Morgunblaðið - 04.01.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.01.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1983 Mesta bankarán í sögu Bretlands Lundúnum, 3. janúar. AP. I’JÓFAR sem brutust inn í íransk- an banka í Lundúnum höföu á brott með sér verðbréf að verðmæti 9 Drottningin lítt hrifin af Koo? I.undúnum, 3. janúar. AP. ELÍSABET II Bretadrottning hefur farið fram á það viö Andrew son sinn að „fara sér hægar“ í ástarsam- bandi sínu við bandarísku ieikkon- una Koo Stark, samkvæmt fregnum blaðsins Sunday People. Blaðið hefur þetta eftir ónafngreindum vinum fjölskyld- unnar sem segja einnig að „dynt- ir“ Andrews í þessum efnum hafi vaidið leiðindum innan konungs- fjölskyldunnar sem æski þess að sambandið fari hljótt. milijónir punda, sem er mesti ráns- fengur í breskri sögu, segir í fregn- um lögreglunnar þar í borg síðast- liðinn sunnudag. Þjófarnir munu einnig hafa haft á brott með sér u.þ.b. 31.000 pund í ýmsum gjaldmiðli, en lögreglan kveðst hafa haft upp á númerum verðbréfanna, þannig að ekki verði hægt að koma þeim í verð. Blaðið Sunday Telegraph held- ur því fram að hugsanlegt sé að ránið hafi verið framið af hópi manna er séu starfandi fyrir Ayatollah Ruollah Khomeini, leiðtoga írana. Ránið var framið helgina 4.-5. desember, og haft er eftir heim- ildum innan lögreglunnar að ekk- ert hafi af því spurst fyrr en ein- um mánuði eftir að það var fram- ið, vegna óska yfirmanna bank- Leiðtogar Varsjár- bandalagsins funda IVag, .3. januar. AP. LEIÐTOGAR varsjárbandalagsins voru væntanlegir til Prag í dag til 200.000 ára barnakjálki St. Asaph, Wales. AP. Fornleifafræðingar fundu ný- lega kjálkabrot úr ungu barni, karlkyns, í Pontnewydd-hellin- um skammt frá Asaph, en í helli þeim hafa áður fundist merki- legar fornleifar, þ.á m. kjálki úr barni. Leifar þessar eru 200.000 ára gamlar. Auk kjálkanna hafa fundist í hellinum frumstæðar axir og fleiri verkfæri og vopn. Þetta er eini staðurinn á Bretlands- eyjum þar sem menjar um for- sögulegar mannverur hafa fundist ef frá er talin gryfja ein mikil við Barnfield, skammt frá Swanscombe í Kent. fundar, þar sem staðfesta á forystu Sovétmanna í bandalaginu undir stjórn hins nýja leiðtoga, Yuri Andropov. Þá er talið líklegt, að leiðtogarnir samþykki einróma til- lögu Andropov um stöðvun á fram- leiðslu kjarnorkuvopna á jafnréttis- grundvelli. Undirbúningur undir fund þennan hefur farið fram með mikilli leynd og lítið hefur verið látið uppi um hann í fjölmiðlum. Síðasti fundur leiðtoga Varsjár- bandalagsins var haldinn í Varsjá í maí 1980. Gengið var frá dagskrá fundar- ins á fundi utanríkisráðherra að- ildarríkjanna í Moskvu í október á síðasta ári að sögn ungliða- málgagnsins Smena í Slóvakíu. Samkvæmt ákvörðun ráðherr- anna í október verður aðalum- ræðuefni fundarins í Prag versn- andi samskipti við Vesturlönd. Nýjar kenningar um aldur heimsins Boston, 3. janúar. AP. STJÖRNUFRÆÐINGAR hafa löng- um verið ósammála um aldur heims- ins, en tvær nýjar rannsóknir, sem eru innbyrðis ólíkar, hafa báðar leitt til þeirrar niðurstöðu að heimurinn sé 12 milljarða ára gamall. Margir vísindamenn halda því fram að heimurinn sé ekki eldri en 7 milljarða ára gamall, en aðrir halda því fram að hann sé allt að 20 milljarða ára gamall. Þessar nýju rannsóknir hafa því vakið forvitni margra, en niðurstöður þeirra birtust í janúarhefti tíma- ritsins „Astrophysical Journal." Frá hátíðahöldunum á Trafalgar Square í miðborg Lundúna á nýársnótt. Tveir létu lifið í fagnaðarlátunum þar sem talið er að um 100.000 manns hafi verið saman komin. Mikið um slys og óhöpp um ármótin Tvær konur tróðust til bana í London Sænskur maður drepinn í Kaupmannahöfn Ix>ndon, 3. janúar. AP. TVÆR konur biðu bana, er þær tróðust undir í mannþröng á Trafalgar- torgi í London á nýjársnótt, en þá safnaðist mikill mannfjöldi þar saman. Þrjátiu og sex manns til viðbótar hlutu þar meiri eða minni meiðsli. I Kaupmannahöfn var sænskur maður stunginn til bana með hníf í götu- slagsmálum, sem urðu á Ráðhústorginu á nýjársnótt. Yfir hundrað þúsund manns var með þær á sjúkrahús. söfnuðust saman í miðborg Lund- úna á nýjársnótt til þess að fagna nýjárinu. Mikil hreyfing var á þessu fólki og er talið, að konurn- ar tvær hafi orðið undir í látun- um, án þess að nokkur yrði þess var. Þær voru báðar um þrítugt og fundust liggjandi meðvitundar- lausar skammt frá Whitehall. Voru þær báðar látnar, er komið Svíinn Johann Magnus Myrgven frá Lundi hafði farið ásamt 6 vin- um sínum til Kaupmannahafnar til þess að skemmta sér þar um áramótin. Um miðnættið voru þeirr staddir við Ráðhústorgið til þess að fylgjast með flugeldasýn- ingu, sem skotið var upp frá Tívolígarðinum. Þegar slagsmálin hófust var fjöldi manns viðstadd- Sphinxinn í andlitslyftingu en óvíst hver árangurinn verður Kairo, Kifrplalandi. Al’. UNNIÐ er að því næstum myrkr- anna á milli, að hefta tæringu og veðrun „Sphinxins" fræga, sem hinn forni konungur Kephren lét gera á valdatíma sínum. „Sphinx- inn“ er eitt af sérkennum Egypta- lands og eitthvert mesta listaverk allra tíma, risavaxinn Ijónsbúkur með mannsandlit sem snýr að sól- arupprás. Samtök fornleifafræðinga, sagnfræðinga, myndlistarmanna og fleiri stétta, hafa samvinnu um verndun og viðhald fyrir- bærisins, og nýjasta „lækningin" er fólgin í því, að bera leðjugrím- ur á andlit og útlimi Sphinxins. „Meðferðin er svipuð og kvenfólk notar gjarnan til að hreinsa húð sína, makar Leðjugrímum fram- an í sig en í leðjuna eru sett ýmis hreinsiefni, sem síast inn í húð- ina,“ segir Dr. Ahmed Kadry, einn af leiðtogum verndunar- samtakanna. Það eru einkum alls kyns sölt, sem reynt er að hreinsa úr Sphinxinum, en þau stuðla að mjög örri veðrun í sandsteininum, sem Sphinxinn er höggvinn í. „Grímurnar" brotna af á tveggja vikna fresti og eru þá nýjar settar á umsvifa- laust. Ekki eru allir sammála um meðferðina. Sumir segja drullu- grímurnar þrýsta saltefnunum lengra inn í Sphinxinn, aðrir segja að óæskileg saltefni séu hreinlega borin í sandsteininn með grímunum. Bandarískur rannsóknarleiðangur var þarna á ferðinni fyrir þremur árum og þá fyrst kom saltvandamálið fram í dagsljósið. Bandaríkja- mennirnir sögðu saltmagnið stafa af mjög háum jarðvatns- stuðli, sem aftur kæmi frá mik- illi virkjun í Suður-Egyptalandi sem Sovétmenn byggðu meðan þeir voru ennþá í náðinni hjá Egyptum. Bandaríkjamennirnir eru ekki hrifnir af „grímumeð- ferðinni", eru þeirrar skoðunar að hún þrýsti hinu óæskilega salti enn rækilegar inn í sand- steininn. Þeir vilja soga efnið úr steininum með til þess gerðum tækjum. Hverju svo sem menn hallast að í þessum efnum er ljóst, að Sphinxinn verður aldrei samur og er Kephren lét höggva hann. ww> Egypskir verkamenn að störfum utan i Sphinxinum. Andlitið er afmyndað og nefið vantar. Skeggið er horfið og hlutar af makkanum eru á söfn- um í KairtPbg London. ur, og gátu meira en 100 manns gefið lýsingu á manninum, sem Myrgven átti í höggi við. Atburða- rásin hafði hins vegar verið mjög hröð og höfðu fæstir þeirra tekið vel eftir því, sem gerðist. í Napólí beið ein kona bana á gamlárskvöld, en alls hlutu yfir 350 manns meiðsli á Ítalíu yfir áramótin. Þar í landi eru jafnan mikil brögð að því, að nýjárinu sé ekki bara fagnað með flugeldum og blysum, heldur þurfa margir að skjóta af byssum sínum upp í loft- ið. Konan, sem beið bana, var 27 ára gömul og er talið, að hún hafi orðið fyrir byssukúlu af hendingu, þar sem hún stóð á svölum íbúðar sinnar í Napólí. Þar í borg var tit~- kynnt um 122 óhöpp um þess ára- mót og var það meira en nokkurs staðar annars staðar á Ítalíu. Taka varð hönd af mörgum mönnum, sökum þess hve illa þeir höfðu slasazt við að sprengja púð- urkerlingar og kínverja. I Maníla á Filippseyjum biðu fjórir menn bana um áramótin, og flestir þeirra með þeim hætti, að þeir urðu fyrir byssukúlum, er skotið var af byssum í tilefni ára- mótanna. Hins vegar ríkti ró og spekt í Miami í Bandaríkjunum, en þar safnaðist um hálf millj. manna saman á gamlárskvöld aðeins ör- stuttan spöl frá þeim stað, sem miklar kynþáttaóeirðir höfðu átt sér stað nokkrum dögum áður. Á frönsku eynni Korsíku í Mið- jarðarhafi urðu miklar spreng- ingar á nýjársdag, sem virtust vera fyrirboði þess, að hið nýja ár yrði ekki friðsælt frekar en það, sem var að líða, en þar hafa að- skilnaðarsinnar haldið uppi mikl- ■vt um hermdarverkum að undan- förnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.