Morgunblaðið - 04.01.1983, Side 15

Morgunblaðið - 04.01.1983, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1983 15 Ingólfi bregst bogalistin Ingólfur Guðbrandsson skrif- ar í Morgunblaðið, fimmtudag- inn 30. desember, 1982, ádrepu á íslenska sjónvarpið. Þar sakar hann stofnunina um að hafa gefið áhorfendum óþarf- lega stóran skammt af annars ágætum verkum Tchaikowskys á jóladag. Þar á hann við Landið okkar annars vegar og Svana- vatnið hins vegar. Þykir mér leitt að Ingólfur skuli að ástæðulausu nota jafn stór orð og „fáránlega smekk- leysu og grófa móðgun". Reiði menn svo hátt til höggs er ástæða til að krefja þá um að hafa staðreyndir máli sínu til stuðnings. Ingólfur hefur að þessu sinni spennt bogann of hátt og misst marks, því í þættinum Landið okkar heyrist enginn tónn úr verki eftir Tchaikowsky. Þykir mér miður að svo mætur maður og fróður á tónlistarsviðinu, sem Ingólfur er, þekki ekki til tónsm: íða þeirra, sem fluttar voru. I þættinum voru leikin brot úr eft- irfarandi verkum: Big Country (kvikmyndatónlist) Star Wars (kvikmyndatónlist), Nýi heimur- inn eftir Dvorák og Rhapsodie espagnole og Síðdegi Skógarpúk- ans eftir Ravel. Vissulega hefur Ingólfur rétt fyrir sér þegar hann segir að: „Við eigum okkar eigin tónskáld og tónlist, sprottna upp af hrjóstrum þessa lands með tón landsins í sjálfu sér“. Hins vegar er það staðföst trú okkar, sem unnið höfum þessa þætti að tónlist sé al- heimsmál og að val tónlistar mót- ist af andblæ myndraðanna hverju sinni, þannig að mynd og tónlist renni saman í eina heild. Tónlistarverk verða því ekki valin til flutnings við hvern þátt fyrir fram (eða vegna þess að þau séu íslensk), heldur verða myndir og tónlist valin sam- hliða. Islensk tónlist verður not- uð í þessum þáttum þar sem við á. Virðingarfyllst, Maríanna Friðjónsdóttir, dagskrárgerðarmaður FFD, Sjónvarpinu. Guðmundur Halldórsson Eimskip opnar markaðsskrifstofu í JANÚAR mun Eimskip hefja rekst- ur sérstakrar markaðsskrifstofu í Rotterdam, og verður skrifstofan rekin í samstarfi við Meyer & Co. umboðsmenn félagsins þar, segir m.a. í frétt frá Eimskipafélagi Is- lands. Guðmundur Halldórsson, nú- verandi starfsmannastjóri Eim- skips, mun veita markaðsskrif- stofunni í Rotterdam forstöðu, og tekur hann við því starfi um miðj- an janúar. A skrifstofunni mun einnig starfa Hollendingur að nafni Jan Barendrecht, en hann hefur hingað til unnið hjá Meyer & Co. Skrifstofan í Rotterdam mun starfa í nánu samstarfi við aðalskrifstofu Eimskips í Reykja- vík, og tilheyrir hún meginlands- deild Eimskips. Athugasemd Hr. ritstjóri, Vegna fréttar Mbl. fimmudag- inn 30. desember sl. um þróun kaupmáttar kauptaxta og ráðstöf- unartekna á mann á árabilinu 1976—1983, þar sem töflurit Stjórnunarfélags íslands í sam- antekt undirritaðs er tilgreint sem heimild, er rétt að eftirfarandi komi fram: Tafla sú í riti Stjórnunarfélags íslands, sem fjallar um árlegar breytingar kaupmáttar kauptaxta og ráðstöfunartekna á mann á árabilinu 1972—1983 getur á eng- an hátt gefið tilefni til ályktana af því tagi sem blaðamaður birti í fyrrgreindri frétt. Tölur þær, sem standa í fyrirsögn fréttarinnar, er hvergi að finna í ritinu. Heimildir að frétt þessari eru því engar aðr- ar en misskilningur blaðamanns, sem komast hefði mátt hjá með símtali. Með þökk fyrir birtinguna, Olafur ísleifsson, hagfræðingur. Tónlistarskóli Rangæinga 25 ára TONLISTARSKOLI Rangæinga fagnar 25 starfsárum á árinu 1983. Afmælisins er minnst með margvís- legum hætti. Þegar er komin út hljómplata Barnakórs Tónlistar- skóla Rangæinga, „Ég bíð eftir vori“ í tilefni þess. Á næstunni mun koma út bæklingur, sem fjallar um starf- semi skólans fyrr og nú. Dagana 2. til 15. janúar eru sex afmælistónleikar, þar sem fram koma ýmsir listamenn, þ.á m. Jón- as Ingimundarson, Guðni Þ. Guð- mundsson, Sigfús Halldórsson, Trómet-blásarasveitin, Félag áhugamanna um harmonikuleik og eldri nemendur Tónlistarskóla Rangæinga, sem nú eru í fram- haldsnámi. Tónlistarskóli Rangæinga tekur í dag 235 nemendur og við hann starfa 15 kennarar. Kennt er á 7 stöðum í sýslunni. Skólastjóri er Sigríður Sigurðardóttir. Það bjóða margir vel í dag, en HONDA* býður hreint ótrúleg verð CIVIC 3ja dyra. Verö kr. 159.000 5 CIVIC SEDAN ACCORD 3ja dyra EX-gerð. ACCORD SEDAN Verö frá 197.000 5 gíra m. fleiru. Verð gilda til 7. januar 1983 HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, SÍMI 38772

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.