Morgunblaðið - 31.12.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.12.1982, Blaðsíða 8
\f/ ERLEND 40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 1. Annan janúar var skýrt frá því, að Mchmet Shehu, forsætisráðherra Albaníu, hefði látið af embætti. Ástæðan var: a) eiliglöp og alvarleg veikindi b) hann var svo smámæltur að hann gat ekki sagt „Stalín" skammarlaust c) hann var skotinn á miðstjórn- arfundi albanska kommúnista- flokksins d) stytti sér aldur í þunglyndis- kasti 2. I'egar mánuður var frá herlögum settu Rússar skilyrði fyrir efnahags- aðstoð við bræðraþjóðina. Það var: a) að aldrei framar yrði minnst á morðin í Katyn-skógi b) að Samstaða yrði opinberlega bonnuð c) að Pólverjar tækju upp rússn- eska stafrófið d) að Jaruzelski yrði skírður upp og kallaður Lech Walesa 3. llm miðjan janúar hrapaði farþega- þota á brú í Washington í Bandaríkj- unum og fórust með henni 74 manns. Áin, sem brúin er yfir, heitir: a) Mississippi b) Rio Grande c) Hanomac d) Potomac 4. Forsetakosningar fóru fram í Finn- landi. Sá, sem bar sigur úr býtum, heitir: a) Koivisto b) Pikkolainen c) Runeberg d) Kalevala 5. Yfirhugsjónafræðingur hins komm- úníska rétttrúnaðar lést austur í Moskvu. Hann hét: a) Ivan grimmi b) Mikhail Suslov c) Igor Ruslakov d) Gregor Gennakin 6. Bandaríska hershöfðingjanum Jam- es L. Dozier var bjargað úr haldi hjá liðsmönnum Rauðu herdeildanna. Mestu hrellingarnar, sem hann mátti þoia í fangavistinni, voru: a) að taka þátt í leshring um marxísk fræði b) að hlusta á langar tölur um illsku Bandaríkjamanna c) að hlusta á rokktónlist tímun- um saman d) að hlusta á fangaverði sína syngja saman Internationalinn 7. „!>að er nauðsynlegt að finna upp á einhverju nýju og hættulegu ef Dæmigerð mynd frá hörmungunum í Beirút I Líbanon á þessu árí. menn vilja viðhalda frægðinni," sagði franskur ofurhugi. í þvi skyni: a) ók hann niður Mont Blanc í Peugeot-bifreið b) fylgdi umferðarreglunum í París í heilan dag c) ók öfugan hring í Monte Carlo- kappakstrinum d) kynnti sér niðurtalningu Framsóknar síðustu þrjú árin 8. Alvarlegur búfjársjúkdómur kom upp í Danmörku. Þar var um að ræða: a) liðagigt b) hettusótt c) gin- og klaufaveiki d) taugabilun 9. Stjórnarkreppa varð í Færeyjum í lok marsmánaðar. Því olli: a) deila stjórnarflokkanna um ferjukaup b) frést hafði að íslendingar ætl- uðu að fjölmenna á Ólafsvök- una c) Suðureyingar vildu segja sig úr lögum við Dani d) Afkomendur Þrándar í Götu og Sigmundar Brestissonar fóru í hár saman 10. Annan apríl varð sá atburður, sem sagt var um, að væri „mesta auð- mýking Breta síðan i Súezmálinu 1956“. Þá var átt við: a) að í ljós kom, að breska leyni- þjónustan var að mestu skipuð KGB-mönnum b) innrás Argentínumanna í Falklandseyjar c) að hljóðbært varð um íslenskan ættföður drottningar d) Bretar töpuðu fyrir Bandaríkjamönnum í landsleik í knattspyrnu 11. ísraelar réðust inn i eitt nágranna- landa sinna. Þar var um að ræða: a) árás á Filistea þegar þeir fréttu af nýjum Golíat b) herför austur til Babylon til að hefna herleiðingarinnar c) árás á Egypta til að hefna með- ferðarinnar á Móse d) innrás i Líbanon til að jafna um Palestínumenn 12. Argentínumenn gáfust upp fyrir Bretum á Falklandseyjum við litinn orðstír. Undir það síðasta stjórnaði foringi þeirra vörninni: a) á fjórum fótum í aðalstöðvum sínum b) úr þarabrúki í fjörunni c) niðri í stærsta holræsi bæjar- ins c) frá hótelherbergi í Argentínu 13. Allt ætlaði af göflunum að ganga þegar fréttist af barnsfæðingu í Bretaveldi. Foreldrið var: a) Járnfrúin, sem ól af sér stál- sleginn son b) Díana prinsessa, sem varð létt- ari og fæddi sveinbarn d) Andrew prins og þótti útstáels- ið á honum hafa borið ískyggi- legan árangur d) Margrét prinsessa 14. 200.000 þýskum mörkum var stolið af heimili dansks kommúnistafor- ingja. Skýringin, sem hann gaf á fénu, var sú, að um væri að ræða: a) hagnað af starfsemi danska kommúnistaflokksins b) fé, sem bandaríska leyniþjón- ustan hafði komið fyrir á heim- ili hans c) fé, sem átti að verja í „alþjóð- legt samstöðustarf" d) peninga, sem hann hefði ekki hugmynd um hvernig væru til komnir 15. Nordsat-áætlunin var samþykkt á fundi Norðurlandaráðs, sem haldinn var í Helsinki. Hún hljóðar upp á það: a) að Norðurlandabúar sitji alltaf saman hvar sem þeir eru staddir b) að þeir sitji á strák sínum hverjir við aðra c) að þeir sitji ávallt við sama borð d) að sameiginlegum fjarskipta- hnetti verði komið á braut 16. Gaddafi, Líbýuleiðtogi, fór í sína fyrstu ferð til vestræns ríkis. Hann fór til: a) Austurríkis b) Bretlands c) Frakklands d) Bandaríkjanna 17. Brezhnev boðaði miklar breytingar á sovéskum landbúnaði. Ástæðan var: a) gífurleg offramleiðsla b) niðurgreiðslurnar voru að sliga ríkissjóð c) kjöt- og mjólkurframleiðslan fór sífellt minnkandi d) í ljós kom að helmingurinn af kornuppskerunni fór í heima- brugg 18. Víðfrægt flugfélag fór á hausinn snemma á árinu. Þar var um að ræða: a) Iscargo b) Laker Airways c) Air Florida d) Luftwaffe 19. Grænlendingar efndu til þjóðarat- kvæðagreiðslu og samþykktu: a) að þeir væru allir komnir í beinan karllegg frá Eiríki rauða b) að segja sig úr Efnahagsbanda- laginu c) að ganga í ríkjasamband við ís- lendinga d) að banna miðstöðvarkyndingu í snjóhúsum 20. Danskir læknar þóttu hafa unnið mikið afrek þegar þeir björguðu manni nokkrum, sem reyndi að stytta sér aldur. Aðferðin, sem hann beitti við sjálfsmorðstilraunina, var: a) hann baöaði sig í sjónum fyrir utan Kaupmannahöfn b) át upp úr tíu dósum af íslensk- um niðursuðuvörum c) kastaði sér ofan af Himmel- bjerget c) drakk úr tveimur og hálfri viskíflösku í einum teig 21. Hneykslisfrétt barst frá bandaríska þinginu á Capitol Hill í byrjun júlí- Þessi eyðilega vík varð upphafið að langri deilu Breta og Argentínumanna um yfirráð yfir Falklandseyjum. Ósköpin Mannfjöldi á Kastalatorginu í Varsjá safnast saman hinn 19. ágúst umhverf- hófust með því að argentínskir brotajárnssölumenn hófu að flytja brotajárn frá eyjunni Suður-Georgíu (sjá mynd). is kross úr blómum til að mótmela herlögum 5 landinu. Kndalokin eru öllum kunn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.