Morgunblaðið - 04.01.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.01.1983, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1983 ást er .. .. að trúa á hann. TM Rag U.S. P*t Otf—aH riotits resarvad •1982 Loe AngMM Tlmn Syndlcate Haldið ykkur, drengir, þegar ég sný mér á hæl. Hann sonur minn. — Jú, hann safn- ar bílnúmerum. Kr ekki allt i lagi með það? HÖGNI HREKKVÍSI HAWN SETURSKIPTErHONIOMSýAJISTSVO." Á tónleikum hjá Kílharmóníuhljómsveit Berlínar. Sjón sögu ríkari Ingibjörg Snorra skrifar 11. des- ember: „Velvakandi. Eg vil byrja á því að beina orðum mínum til Sighvats Finnssonar sem skrifar í dálka þína 10. desember sl., að allt of mikið hafi verið um tónlistarþætti í sjónvarpinu og að nær væri að láta útvarpið um að senda út tónlist. Ég vil minna Sig- hvat á að smekkur manna er mis- jafn. Og væri e.t.v. rökréttast að láta kvikmyndahúsin alveg um kvikmyndirnar? Það væri jafnvit- urlegt. Annars er erindi mitt annað en að setja út á skrif Sighvats, því að mig langar til að vita, hvort ekki væri möguleiki á að komast yfir upptöku eða myndband af aldar- afmælistónleikum Fílharmóníu- hljómsveitar Berlínar, sem útvarp- að var í sl. viku, og sýna í sjónvarp- inu. Það var alveg frábært að heyra þessa tónleika í útvarpinu, en ólýs- anlega væri skemmtilegra að fá að sjá þá á skjánum. Tónleikarnir fóru nefnilega þannig fram, að í þessu tilviki væri sjón svo sannarlega sögu ríkari. Ég efa ekki að margir eru mér sammála í bessu efni og vona því bara að úr rætist. Ég ætla líka að vona, sé þetta ekki unnt, að þá fái ég útskýringar á því. Að mínu áliti er þetta langt- um merkilegra og skemmtilegra en öll sænska þvælan, sem keypt var hér um árið, að ég minnist nú ekki á Dallas-þvæluna. Að lokum skora ég á Sighvat Finnsson að horfa á þessa tónleika, verði þeir sýndir, og senda svo álit sitt til Velvakanda, án þess að vera með innantómar fullyrðingar. En ég verð að segja, að ég er honum fyllilega sammála, hvað varðar þul- ina.“ Reynum að halda innviðunum heilum A.S. skrifar: „Velvakandi. Það er margt sem við megum þakka fyrir þrátt fyrir dapurlegt efnahagsástand. Þegar við vöknum á morgnana eru húsakynni hlý. Með því að snerta rofa fáum við næga birtu í herbergin. Við getum klæðst góðum og hlýjum flíkum í vetrarveðrinu. Ég t.d. fer til vinnu með strætisvagni sem er nær alltaf á réttum tíma. Vagninn er hreinn, bjartur og hlýr. Umgengni í stræt- isvögnunum hefur stórbatnað. Strætisvagninn stansar nálægt vinnustaðnum og ég þarf ekki að ganga nema í um fimm mínútur. Þessi stutta ganga er bara hress- andi. Göturnar eru vel upplýstar. Færðin er misjöfn, en það er ósköp eðlilegt. Það getur engin ráðið veðrinu, sem betur fcr líklega. Ég er svo heppinn að vinnustaður minn er bjartur og hlýr. Tillitsleysi reykingamanna er dálítið slæmt, af því að mér finnst reykurinn svo hvimleiður og illa lyktandi. Lífið gengur sinn vanagang. Á heimleiðinni er fjöldi verslana með alls konar varning, bæði nauðsyn- legan og ónauðsynlegan. Þetta með nauðsynina er álitamál. Hver og einn er frjáls að því að velja hvað hann kaupir. Vöruverð er vissulega hátt. Við verðum að skoða og velja vandlega. Það hefur auðvitað alltaf verið nauðsynlegt að gera það. Þetta hefur viljað gleymast undan- farin ár. Afgreiðslufólk er yfirleitt almennilegt og vöruúrval mikið. Hvað skyldi það eiginlega vera sem ekki fæst hér á landi. Það er ekki margt. Við höfum nóg af öllu (nema peningum, segir líklega ein- hver). Við megum ekki gleyma hvað allur ytri aðbúnaður er orðinn góður. Tæknin er orðin mikil og fjöldi fólks starfar við að láta okkur líða sem best. Við megum samt ekki gleyma hinum innra manni. Nú fer í hönd sá árstími þegar bestu tilfinningar okkar fá að njóta sín. Jólin og áramótin með fögnuði, góðvild, gjafmildi, gleði, en einnig söknuði og eftirsjá og jafnframt óvissu. Það er margt sem okkur þykir vera að. Það er þó miklu fleira sem er viðunandi og raunar fagnaðar- efni. Fyrir þessi jól hafa komið á markaðinn margar bækur um liðna tíma. Það er af sem áður var. Menn og málleysingar höfðu hvorki í sig eða á. Nú má segja að við lifum við allsnægtir. Ég held að það sé engin vitleysa að bera saman fortíð og nútíð. Við lærum hvort eð er best af reynslunni. Gleymum ekki að þakka forsjóninni fyrir allt sem við höfum. Það gæti verið verra, ástandið. Verum bjartsýn. Jóla- birtan bendir okkur á ljósið í öllum skilningi. Útlitið í efnahagsmálum landsmanna er óneitanlega slæmt. En birtir ekki öll él upp um síðir? Það skiptast á skin og skúrir í þessu lífi. Og hvers vegna ekki? Ef ekkert er myrkrið, þá er engin birt- an. Ef engin sorg, þá engin gleði. Þótt enginn viti sína ævina fyrr en öll er, má ekki gleyma því, að hver er sinnar gæfu smiður. Tökum höndum saman og stefnum að því að draga úr ytri áföllum. Reynum að halda innviðunum heilum. Þá mun okkur vel farnast. Gleðileg jóL-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.