Morgunblaðið - 04.01.1983, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1983
3
„Við snérum við en
þá missti Gunnar líka
fótanna og hrapaði“
Rætt vid VíÖi Óskars-
son en tveir félaga
hans biðu bana í fjall-
göngu í Vífilsfelli
„VIÐ vorum upp undir hamrabeltinu
efst í Vífilsfellinu og fór ég fyrir —
hafði varóað leiðina með því að
höggva holur í ísinn fyrir félaga
mína, því ég var best skóaður. Við
gengum skáhallt yfir ísbreiðu og
komst ég klakklaust yfir. Þá heyrði
ég að Gunnar bróðir minn kallaði og
sá þá að I’áll var ekki meðal okkar
— hann hafði misst fótanna og hrap-
að niður bratt fjallið. Við snerum við
en þá missti Gunnar líka fótanna og
hrapaði og hvarf sjónum mínum,“
sagði Víðir Óskarsson, 21 árs gamall
læknanemi, en félagar hans biðu
bana á nýársdag er þeir hröpuðu í
hliðum Vírdsfells.
„Hlíðar Vífilsfells voru snar-
brattar og grýttar og munu þeir
hafa hlotið þung högg þegar þeir
þeyttust niður fjallið og skullu
utan í grjótið. Eg hóf þegar að
fikra mig niður — reyndi að fara
varlega í sakirnar og leitaði þeirra
í hlíðinni á leiðinni niður en sá
ekkert annað en slóð þeirra.
Ég hrópaði og loks var mér
svarað og fann þá liggjandi. Gunn-
ar var þá með rænu og hafði svar-
að köllum mínum en Páll var með-
vitundarlaus. Ég reyndi að búa
eins vel um þá og mér var unnt og
Víðir Óskarsson
hljóp síðan niður á Suðurlandsveg
til að sækja hjálp. Niður á veg
voru um 5 kílómetrar og ég datt
nokkrum sinnum, var útkeyrður
þegar ég kom niður á brautarend-
ann á Sandskeiði. Þar sá ég bíl og
veifaði en ökumaður kom ekki
auga á mig.
Skömmu síðar kom annar bíll,
ég veifaði og ökumaður stöðvaði.
Ég staulaðist örmagna af þreytu
að bílnum og skýrði frá hvað gerst
hafði. Ökumaður ók mér sem leið
lá í bæinn eftir hjálp, en kona
hans varð eftir með dúnpoka og
hóf að leita að hinum særðu félög-
um mínum.
Ég skýrði frá hvað gerst hafði
þegar á lögreglustöðina í Árbæ
kom og fór ásamt lögreglu-
mönnum á slysstað á ný. Komst þó
aldrei alla leið — örmagnaðist á
leiðinni en lýsti hvar slysið hefði
átt sér stað. Þegar til baka kom sá
ég að sjúkrabíll og læknir var
kominn og skömmu síðar komu
björgunarsveitir.
Stuttu síðar kom þyrla Land-
helgisgæzlunnar og lenti skammt
frá slysstað. En allt var um sein-
an, stuttu síðar bárust þær fréttir
í talstöðinni að Gunnar bróðir
minn og Páll væru látnir.
Ég hef verið miður mín vegna
þessa hörmulega atburðar og get
vel fallist á, að við félagarnir hefð-
um átt að sýna meiri varkárni. Ég
var ágætlega útbúinn og vel skó-
aður en þeir voru í stígvélum, þó
vel klæddir.
Við strengdum þess heit um síð-
ustu áramót að ganga á fyrsta
degi hvers árs á fjall. Á nýársdag í
fyrra gengum við á Móskarðs-
hnjúka í Esju og sjálfur hef ég oft
gengið á fjall og félagar mínir
gengu á Snæfellsjökul í sumar og
Keili í vetur.
En trúin hefur reynst mér og
aðstandendum mikill styrkur í
sorg okkar. Ég er og félagar mínir
mormónatrúar," sagði Víðir
Óskarsson.
Þyrla Landhelgisgæzlunnar við komuna til Reykjavíkur. M)'nd Mbl-Jniius
Aðstæður mjög erfiöar tfl björgunar 1 Vífilsfellinu:
„Mennirnir lágu helsærðir
í 2-300 m hæð í fjallinu“
„AÐSTÆÐUR til björgunar í hlíd-
um Vífilsfells voru mjög erfiðar —
það var varla stætt í hvössustu hríð-
unum og gekk á með dimmum élj-
um. Mennirnir lágu helsærðir í
200—300 metra hæð innan um stór-
grýti. Þarna var glerhált og frosið
hjarn og því miklum erfiðleikum
háð að komast til hinna særðu
manna. Þá varð að sækja sérstakar
börur til þess að flytja þá niður hlíð-
ina, þar sem ekki var talið ráðlegt
að hreyfa þá. Þegar leggja átti af
stað gerði mikla hríð með svörtum
éljum og ekki varð stætt. Því varð
að bíða uns hríðinni slotaði — eða
15—20 mínútur," sagði Engelhart
Björnsson, formaður Björgunar-
sveitarinnar Ingólfs, í samtali við
Mbl.
„Við fengum tilkynningu um
slysið laust eftir klukkan eitt á
nýársdag, vorum beðnir um
flutning á slösuðum mönnum á
snjósleða. Þrír menn lögðu af
stað vestan úr Gróubúð klukkan
13.30 með snjósleða, börur, teppi
og sjúkraáhöld. Skömmu síðar
lögðu fleiri björgunarmenn af
stað til hjálpar. Þá var ljóst, að
miklum erfiðleikum var háð að
komast til mannanna, sem lágu í
hlíðum fjallsins. Síðar kom til-
kynning að æskilegt væri að fá
þyrlu á staðinn til þess að flytja
hina slösuðu menn í sjúkrahús og
lagði þyrlan upp um 14.30 —
komst uppeftir á milli élja, en því
miður tókst ekki að koma mönn-
unum í tæka tíð í sjúkrahús,"
sagði Engelhart Björnsson.
Komið með hina slösuðu menn að bíl björgunarsveitarinnar Ingólfs,
skammt frá þyrlu Landhelgisgæzlunnar.
Gísli Alfreðsson, nýráðinn Þjóðleikhússtjóri. Myndin var tekin í gær.
Ljósm: Kri.siján Kinarsson.
Gísli Alfreðsson ráðinn Þjóðleikhússtjóri:
„Er ánægður en um
leið kvíðinn því þetta
er vandasamt starf ‘
„ÉG ER aö sjálfsögðu mjög ánægður með þetta, ánægður en
um leið kvíöinn, því þetta er vandasamt starf,“ sagði Gísli
Alfreðsson leikari í samtali viö blaöamann Morgunblaðsins í
gær, eftir að menntamálaráðherra hafði skipað hann Þjóð-
leikhússtjóra til næstu fjögurra ára.
„Ég tek að hluta við starfinu
nú þegar," sagði Gísli, „og mitt
starf á næstunni verður fyrst og
fremst að undirbúa næsta leikár,
sem hefst næsta haust. Það geri
ég í samráði við leikritavals-
nefnd, og vænti góðs samstarfs
við hana. Ég tek síðan endanlega
við starfinu fyrsta september
næstkomandi.“
Gísli kvaðst í gær ekki vera
tilbúinn að ræða hugmyndir sín-
ar um starfsemi Þjóðleikhússins,
það biði síns tíma. Fyrir lægi að
hann byrjaði þegar að huga að
næsta leikári, en hvort hann
færi til útlanda til að kynna sér
leikhússtarfsemi eða annað,
væri allt óráðið. „Ég veit ekki
enn hvort þetta þýði að ég muni
ekki leika næstu fjögur árin,“
sagði Gísli, „en af sjálfu leiðir að
það verður miklu minna en verið
hefur, ef það verður þá nokkuð.
Það verður tíminn að leiða í
ljós.“
Auk Gísla Alfreðssonar, leik-
ara og formanns Félags ís-
lenskra leikara, sóttu þrjú um
starf Þjóðleikhússtjóra: Érling-
ur Gíslason leikari, Kristín
Magnús leikkona og Þórhallur
Sigurðsson leikari. Gísli Al-
freðsson tekur við starfi af
Sveini Einarssyni, sem ekki sótti
á ný um stöðu Þjóðleikhússtjóra,
sem lögum samkvæmt er veitt til
fjögurra ára í senn.
Vinaminni á Hellissandi brann um helgina:
Hjón með 4 mánaða gamalt
barn sluppu út um glugga
HÚSIÐ Vinaminni við Keflavíkur-
götu á Hellissandi brann til kaldra
kola aðfaranótt sunnudags og er hús-
ið talið ónýtt. Slökkvilið var kallað til
en réð ekki við eldinn. Fólkið sem í
húsinu bjó, hjón með 4 mánaða gam-
alt barn, slapp naumlega út um
glugga á svefnherbergi og skárust
hjónin ba-ði á fótum við að komast út
um gluggann. í húsinu bjuggu hjónin
Katrín Sigurjónsdóttir og Sölvi Guð-
bjartsson.
í samtali við Mbl. sagði Katrín
Sigurjónsdóttir að eldsins hefði
orðið vart á milli klukkan 2.00 og
2.30, en þá var ekki mikill eldur í
húsinu, en mikill reykur. Fóru þá
hjónin og barnið út um gluggann.
Sagði Katrín að Sölvi hefði fundið
undarlega lykt og ætlað að fara
fram til að kanna málið, en þangað
var ófært vegna reyks.
Katrín sagði að þegar þau hefðu
verið komin út hefðu þeu hringt í
slökkviliðið, en þá hefði verið lítill
eldur í húsinu og aðeins í einu
herbergi inn af eldhúsi. Hins vegar
hefði slökkviliðið orðið vatnslaust
því brunahani var frosinn fastur.
Varð því að reyna að dæla sjó, en
þá festist bíllinn í snjó og blossaði
þá eldurinn upp á meðan.
Katrín sagði að engu hefði tekist
að bjarga nema fötunum sem þau
stóðu í, en hús og innbú sagði hún
hafa verið tryggt. Sagði Katrín að
þau hjón hefðu búið í húsinu frá
árinu 1980, en húsið er steinhús.