Morgunblaðið - 04.01.1983, Side 5

Morgunblaðið - 04.01.1983, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1983 5 Ferðafólkið þurfli oft að vaða ár og ösla snjó á meðan rútnrnar fretetuðu þess að komast yfir árnar. Voru 18 klukkutíma frá Þórsmörk að Stórumörk ÞAÐ VAR lúið ferðafólkið sem kom til Reykjavíkur kl. 10.30 i gærmorg- un úr áramótaferð til l*ór.smerkur. Og skyldi engan undra. Það var ekki nóg með að heimferðin hafi tekið sólarhring, heldur stóð fólk í ströngu við að moka snjóskafla, ýta bílum, vaða ár og ösla snjó langa kafla. Þarna voru á ferðinni um 150 manns í fjórum rútum og þremur jeppum á vegum Ferðafélags fslands og Úti- vistar. Það var lagt af stað frá Þórs- mörk snemma á sunnudagsmorgun- inn og komið í bæinn kl. 10.30 i gærmorgun. Þrátt fyrir strembið ferðalag í bæinn varð engum meint af og þótti mörgum sem þessi þunga heimferð hafi gert ferðalagið i heild sinni skemmtilegra, a.m.k. eftir- minnilegra. Jón M. Jóhannsson bifreiðar- stjóri keyrði aðra rútuna á vegum Ferðafélags íslands, mjög full- komna nýja rútu af Scania-gerð. Hann lýsti heimferðinni svo: „Það voru fyrstu 25 km sem gerðu okkur gramt í geði, þ.e.a.s. leiðin að Markarfljótsbrú, en það tók okkur 18 klukkustundir að komast þangað. En þegar við loks- ins komumst á þjóðveginn var til- tölulega greiðfært. Það hafði snjó- að mikið um áramótin og aðfara- nótt sunnudagsins og skafið tals- vert á vegina. Menn þurftu því oft að fara út og moka skafla af vegin- Jón M. Jóhannsson bif- reiðarstjóri. „Ferðafólkið stóð sig eins og hetjur." llnnur „Þctta var ævintýri." Marinósdóttir. spennandi um. En í rauninni voru það árnar sem reyndust okkur erfiðastar. Þær voru sums staðar stiflaðar af ís þannig að smásprænur urðu að stórum stöðuvötnum og krapaelg sem erfitt var að komast yfir. En þetta tókst þó allt að lokum ekki síst fyrir frábæran dugnað ferðafólksins sem lagðist allt á eitt við að moka og ýta þegar þess þurfti. Einhver lét þau orð falla að hér væri verið að beita kínversku aðferðinni, og það er lýsing við hæfi því það var samstillt átak fjöldans sem kom okkur áfram. Svo var ég svo heppinn að vera á aldeilis frábærum bíl, nýjum Scania frá Vestfjarðarleið, sem síWk ' Egill Einarsson. „Fólk tók þessu með jafnaóar- geói.“ Árnar voru erfiðasti farartálminn. þolir mikla dýpt og gat því farið í fararbroddi og rutt veginn." Unnur Marinósdóttir, marg- reynd ferðakona, lýsti heimferð- inni sem „spennandi ævintýri". „Auðvitað var þetta erfitt, en ég er nú þannig gerð að mér finnst bara gaman að lenda í svona basli. En ég verð þó að segja það eins og er, að ég man aldrei eftir að hafa lent í svona miklum vandræðum út af færð og þó fer ég oft í vetrar- ferðir og hef gert í 10 ár. En sem betur fer veit ég ekki til að nokkr- um hafi orðið meint af volkinu, enda var í rauninni ekki um neina vosbúð að ræða, bílarnir voru vel upphitaðir og menn almennt vel útbúnir." Annar ferðamaður, Egill Ein- arsson, var líka hinn hressasti: „Þetta var hörku púl, því er ekki að neita. Snjórinn var sums staðar 1 m á hæð og við þurftum oft að grípa til skóflunnar. Þá lentu nokkrir í því að vökna talsvert, sérstaklega þeir sem voru með Ferðafélagi Islands, en það fólk neyddist til að vaða Krossá. Og vissulega voru margir orðnir ansi þreyttir og slæptir þegar heim var komið. En hins vegar varð ég ekk- ert var við það að fólk væri svekkt eða óánægt. Enda vita allir sem á annað borð fara í slíkt ferðalag að svona nokkuð getur alltaf komið fyrir." Framkvæmdastjóraskipti hjá Arnarflugi Framkvæmdastjóraskipti fór fram hjá Arnarflugi í gærdag, þegar Gunnar Þorvaldsson lét af störfum, en við tók Agnar Friðriksson, við- skiptafræðingur, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra fjármála hjá lieklu sl. 5 ár. Gunnar Þorvaldsson, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra í rúmt ár, sagði starfi sínu lausu sl. haust og óskaði eftir því, að taka að nýju upp starf, sem flugstjóri hjá félaginu og varð stjórn félags- ins við beiðni hans og réð Agnar til starfans. Gunnar Þorvaldsson mun jafnhliða starfi flugstjóra sinna ýmsum sérverkefnum fyrir félagið. Myndin var tekin við framkvæmdastjóraskiptin í gær- dag. Um leið og Verðbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins óskar viðskiptavinum sínum gleöilegs árs og þakkar þeim viðskiptin á liðnu ári þá birtir hann hér yfirlit yfir nokkra þá ávöxtunarmöguleika sem í boði voru á árinu 1982 og stöðu þeirra nú um áramótin. Ávöxtunarleið: Peninga- eign 1-jan 82 Peninga- eign 31.des.82 Ávöxtun i% árið 82 _HaDDdr.skuldabréf Ríkissióðs 100.000 167.769 68% SDariskírteini Ríkissióðs 100.000 169.069 69% . Verötrvaað veðskuldabréf 100 000 173.372 73% Óverðtrvaað veðskuldabréf J1QQQQ0 173-750 IA% Verðbréfamarkaöur Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu 12 101 Reykjavik lónaöarbankahúsinu Simi 28566 Gengi verðbréfa 1. janúar 1983: VERÐTRYGGD SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: Sölugengi pr. kr. 100,- 1970 2. flokkur 10.252,05 1971 1. flokkur 8.964.63 1972 1. flokkur 7.773.22 1972 2. flokkur 6.587,51 1973 1. flokkur A 4.731.66 1973 2. flokkur 4.358.30 1974 1. flokkur 3.008,82 1975 1. flokkur 2.472.62 1975 2. flokkur 1.862.85 1976 1. flokkur 1.765,54 1976 2. flokkur 1.410,51 1977 1. flokkur 1.308.63 1977 2. flokkur 1.092,78 1978 1. flokkur 887.26 1978 2. flokkur 698.08 1979 1. flokkur 588.44 1979 2. flokkur 454.87 1980 1. flokkur 340.03 1980 2. flokkur 267.38 1981 1. flokkur 229.70 1981 2. flokkur 170.59 1982 1. flokkur 154,87 Meóalávöxtun ofangreindra llokka um fram verötryggingu er 3,7—5%. VEÐSKULDABRÉF ÓVERÐTRYGGÐ: Sölugengi m.v. nafnvexti 12% 14% 16% 18% 20% (HLV) 47% 1 ár 63 64 65 66 67 81 2 ár 52 54 55 56 58 75 3 ár 44 45 47 48 50 72 4 ár 38 39 41 43 45 69 5 ár 33 35 37 36 40 67 VEÐSKULDABRÉF MEÐ LÁNSKJARAVÍSITÖLU: Sölugengi nafn- Ávöxtun m.v. vextir umfram 2 afb./ári (HLV) verðtr. 1 ár 96,49 2% 7% 2 ár 94,28 2% 7% 3 ár 92,96 2W/o 7% 4 ár 91,14 2%% 7% 5 ár 90,59 3% 7% 6 ár 88,50 3% 7’/4% 7 ár 87,01 3% 7’/4% 8 ár 84,85 3% 7V4% 9 ár 83,43 3% 7%% 10 ár 80,40 3% 8% 15 ár 74,05 3% 8% VERÐTRYGGD HAPPDRÆTTISLÁN RÍKISSJÓÐS B — 1973 C — 1973 O — 1974 E — 1974 F — 1974 G — 1975 H — 1976 I — 1976 J — 1977 1. fl. — 1981 ölugengi pr. kr. 100.- 3.266,14 2.777.76 2.403,13 1.808.03 1.808,03 1.198.59 1.142,08 869,00 808,57 161,50 Ofanskráð gengi er m.v. 5% ávöxtun p.á. umfram verðtrygg- ingu auk vinningavonar. Happ- drættisbréfin eru gefin út á handhafa. Verðbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavík Iðnaðarbankahúsinu Sími 28566

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.