Morgunblaðið - 04.01.1983, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1983
Sinfóníuhljómsveit
íslands Tónleikar
í Háskólabíói fimmtudaginn 6. janúar 1983 j
kl. 20.30.
Verkefni: Molter: Klarinett konsert.
Páll P. Pálsson: Klarinett konsert'1
(frumfltn.).
Brahms: Sinfónía nr. 4.
Stjórnandi: Páll P. Pálsson.
Einleikari: Siguröur I. Snorrason.
Aögöngumiöar í Bókaverslun Sigfúsar
Eymundssonar og Lárusar Blöndal og í
ístóni Freyjugötu 1.
Sinfóníuhljómsveit íslands.
IDNADARMANNAHÚSINU
Hafnarfirði
ferlti byrj«ndí, kanntu eitthvaá fyrir þér, eáa viltu
erftkatrma? Símínn «r 63007.
* Pyrsti kennstutími vnrður mánudaginn K). janúar og
er hann itmifafinn l stofngiaidi Eftir það borgar þú
aðeins fyrir þá tima sem f»ú maetfr í og það sem
meira er, þú raeður þrnum mætingum
★ Hvernig væri því aff dusta rykjff af dansskónum og
laera stepp, sem er nú eftir nokkra hvtid að verða
jafnvel vinsaetla en á sjálfum gullnu árum kvik-
myndanna og þar sem aldurstakmörk eru engin en
inntökuskilyrffi göngukunnátta og jákvætt hugarfar.
^ Stepp var það heillin, og síminn er 53007
Já, fimmtíuogþrír James Bor d.
\
SJÁUMST !
/
Námskeiö í framleiöslu
og birgðastýringu
Tölvumiöstööin hf. hyggst dagana 22. febrúar til 25.
febrúar 1983 gangast fyrir námskeiði aö Hótel Borg-
arnesi um tölvuvædd framleiöslu- og birgðastýrikerfi
fyrir fyrirtæki í framleiðsluiðnaöi.
Leiöbeinandi á námskeiöinu veröur sænski hagfræö-
ingurinn Lennard Bjernfalk, sem á undanförnum ár-
um hefur gengist fyrir mörgum slíkum námskeiöum í
Svíþjóö, Danmörku og víöar.
Námskeiöiö mun aö töluveröu leiti fara fram í hóp-
vinnu, þar sem þátttakendum veröur faliö aö leysa úr
raunhæfum verkefnum og þannig ná betri tökum á
efninu.
Námskeiöiö mun aö töluveröu leyti fara fram í hóp-
stjórnendur sem tengjast framleiösluferli innan fyrir-
tækis. Kennsla mun fara fram á ensku en nám-
skeiösgögn veröa á sænsku.
Þátttaka tilkynnist til Ólafs Tryggvasonar í síma
26080 fyrir 7. janúar 1983.
Ljósmynd JúIíuh
Vitastígur 11 skemmd-
ist af eldi á nýársdag
ELDIIR kom upp i húsinu á Vitastíg
11 á nýársdag, rétt fyrir klukkan 16
og þegar slökkviliðið kom á staðinn
var talsverður eldur í kjallara, en
reykur á 1. hæð, samkvæmt upplýs-
ingum sem Mbl. fékk hjá slokkvilið-
inu í Reykjavík.
Vitastígur 11 er tveggja hæða
timburhús, kjallari og ris. Tveir
reykkafarar fóru strax í kjallara
hússins, en síðan aðrir tveir upp á
hæðirnar og aðstoðuðu fólk út og
gengu úr skugga um að ekki væru
fleiri í húsinu. Fljótlega gekk að
slökkva eld í kjallaranum, en hann
hafði komist í loft og millivegg og
náði að teygja sig að þaki hússins.
Því þurfti að rjúfa gat á vegg og
þak til þess að komast að eldinum
og gekk það greiðlega. Skemmdir
eru aðallega vegna vatns og rofs,
en vegna elds í kjallara.
Kallaður var út hluti slökkvi-
liðsins til aðstoðar og þrír menn
stóðu vakt við húsið fram á kvöld.
Slökkvistarfi lauk um klukkan
17.00.
EM unglinga:
Elvar vann
Tékkann Stohl
ÞEGAR ein umferð var eftir á Evr-
ópumeistaramóti unglinga í skák var
Elvar Guðmundsson í 7.—10. sæti
með 6!ú vinning í 12 skákum. Elvar
vann Tékkann Igor Stohl í 12. um-
ferð, tapaði fyrir ísraelanum Alon
Greenfeld í 11. umferð og vann ítal-
ann Carlo D’Amore í 10. umferð.
Sovétmaðurinn Jaan Ehlvest og
Daninn Curt Hansen voru jafnir
og efstir yfir síðustu umferð —
höfðu hvor um sig 10 Vfe vinning. í
þriðja sæti kom Alon Greenfeld,
Israel með 9 vinninga og er því um
einvígi Sovétmannsins og Danans
um titilinn að ræða. Síðasta um-
ferð verður tefld í dag.
Skákmót í Noregi:
Sævar efstur
NÚ ERU búnar þrjár umferðir á
skákmótinu í Hamar í Noregi, en
þar tefla þrír íslendingar, Margeir
Pétursson, Sævar Bjarnason og Karl
Þorsteins.
Þrjátíu þátttakendur eru á mót-
inu og verða tefldar níu umferðir
eftir Monrad-kerfi. Eftir þrjár
umferðir er Sævar Bjarnason í
efsta sæti með 2,5 vinninga af
þremur mögulegum, en staða
næstu manna er óljós vegna fjölda
biðskáka. Karl Þorsteins hefur tvo
vinninga og Margeir er með 1,5
vinninga og biðskák.
Sævar og Margeir tefldu saman
í fyrstu umferð og gerðu jafntefli,
en Karl tefldi við Norðmanninn
Delange og gerði einnig jafntefli. í
annarri umferð vann Margeir
Norðmanninn Barn og Sævar
vann Stiger frá Noregi og Karl
gerði jafntefli við alþjóðlega
meistarann Davis frá Englandi. í
þriðju umferð vann Sævar Elseth
frá Noregi, Karl vann Donaldsson,
FIDE-meistara frá Bandaríkjun-
um, en Margeir á biðskák við
Norðmann, Moen að nafni.
Húsavík:
Hagstætt veður um hátíðarnar
Húsavík, 3. janúar.
Um hátiðarnar hefur verid frekar
hagstætt veóur á Húsavík, þó um
nónbil á jóladag hafi gert tveggja
tíma hálfgerðan stórhríðarbyl. A að-
fangadag gengu menn til aftansöngs
i mildri kvöldkyrrð og var kirkjan
fullsetin svo fólk varð frá að hverfa.
En aðra messudaga rúmaði hún
fleiri en til hennar leituðu.
Við aftansöng á gamlárskvöld
prédikaði Sigurjón Jóhannesson
skólastjóri, en í öðrum messum sr.
Björn H. Jónsson. Á nýársdag
færði frú Þóra Hafstein Húsavík-
urkirkju fallegan „söfnunarkassa"
að gjöf, hinn fegursta grip, til
minningar um son sinn, Júlíus B.
Hafstein. Gripinn gerði Jóhann
Björnsson myndskeri.
Á fimmtudag héldu kór Tónlist-
arfélagsins og Lúðrasveit Húsa-
víkur tónleika í kirkjunni undir
stjórn Ulrichs Ólasonar og Sigurð-
ar Hallmarssonar og var góður
rómur gerður að. Á gamlárskvöld
bauð Húsavíkurbær til áramóta-
dansleiks í félagsheimilinu og var
fjölmenni mikið, en allt fór vel
fram. í dag fara hjól atvinnulífs-
ins að snúast og lita menn mis-
jafnlega björtum augum til fram-
tíðarinnar, en vonandi tekst þeim,
sem tögiin og hagldirnar hafa, að
sigla þjóðarskútunni áfallalítið,
þó erfitt verði á þessu nýbyrjaða
ári.
Viltu grennast, vlltu styrkjast,
viltu verða brún(n), viltu slappa af?
í Apolló býðst þér fullkomin aðstaða til almennrar líkams- og
heilsuræktar.
• Æfingatæki gerast ekki betri — yfir 30 stöðvar.
• Sólböð eru hreinleg og fljótvirk — 4 klefar — engin
biðröð.
• Gufubað, 8 manna vatnsnuddpottur, nuddtæki.
• Einstaklingsbundin, þaulreynd æfingaprógrömm.
• Húsakynni eru björt og vistleg. — Þægilegt andrúmsloft.
• í setustofu er boðið upp á kaffi og svaladrykki.
• Mánaöargjald er 500 kr./ 650 kr. með sólböðum.
Tilboð: 25% afsláttur á
3ja mánaða gjöldum
HALDIÐ VID HEILSUNNI í APOLLÓ
APHLLé »P LÍíil«K£IT
Brautarholti 4, sími 22224.
Opnunartímar í janúar:
Konur: Karlar:
Þri. 12—21 Mán. 12—21
Fim. 12—21 Mið. 12—21
Lau. 10—15 Fös. 12—21
Sun. 14—16 Sun. 10—14