Morgunblaðið - 04.01.1983, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 04.01.1983, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1983 41 VÉLWU&ÍÍDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI FÖSTUDAC Þessir hringdu . . eina slíka pílu í augaö. Eg er bú- inn að liggja á spítala í tæpan hálfan mánuð, gangast undir tvær aðgerðir og á eftir að gang- ast undir eina í viðbót. Þessa skaðræðis gripi er hægt að kaupa í hverri búð innan um saklaus leikföng. Skaðræðisgripir innan um saklaus leikföng Magnús Þórsson, Keflavík, hringdi (29. des.) og hafði eftir- farandi að segja: — Mig langar til að nefna svolítið við þig vegna umræðna um vopnlaus jól, þ.e. að fólk ætti að forðast að gefa börnum svokölluð stríðsleikföng í jólagjöf. En enginn hefur minnst á bogana sem hægt er að kaupa í öllum búðum, með til- heyrandi örvum, sem eru hrein drápstæki eða skotpílurnar sem skotið er í markskífur. Ég er fjórtán ára gamall og var svo óheppinn að fá af hreinni slysni Bragð er að þá barnið finnur Amma austanfjalls hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Það sem mér liggur á hjarta er að mig langar að segja ykkur, að gömlu orðatiltækin eru enn í fullu gildi. Ég á tvær gamlar plötur með jólasöngvum; önnur er sungin af Hauki Morthens, Hátíð í bæ, hin sungin af Ómari Ragnarssyni og heitir Krakkar mínir komið þið sæl. Ég spila þessar plötur alltaf öðru hvoru um jólin, og hefur komið fyrir að ég hafi brugðið þeim á rétt fyrir jólin. Nýlega, þegar þær hljóm- uðu hérna hjá mér, þá segir eitt barnabarna minna: — Amma, hvernig stendur á því, að ís- lenskan á þínum plötum er svo auðskilin? Maður skilur og heyr- ir hvert einasta orð. En á nýju plötunum er málið svo óskýrt og svo ósköp erfitt að skilja hljóðin. Ja, bragð er að þá barnið finnur. Oröabók í götumállýsku Gyða Svavarsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég er glóandi af reiði yfir út- komu þessarar svokölluðu slang- urorðabókar. Hvaða tilgangi þjónar það að gefa út orðabók í götumállýsku? Áður fyrr mátti treysta því, að slíkar tímabundn- ar mállýskur og orðskrípi týnd- ust og gleymdust, en með út- komu þessarar bókar veikist vonin um að það gerist. Ætli það endi ekki með því að við eldra fólkið verðum að fara í skóla til að skilja mælt mál í landinu? Út yfir tekur þó auglýsingin frá út- gefendunum, og að leggja þetta rugl í munn virðulegrar peysu- fatakonu. Ég sendi baráttu- kveðju til allra þeirra sem vilja reyna að gæta íslenskrar tungu og heiti á þá að vera sjálfum sér samkvæmir í varðveislu hennar. Látum tötrughypjur götunnar eiga og tala sínar mállýskur. Jöfnun kosningaréttar Skúli Ólafsson skrifar: „Umræður um leiðréttingu mis- vægis atkvæða hafa nú staðið nokkurn tíma og niðurstöður þess- ara mála virðast vera þær, að fjölga eigi þingmönnum um þrjá án þess að misvægi milli kjör- dæma verði leiðrétt. Til þess að fjölga þingmönnum um þrjá þarf hvorki meira né minna en stjórn- arskrárbreytingu og tvennar kosningar. Allir virðast fylgja breytingu á uppbótarþingsætunum, svo að meiri jöfnuður milli kjördæma ná- ist. Þetta verður ekki gert á annan veg en þann, að þau uppbótar- þingsæti, sem fást með hlutfalli atkvæða í fámennustu kjördæm- unum, falli burt, og að Reykjanes og Reykjavík eigi kost á fleiri upp- bótarþingsætum en nú hefur feng- ist vegna takmarkana miðað við einn uppbótarþingmann fyrir hvert kjördæmi á hvern flokk. Þrír þingflokkar fá að jafnaði einn uppbótarþingmann í Reykja- neskjördæmi og sama er í Reykja- vík. Þetta gerir sex þingmenn af ellefu alls sem komast á þing sem uppbótarþingmenn. Þessi kjör- dæmi höfðu fleiri uppbótarþing- menn þegar flokkarnir voru fimm, svo að það er ekki mikil aukning þó að þessi kjördæmi fengju þrjú uppbótarþingsæti til viðbótar. Eitt fyrir hvern flokk: sem fær uppbótarsæti til jöfnunar milli flokka. Þarna yrði að miða við at- kvæðamagn og gætu tveir uppbót- arþingmenn af sama flokki komist á þing úr sama kjördæmi. Tvö uppbótarþingsæti kæmu síðan til að jafna misvægi milli kjördæma utan Reykjaness og Reykjavíkur. Þar kæmu Norður- land eystra og Suðurland helst til greina, þar sem atkvæðamagn en ekki hlutfall atkvæða réði úrslit- um. Uppbótarþingmenn hafa öll sömu réttindi og skyldur og kjör- dæmakjörnir þingmenn og þing- menn Reykjaneskjördæmis eru fimm að viðbættum þremur upp- bótarþingmönnum, þ.e. átta þing- menn, og hafa verið níu þegar flokkarnir voru fimm á þingi. Einnig eru þingmenn Reykjavíkur sextán að viðbættum þremur og þar voru einnig fjórir uppbótar- þingmenn eða alls tuttugu þing- menn fyrir Reykjavík. Þessi tala nægir þó ekki til jöfnunar at- kvæða milli kjördæma. Þó verður það að teljast nokkur leiðrétting að hlutfallskjörnu þingmennirnir í fámennustu kjördæmunum víki af þingi. Þeir eru reyndar vara- þingmenn flestir fyrir kjördæma- kosna þingmemr. Leiðrétting mis- vægis atkvæða ætti að ná til fleiri kjördæma en til Reykjavíkur og Reykjaness. Þar á ég fyrst og fremst við Norðurland eystra, sem er aðeins hálfdrættingur á við Norðurland vestra á stundum. Fleiri þjóðir en íslendingar hafa lent í hálfgerðum ógöngum þegar jafna átti misvægi atkvæða. Þannig eru Irar búnir að kjósa þrisvar á átján mánuðum og úr- slitin benda ekki til að nein lausn hafi fundist á þráteflinu þar. Nokkrar raddir voru þó hér um að við ættum að taka Ira okkur til fyrirmyndar í kjördæmamálinu. Ef til vill gætu írar tekið okkur til fyrirmyndar þegar við höfum leið- rétt hluta af misvægi atkvæða með afnámi uppbótarþingsæta, sem fengin voru með reiknikúnst- um, þ.e. hlutfalli af lágum tölum." GÆTUM TUNGUNNAR Heyrst hefur: Þeir fóru í sitthvora áttina. Rétt mun talið að segja: Þeir fóru sinn í hvora áttina. En best færi: Þeir fóru í sína áttina hvor. Dagatal fylgiblaóanna IÍROTTA ALLTAFÁ FIMMTUDÖGUM Alltaf á fóstudögum IfetewjoigiteöiB ALLTAF A LAUGARDÖGUM ALLTAF A SUNNUDÖGUM OG EFNISMEIRA BLAÐ! Fimm sinnum í viku fylgir auka fróöleikur og skemmtun Mogganum þínum!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.