Morgunblaðið - 31.12.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.12.1982, Blaðsíða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 ■ 1982 Un!y»rMl Prtll SnmllnH „Swo þetta er Droplaug, kona. þin?>" /// ... ógleymanlegur unaö- ur. TM Rag U.S. Pat. Otf.-all nghta resarvoo •1982 Los Angalm Tlmm Syndlcate Fljótur í froskmannabijning- inn. Ég held það sé innbrots- þjófur í kjallaranum! pabbi þinn bannaði þér að taka snjókallinn með þér! HÖGNI HREKKVlSI JAKA- " HEl r LEyFÐU <v\ÉR aö S7Á Þptta aptur/ Þökkum fyrir það Gomul kona skrifar: „Velvakandi. Viltu vera svo góður að birta þessar línur. Föstudaginn fyrir jól gekk ég niður Laugaveg og datt á hálk- unni. Tveir unglingspiltar hjálp- uðu mér að standa upp, eftir að ég sagðist ekki hafa meitt mig. Áður en ég áttaði mig, voru þeir horfnir, svo ég gat ekki þakkað þeim. I þeirri von, að þeir lesi þessar línur, vil ég þakka þeim af alhug og óska þeim gæfu og gengis. Við eigum, sem betur fer, fjölda unglinga, sem eru þjóðinni til sóma. Þökkum fyrir það.“ Þökk fyrir og gleðilegt ár Sveina Birna, 9 ára, skrifar á jól- um: „Ég var meira en lítið hissa á Þorláksmessu, þegar ég fékk bréf í umslagi merktu Eimskipafélagi íslands. Innan í þessu umslagi var annað bréf merkt mér, frá penna- vinkonu minni á Reyðarfirði, en ég hafði týnt þessu bréfi í látunum fyrir jólin. Fullorðinn maður, sem heitir Eyjólfur Guðjónsson og vinnur hjá Eimskip, hefur fundið bréfið og sent mér í pósti. Ég ætla að biðja Velvakanda að senda þessum manni þakklæti mitt og jólakveðj- ur. Ég er nýflutt hingað í bæinn frá ísafirði og er reglulega glöð yfir að fullorðið fólk skuli vera svona hugulsamt í Reykjavík. Þökk fyrir Eyjólfur, og gleðilegt ár.“ Hvar gætu krakk- ar þá skemmt sér? DÓ og IJT skrifa: „Velvakandi. Við vinkonurnar tvær, sem er- um miklir aðdáendur Villta tryllta Villa, vorum að frétta að birst hefði viðtal við Tomma í einhverju blaði (eða grein um skemmtistað hans), þar sem komið hefði fram, að loka ætti Villta tryllta Villa. Getur verið, að þetta sé rétt? Hvar gætu krakkar þá skemmt sér, ef Villta tryllta Villa yrði lokað? Við höfum mjög oft komið þang- að og alltaf skemmt okkur vel, og ekki ber á öðru en þeir krakka sem sækja þennan stað skemmti sér alveg konunglega. Hver er eigin- lega ástæða þess, að loka verður, ef satt er? Við skorum á Tomma að halda áfram og vonandi eigum við eftir að koma saman til að skemmta okkur á Villta tryllta Villa eftir áramót. Bless hress.“ » Ríkisútvarpið — Kabúl og TASS Lýðræðissinni skrifar 16. desem- ber: „Hinn 8. desember sl. bárust al- menningi á Islandi þær fréttir gegnum Morgunblaðið að á annað hundrað afganskir borgarar hefðu 13. september sl. verið drepnir á hinn hryllilegasta hátt af sovésk- um hermönnum í Afganistan. Frétt þessi hefur verið staðfest af afgöngskum flóttamönnum og þar að auki af vesturlandabúa, sem er félagi í alþjóðlegum dómstóli sem fylgist með stríðsglæpum og hefur aðsetur í París. Ekki heyrðist orð um þessa stórfrétt í ríkisfjölmiðlunum hér á landi fyrr en í útvarpinu 12. des- ember, og er þá fréttin að minnsta kosti tvílesin. En það sem vekur athygli er ekki fréttin sjálf, hún er orðin gömul, heldur eftir hvaða heimildum ríkisútvarpið flytur fréttina og hvernig hún hljóðar. Heimildin er „Stjórnin í Kabúl til- kynnir ...“ og fréttin „.. .að yfir- lýsingar sjálfstæðs rannsóknar- hóps í V-Évrópu um að yfir 100 manns hafi verið drepnir í Afgan- istan af sovéskum hermönnum sé rakalaus lygi og gerð til að ófrægja Kabúlstjórnina ...“ í raun og veru ætti þessi frétta- flutningur af hálfu ríkisútvarps- ins því miður ekki að koma nein- um á óvart, sem fylgst hefur með fréttum þessa fjölmiðils og enda- lausum upplestri þar á áróðurs- tilkynningum eða „fréttum" sov- ésku „fréttastofunnar“ TASS. Það er greinilegt að stjórnin í Kabúl er ekki eins þjálfuð í „frétta- flutningi" og þeir Kremlverjar, þar sem frá þeim kemur „Stjórnin í Kabúl tilkynnir“, en Kremlverjar eru að sjálfsögðu fyrir löngu búnir að átta sig á því, að það er of augljós áróður að láta slíkt hefjast á „Kremlverjar tilkynna", jafnvel þótt fullur vilji sé fyrir hendi hjá sumum vestrænum fjölmiðlum, svo sem ríkisútvarpinu á íslandi, að flytja slíkan áróður, og þar af leiðandi heyrum við daglega og oft á dag: „fréttastofan TASS til- kynnir“ eða „samkvæmt frétt í Pravda" eða „samkvæmt grein í Isvestia". Öllum ætti fyrir löngu að vera fullkomlega ljóst hverskonar fréttaflutningur kemur frá þess- um sovésku áróðursstofnunum, ef svo einfaldar staðreyndir eru hafðar í huga, að aldrei greina þær frá jafn sjálfsögðum fréttum eins og t.d., flugslysum í Sovét- ríkjunum, nema löngu eftirá, og því aðeins að vesturlandabúar hafi verið meðal farþega, fréttir því farnar að berast frá vestrænum fréttastofum og útilokað að af- greiða slíkt sem lygi og óhróður. Hvernig halda menn svo, að farið sé með fréttir, sem nær ógerlegt er að staðreyna, eins og raunin er um flest sem gerist austur þar. Lítið hefur framan af þessu ári farið fyrir því í ríkisfjölmiðlunum, sem vestræn blöð og tímarit greina frá, að yfirgnæfandi líkur bendi til, að morðtilræðið við páf- ann í Róm sé runnið undan rótum KGB-leyniþjónustunnar, þá undir yfirstjórn núverandi æðsta ráða- manns Sovétríkjanna. Til að vega upp á móti því litla, sem frá þessu máli hefur verið greint, teygir ríkisútvarpið sig út á ystu nöf er það 13. desember kemur með þessa frétt: „Búlgarska frétta- stofan lét að því liggja í dag, að bandaríska leyniþjónustan CIA væri viðriðin morðtilræðið við páfann í Róm ...“ Ætli við fáum t.d. að sjá í sjón- varpinu stórmerkilegan þátt, sem bandaríska sjónvarpsstöðin CBS lét gera um þetta mál. Því til við- bótar ætti nú að vera tilvalið fyrir sjónvarpið að gera frétta- skýringarþátt um þetta morðtil- ræði, sem þeir gætu t.d. byggt á grein í september-hefti Reader’s Digest. Grein þessi er rituð af rannsóknar-blaðakonunni Clair Sterling, sem ferðaðist í 4 mánuði á vegum tímaritsins um Tyrkland, V-Þýskaland og Ítalíu, gagngert til að afla heimilda fyrir nefnda grein. Blaðakona þessi, sem er bandarísk og hefur búið á Ítalíu sl. 30 ár, er heimsþekkt fyrir skrif sín fyrir blöð og tímarit, svo sem The New York Times Magazine, The Atlantic, The Reporter, Life, The Reader’s Digest, Harpers, The Washington Post og International Herald Tribune svo eitthvað sé nefnt. Því til viðbótar skrifaði hún bókina „The Terror Network", sem vakti heimsathygli þegar hún kom Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma þvi ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvi til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.