Morgunblaðið - 04.01.1983, Side 29

Morgunblaðið - 04.01.1983, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1983 29 Heimsmet í Bolungarvík: Syntu 308,6 km í mara- þonsundinu Bolungarvík, 3. janúar. MARAÞONSUNDI Bolvíkinga lauk klukkan 15 á gaml- ársdag, eins og áætlað hafði verið við mikinn fognuð fjöl- margra Bolvíkinga, sem fjölmennt höfðu i sundlaugina. Sundfólkið heiðraði þjálfara sina með tolleringum og til- heyrandi dýfíngum. Hafði það þá lagt að baki 308,6 km þann tíma sem sundið stóð. Boðsund sundfólksins síð- asta hálftímann var ákaflega spennandi og mikið kapp í sundfólkinu, hver hlyti þann heiður að synda síðasta spöl- inn. Sú heppna var ein af fræknustu sundkonum okkar Bolvíkinga, Ingigerður Stef- ánsdóttir. Þegar fagnaðarlát- um linnti í sundlauginni, flykt- ist fólk út til þess að njóta flugeldasýningar Lionsklúbbs- ins, sem klúbbfélagar stóðu fyrir í tilefni sundafreks fólks- ins. Þegar sundið hófst kl. 15.00 sl. mánudag, gerðu forráða- menn sundsins ráð fyrir að alls tækist að synda um 250—300 km og var því takmarki náð. Yngsti sundkappinn fram að þessu er 9 ára, en sá elsti 48 Sundið í fullum gangi í Bolungarvfk. ára, en það er Hörður Snorra- son sundlaugarstjóri, sem einnig á sæti í stjórn sundd- eildar, en hann tók hálftíma sundsprett á dögunum. Að öðru leyti hafa aðrir meðlimir sunddeildar séð um að synda. Guðmunda Jónasdóttir, þjálfari sunddeildar bað fyrir innilegar þakkir fyrir hönd sunddeildar, til Bolvíkinga, fyrir þann mikla skilning og stuðning sem þeir hafa sýnt starfi sunddeildar þessa dag- ana. Hún sagði að ótrúlega margir hefðu haft samband og óskað eftir að fá t.d. að standa vaktir yfir sundinu og leggja þannig hönd á plóginn. „Með þetta erum við ánægðust," sagði Guðmunda, „því tilgang- urinn hjá okkur var fyrst og fremst að vekja áhuga á al- mennri sundiðkun." — Nú eruð þið jafnframt með fjársöfnun í formi áheita á hvern kílómetra, hvernig hefur gengið? „Fjársöfnunin hefur gengið framar vonum, við höfum feng- ið mjög mörg áheit og áheitin hafa verið allt að 4 kr. á hvern km.“ — Er þetta heimsmet, Guð- munda? „Ja, það er nú það,“ sagði Guðmunda hlæjandi. „Við höf- um ekkert fundið, um svona nokkuð í heimsmetabókinni." Springdýnur — springdýnuviðgerðir Við óskum lands- mönnum öllum gleðilegs nýárs. Hvernig væri að byrja nýja árið á að hugsa betur um heilsuna. Þú sefur V4 af ævi þinni og er mikils virði að þú sofir á góðri dýnu. Við sækjum gamlar dýnur að morgni og þú færð hana nýja að kvöldi. Einnig framleiðum við nýjar dýnur eftir máli og i þremur styrkleikum. Póstsendum um land allt. Dýnu- og bólsturgerðin hf. Smiðjuvegi 28, sími 79233. MYNDLIST í áföngum Kennari Einar Hákonarson listm. Námskeið í teikningu veröa haldin á vinnustofu minni aö Vogaseli 1, Breiöholti, 17. jan.—17. febr. Innritun í síma 71271. 1. áfangi, byrjendur, 10 skiptl. Hluta og módelteiknun Mánud. og fimmtud. kl. 17.50—19.50. 2. áfangi, framhaldsfl., 10. skipti. Myndbygging, módelteiknun kl. 20.00—22.00. Kennslugjald, efni og áhöld hvers áfanga 1500 kr. Aldurslágmark 16 éra. . Inrbekk-1 "yx alATÍ ATHUGIÐ! J létt«r erum flutt að Skúlatúni 4 Ný ndmskeiö hefjast mánudaginn 10. janúar. Framhaldsnemendur mœta á sömu tímum og áður. Innritun og upplýsingar í sima 76350 kl. llf.00—18.00 daglega. Afhending og endurnýjun skírteina í skólanum að Skúlatúni 4, fjórðu hæð, laugardaginn 8. jan. kl. 14.00—17.00. Líkamsþjál fun Bst 1 lcttskóla Eddu Sclicving SKÚLATÚNI 4 — SÍMAR 25620 og 76350

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.