. 9. í upphafi alþingis sl. haust hlýddu þingmenn á guðsþjón- ustu sr. Ólafs Skúlasonar, sem vakti athygli, því að prestur- inn: a) áminnti þingmenn einarð- lega um að vanrækja ekki kirkju og kristni, b) bað ríkisstjórninni langlífis, c) mótmælti bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar, d) sagðist vera að íhuga að fara í prófkjör eins flokksins. 10. Á aðfangadagskvöld kl. 20.30 settu flestir landsmenn kerta- Biblíulestur vikuna 2.-8. jan. Sunnudagur 2. jan.: Matt. 2:16—23. Mánudagur 3.jan.: Sálmur 101 Þriójudagur 4.jan.: Matt. 1:18—25 Miövikud. ð.jan.: Matt. 2:1—6 Fimmtud. (i.jan.: Matt. 2:7—12 Föstudagur 7. jan.: Matt. 2:13—23 Laugardagur 8.jan.: Matt. 3:1—12 Ijós í glugga sína að áskorun kirkjunar t.þ.a.: a) benda nágrönnum sínum á vistkreppu og nauðsyn orkusparnaðar, b) minna hver annan á boðskap jólanna um ljós heimsins er einn veitir sannan og varan- legan frið, c) mótmæla hækkun bruna- bótamats, d) þíða hélu af rúðunum. 11. Nýr farprestur Þjóðkirkjunnar var vígður á árinu: a) Sr. Dalla Þórðardóttir, b) Sr. Jón Ragnarsson, c) Sr. Pétur Þorsteinsson, d) Sr. Rúnar Þór Egilsson. 12. Samhjálp Hvítasunnumanna hefur gefið út bækur og hljómpiötur og selt þær til styrktar starfi sínu. Það starf felst annars í: a) aðstoð við drykkjumenn og meðferð drykkjumanna, b) aðstoð við kaupsýslumenn, sem eru að verða gjaldþrota, c) heimilishjálp við aldraðar húsmæður í Vesturbænum, d) samtökum fólks sem glímir við trúarlegar efasemdir. Frið læt ég yður eftir Gamlársdagur Jóh. 14. 27 Einu sinni vann ég á skrifstofu hálfan daginn. Þegar ég settist við ritvélina á morgnana byrjaði ég á að vélrita ritningarvers og líma það á borðbrúnina hjá mér. Ég gerði það af því að einhver hafði gefið mér hugmyndina og sagt að hún reyndist vel. Mér fannst það líka. Versið kom fyrir augu mín þegar ég fór ofan í skúffurnar og greyptist í huga minn. Kon- urnar, sem ég vann hjá, hlógu að mér góðlátlega en einn daginn sagði önnur: Hún Gunna, sem vinnur í þínu sæti eftir hádegið, er orðin svo spennt fyrir miðunum þínum. Hvað skyldi nú standa í dag? segir hún þegar hún byrjar að vinna. Versin okkar í dag eru orð, sem er gott að rifja upp aftur og aftur. Frió læt ég yóur eftir, minn frió gef ég yóur. Kkki gef ég ydur ein.s og heimurinn gefur. Hjarta yóar skelfist ekki né hra*óist. Höfum þessi vers yfir með sjálfum okkur aftur og aftur í dag, látum þau sökkva niður í huga okkar svo að þau blessi okkur. Kæru lesendur. Við, sem önnumst þessa síðu, þökkum fyrir árið, sem er að kveðja, og biðjum ykk- ur blessunarríks nýárs. 13. Sr. Miyako Þórðarson starfar hér á landi sem: a) prestur Asíubúa á íslandi, b) prestur heyrnarlausra, c) prestur við erlend sendiráð hérlendis. NÚ árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka, nú gengin er sérhver þess gleði og þraut, það gjörvallt er runnið á eilífðar braut, en m'nning þess víst skal þó vaka. Ó, gef þú oss, Drottinn, enn gleðilegt ár og góðar og blessaðar tíðir, gef himneska dögg gegnum harmanna tár gef himneskan frið fyrir lausnarans sár og eilífan unað um síðir. V.Briem. d) skólaprestur við fornmála- deild MR. 14. Á aðventu voru haldnir all- sérstæðir „hitatónleikar" í hálffrágengnu kirkjuskipi í Reykjavík, til þess að safna fyrir hitalögn í kirkjuna. Þetta gerðist: a) í Ássókn, b) í Fella- og Hólasókn, c) í Hallgrímssókn, d) í Langholtssókn. 15. í árslok er yngsti prófastur landsins: a) Sr. Gunnar Kristjánsson á Reynivöllum, b) Sr. Hjálmar Jónsson á Sauð- árkróki, c) Sr. Jón Einarsson í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, d) Sr. Kristinn Ágúst Frið- finnsson á Suðureyri. Og hafirðu ekki þegar fengið nóg, koma þrjár aukaspurningar úr erlendum fréttum: 16. Árið 1983 verður 6. heimsþing Alkirkjuráðsins haldið undir yfírskriftinni „Jesús Kristur — líf heimsins". Þingið verður í: a) Genf í Sviss, b) Manilla á Filippseyjum, c) Novotrotzkygrad í Síberíu, d) Vancover í Kanada. 17. í deilum stjórnvalda og al- mennings í Póllandi hefur mikið borið á erkibiskupi kirkjunnar þar í landi. Hann heitir: a) Bogdan Wiola, b) Josef Glemp, c) ' Lech Walesa, d) Vladimir Prötjz. 18. I Noregi hafa staðið yfír mála- ferli milli ríkisins og sr. Barre Knudsen, sem telur ríkisvaidið ekki standa við sitt gagnvart norsku ríkiskirkjunni. Upphaf málsins er: a) Embættisbústaður sr. Knudsens heldur hvorki vatni né vindum, b) Organistinn vildi ráða, hvaða sálmalög væru notuð, c) presturinn neitaði að jarða þá, sem höfðu ekki verið kirkjuræknir, d) rýmkuð fóstureyðingar- löggjöf Norðmanna. svör.við sp. ’(P'8i ‘(q ii ‘(p'9i ‘(q si ‘(p ti ‘(q'8I ‘(®'Zl ‘<q*II ‘(q oi ‘(«'6 ‘(q'8 ‘<p'L (3'9 ‘ó s ‘(q t ‘(p t: ‘(« 2 ‘(p i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.