Morgunblaðið - 31.12.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.12.1982, Blaðsíða 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 Lesbók barnanna Leikir Þrautir Fróðleikur Skíðakeppni í stofunni Skíðaíþróttin á vaxandi fylgi að fagna hér á landi. Flestir stunda þessa íþrótt að vetri til. Ýmsar æfingar eru til fyrir þá sem vilja halda sér við yfir sumartímann og þessi leikur gæti ef til vill minnt ykkur á að nauðsynlegt er að halda þrekinu við! Þátttakendur búa sér til skíði úr pappír eins og sýnt er á myndinni og binda spotta að fram- anverðu á hvort skíði. Keppnin er svo í því fólgin að þið ákveðið upphaf og endi „skíða- brautarinnar" í stofunni og sjáið svo hvert ykkar nær bestum árangri! Góða ferð! Pappírsflugvél Brettu pappírsörk og teiknaðu á hana helming flugvélar eins og sýnt er á myndinni. Klipptu hana síðan út og klipptu tvær litlar rifur eins og merkt er við A. Þar eiga hjólin að festast við, en þau klippur þú líka út úr samanbrettum pappír. Settu hjólin á sinn stað og smeygðu inn eldspýtu (sjá mynd). Með því að færa eldspýt- una fram og aftur má finna flugvélinni jafn- vægi svo að hún geti svifið. Krossar Klipptu út fimm svona krossa úr kartoni — allir verða þeir að vera eins og sá, sem hér er sýndur. Teiknaðu 5 svarta depla á hvern kross. Nú er listin fólgin í því að raða krossunum 5 þannig að þeir hylji að hluta til hver annan. Á hverjum krossi á aðeins að þekja einn depil — eða 4 deplar eiga að sjást á hverjum krossi. Inn og út um glugga og dyr Jói fingralangur átti heima í Klefa- gerði. Hann var enginn venjulegur innbrotsþjófur, því er hann braust inn í hús varð hann að fara inn í öll herbergin. Það framkvæmdi hann á þann hátt, að hann fór einu sinni inn um hverjar dyr og skreið einu sinni gegnum hvern glugga, og þá átti hann að enda í herberginu sem hann byrjaði í. Alla leiðina fór hann án þess að fara tvisvar sinnum um dyr eða glugga. Hann lagði af stað frá glugganum sem merktur er nr. 1 — og hvernig tókst honum þetta? -Z-8-{—5-Z,-H-Ð-9-d-a --d-O-a-V-I :usneri Litli, guli unginn Auður Guðjohnsen, 7 ára, Reykjavík. Einu sinni var ungi sem átti hvergi heima. Hann var lítill og gulur á litinn. Einn daginn var honum svo kalt að hann sagði við stóra furutréð: Viltu leyfa mér að hlýja mér hjá þér? Nei, nei, sagði tréð. Litli, guli unginn hitti reynitré og unginn sagði við það: Elsku, besta reynitré. Viltu leyfa mér að hlýja mér hjá þér? Nei, nei, sagði tréð. En allt í einu sagði rólegi rósarunninn: Þú mátt hlýja þér hjá mér. Og unginn sneri sér við og fékk að hlýja sér í góða rósarunnanum. Heims um ból Nú koma jól. Fólk syngur: Heims um ból. Krakkar fá kannski hjól, konan nýjan kjól og karlinn smíðatól. Það verður nú gaman þegar við söfnumst saman. Gunnhildur 9 ára. Fjölskylduvandamál Linda Osk Wiium, 12 ára. Það er nýárskvöld. Fjölskyldan situr inni í stofu og horfir á sjónvarpið. Allt í einu hrekkur úpp úr pabba eins og þrumuelding: „Hvað er þetta eiginlega? Þið sitjið bara og glápið á imbakassann. Hvað er ég oft búinn að segja ykkur að leita að bókinni minni? Svona, upp með ykkur og farið að leita að bókinni." Krakkarnir standa á fætur og byrja að leita sitt á hverj- um stað. Lóa leitar í bókahillunni, Magnús á skrifborði pabba og í herberginu hans, Sigrún leitar á náttborðinu ilini í svefnherbergi og Gunni inni í eldhúsi. Eftir um það bil hálftíma er kallað á krakkana. Þau eru hlýðin og fara strax inn í stofu. „Jæja, funduð þið bókina?“ „Pabbi,“ segir Lóa og horfir á pabba sinn. „Hvað heitir bókin annars?“ „Hún heitir — Brennið bókina —.“ Lóa grípur andann á lofti. „Pabbi. Ég sá þessa bók í morgun og þar sem það stóð á henni „Brennið bókina“ hélt ég að það mætti brenna bók- ina ...“ wi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.