Morgunblaðið - 04.01.1983, Page 21

Morgunblaðið - 04.01.1983, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1983 íbúar stálu öllu úr skipi á strandstað Bude, Bretland, 3. jan. AP. BÓKSTAFLEGA öllu var stolið úr skipi nokkru sem strandaði á norður- strönd Cornwall-skaga á nýársnótt, og segja hollenskir skipverjar þess, að þar hafi verið að verki íbúar í nálæg- um strandbæjum. Talstöð, keðjum, reipum og öðru á þilfari var öllu stolið ásamt far- angri áhafnarinnar, matvælum, setu af salerni skipstjórans og jóla- tré skipsins og var þetta allt borið á brott af konum, mönnum og börn- um sem fetuðu sig upp og niður kletta við strandstaðinn. Skipið sem skráð er í Panama, strandaði, sem áður segir, á norður- strönd Cornwall-skagans, en áhöfn- inni var bjargað af þyrlu og björg- unarbáti. Tveimur dögum síðar þegar skipstjórinn fór að huga að skipi sínu, fann hann það tómt og án nokkurs útbúnaðar. Samkvæmt lögum á að tilkynna allan varning sem tekinn er úr strönduðum skipum til tollayfir- valda, en samkvæmt gamalli hefð tóku íbúar í nánd við strandstaðinn allt sem til náðist úr skipinu. Sprenging í Stokkhólmi: Næturklúbbur lagður í rúst Stokkhólmi, 3. janúar. AP. TÍU kílóa sprengja var orsök hinnar öflugu sprengingar og elds sem lagði í rúst næturklúbb nokkurn í mið- borg Stokkhólms síðastliðinn föstu- dag, segir í niðurstöðum sérfræðinga sem birtar voru í dag. Veður víða um heim Akureyri 0 hálfskýjaö Amsterdam 7 rigning Aþena 10 heiðskírt Barcelona 10 heiðríkt Berlín 6 skýjað Brijssel 10 rigning Buenos Aires 32 skýjað Caracas 28 skýjað Chicago 2 skýjað Dyflinni 10 rigning Feneyjar 3 skýjaö Frankturt 2 rigning Færeyjar 6 alskýjaö Genl 1 skýjað Helsinki 2 skýjað Hong Kong 19 skýjað Jerúsalem 5 rigning Jóhannesarborg 27 heiðskirt Kairó 16 skýjað Kaupmannahöfn 5 skýjað Las Palmas 18 lóttskýjað Lissabon 11 heiðskírt London 12 skýjað Los Angeles 19 heiðskírt Madrid 11 skýjað Malaga 13 lóttskýjað Mallorca 14 lóttskýjað Mexíkóborg 21 heíðskírt Miami 26 skýjað Montreal 3 snjókoma Moskva -18 snjókoma Nýja Delhi 19 heiðskirt New York 9 heiðskfrt Ósló 3 heiðskírt París 12 skýjað Reykjavík 2 rigning Rio de Janeiro 32 skýjað Róm 11 heiöskírt San Francisco 8 heiöskírt Stokkhólmur 4 skýjað Tókýó 10 heiðskírt Vancouver 4 rigning Vín 6 skýjað Lögreglan leitar nú manns sem er u.þ.b. 35 ára að aldri, en hann sást á hlaupum um bygginguna skömmu áður en sprengjan sprakk. Sprengingin olli miklum skemmdum, en engin meiðsli urðu á mönnum. Næturklúbburinn var lokaður þegar sprengingin átti sér stað. Mynd þessi sýnir hvar Lech Walesa snýr heim að lokinni guðþjónustu í kirkju í nánd við heimili hans á jóladag. Með honum á myndinni eru eiginkona hans og dóttirin Magda, sem er fjögurra ára gömul, en til hliðar við þau má sjá börn úr nágrenninu. Walesa sagði fréttamönnum að hann myndi eyða jólunum ásamt fjölskyldu sinni í ró og næði. Óskin um frid — einkenndi áramótaávörp margra þjóðarleiðtoga New Vork, 3. janúar. Al*. ÓSKIN UM frið á komandi ári einkenndi áramótaávörp margra þjóðarleiðtoga að þessu sinni. En samtímis því sem nýja árið gekk í garð, bárust fregnir af nýjum bardögum í Líbanon. í Maníla á Filippseyjum særðust 42 menn, er handsprengja sprakk og í Kaup- mannahöfn særðust 40 lögreglu- þjónar í óeirðum. Jóhannes Páll páfi II. flutti nýjársboðskap sinn í Péturs- kirkjunni í Róm. Hann skoraði á stórveldin að draga úr vígbúnaði sínum. Síðan flutti hann nýj- ársbæn ásamt þeim 10.000 píla- grímum, sem viðstaddir voru nýjársmessu hans og bað sér- staklega fyrir friði á hinu nýja ári. Milljónir Japana þyrptust til helgistaða sinna til þess að bera þar fram áheit og bænir um góða heilsu og fé og frama á komandi ári. I ísrael þyrptust menn til Jerúsalem, en þar var allt þakið í snjó að þessu sinni, sem er harla óvenjulegt þar. Mörgum stjórnmálaleiðtogum varð tíðrætt um, að þessi ára- mót mörkuðu tímamót, og hétu því að finna lausn á vandamál- um nýliðins árs. í ræðu, sem Jóhannes Pill páfi II. flutt var í sjónvarpið í Líbanon á gamlársdag, kvaðst Amin Gemayel, forseti landsins, vera bjartsýnn á, að allur erlendur her yrði senn á brott frá Líban- on og að þjóðin endurheimti bráðlega fullveldi sitt og sjálfs- virðingu. En strax á nýjársdag bárust fréttir af hörðum bar- dögum stríðandi fylkinga í hafn- arborginni Tripoli í norðurhluta landsins. í Póllandi gengu herlög að nafninu til úr gildi, en markmið þeirra hafði verið að kæfa Sam- stöðu, samtök hinna frjálsu verkalýðsfélaga. í ræðu, sem Henry Jablonski, yfirmaður pólska þjóðarráðsins flutti á nýjársdag, sagði hann: — Það ár, sem nú gengur í hönd, verður ekki auðvelt. Margir Pólverjar, sem haft höfðu í hyggju að verða sér út um vodka í tilefni áramótanna, máttu bíða klukku- stundum saman í biðröðum á gamlársdag, og blaðið Pólski Kurier í Varsjá segir svo frá, að sumir hafi mátt þola það sér til „sárrar sorgar og reiði, að flösk- ur þeirra innihéldu aðeins vatn, þegar tappinn var dreginn úr“. Austur-Þjóðverjar á bak við tjöldin: Veita stórfé til grískra kommúnista Austur-Þýzkaland hefur komið á fót stofnun í Lúxemborg, sem ætlað er að veita fé til kommún- istaflokka á Vesturlöndum. Hefur stofnun þessi þegar veitt stórfé til gríska kommúnistaflokksins. Hafa órækar skjallegar sannanir um þetta komið fram fyrir skemmstu. Stofnun þessari er ennfremur ætlað að koma á fram- færi skoðunum sovézkra stjórn- valda og fylgiríkja þeirra í vest- rænum fjölmiðlum. Er rannsókn þegar hafin í mörgum löndum Vestur-Evróu á starfsemi þessarar stofnunar, þar sem talið er, að hún hafi staðið að margs konar ritum og bæklingum, sem komið hafa út að undanlornu. Veruleg athygli beindist fyrst að þessari stofnun fyrir um tveimur mánuðum, er gríski íhaldsflokkurinn birti skjal á gríska þjóðþinginu, sem sýndi, að ofangreind stofnun í Lúx- emborg hafði lánað 2,3 millj. dollara til útgáfufyrirtækis gríska kommúnistaflokksins, sem er hlynntur Sovétstjórn- inni. Yfirmaður þessarar stofnunar í Lúxemborg er Karl Raab, sem er skráður sem bankastjóri, en er jafnframt fjármálastjóri miðstjórnar auisturþýzka kommúnistaflokksins. Lánið, sem veitt var gríska kommún- istaflokknum, var með óvenu góðum kjörum. Það á að greið- ast á 25 árum og er með 4 % ársvöxtum. Þetta fé var notað m.a. til þess að koma upp nýrri prentsmiðju gríska kommún- istaflokksins, sem er búin nýtízku vélakosti. Þegar talsmaður gríska íhaldsflokksins á þingi krafðist skýringa á því, hvers vegna kommúnistaflokkurinn hefði fengið svona hagstætt lán frá austurþýzkum aðila, þá fékk hann engin svör. 21 Þrjú morö á Ítalíu ('asorla, Ítalíu, 3. janúar. Al*. LÖGREGLAN á Ítalíu fann í dag brunnin lik þriggja ungra manna sem höfðu verið myrtir í fyrirsát, sem bar öll einkenni Mafíunnar. Þessir þrír menn eru fyrstu fórn- arlömb hennar á þessu ári og fundust líkin í brunnu bílhræi fyrir sunnan bæinn Caserta, en hann er ekki langt fyrir norðan Napólí. Hinir myrtu eru Luigi Cant- elli, sem var 17 ára, og frændur hans Luigi og Nicola Diana, sem voru 24 og 29 ára. Þessir þrír menn tilheyrðu efnuðum fjölskyldum og hurfu allir á gamlárskvöld. Lögreglan held- ur því fram, að þeir hafi verið myrtir, áður en kveikt var í bifreið þeirra. Skakki turninn hall- ast enn Kóm, 3. janúar. AP. SKAKKI turninn í Pisa hallaðist enn á árinu 1982, eða um 1,19 millimetra. Itölsk stjórnvöld eyða stórfé á hverju ári til að reyna að koma í veg fyrir hallann, en vísindamenn segja að það sem komi turninum til að halla sé enn sem komið er alls ókunn- ugt. „Hann hlýtur að falla ein- hvern tíma ef við finnum ekki einhverja leið til að stöðva hann. Við vitum hins vegar ekki hvenær það mun gerast,“ sagði einn vísindamannanna í viðtali og bætti við: „Það er hugsanlegt að það taíci hann 100 ár að falla á hliðina, en það getur einnig tekið miklu skemmri tíma.“ Thatcher ekki til Falk- landseyja l/ondon, 3. janúar. AP. MARGRÉT Thatcher forsætis- ráðherra Bretlands hefur frestað fyrirhugaðri för sinni til Falk- landseyja í þessum mánuði, segir í fregnum breska blaðsins The Observer síðastliðinn sunnudag. Þar kemur fram að ráðgjöf- um forsætisráðherrans þyki þessi þrettán þúsund kílómetra langa ferð bæði „of hættuleg og ekki sérlega stjórnmálalega hagstæð". I september síðastliðnum var það mál manna að Margrét Thatcher ráðgerði að verða fyrst breskra forsætisráðherra til að heimsækja þessar fjar- lægu eyjar í Suður-Atlants- hafi, en engin opinber tilkynn- ing var gerð um þetta mál. Tal vann Andersson Stokkhólmi, 3. januar. Al\ MIKHAIL Tal, fyrrverandi heims- meistari í skák vann fyrstu skák- ina í einvígi hans og Svíans, Ulf Andersons, en einvigi þetta fer fram í Málmey. Tal, sem stýrði hvítu mönnunum, náði yfirhönd- inni, eftir að Svíinn komst í tíma- hrak í miðtaflinu og gafst hann upp í 41. leik, þegar hann var kom- inn með peði minna og mjög þrönga stööu. Þeir Tal og Andersson skiptu með sér þriðja og fjórða sæti á millisvæðamótinu í Moskvu í september sl. Þeir munu tefla sex skákir nú og lýkur einvíginu 10. janúar nk. Sá þeirra, sem vinnur, fær ekki sjálfkrafa rétt til þess að taka þátt í áskorenda- einvígjunum, sem framundan eru, en ef einhver þeirra 8 skákmeistara forfallast, sem þegar hafa unnið sér rétt til þátttöku í þessum einvígjum, þá á sigurvegarinn í einvíginu nú að tefla við Boris Spassky, fyrrum heimsmeistara um það sæti, sem losnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.