Morgunblaðið - 31.12.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.12.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 55 fclk í (29 fréttum r UM ARAMOT strengja menn gjarnan heit. HEFJUM NÝTTÁR með því að SPENNA BELTIN ||UMFERÐAR Lífið brosir við Lizu Minelli + Nú er Liza Minelll hætt aö lifa Ijúfa lífinu og kann nú best viö sig heima í faömi eiginmannsins Marc Gero, sem er meö henni á meðfylgj- andi mynd. Þau hjónin eiga sameig- inlegt áhugamál, þar sem er mál- aralistin, en þau eru bæöi frí- stundamálarar. Þaö var fyrir 10 árum sem Liza Minelli sló í gegn í hlutverki sínu í „Cabaret". En síöan hefur frægð- arljóminn ekki skinió eins skært. Liza segir sjálf, aó þetta stafi af því aö hlutverkin sem nú sé boöiö upp á séu miklu verri en áöur var og hún vandlát og taki ekki nema aðeins því besta. Liza hefur átt svolítiö erfiöa tíma að undanförnu. Hún hefur misst nokkrum sinnum fóstur, en hún þráir að eignast barn meö sínum nýja manni. En eiginmaöurinn stendur við hliö hennar og er henni stoö og stytta. Nú hefur Liza Minelli verið valin til aö leika Evítu í samnefndri kvikmynd og þvf blasir lífið viö henni aö nýju, auk þess sem hún mun leika í sjónvarpskvikmyndum. Linn er orðin fyrir- sæta í New York + Nú er Linn, dóttir Liv Ullmann og Ingmar Bergman, oröin Ijósmynda- fyrirsæta í New York hjá umboðsfyrirtækinu Click, þó hún sé aðeins 16 ára gömul. Segir Linn að pabbi hennar sé ánægöur með þetta nýja starf hennar, en hann búist þó við því af henni aö hún veröi leikkona og ætlar Linn sér í leiklistarskóla með tímanum. Atvikin höguóu því þannig, að Liv Ullmann og Isabella Rosselini, sem er dóttir leikkonunnar Ingrid Bergman, fóru i mat saman eftir minningarathöfn um Ingrid Bergman. Isabella er fræg fyrirsæta og kom hún Linn í samband viö Frances Grill, sem rekur umboösskrifstofuna Click, en þaö haföi lengi veriö draumur Linn að fá að spreyta sig sem Ijósmyndafyrirsæta. Þannig hjálpaöi Liv Ullmann dóttur sinni til aó láta drauminn rætast. COSPER Hvers vegna ég sit hérna? Fíllinn gleypti úrié mitt. Thatcher víða vinsæl + Frú Margaret Thatcher, forsæt- isráöherra Bretlands, heimsótti fyrir skömmu flugvélaverksmiöj- urnar í Kingston, þar sem Harr- ier-þoturnar eru framleiddar. Var mynd þessi tekin viö þaö tækifæri. Annars var frú Thatcher kosin vinsælasti maöur ársins í Bretlandi ásamt páfanum. Og tímaritiö Time baö lesendur sína aö segja álit sitt á því hverja þaö vildi í forsíöuviötöl hjá blaöinu á næsta ári. Þeir sem nefndir voru í því sambandi voru tölvan, sem kosin var „maður" árs- ins af tímaritinu og geimveran ET, Margaret Thacther og Menachem Begin, forsætisráöherra israels. Svo oröstjr Thatchers berst víöa. Nýju Polaroid augnabliksmyndirnar eru hrókur alls fagnaðar Polaroid660myndavélin tryggir fallegri, litríkari og skarpari augnabiiksmyndir ■ 660 vélin hefur sjálfvirka fjarlægðarstillingu frá 60 cm til óendanlegrar, 640 vélin er með fix focus og 650 vélin með fix focus og nærlinsu. Óþarft að kaupa flash og batteri því batteri er sampakkað filmunni. A Notar nýju Polaroid 600 ASA litmyndafilmuna, þá hröðustu í heimi! helmingi Ijósnæmari en aðrar sambærilegar filmur! Tökum gamlar vélar upp í nýjar Polaroid vélar!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.