Morgunblaðið - 04.01.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.01.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1983 Kirkjan málsvari frelsis og friðar Þegar átta dagar voru liðnir, skyldi umskera hann, og var hann látinn heita JESUS, eins og engillinn nefndi hann, áður en hann var getinn í móðurlífi. Lúkas 2, 21. Á miðnætti í nótt >fengum við enn einu sinni að upplifa áramót. Þá fundum við eins og áður, að áramótin eru áhrifarík augnablik. Á meðan (klukkan sló tólf) og við sáum flugeldana þjóta í loft, heyrðum eimpípur blása og söng- inn óma: Nú árið er liðið í aldanna skaut, þá greip okkur tilfinning, sem erfitt er að lýsa. Áramótin eru með glöðu yfir- bragði, en undir niðri fylgir þeim djúp alvara, sem við komumst ekki hjá að hugleiða. Gamla árið hvarf með öllu og fór Guði á vald. Við kvöddum það með þökk og saknaðarkennd. Nýja árið heilsaði og við tókum á móti því með tiihlökkun og eftirvænt- ingu. Komi þetta nýja ár blessað og Guði helgað til heilla og far- sældar fyrir land og lýð. Við áramót er eins og við séum stödd á sjónarhóli. Við skyggn- umst eftir þeim vegi, sem farinn var og horfum fram á leið. Líf okkar er háð tímanum, sem var, er og verða mun. Þar er forlagahjól- ið, sem séra Matthías minnist á í þjóðsöngnum, sköpun okkar: Óbreytanleg fortíð, óviss nútíð, og óséð framtíð. - XXX - l'rðar orði kveður engi maður vafinn í verðandi reyk. I/Hið sjáum aftur en ekki fram skyggir Skuld fyrir sjón. Við upphaf nýs árs er það fyrst alls að leita áttanna, hvert stefna skal inn til hins ókomna. Og þá er sama viðlag hverra áramóta: „Vit- uð ér enn eða hvað?“ Vitum við hvert stefna skal inn í farsæld og frið — inn til lífsins, til eilífðar? Þekkjum við af reynslunni vitjun- artíma, sem nú er að hefjast? „Að fortíð skal hyggja,“ sagði skáldið. Víst er, að forlagahjólið snýst, eins og Guð hefur gert það. En reynslan sýnir, að allt getur ekki verið fyrirfram ákveðið. Mennirn- ir eiga sinn þátt í framvindu lífs- ins. Maðurinn á það fram yfir aðr- ar lifandi verur, að hann hefur möguleikann til þess að velja og hafna. Guð gefur okkur lífsanda en við veljum okkur lífsstefnu. Til þess að rata þá réttu leið, sem til lífsins liggur, hefur Guð lagt okkur í brjóst mynd sína. Þar er Guð í sinni mynd, — hvernig sem um hana fer í höndum okkar, því að Guð hefur gefið okkur náð- argáfur, að biðja, trúa og elska. Þar er skaparinn að endurspegla mynd sína í sál okkar. - XXX - Við mætum framtíðinni úr hendi Guðs. Það er hann og hann einn, sem opnar náðardyr, dag í senn eitt augnablik í einu. „AA gt*fa framtið er fegurst af öllu." kvað séra Björn Halldórsson. Og við sjáum á nýársdegi endurskin Ijóssins, sem jólin gáfu. í björtu skyni þess undursamlega ljóss, friðarjóla, er Guð nú að gefa okkur framtíðina „Nóttin var sú ájja t ein í allri veröld IjósiA skein.“ Á þessum nýársdegi hefur kirkjan mikinn og dýrðlegan boðskap að flytja, þó að orðin séu ekki mörg í textanum. Nýárstext- inn er sá stysti, sem til er. Hann er reyndar ekki nema eitt orð, en það er líka nóg. Það segir allt, orð- ið Jesús. „Hann var látinn heita Jesús." Og við tökum undir með séra Einari í Eydölum, þegar skáldið kveður á um, hvar Jesús skuli eiga rúm hér í heimi: „Vil ég mitt hjarta vaggan sé.“ Við áramót er heimur á kross- götum og margir spyrja, hvert halda skuli. Aldrei í sögu mann- kyns hefur það verið jafn þýð- ingarmikið og nú að geta áttað sig og spurt Guð líkt og hebreska skáldið: „Prófa mig Guð og þekktu hjarta mitt, rannsakaðu mig og þekktu hugsanir mínar, og sjá þú hvort eg geng á glötunarvegi og leið mig hinn eilífa veg.“ (Sálm. 139. 23, 24.) - XXX - Fyrir allmörgum árum var eg staddur austur á Skaftafelli í ör- æfum. í samtali við bóndann þar á bænum heyrði ég sögu um erlend- an fjallgöngumann, sem eitt sinn bar þar að garði. Erindi hans var að ganga á Vatnajökul og hæsta tindinn, Hvannadalshnjúk. Bóndinn spurði, hvort hann ætl- aði einn í þá ferð. Maðurinn kvað já við því. Bóndinn fór þá að að- vara manninn, og sagði honum, að það væri mjög óráðlegt fyrir ókunnugan mann, að ætla sér að fara án fylgdar. En aðkomumaður hafði þessa aðvörun að engu. Hann kvaðst vera þaulvanur Ölpunum, og sér væri engin hætta búin. Auk þess hefði hann bestu tæki, splunku- nýjan útbúnað til fararinnar, sér væri ekkert að vanbúnaði. Með það fór hann upp á jökulinn. Tíminn leið og ekki kom fjall- göngumaðurinn til byggða. Menn voru farnir að óttast um afdrif hans. En þá kom hann í leitirnar nær dauða en lífi. Hann hafði lent í miklum ógöngum, fallið í jök- ulsprungur, og var illa særður. Eftir að hafa notið hjúkrunar Prédikun herra Péturs Sigur- geirssonar biskups í Dómkirkjunni á nýársdag og aðhlynningar í nokkra daga var hann orðinn ferðafær, og kvaddi þá Öræfasveit. Áður en hann fór, bað hann bændur undir jöklinum að aðvara ókunnuga fjallgöngu- menn, er kæmu til þess að ganga á jökulinn, að gera það fyrir sín orð að fara ekki einir, heldur þiggja feginsamlega fylgd, sem í boði væri. - XXX - Mér er þessi frásögn eins konar líkingarsaga, þegar ég hugsa um það, sem er að gerast í veröldinni. Viljann vantar ekki til þess að sækja bratt á tind hins háþróaða og tæknivædda nútímaheims. Út- búnað vantar heldur ekki. Tölvur og vélmenni reikna og fram- kvæma svo að hvergi skeikar. Til ferðar inn í framtíðinna virðist ekkert vanta, allra sízt öryggis- útbúnað, vígbúnaðinn. Hvað er það þá sem vantar? Það láðist að prófa hjartað. Afleiðing- in er sú, að nú blasir við hinn breiði glötunarvegur. Þjóðirnar eru með allri sinni vélvæðingu og öryggisbúnaði í ekki ósvipaðri aðstöðu og fjall- göngumaðurinn þegar hann var í mestri þörf fyrir fylgd. Vanbúnaður mannsins er mikill á maðan hann er ekki leystur und- an yfirráðum syndarinnar. En það skref stígur maðurinn ekki einn, til þess verður hann að fá hjálp, fylgd, frelsara. Því varðar það mestu um þetta byrjaða ár að geta af heilum huga og heitu hjarta ákallað nafnið, kallað á Krist: „í Jeiw nafni áfram enn meA ári nýju kristnir menn.“ - XXX - Kristin kirkja hefur nú hvar- vetna það hlutverk að aðvara menn og þjóðir, að nema staðar í vígbúnaðarkapphlaupinu og koma á friði á jörðu. Það er bjargföst trú mín og sannfæring, að kirkjan flytji boðskap, sem einn er þess megnugur að bjarga heiminum frá glötun. Víðast hvar er kirkjan sterkasti málsvari frelsis og frið- ar, og sá aðilinn, sem ekki hefur tekist að yfirbuga. Kirkjan hefur alltaf staðist mótlæti og ofsóknir. í Jesú nafni hafa sigrarnir unnist, og eg vitna til þess, sem Kristur sagði, eins og Lúkas segir frá: „Og hann sagði við alla: Hver sem vill fylgja mér, afneiti sjálf- um sér, taki upp kross sinn dag- lega og fylgi mér.“ (Lúk, 9, 23.) Við tökum eftir, að hann segir þetta sama við alla, og þá bætir hann við: Hver sem vill! Sýnir nokkuð betur, að það er mannsins að vilja — að velja? Við fáum öll að heyra köllun, en svo verður hver og einn að gera það upp við sig, hvað hann vill. Forseti rekur inn nefið Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Forsetaheimsóknin eftir Luis Rego og Philippe Bruneau. Þýðandi: Þórarinn Kldjárn. Lýsing: Daniel Willliamsson. D'ikmynd og búningar. Ivan Török. Ix'ikstjóri: Stefán Baldursson. í leikskrá Forsetaheimsóknar- innar er tekið fram, að kveikja leikritsins hafi verið sú uppátekt Giscard d’Estaing, forseta Frakklands, að heimsækja „venjulegar fjölskyldur" eftir að hann tók við forsetaembætti. Minnt er á að í embættistíð hans hafi verðbólga og atvinnuleysi aukizt, enda er vitnað til þess í leikritinu. Út af fyrir sig get ég ímyndað mér, að þetta leikrit hafi hlotið góðar undirtektir í Frakklandi, en nokkuð kyndugt að taka það upp nú og færa það á reykvískt svið. Og eru þó vissu- lega skemmtilegar uppákomur í verkinu og snjöll tilsvör. En ein- hvern neista vantaði að mínum dómi. Þráðurinn framan af er sá, að ein af þessum venjulegu fjöl- skyldum er að velta fyrir sér að reyna að rétta við hag sinn með því að bjóða forsetanum heim. Heimilisfaðirinn er atvinnulaus og það er orðið þröngt í búi. Sá hængur er þó á ráðagerð kvenna heimilisins, að heimilisfaðirinn er ekki beinlínis hrifinn af for- setanum, hann er í raun réttri stórlega andvígur honum og verður nú að koma til meirihátt- ar plat og vesen til að telja hann á að fallast á tiltækið. Svo að þetta verði enn áhrifameira er Gerða, kona húsvarðarins, dubb- uð upp í hjólastól og langömmu- gervi til að hræra enn frekar hjarta forsetans. Að svo búnu hefst heimsóknin og út af fyrir sig ekki ástæða til að orðlengja frekar um hana; eins og í slíku leikriti sæmir fer auðvitað allt úrskeiðis sem hægt er að hugsa sér. Þetta er auðvitað allt saman grín og gerir raunar gott betur en jaðra við farsa á stundum. Samt má finna brodd í verkinu, yfirdrepsskapurinn, höfðingja- sleikjuhátturinn og svo það hversu lágt iitlu manneskjurnar verða að lúta í fráleitri von sinni um að þeim takist að sannfæra forsetann um eymd sína svo að hann hjálpi þeim að borga af sjónvarpinu, borðstofuhúsgögn- unum o.s.frv. Stefán Baldursson hefur leikstýrt verkinu og allar stað- setningar hans eru mjög áreynslulausar og fagmannleg- ar. Á hinn bóginn er rétt eins og hann átti sig ekki alltaf á því hvort hann er með farsa eða ádeilukenndan grínleik á sviðinu — og skal svo sem engan undra. Frammistaða leikenda er öll meira og minna snjöll, enda val- inn maður í hverju rúmi. Guðrún Ásmundsdóttir er að mínu mati einhver albezta gamanleikkona okkar og fer á kostum, einkum í fyrri hlutanum; það er út af Forsetahjónin eru komin í bæinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.