Morgunblaðið - 04.01.1983, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1983
Nýtt fiskverð ákveðið á gamlársdag:
14% meðalhækkun og
tilfærslur milli flokka
Ríkisstjórnin tilkynnti framlengingu 7% olíugjalds-
ins, 35% olíunidurgreiöslur og 4% útflutningsgjald
YFIRNEFND Verdlagsráðs sjávarút-
vegsins gekk frá nýju fiskverði á
gamlárskvöld. Verðið var ákveðið af
oddamanni og fulltrúa útgerðar-
manna gegn atkvæði fulltrúa sjó-
manna, en fulltrúar kaupenda sátu
hjá. Verðákvörðunin felur í sér 14%
meðalhækkun frá núgildandi verði.
Tilfærslur voru gerðar á verðmun eft-
ir stærð og gæðum, einnig milli
slægðs og óslægðs fisks. Þá lá fyrir
við verðákvörðunina yfirlýsing frá rík-
isstjórninni um að olíugjald verði
óbreytt, þ.e. 7% og að olía til fiski-
skipa verði greidd niður um 35% og
tekna til niðurgreiðslunnar aflað með
4% útflutningsgjaldi.
Gæðaflokkum var breytt á þá
lund að 2. flokkur er nú 77% af
verði 1. flokks í staðinn fyrir 85%
áður. 3. flokkur er 50% í stað 60%
af verði 1. flokks. Þá var bil milli
slægðs og óslægðs fisks aukið þann-
ig að verð óslægðs fisks verður nú
86 af verði slægðs fisks í stað 89
áður. Þá var fyrsta flokks stór
þorskur hækkaður um 20,7% en
smár fiskur lækkaður í verði, áður
en til 14% hækkunarinnar kom.
Fyrir 1. flokks stóran þorsk fást nú
8,28 kr. í stað 6,86 kr. áður.
Fulltrúar kaupenda sátu hjá eins
og fyrr segir og gerðu þeir svofellda
grein fyrir afstöðu sinni: „Ríkis-
stjórnin hefur lýst yfir að fisk-
vinnslunni verði að fullu bættar
þær kostnaðarhækkanir sem af
þessari fiskverðsákvörðun leiða.
Fulltrúar kaupenda geta þó ekki
greitt atkvæði með þessari
ákvörðun, þar sem þeir eru andvígir
þeirri hækkun útflutningsgjalds.
Guðmundur G. Þórarinsson:
„Ekki ástæða til að
gefa skýringar'
M
„ÉG SÉ ekki ástæðu til að gefa nein-
ar skýringar, en hrandara ársins tel
ég að menn skuli ætla að ég verði
flugmálastjóri," sagði Guðmundur
G. Þórarinsson alþingismaður, er
Mbl. spurði hann um ástæöu þess að
hann gefur ekki kost á sér í prófkjör
Framsóknarflokksins í Reykjavík,
en það fer fram 9. janúar nk. Guð-
mundur vildi ekki láta hafa annað
eftir sér í þessu sambandi.
Tíu gefa kost á sér í jjrófkjörið.
Þeir eru eftirtaldir: Arni Bene-
diktsson, Ásta R. Jóhannesdóttir,
Björn Líndal, Bolli Héðinsson,
Dollý Erla Nilsen, Haraldur
Ólafsson, Kristín Eggertsdóttir,
Ólafur Jóhannesson, Steinunn
Finnbogadóttir og Viggó Jörg-
ensson.
Þátttökurétt í prófkjörinu eiga
einvörðungu fulltrúaráðsmenn í
Reykjavík, ennfremur þeir sem
Framsóknarflokkurinn hefur kos-
ið á Alþingi og í borgarstjórn og
nefndir á þeirra vegum. Fyrir-
komulagið er þannig að númera
skal sex nöfn í þeirri röð sem
þátttakandi vill að frambjóðendur
skipi framboðslistann.
sem ríkisstjórnin hefur ákveðið, og
telja að hægt hefði verið að ná
sömu heildarniðurstöðu eftir ann-
arri leið, sem fyrir lá að útgerðin
gat einnig fallist á.“
Fulltrúi sjómanna greiddi at-
kvæði gegn og gerði svofellda grein
fyrir atkvæði sínu: „Ég tel að verð-
ákvörðun þessi og forsendur hennar
hafi verið tekin með þeim hætti að
ekki verði annað talið, en að fulltrúi
ríkisvaldsins, oddamaður yfir-
nefndar, hafi með atkvæði sínu, svo
og fulltrúar kaupenda með hjásetu
sinni, haft bein afskipti af hluta-
skiptakjörum sjómanna og útgerð-
armanna. Mun því fulltrúi sjó-
manna með tilvísun til ofangreinds
i samráði við stjórnir sjómanna-
samtakanna meta það, hvort
grundvöllur sé fyrir áframhaldandi
setu fulltrúa sjómanna í Verðlags-
ráði sjávarútvegsins."
í yfirnefndinni eiga sæti: Ólafur
Davíðsson forstjóri Þjóðhagsstofn-
unar sem er oddamaður, Kristján
Ragnarsson af hálfu útgerðar-
manna, Óskar Vigfússon af hálfu
sjómanna og Eyjólfur ísfeld
Eyjólfsson og Friðrik Pálsson af
hálfu kaupenda.
Sjá viðtöl vegna fiskverðs-
ákvörðunar á miðopnu.
Fyrsta barn ársins
fæddist á nýársnótt
FYRSTA barn ársins 1983 fæddist á fæðingadeild Landspítalans í
Reykjavík kl. 2.47 á nýársnótt. Var það myndardrengur, 14 merkur og 51
sentimetri, sonur þeirra Þórunnar Kristjánsdóttur og Andrésar Guð-
mundssonar. Þetta er þeirra þriðja barn en þau eiga 2 dætur fyrir, þær
Helgu Jónínu 10 ára og írisi Kristínu 6 ára. Þau búa á Þingeyri við
Dýrafjörð en komu suður vegna fæðingarinnar.
Reykjavík og nágrenni:
Talsverðir erfidleikar urdu
vegna snjókomu og ófærðar
Fyrirframgreiðsla
skatta ákveðin 70%
Fjármálaráðuneytið hefur gefið
út reglugerð um fyrirfram-
greiðslu skatta á fyrri helmingi
þessa árs, en samkvæmt upplýs-
ingum Höskuldar Jónssonar,
ráðuneytisstjóra, hefur verið ákv-
eðið að skattgreiðendur skuli
greiða 70% af sköttum fyrra árs
fyrirfram á næstu fimm mánuð-
um, þ.e. með gjalddögum 1. febrú-
ar, 1. marz, 1. apríl, 1. maí og 1.
júní. Fyrirframgreiðslan nú er sú
sama og í fyrra.
TALSVKRÐIR erfiðleikar voru í
Reykjavík og nágrenni í gærkveldi
vegna ófærðar, en um tíma var ófært í
Garðabæ og Hafnarfjörð og voru erf-
iðleikarnir einkum á Kringlumýrar-
braut. Þar töfðu vanbúnir bilar mjög
umferðina, samkvæmt upplýsingum
lögreglunnar. Þá var færðin einnig
farin að þyngjast í úthverfum borgar-
innar, en snjórinn var bæði blautur og
þungur og einungis vel útbúnum bíl-
um sóttist ferðin sæmilega.
Hellisheiði er ófær, en fært var
um Þrengsli í gær og víða um sveit-
ir sunnanlands og með ströndinni
allt austur á Austfirði. Fjallvegir
þar eru færir. Á Suðvesturlandi
snjóaði talsvert í gær og var víða
hálka á vegum og var slæmt ástand
í Svínahrauni og í Hvalfirði og gekk
umferð hægt en vegir voru þó færir.
Fært var vestur á Mýrar og í
Borgarfirði, einnig var fært um
Heydal og norðanvert Snæfellsnes,
allt út á Hellissand, en slæmt veður
var á þessum slóðum í gær.
Snjóflóð lokuðu Ólafsvíkurenni í
gær, en um miðjan dag tókst að
opna þá leið. Fært var um Svínadal
og í Reykhólasveit. Hætta varð við
að moka frá Patreksfirði og út á
flugvöll vegna snjóflóða. Frá Pat-
reksfirði var fært til Tálknafjarðar
en ófært á Bíldudal. Á milli ísa-
fjarðar og Bolungarvíkur var fært,
en í Óshlíð féllu mörg snjóflóð, og
einnig lokuðu snjóflóð veginum til
Súðavíkur. Voru þessar leiðir rudd-
ar og voru færar síðdegis í gær. Al-
mannavarnir á Vestfjörðum vöruðu
í gær fólk við snjóflóðahættu.
Holtavörðuheiði var rudd í gær,
en þar var slæmt veður og talsverð
snjókoma, en þegar í Hrútafjörð
kom var fært allt austur til Þórs-
hafnar og til Siglufjarðar, Ólafs-
fjarðar, Húsavíkur og til Mývatns.
Matthías Á. Mathiesen:
Ummæli formanns Sjómanna-
sambandsins helber ósannindi
Stjórnarandstöðuflokkarnir bera enga ábyrgð á fiskverðsákvörðun
Gömul kona fyrir bíl
Jón SvavarsNon
GÖMUL kona, 72 ára ad aldri, varó fyrir bifreid fyrir framan hús sitt á
Hringbraut 43 um klukkan 9.30 í gærmorgun. Konan var á leið norður yfir
götuna þegar hún varð fyrir SAAB—bifreið, sem ekið var austur Hringbraut.
Hún var flutt á slysadeild og reyndist fótbrotin, auk þess skaddaðist hún á
böfði.
Brauð handa hungruðum heimi:
Tvær milljónir hafa safnast
„UMM/ELI formanns Sjómannasam-
bandsins, Óskars Vigfússonar, í sjón-
varpinu sl. sunnudagskvöld um af-
stöðu stjórnarandstöðunnar til þeirra
ráðstafana, er ríkisstjórnin hyggst
beita fjfir í sambandi við
fiskverðsákvörðunina eru helber
ósannindi svo og að stjórnarandstöðu-
flokkarnir beri nokkra ábyrgð á fisk-
verðsákvörðuninni“, sagði Matthias Á.
Mathiesen fulltrúi Sjáífstæðisflokks-
ins i þingmannanefnd þeirri, sem
sjávarútvegsráðherra lét tilnefna, til
að fylgjast með ráðstöfunum ríkis-
stjórnarinnar vegna vanda útgerðar-
innar.
Matthías sagði einnig: „Sjávar-
útvegsráðherra hafði óskað eftir til-
nefningu þingmanna úr öllum þing-
flokkum til að fylgjast með og hafa
með höndum upplýsingamiðlun til
þingflokka sinna varðandi vanda-
mál útgerðarinnar. Ákvörðun fisk-
verðsins var í höndum yfirnefndar
VCrðlí>£roP^i»,n 'xrr ».íú«n<-4-nn-
. wwtfiiia i nviðSLjui ii<&rinn-
ar. Með aðgerðum hennar er það
ríkisstjórnin og enginn annar en
ríkisstjórnin sem ber ábyrgð á fisk-
verðsákvörðuninni eins og hún varð.
Sjávarútvegsráðherra var ljóst,
að sjálfstæðismenn hafa verið og
eru andvígir sjóðamyndun og milli-
færsluleiðum til niðurgreiðslu á
rekstrarkostnaði útgerðarinnar.
Ríkisstjórnin virðist hins vegar ekki
hafa vitað fyrr en seint á gamlárs-
dag hvað hún hafði til málanna að
leggja, og mér eins og öðrum lands-
mönnum var ókunnugt um niður-
stöður fyrr en við fengum fréttir
þar um sem nýársboðskap.
Ég veit að formaður Sjómanna
sambandsins er óánægður fyrir
hönd sjómanna hversu illa til tókst
með fiskverðsákvörðunina að þessu
sinni. Þaö styrkir hins vegar ekki
málstað neins, að gera öðrum upp
afstöðu sem ekki er rétt, og ég veit
að það er ekki að skapi íslenzkra
sjómanna að svo sé gert. Það er svo
atriði út af fyrir sig, að fréttamaður
sjónvarpsins taldi ekki ástæðu til að
leita staðfestingar á fullyrðingu
formanns Sjómannasambandsins
hjá þeim sem hlut áttu að máii, né
heldur kynna sér hvert var verkefni
þeirra þingmanna, sem áttu viðræð-
ur við sjávarútvegsráðherra um
vandamál sjávarútvegsins. Allt
þetta hefði hann getað fengið upp-
lýst og leiðrétt með einu símtali."
SÖFNUNIN Brauð handa hungruö-
um heimi gengur vel, samkvæmt
upplýsingum sem Mbl. fékk hjá
Gunnlaugi Stefánssyni fræðslu-
fulltrúa hjá Hjálparstofnun kirkj-
unnar.
Nú hafa safnast um tvær millj-
ónir króna og sagði Gunnlaugur
að fólk hefði haft góðan skilning á
þessari söfnun. Ætlunin er að
halda söfnuninni áfram í janúar.
Safnað er til þróunarverkefnis-
ins í Suður-Súdan og til neyðar-
hjálpar og sagði Gunnlaugur að
margar slíkar hjálparbeiðnir
hefðu borist.