Morgunblaðið - 31.12.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.12.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 53 Leikir — Þrautir — Fróðleikur Klipp-galdur Nú skaltu læra hvernig maður klippir sundur sogpípu með bandi í gegnum — án þess að klippa sund- ur bandið: Þræddu band gegnum sogpípuna og skerðu skurð á píp- una á parti (Mynd A). Dragðu til bandið svo að það komi út um rif- una (Mynd B). Haltu tveimur til þremur fingrum fyrir framan bandið og þá má klippa sogpípuna í sundur án þess að klippa þráðinn (Mynd C). Langur tími Það er víðar en á íslandi, sem trén eru lengi að þroskast. í Danmörku vaxa þau almennt talsvert örar en hér, en þó eru þar trjátegundir, sem þroskast mjög seint. Beykitréð er eitt þeirra. Það fer ekki að bera blóm og fræ fyrr en um 40—60 ára aldur, og þarf til þess að vera á sólríkum og rúmgóðum stað. Ýmis önnur tré verða jafnvel 20 árum eldri áður en þau teljast „fullþroska". Eikin þarf líka að ná svipuðum aldri, en önnur lauftré eru fullþroska miklu fyrr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.