Morgunblaðið - 04.01.1983, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1983
Jólaóratoría
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Nú eru hvítklædd jólin senn
algengin og nýtt ár tekið að
flétta dagaröð sína í takt við
hækkandi sól. Eftir þeirri hrynj-
andi sporar maðurinn sögu sína,
þungstígur og fótsár, rekinn
áfram af tímanum og fjötraður
við hringleik sköpunar og dauða.
Sátt mannsins er trúin á að gáf-
ur hans séu guðlegar og fyrir
þær hafi hann rétt til að drottna
yfir lífríki jarðarinnar. Fyrir
þessar guðsgjafir hefur maður-
inn öðlast sjálfræði og í þessu
sjálfræði liggur einmitt ábyrgð
hans og þarf hann því að svara
til saka fyrir gerðir sínar. An
þessa sjálfræðis væri maðurinn
ábyrgðarlaus leiksoppur, er ekki
réði sínum örlögum. Hver maður
hefur verk að vinna og í þessum
verkum sínum, smáum sem stór-
um, ritar maðurinn sögu sína til
varðveislu orðstír sínum. Verk
mannanna er í rauninni ögun
þessa sjálfræðis og mynd þessa
sjálfræðis er kölluð menning,
sem margir telja að séu skilin
milli manna og dýra. Með hvaða
hætti menn rækta gáfur sínar,
kemur glögglega fram í þeim
markmiðum er stýra sjálfráðum
athöfnum þeirra. í listsköpun er
þetta mjög ljóst, sérlega í lista-
verkum sem smíðuð eru til að
lofsyngja Guð. Þar leyfir list-
smiðurinn sér ekki að blekkja
eða sýnast, þar er hann allur og
án alls yfirdrepsskapar. Johann
Sebastian Bach er einn þeirra
manna er margfaldaði pund sitt.
Sjálfráður agaði hann guðsgáfur
sínar og gaf mannkyninu gjafir,
er menn enn í dag safnast um-
hverfis til að dást að. Afköst
hans og gæði verka hans eru
næsta ótrúleg og hafa hlustend-
ur hér á landi átt þess kost að
heyra mörg meistaraverka hans,
nú á seinustu árum, flutt af ís-
lenskum tónlistarmönnum, sem
vel má minnast á, til að árétta
það hversu mikil gróska er í
tónmennt hér á landi. Einn
þeirra manna, er lyft hefur
grettistaki á sviði tónmenntar,
er Jón Stefánsson og nú milli
jóla og nýárs flutti kórinn hans
Jólaóratoríuna eftir Bach,
óstytta. Til samstarfs við sig
fékk hann einsöngvara og
hljómsveit og það sem ekki er
minnst tíðinda, að tónleikarnir
voru haldnir í hálfbyggðri kirkju
hans, Langholtskirkju. Sú kirkja
er rík sem á meðal starfsmanna
sinna fólk, er ekki telur eftir sér
að vinna verk eins og hér um
ræðir og í slíka kirkju eiga menn
margvísleg erindi. Það má vera
að tími til flutnings hafi ekki
verið vel valinn og t.d. hefði Ný-
ársdagur verið betri og að flytja
hefði átt verkið á einum degi, en
með matarhléi, eins og gert var
er Mattheusarpassían var flutt.
Kór Langholtskirkju er mjög
góður en nokkuð gætti þreytu í
síðustu kórunum og einnig var
hljómsveitin ekki í góðu jafn-
vægi, sem trúlega er vegna æf-
ingaleysis, sem aftur stafar af
féleysi. Konsertmeistari var
Michael Shelton og átti hann
ásamt nokkrum meðlimum
hljómsveitarinnar nokkra vel
leikna einleikskafla. Undirleik-
urinn við tónlesið var með ýms-
um formerkjum, sem ekki allir
eru sáttir við, þó margvíslega
hafi verið reynt að útfæra það.
Að sleppa hljómum, jafnvel þar
sem um hljómskipti er að ræða,
getur truflað eðlilegt tónferli
tónlessins en það sem einkum
truflaði undirritaðan, var of
sterk bassalína á móti orgelinu.
Basso continuo þarf ekki að vera
sterkur og því óþarfi að tvöfalda
röddina eða leika hana með safa-
ríkum og sterkum tóni. Aðalat-
riði tónlessins er framsaga text-
ans. Einsöngvararnir voru Ólöf
K. Harðardóttir, Sólveig Björl-
ing, Halldór Vilhelmsson og
Michael Goldthorpe. íslensku
söngvararnir voru góðir og má
sérstaklega minnast á „echo“-
aríuna sem Ólöf söng glæsilega.
Halldór beitti sér einum of í
fyrri hlutanum en var mjög góð-
ur seinna kvöldið, einkum í
bassaariunni Erleucht auch
meine finstre Sinnen. Sólveig
kom mjög á óvart. Hún hefur
fallega rödd og söng vel t.d. Be-
reite dich, Zion og Schliesse,
meine Herze. Söngmeistari tón-
leikanna var svo Michael
Goldthorpe, sem söng hlutverk
guðspjallamannsins. Goldthorpe
er glæsilegur söngvari og auk
þess að syngja nærri öll tónlesin,
söng hann þrjár aríur allar með
miklum glæsibrag. í síðustu arí-
unni Nun möght ihr stolzen
Feinde schrecken, sem Gold-
thorpe söng frábærlega vel, áttu
óbóleikararnir Kristján Þ.
Stephensen og Daði Kolbeinsson
frábæran leik. Það er full ástæða
til að óska Jóni Stefánssyni til
hamingju með þennan áfanga.
Hann er vaxandi stjórnandi,
ungur að árum og á vonandi eftir
mörg handtökin á sviði stjórn-
unar. Hann er nú þegar einn af
okkar fremstu kórstjórum og
honum fylgja óskir um gott
gengi á komandi ári, með þökk
fyrir marga góða tónleika á
liðnu ári.
Jón Asgeirsson
Hvernig þjónar
lánamarkaðurinn atvinnulífinu?
Verzlunarráð íslands gengsl fyrir ráðstefnu um lánamarkaðinn og
þjónustu lánastofnana við atvinnulífið, fimmtudaginn 13. janúar n.k.
í Kristalsal Hótels Loftleiða, klukkan 14:00 -18:00. Þátttaka tilkynnist
til skrifstofu V.Í., síma 8 30 88 fyrir 7 janúar n.k.
DAGSKRÁ:
14:00 - 14:10
Mœting
14:10-14:15
Fundarsetning - Ragnar S. Halldórsson, formaður Verzlunarráðs ís-
lands.
14:15 - 14:35
Hlutverk lánastofnana í efnahagsþróun landsins - Er skipulagið hem-
ill á hagvöxt? - Ragnar Onundarson, aðstoðarbankastjóri Iðnaðar-
banka Islands hf.
14:35 - 14:45
Álit Guðmundar Arnaldssonar, hagfræðings Verzlunarráðs ís-
lands.
14:45 - 15:00
Innlenþur lánamarkaður - Mætir hann þörfum arðbærs atvinnurekstr-
ar? - Ámi Árnason, framkvæmdastjóri Verzlunarráðs Islands.
15:00 - 15:10
Álit Tryggva Pálssonar, hagfræðings Landsbanka íslands.
15:10 - 15:30
Umrœður og fyrirspumir
15:30 - 15:50
Kaffi
15:50 - 16:10
Utanríkisviðskipti og erlendir gjaldeyrismarkaðir - Fylgjumst við með
kröfum tímans? - Þórður Magnússon, framkvæmdastjóri fjármála-
sviðs Eimskips hf.
1.6:10 - 16:20
Álit Agnars Friðrikssonar, framkvæmdastjóra Arnarflugs hf.
16:20 - 16:30
Álit Þráins Þorvaldssonar, framkvæmdastjóra Hildu hf.
16:30 - 16:50
Fjármögnun íbúðarhúsnæðis - Þjóðarsport íslendinga í vanda -Ár-
mann Orn Ármannsson, framkvæmdastjóri Ármannsfell hf.
16:50 - 17:00
Álit Þorsteins Steingrímssonar, framkvæmdastjóra Fasteigna-
þjónustunnar sf.
17:00- 18:00
Umrœður og fyrirspurnir
Ráðstefnustjóri: Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips hf.
Ragnar S. Halldórtson Ragnar Önundarton Guðmundur Arnaldsson Árnl Arn»»on
Þráinn Þorvaldsson
Ármann ö. Ármannsson
Þorstsinn Steingrímsson Höróur Sigurgsstsson
VERZLUNARRÁÐ
ÍSLANDS
Hús verslunarinnar
108 Reykjavík, sími 83088
Varúðarmerking
lyfja vegna áhrifa
á ökuhæfni manna
1. JANÚAR 1983 kom til fram-
kvæmda sérstök varúðarmerking
lyfja er skert geta hæfni manna til
aö aka bifreið eöa stjórna öðrum vél-
um, segir í frétt frá heilbrigöis- og
tryggingamálaráöuneytinu.
Það var samstarfsnefnd á veg-
um Norðurlandaráðs, sem gerði
tillögur um þessa merkingu árið
1977, en á fundi sínum 1979 ákvað
Norðurlandaráð, að umrædd
merking skyldi koma til fram-
kvæmda i öllum Norðurlöndunum
eigi síðar en 1. janúar 1983.
Varúðarmerkingin er rauður
jafnhliða þríhyrningur, sem kom-
ið er fyrir á merkimiðum eða um-
búðum þeirra lyfja, er merkja
skal. Merkingin nær til um 70
sérlyfja, auk fjölda forskriftalyfja
lækna.